Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1986, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1986, Síða 29
DV. FÖSTUDAGUR17. JANÚAR1986. 37 Sviðsliós Sviðsl Sviðsljós Sviðsljós * Paloma er dóttir meistara Picassó og er einkum þekkt fyrir aö hafa bein í nefinu. Nýja ilmvatnið með hennar eigin nafni reyndist gullnáma ekki síður en fataframleiöslan. <1 * Sá gamli með ástkonunni Francoise Gllot - rómantísk morgunganga á ströndinni. c> Barnabarnið þrftuga - Klki Picassó. Skapmikill listamað- ur sem mólar sist hefðbundn- ar en afinn á sfnum tima. i Þeir frægu p Picassoar Bara nafnið — Picassó — er svo þekkt að sá sem það ber á í vandræðum með að láta ekki á sér bera. Þegar það svo bætist við iöngun til að standa í sviðsljósinu er ekki von á öðru en slíkir einstaklingar flækist inn á síður blaðanna. Pablo Picassó var ekki gamall þegar hann varð heimsfægur fyrir mólararlist en eftir lát hans hefur dóttirin, Paloma, einkum verið til þess að vekja athygli á naihinu - að frátöldum ódauðlegum lista- verkunum. Hún hefur í áratugi verið eins konar gangandi auglýs- ingaspjald fyrir YSL - klæddist eingöngu fötum sem hann hannaði sérstaklega fyrir hana og þau voru alltaf i þremur litum. Rautt, svart og hvítt eru litirnir sem Paloma kýs og lítur ekki einu sinni við tannstöngli í öðrum litum. Síðar setti hún upp tískuhús með eigin sköpunarverkum - hannar fatnað með mjög ákveðnum Picassóein- kennum og selur grimmt. Það nýj- asta frá henni er ilmvatnið Paloma Picasso og það malar henni ómælt gull. Kannski ekki vanþörf á því sá gamli gerði hana og önnur börn sín arflaus með öllu og ennþá standa yfir mólaferli sem hvergi sér fyrir endann á ennþá. Því er eins gott að vera fær um að sjá fyrir sér sjálfur, geta greitt reikninga fyrir fýrmefndan lífsstíl og það getur hún að sögn fyrst núna eftir ára- langa baráttu. Þriðji Picassóinn sem vakið hefur athygli er Parísarbúinn Kiki Pic- assó sem er þrítugur og einkum frægur fyrir sérkennilega list- iðkun tengda myndlist. Hann er ekki síður skapmikill en Pablo afi og vekur verðskuldaða athygli hvar sem hann kemur. Flest annað en skortur ó sköpunargáfu hefur þjakað þessa þrenningu með eitt . þekktasta nafn heimsins þótt farið hafi hvert sína leið í tjáningarform- inu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.