Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1985, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1985, Blaðsíða 12
12 DV. FIMMTUD AGUR1. AGUST1985. Frjálst.óháð dagblað Útgáfuféldg: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóriog útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SlMI 686411. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla,áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 686611. Setning, umbrot, mynda-og piötugerð: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA12. Prentun: Árvakur hf„ Áskriftarverð á mánuði 360 kr. Verö i lausasölu 35 kr. Helgarblað40kr. Lútum ekki óróaseggjum Eiga hópar grænfriðunga og annarra slíkra í Banda- ríkjunum að stjórna íslandi? Eigum við að afhenda landsstjórnina þeim „friðunarsamtökum”, sem nú hafa í hótunum við okkur vegna hvalveiða í vísindaskyni? Rök friðunarsinna um útrýmingarhættu á hvalastofnin- um hafa tekið til annarra stofna en þeirra, sem við höfum veitt. En rannsóknir hafa verið ófullkomnar. Því hefur á stundum reynzt örðugt að hrekja til fulls áróður friðunar- manna, þótt hann hafi gengið í öfgar. Islendingar gengu vissulega eins langt og hugsanlegt var, þegar samþykkt var hvalveiðibann á næsta ári með naumum meirihluta á Alþingi. Friðunarsinnar geta ekki krafizt meira. Jafnfráleitt er, að við bugumst fyrir kröf- um þeirra nú. Það eru rannsóknir, sem til þurfa að koma, áður en hvalveiðibann í atvinnuskyni verður endurskoðað árið 1990. Fyrirætlanir íslenzkra stjórnvalda í þessum efnum rúmast innan samþykkta alþjóðlega hvalveiðiráðsins um hvalveiðibann í atvinnuskyni. Ráðagerð Islendinga ætti að hljóta stuðning allra sanngjarnra manna. En mót- mælahóparnir úti í heimi eru fólk af ýmsu tagi. Margir mótmæla þar mótmælanna vegna. I röðum friðunarmanna eru vissulega þeir, sem hafa raunverulega áhyggjur af tilvist ýmissa hvalastofna. I röðum þessara hópa eru einnig þeir, sem njóta þess að taka þátt í æsingi. Væri það ekki þetta mál, yröi það eitt- hvað annað, sem þetta fólk sækti fróun til. Loks eru í röð- um þessa fólks ýmsir, sem sjá sér fjárhagslegan hagnað í slíkri starfsemi. Þessi svonefndu friðunarsamtök krefjast þess, að ís- lenzk stjórnvöld segi upp samningnum milli þeirra og Hvals hf. Það er hægt að gera fyrir fyrsta september. Samningurinn var gerður í maílok. Hvalur hf. skuld- bindur sig til að veiða þá hvali, sem Hafrannsóknastofnun telur þurfa til að rannsaka stofninn. Veitt verður í þessu skyni næstu fjögur árin. Árlega skulu veiddar 80 lang- reyöar og 40 sandreyðar. Hvalur á að greiða stjórnvöld- um 100 þúsund krónur fyrir hvern veiddan hval, sem eiga að standa undir kostnaði við rannsóknirnar. Hvalur kost- ar rekstur veiðanna. Verði „hagnaður” rennur hann í sjóð, sem aðeins er heimilt að verja til rannsókna á hvala- stofnum. Af þessu er deginum ljósara, að íslendingar eru ekki að „svindla” gegn samþykktum hvalveiðiráðsins. Nú má gera ráð fyrir, að óróaseggir í Bandaríkjunum muni með vetrarkomu ráðast gegn íslenzkum vörumerkj- um. Bandaríski markaðurinn er langmikilvægasti markað- ur okkar. Við kynnum að verða fyrir einhverju tjóni fyrir þessar sakir. Fámennir hópar uppivöðslumanna, sem hafa talsvert fjármagn á bak við sig, geta troðið sér í fjölmiðla vestan hafs. Þeir geta haft áhrif og þurfa Islendingar að vera viðbúnir að mæta því með eigin rökum. Allavega gengur ekki, að við lútum fyrir óróaseggjum í Bandaríkjunum og megum okkur hvergi hreyfa. Haukur Helgason. „Viö viljum nefnilega enga Dýrlinga, James Bonda eöa Marlowa heldur strðka og stelpur sem reyna að gera sitt besta á hverju sem gengur og geta tekið skakkar ákvarðanir í hita augnabliksins þegar sekúndubrot geta ráðið örlögum og allir í kringum þá þykjast vita betur en þeir." Hinn mannlegi þáttur Eg hefi lengi ætlað að fjalla i einni grein um málefni lögreglumanna hérlendis en hefi dregið það á lang- inn vegna þess mál nokkurra þeirra hafa verið til umf jöllunar fyrir dóm- stólum. Mér hefur leiðst sú umræða sem í kringum það mál hefur staðið og ekki viljað blanda því saman sem mér finnst ég þurfa að segja almennt um þau mál við hið svonefnda „Skafta-mál.” Nú er því að vísu lok- fyrir dómstólum en er ennþá rekið með miklu offorsi í fjölmiðlum. Er engan veginn ljóst hvenær þeim mál- flutningi lýkur og seint verður mál- efnalegur dómur kveðinn upp á þeim vettvangi. Sé ég enga ástæöu til að bíða leiksloka þar enda þessi grein alls ekki um „Skafta-málið” sem slíkt þótt þau eftirmál sem þar hafa orðið setji á hana nokkurt maric. Vanþökkuð störf Líklega eru fá störf í nútima þjóð- félagi jafnvanþökkuð og störf lög- gæslumanna og þá fyrst og fremst lögregluþjóna. Sjálfsagt eru til þess ýmsar orsakir en hæst ber þó vafa- lítiö aö mikill meirihluti afskipta þeirra af hinum almennu borgurum er undir þeim kringumstæðum þegar borgaramir vilja sist sjá þá. Þaö er líka hluti mannlegs eölis og hugsana- gangs að finnast jafnan sjálfsagt þegar okkur er leiöbeint og við að- stoðuð („þetta hefðiég nú líka gert”) en telja alla afskiptasemi til ama og þarf þá enga löggæslumenn til. Af afskiptum löggæslumanna vegna ýmissa mannlegra breysk- leika hafa sprottið margar sögur. Yfirleitt eru það „fórnarlömbin”, það er borgaramir, sem slíkar sögur segja og fer þá að likum að eins litið er gert úr eigin yfirsjónum og unnt er, en þeim mun rækilegar tíundaö harðræði og skilningsskortur lög- gæslumannanna. Gildir þá einu hvort um er að ræða störf þeirra á al- mennum vettvangi eða í heimahús- um, og hvort um eftirlitsstörf er að ræða eöa þurft hefur að skakka grá- an leik. Slíkar lýsingar virðast eink- ar kærkomið efni sumra f jölmiöla nú á dögum. Um hitt er sjaldnar fjallað í fjöl- miðlum undir hvaða kringumstæð- um lögreglumenn vinna meginhluta starfs síns. Tiltölulega lítið virðist gert til þess að kynna fólki þá hlið mála. Ekki get ég um það dæmt af eigin raun því aldrei hefi ég löggæslu stundað. En einn góður vinur minn, sem hætti í lögreglunni eftir tiltölu- lega skamma stund, sagði eitthvaö á þessa leið við mig: Eg varð að gera það upp við mig að ég þoldi þetta ekki. Eg var að verða verri maður á því að vinna við þetta. Eg hafði áður kynnst mörgu góðu og „normal” fólki og ég vil halda áfram að um- gangast það. En í þessu starfi þarf Kjallari á fimmtudegi MAGNÚS BJARNFREÐSSON maður fyrst og fremst að hafa sam- neyti við sorann úr þjóðfélaginu. Heilu nætumar fara í þaö að fást við - fólk sem er viti sínu fjær, horfa á skelf- ingu lostin börn og f jarlægja óöa for- eldra, á miili þess sem stórslasaö fólk er hirt upp af götunum. Eg var farinn aö missa trúna á manninn, og taugarnar voru að gefa sig. Sjálfsagt er það misjafnt hvernig þessi störf fara í menn, sumir eru harðari af sér en aðrir, en þó hygg ég að þessi lýsing vinar míns eigi sér nokkrar rætur hjá mörgum. En ekki geta allir hætt — og mega það heldur ekki vegna okkar hinna. Góð lögregla Eg held að þrátt fyrir þessi starfs- skilyrði, óhóflegt vinnuálag og laun sem virðast miöast við skrifstofu- störf getum viö státað af mjög góðri lögreglu. Eg held að ummæli um þaö að í hana veljist menn sem sjái þar tækifæri til að sýna valdsmennsku og jafnvel þjóna kvalalosta séu kjaftæði sem ekki séu svaraverð. Eg held að þau mistök sem lögreglumönnum kunna aö verða á í starfi séu afleið- ing þess umhverfis sem þeir eyða starfsævi sinni í, nefnilega okkar, háttvirtra borgara. En þama sagði ég orð, sem kannski dregur dilk á eft- ir sér. Eg nefndi oröið mistök. Og nú dregur til „Skafta-málsins”. Að vísu ekki þess sem slíks, því ég legg engan dóm á málsatvik þar, heldur umræðunnar í kringum það. Mér virðist málin hafa tekið þá óheppilegu þróun að lögreglumenn geti ekki viðurkennt að þeim geti orð- ið á mistök. Og það finnst mér af- skaplega slæmt. Ef lögreglumenn ætla að hætta að vera mannlegir með öllum kostum og göllum þess eigin- leika þá er ég hræddur um að bilið milli þeirra og okkar hinna breikki mjög ört. Við viljum nefnilega enga Dýrlinga, James Bonda eöa Marlowa heldur stráka og stelpur sem reyna að gera sitt besta á hverju sem gengur og geta tekið skakkar ákvarðanir í hita augnabliksins þeg- ar sekúndubrot geta ráðið öriögum og allir í kringum þá þykjast vita beturenþeir. Jafnir öðrum 1 það minnsta flest okkar teljum aö þeir séu ekki síður til hjálpar en refsingar. Og við viljum einnig að þeirséu jafnir okkurgagnvartdóms- valdi. Því er ekki að neita að það orð hef- ur lengi legið á að svo sé ekki. Því er jafnan ótæpilega haldið á lofti af þeim sem telja sig hafa hlotið órétt- mæta dóma er hafa byggst á vitnis- burði lögreglumanna. Eg trúi því ekki aö þannig sé vísvitandi staðiö að málum. Hins vegar virðast mér viðbrögð ýmissa lögreglumanna nú geta kynt undir þennan orðróm. Þeir virðast alls ekki geta komist yfir það að einn félaga þeirra hafi tapað máli fyrir Hæstarétti. Og það sem verra er: Eg fæ ekki betur séð en að stærsti hluti lögreglumanna í landinu sé kominn í hálfgert stríð við æðsta dómstól þess. Slíkt getur ekki gengið í réttarríki. Löggæslumönnum getur skjátlast og borgurunum fundist þeir beita órétti. Dómstólum getur lflca skjátlast og þeim sem eru dæmdir fundist dómar rangir. Það hefur hent margan manninn, þar á meðal mig. En þegar hæstiréttur réttarríkis hefur talað er málinu lokið — hvort sem mönnum líkar betur eða verr, og síst er það hlutverk löggæslumanna að rýra álit borgara á dómsvaldinu. Eg get ekki að því gert aö mér þykja sumar yfirlýsingar vina minna í lögreglunni furðulegar eftir dómsuppkvaðningu Hæstaréttar. Sú furðulegasta þykir mér að „réttar- staða” sé óljós. Hvað eiga mennimir við? Að fullyrðingar um misja&ia réttarstöðu fólks og löggæslumanna hafi verið réttar? Það vona ég ekki. Ef þeir vilja ekki vera jafnir borgur- unum fyrir dómstólunum vilja borg- aramir fá sér aðra lögreglumenn. Svo einfalt er nú það, elskumar mín- ar. Fleiri yfirlýsingar hafa mér þótt kostulegar en minnist ekki á þær að sinnl En mig gmnar að þeir hafi haft afskaplega óheppilega(n) ráð- gjafa í þessu máli, sem hefur eitt- hvert annað markmið fyrir stafni en bæta ímynd lögreglunnar í huga hins almenna borgara. En þótt ráögjafar átti sig ekki ná löggæslumenn vonandi fljótt áttum í því moldviðri sem hefur þyrlast upp umsinn. Magnús Bjarafreðsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.