Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1986, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1986, Blaðsíða 16
16 DV. LAUGARDAGUR 5. APRÍL1986. H4GTRYGGING HF Aðalfundur Hagtryggingar hf. árið 1986 verður haldinn að Suðurlandsbraut 4, 8. hæð, föstudaginn 11. apríl og hefst kl. 15. Dagskrá: Aðalfundarstörf skv. 15. gr. samþykkta félagsins. Aðgöngumiðar að fundinum og atkvæðaseðlar verða afhentir í skrifstofu félagsins að Suðurlands- braut 4, Reykjavík, dagana 7.-11. apríl á venjulegum skrifstofutíma. Stjórn HAGTRYGGINGAR HF. ST. JÓSFEFSSPÍTALI, LANDAKOTI STARFSSTÚLKUR/MENN Okkur vantar starfsstúlkur/menn í eldhús, á ganga og á röntgendeild. Upplýsingar veitir ræstingarstjóri alla virka daga milli kl. 10 og 16 í síma 19600 - 259. Reykjavík 3. apríl 1986. SUNDAKAFFI V/SUWDAHÖFW Kaffiterían opnuð kl. 7.00 á morgnana. Heimilismatur í hádeginu. Heimilismatur á kvöldin. Hamborgarar, samlokur og franskar. Næg bílastæði. Opið alla virka daga frá kl. 7.00-21.00, laugardaga frá kl. 7.00-17.00. Sundakaffi v/Sundahöfn, sími 36320. TÖLVUBORÐ Verð4.600,- Tilvalin fermingargjöf. Borð fyrir heimilistölvur, stillanleg. TÖLVUBORÐ Nýbýlavegi 12, sími 44290, Kópavogi HIN HLIÐIN Sigmundur Ernir Rúnarsson, blaðamaður og sjónvarpsstjarna. Sigmund langar mest til að leika i kvikmyndum í ellinni, „Uppáhaldsmatur minn er kæstur hákarl með Bemes“ - Sigmundur Ernir Rúnarsson blaðamaður sýnir á sér hina hliðina Sigmundur Ernir Rúnarsson var að borða salthnetur þegar ég sló á þráðinn til hans í vikunni. Reyndar var hann að hvíla sig frá málning- arstörfum. Hann var að mála íbúð- ina sína á Njálsgötunni og hafði í nógu að snúast. Sigmundur er öð- lingur mikill að cðlisfari og var því ekki erfitt að fá hann tii að sýna á sér hina hliðina enda hef ég eftir öruggum heimildum að honum finnist ekki gaman að máia. Sigmund Erni þekkja flestir úr sjónvarpinu. Hann er einn af þrem- ur umsjónarmönnum hins vinsæla þáttar Á líðandi stundu og svo skaust hann enn frekar upp á stjömuhimininn í skemmtiþætti í vikunni er hann brá sér í form leik- ara og tókst bara vel upp eða þar til hann datt skyndilega aftur fyrir sig og hvarf af skjánum. Aðalstarf Sigmundar cr blaðamennska sem hann stundar á Helgarpóstinum. Einnig hefur hann gert nokkuð að því að setja saman ljóð. FULLT NAFN: Sigmundur Ernir Rúnarsson FÆÐINGARSTAÐUR: Akureyri STARF: Blaðamaður HÆÐ OG ÞYNGD: 188 cm og 80 kílógrömm EIGINKONA: Bára Aðalsteins- dóttir BÖRN: Ein dóttir, Eydís Edda BIFREIÐ: Volvo árgérð 1973 LAUN: Mjög misjöfn HELSTU AHUGAMÁL: Ljóðlist, kvikmyndirogfolk BESTIVINUR: Konanmín HELSTIVEIKLEIKI: Kæruleysi HELSTIKOSTUR: Kæruleysi HVAÐ MYNDIR ÞÚ GERA EF ÞÚ YRÐIR ÓSÝNILEGUR í EINN DAG? Aka um götur horgarinnar og kanna viðbrögðin HVAÐ MYNDIR ÞÚ GERA EF ÞÚ YNNIR EINA MILUÓN í HAPP- DRÆTTI? Taka mér ársleyfi og skrifa góða bók HVAÐ FER MEST í TAUGARNAR Á ÞÉR? Baktal UPPÁHALDSMATUR: Vel kæstur hákarl(með bearnaissósu) UPPÁHALDSDRYKKUR: Vatn að hætti kranans HVAÐA PERSÓNU LANGAR ÞIG MEST TIL AD HITTA? Andrei Sakharov HVAÐA DAGAR ERU LEIÐIN- LEGASTIR? Þynnkudagarnir UPPÁHALDSLEIKARI ÍSLENSK- UR: Þorsteinn Ö. Stephensen UPPÁHALDSLEIKARI ERLEND- UR: DerekJacoby UPPÁHALDSHUÓMSVEIT: Skriðiöklar UPPÁHALDSSTJÓRNMÁLA- MAÐUR: Gef það ekki upp VIÐ HVAÐ ERT ÞÚ MEST HRÆDDUR? Ég er mest hræddur við óheppnina HVER VAR FYRSTIBÍLLINN SEM ÞÚ EIGNAÐIST OG HVAÐ KOST- AÐI HANN? Það var umræddur Volvo og hann kostaði 70 þúsund nýjarkrónur UPPÁHALDSLITUR: Blár HLYNNTUR EÐA ANDVÍGUR RÍKISSTJÓRNINNI: Hlutlaus (vegna blaðamennskunnar) HVAÐ VILDIR ÞÚ HELST GETA GERT í ELLINNI? Leikið i kvik- myndum UPPÁHALDSSJÓNVARPSÞÁTT- UR: Endursýningar UPPÁHALDSSJÓNVARPSMAÐ- UR: Ég bara sleppi þessari spurn- ingu HEFUR ÞÉR EINHVERN TÍMANN VERIÐ LÍKT VID AÐRA PER- SÓNU: Já, afa minn, Sigmund HVAD VILDIR ÞÚ HELST GERA EF ÞÚ STARFAÐIR EKKI SEM BLAÐAMAÐUR? Starfa scm rit- höfundur UPPÁHALDSBLAÐ: Helgarpóst- urinn og Dagur á Akureyri Uppáhaldstimarit: Mannlíf HVERT YRÐI ÞITT FYRSTA VERK EF ÞÚ YRÐIR HELSTl RÁÐAMAÐUR ÞJÓÐARINNAR Á MORGUN? Ég myndi sjá til þess að fólkið í landinu fengi mannsæm- andi laun ANNAÐ VERK: Koma á jafnvægi milli landshluta HVAR VILDIR ÞÚ HELST BÚA EF ÞÚ ÆTTIR EKKI HEIMA Á ÍS- LANDI? í Finnlandi FALLEGASTIKVENMAÐUR SEM ÞÚ HEFUR SÉÐ: Dóttir mín HVAÐ LÍKAR ÞÉR VERST í FARI KVENFÓLKS? Hógværðin HVAÐA EMBÆTTI MYNDIR ÞÚ VELJA ÞÉR EF ÞÚ YRÐIR RÁÐ- HERRA Á MORGUN? Mennta- málaráðherrann HVAD ÆTLAR ÞÚ AÐ GERA Á MORGUN? Skrifa viðtal sem ég var aðtaka _SK. '■iBnnHBeJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.