Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1986, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1986, Side 8
8 DV. LAUGARDAGUR 25. JANÚAR1986. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaðurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÖNAS HARALDSSON og ÖSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLT111, SÍMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., ÞVERHOLT111 Prentun: ÁRVAKU R H F. - Áskriftarverð á mánuði 450 kr. Verð í lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr. Hvíldarhæli ráðherra Til skamms tíma var ris á bönkum og öðrum lána- stofnunum í landinu. Efnisleg og siðræn vinnubrögð voru í hægfara sókn, en flokkapólitíkin á undanhaldi. Sem dæmi má nefna, að bankaráð Búnaðarbankans hafnaði í tvígang þreyttum þingmönnum Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks sem bankastjórum og valdi at- vinnumenn. Að vísu gekk siðvæðingin ekki svo langt, að efnisatriði- ein fengju að ráða. Bankamennirnir, sem hlutu hnossið, voru ráðnir sem umboðsmenn flokkanna, sem telja sig eiga bankakerfið í landinu. Bankamenn gátu ekki orðið stjórar nema á vegum einhvers stóru flokkanna. Minnkun spillingarinnar fólst í, að bankaráðsmenn héldu áfram að viðurkenna tilkall stjórnmálaflokka til ákveðinna bankastjórasæta, en töldu rétt að velja í þau reynda bankamenn fremur en kvígildi af Alþingi. Þetta var auðvitað umtalsverð endurbót, þótt raunar sé eðli- legt, að flokkapólitík komi ekki til greina. Að vísu byggðist siðbótin að nokkru leyti á, að flokk- arnir tveir, sem ekki „áttu“ sætið, gerðu með sér sam- blástur um að hafna þingmanni sætiseignarflokksins og að velja í hans stað bankamann úr sama flokki. Siðbótin var ekki reist á alveg hjartahreinum grunni. Auðvitað datt engum í hug að velja til bankastjórnar menn, sem höfðu náð árangri í atvinnu- og viðskiptalíf- inu. Slíkt tíðkast þó mjög í útlöndum og þykir veita ferskum anda í staðnaða banka. Dæmi eru um þetta í einkabönkunum, en alls ekki í ríkisbönkunum. Landsbankinn og Útvegsbankinn hafa ekki verið eins heppnir og Búnaðarbankinn á undanförnum árum. Stjórnmálamenn af Alþingi og efnahagsstofnunum rík- isins hafa átt greiðan aðgang að stjórasætum bankanna tveggja, enda eru þeir afar illa reknir. Útvegsbankinn hefur í vetur orðið ræmdur af Haf- skipsmálinu og ábyrgðarlausum auglýsingum eftir sparifé. Landsbankinn er ræmdur fyrir að skulda Seðla- bankanum hálfan milljarð króna í því, sem úti í bæ kallast vanskil. Af hluta þessarar upphæðar greiðir Landsbankinn upp undir 100% í refsivexti. Síðustu daga hefur frægðarljóminn beinzt að Fisk- veiðasjóði, sem undanfarinn áratug hefur staðið undir offjárfestingu í fiskiskipum. Þar hafa stjórnmálamenn af Alþingi og úr ríkisbönkunum að undanförnu verið að baka sjóðnum tjón með pólitísku bvggðabraski. Verst er, hve grátt flokk apólitíkin leikur Seðla- bankann, sem ætti eðlis síns vegna að gnæfa yfír við- skiptabankana. Þar ættu eingöngu að veljast til starfa bankastjórar með óvenjulega traustan grunn í fjármál- um, hagfræðum og utanríkisviðskiptum. En nú er hlaðið þar inn hverjum stjórnmálamanninum á fætur öðrum. Ekki er hægt að sjá, að Tómas Árnason hafi átt nokk- urt erindi í sess bankastjóra Seðlabankans. Og nú hefur Geir Hallgrímsson verið sendur þangað. Hann er að vísu frambærilegur maður, sem til dæmis er hægt að sýna útlendingum. En hann kemur ekki af sviðum, sem eru réttur bakgrunnur seðlabankastjóra. Ein afleiðing þess, að Framsóknarflokkurinn og Sjálf- stæðisflokkurinn misnota Seðlabankann sem hvíldar- hæli fyrrverandi ráðherra, er, að traust bankans ryrnar. Enda færist í vöxt, að litið sé á bankann sem málpípu þeirrar ríkisstjórnar, sem er við völd hverju sinni. Hina pólitísku öfugþróun bankamála á síðustu árum þarf að stöðva - og snúa aftur á braut hægfara siðbótar. .TAnac Fristjánsson Kemur bráðum betri tíð Það er mál glöggra manna, ég nefni til dæmis Alvin Toffler og bók hans „The Third Wave“, að við sem erum á fótum í dag séum mestu tímamótamenn frá því að sögur hófust. Við erum ármenn nýrra samfélagshátta sem tákna róttæk- ustu umskipti sem orðið hafa á högum manna frá því að byrjað var að fikta með eld. Vera má að sú svartsýni, sem er ríkjandi í dag, sé að einhverju leyti afurð þessa ástands: við skynjum að það sem við höfum fyrir augunum getur ekki gengið, án þess að koma nákvæmlega auga á hvað tekur við. Ekki er laust við að sumir horfi með söknuði til þeirra tíma er hægt var að líta til framtíðarinnar með fullvissu um að hún yrði endur- tekning dagsins í dag - í endur- bættri mynd. Iðnsamfélagið sem nú hefur runnið skeið sitt á enda heíúr varað í nærfellt þrjú hundruð ár og leysti af hólmi akuryrkjusam- félag sem þá hafði í grundvallarat- riðum staðið í tíu þúsund ár, enda náð útbreiðslu um allan hnöttinn ef undan eru skildir nokkrir ætt- bálkar í S-Ameríku og Nýju-Gíneu. Og er enn við lýði víða í svokölluð- um þróunarlöndum og svo stutt síðan að það kvaddi hér á íslandi að okkur finnst það ennþá vera í sjónmáli. Að lifa eins og pabbi og mamma í hverju fólst landbúnaðar- og akuryrkjustigið? I grófum dráttum táknar það að maðurinn hættir að ráfa um og tína sér í svanginn og verja öllum stundum til að verða sér úti um magafylli og halda á sér hita en tekur þess í stað að brjóta land til ræktunar, temja skepnur til undaneldis og öðlast fasta bú- setu í verkskiptu samfélagi. Þar þarf allur almenningur enga að- fengna menntun: allt sem hann þarf sér til eigin framfærslu lærir hann eins og ósjálfrátt í uppvextin- um: ræktun og umgengni við skepnur, fata- og matargerð. Tak- markið er að lifa eins og pabbi og mamma, en ef vel tekst til eins og afi og amma því heimurinn skánar ögn við fjarlægð og einhvers staðar í árdaga var gullöld. Eiginleg menntun er einvörðungu fyrir yfir- stéttina og þá iðulega öldungis ópraktísk á mælikvarða fjóss og hlöðu. f Grikklandi til forna lærðu menn söng og hljóðfæraslátt, heim- speki og mælskulist. Sama er að segja um Rómaveldi og á hinum evrópsku miðöldum gat aðallinn verið ólæs og óuppdreginn. klerkar sáu um hina bóklegu hlið tilve- runnar en aðallinn hafði vopna- burð á sinni könnu. Það er ekki fyrr en með iðn- væðingu að uppfræðsla almenn- Pétur Gunnarsson ITALFÆRI ings kemst á dagskrá. Til þess að verkamenn gætu lifað í tilbúnu umhverfi verksmiðju og borgar þurftu þeir að tileinka sér nokkur undirstöðuatriði menntunar: lest- ur, skrift, einföldustu atriði í reikn- ingi en einkum og sér í lagi hæfi- leika til hlýðni og vélrænnar undir- gefni. Iðnvæðingin laðaði manninn að vélinni Þótt enn sé langt í land að iðn- byltingin hafi tekið heima í öllum löndum jarðarkringlunnar, er talið að iðnsamfélagið hafi náð hápunkti skömmu eftir lok heimsstyrjaldar- innar síðari, en upp úr 1955 taki að hatta fyrir tilurð nýrra sam- félagshátta sem síðan hafa gengið fram með ári hverju og með olíu- kreppunni 1973 má segja að hinar eiginlegu fæðingarhríðir byrji og nákvæmlega núna beri að fæðingu tölvu og upplýsingasamfélagsins. Spámenn hinna nýju samfélags- hátta telja að þeir muni að sumu leyti líkjast meira akuryrkjusam- félagi en iðnvæddu, en búa samt yfir framleiðslumaskínu sem breyt- ir hinu iðnvædda í forngrip og viðfangsefni safnara. Iðnvæðingin lagaði manninn að vélinni, laðaði hann til vinnuafkasta sem voru vélræn. Tölvan aftur á móti er svo hraðvirk að maðurinn á ekki möguleika á að fylgja henni eftir, hún kúplar honum út sem vinnufé- laga. Tölvufræðingar töluðu um millí- sekúndu fyrir 20 árum eða einn þúsundasta úr sekúndu. Nú er tal- að um nanósekúndu eða einn bil- ljónasta part úr sekúndu - tíman- um hefur verið þjappað á svo ótrú- legt bil að við náum því ekki. Sagt er að hass brey ti tímaskyni ney tan- dans en tölvan á eftir að ganga hér til verks með enn gagngerari hætti. Helgisetningar iðnsamfélagsins: Sérhæfing og stöðlun munu falla úr gildi. I stað þess að læsa mann- inn í vinnulag sitt mun tölvan gera hann frjálsan, taka af honum brauðstritið og hann situr uppi með fangið fullt af tíma sem hann hefur ævina til að fylla út í. Fram undan eru e.t.v. timar sem draga dám af Grikklandi til forna þegar helstu menntagreinar voru heimspeki, listir og líkamsrækt nema hvað samfélag tölvunnar mun ekki grundvallast á þrælahaldi heldur sjálfvirkum vélakosti. Meira að segja hér uppi á Islandi er nú boðað að öll frystihúsavinna verði innan skamms sjálfvirk, þjónustustarf- semin fari sömu Jeið og stórðiðjan Jíka. Þetta táknar gagnger umskipti á öllu lífi fólks, flölskylduháttum, mannlegum samskiptum og þroskamöguleikum. Það ætti því ekki að vera ósmár þáttur í mennt- un nútíma- manna að máta sig við þessar yfirvofandi kringumstæður, átta sig á þeim og búa sig undir breytingatímabilið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.