Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1986, Qupperneq 31

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1986, Qupperneq 31
DV. LAUGARDAGUR 25. JANÚAR1986. 31 Hún vildi ekki láta mynda skíðin og gamla gormabúnaðinn. „Þau eru búin að vera i geymslu í 25 ár,“ sagði Guðbjörg Sigurðardóttir en lét þó til leiðast. Það var á ísafirði sem hún renndi sér síðast á skíðunum, fór alveg upp á topp og komst alla leið niður; standandi. í dag er hún 71 árs. Það sem Guðbjörg vissi ekki, og veit ef til vill ekki ennþá, er að skiðin hennar eru komin í tísku aftur. Skíðafólk um víða veröld streymir nú í verslanir og reynir að verða sér úti um Telemark-skíði með gorma- bindingum og lausum hæl. Það er nefnilega allt annað mál að renna sér á slíkum skíðum. Eftir áratugaút- legð eru þau komin i tísku aftur. Skíðamenn segja það sérstaka list að renna sér í svigi á Telemark-skíðunum. Lausi hællinn gegnir þar veigamiklu hlutverki og gamaldags skíðaskór kosta nú álíka mikið og nýtísku plasthólkar með spennum. Nú ætti Guðbjörg að vita betur og getur óhrædd rennt sér á Miklatúni -með finasta útbúnaðinn á svæðinu. -EIR DV-mynd GVA. jll^ndhanila^^uat Mmetime Pantanir í síma 671613 Á myndband eru komnar nýjar TOPP-MYNDIR, framleiddar 1985. Þetta eru myndir sem kvikmyndahúsin hafa ekki ennþá fengið. I TÍSKU Eigum til afgreiðslu nú þegar mikið úrval notaðra rafmagns- og dísillyftara, enn- fremur snúninga- og hliðarfærslur. Tökum lyftara upp í uppgerðan, leigjum lyftara. Flytjum lyftara, varahluta- og við- gerðaþjónusta. Líttu inn - við gerum þér tilboð. Tökum lyftara í umboðssölu. LYFTARASALAN HF., Vitastig 3, simar 26455 og 12452. J FLUGSKÓLINN FLUGTAK Bóklegt einkaflugmannsnámskeið hefst í janúar. Væntanlegir nemendur^ hafi samband við ÆLl/Œ/jtl/C skólann í síma 28122. reykjavíkurflugvelli Gam/a flugturninum, Reykjavikurflugvelli. Sími28122. Um áramótin tóku ný útvarpslög gildi. Einkaréttur Ríkisútvarpsins verður afnuminn og aðrir aðilar munu fá tímabundið leyfi til útvarps fyrir afmörkuð svæði. Ríkisútvarpið væntir þess að nýjar útvarpsstöðvar veiti holla samkeppni og kosti jafnan kapps um að hafa margþætt og vandað efni í dagskrám sínum, sem stuðli að aukinni fjölbreytni í útvarpsmálum lands- manna. Þeim, sem hyggja nú á útvarpsrekstur, skal bent á, að í 16. gr. nýrra útvarpslaga er svofellt ákvæði: „Heimilt er Ríkisútvatpinu að ieigja öðrum aðilum afnot af tækjabúnaði sínum til útsendingar.“ I dreifikerfi Ríkisútvarpsins, sem nær um land allt, felast nokkrir nýtingarmöguleikar sem gætu komið öðrum aðilum að gagni. Ríkisútvarpið vill hér með vekja athygli á þessu ákvæði útvarpslaganna og er, eftir því sem aðstæður leyfa, reiðubúið að fylgja því eftir, þegar í Ijós kemur hver áhugi er á samstarfi og hverjar þarfir annarra eru fyrir leiguafnot af útsendingarbúnaði Ríkisútvarpsins. Tekið skal fram, að þetta á aðeins við um útsendingu efnis en ekki dagskrárgerð. Þeir sem áhuga hafa á könnun þessa máls sendi skriflegar umsóknir til skrifstofu útvarpsstjóra, Ríkis- útvarpinu, pósthólf 120, Skúlagötu 4, Reykjavík fyrir 10. febrúar 1986. RÍKISÚTVARPIÐ UTVARP ALLRA LANDS- MANNA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.