Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1986, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1986, Blaðsíða 23
DV. LAUGARDAGUR 5. APRÍL1986. 23 Herra Pétur Sigurgeirsson biskup á skrifstofu sinni - nokkrir forverar hans á biskupsstóli að baki honum, faðir hans lengst til vinstri, Ásmundur Guðmundsson beint fyrir aftan og Sigur- björn Einarsson biskup lengst til hægri. en svo hafa skuldirnar margfaldast og allt hrynur. Þetta er mikið vanda- mál því fólkið finnur að þjóðfélag þess er öfugsnúið svo að fjárhags- vandinn er óviðráðanlegur. Ég vona að því fólki, sem verst er sett að þessu leyti, verði bættur skaðinn." Fermingin og efnishyggjan Árlega streyma árgangar unglinga inn að ölturum kirkna og staðfesta þar skírnarheit sitt - klædd hvítum kyrtli og með sálmabók í hönd fara börnin með utanaðlærð vers - og svo er haldin veisla. Engu er líkara en að skímin og fermingin sýni að á Islandi búi fólk sem er öðrum staðfastara í kristn- inni, því fáar aðrar þjóðir ganga jafnfjölmennar undir fermingar- heitið. „Ég fagna því að þessi hátíðasiður á sterk ítök í þjóðinni því að dýpra skoðað er hér um miklu meira að ræða en sið. Fermingin er hátíð af kristilegum uppruna. En nú gengur yfir þennan sið - sem aðrar trúar- hátíðir - efnishyggjualda vegna þess að við búum í nægtaþjóðfélagi. Það á að „kaupa ferminguna" eins og jólin. „Fégirndin er rót alls þess sem illt er“ stendur í Ritningunni. Þetta er almenningi að verða ljósara og við viljum vekja andóf gegn þess- ari þróun. Heimilin bíða tjón við þær auglýs- ingaherferðir sem hafðar eru í frammi. Auglýsingar geta verið eðli- legar og sjálfsagðar, en þegar í þessu er rekinn kröftugur áróður svo. að maður veit næstum því ekki hvað er verið að auglýsa - þá eru auglýsingar ekki réttlætanlegar. Ég er þeirrar skoðunar að ekki ættu að vera auglýsingar í sjónvarpi og ég er viss um að fólk vildi borga ögn meira fyrir sjónvarpið sitt og losna þannig við auglýsingaáróður- inn. I okkar þjóðfélagi er það orðið þannig að fermingin er orðin stórt fjárhagslegt atriði fyrir heimilin sem þau mörg rísa varla undir. En ferm- ingin er ekkert annað en játning um að vilja halda tryggð við „Jesú bróð- ur besta“, eiga hann áfram að vini í gegnum þykkt og þunnt, út yfir gröf og dauða. Auðvitað er það eðlilegt að fólk geri sér dagamun, haldi hátíð. Heimilin þurfa að eiga sínar hátíð- ar.“ - En þessi almenni fermingaráhugi hér á landi - er ekki eitthvað bogið við þetta? í nágrannalöndum okkar, þar sem menn eru ekki verr kristnir en hér, heyrir það jafnvel til undan- tekninga að börn séu fermd. „Ég held nú að hér sé of djúpt tekið í árinni. - Mér finnst það göfuglyndi að afrækja ekki heilaga hluti, sem verið hafa þjóðinni hjálp í lífsbar- áttunni. Já. Mér finnst sjálfsagt að kirkjan komi til móts við einstakl- inginn á þessari einu ferð hans í gegnum lífið. Éf að það tekst að koma á sambandi kirkjunnar og unglingsins þá er það mál sem varir alla ævi og verður unglingnum styrkur. En mér er það ljóst að það er ekki alveg víst að þetta falli svona ljúflega saman eins og við vildum að það væri. Stundum eru menn að segja að fermingin sé of snemma á ævi manns- ins. Það hefði kannski mátt segja hér fyrr á árum, þegar þjóðfélagið var öðruvísi en nú; en ég vil sérstaklega benda á að i nútímaþjóðfélagi er barnið krafið um það að verða full- orðið. Það er ekkert undanfæri. Það verður að mæta mörgum sömu vandamálunum og þeir fullorðnu. Blessuð litlu börnin verða að glíma við freistingarnar - svo það er ekki ótímabært að kalla ungmennin inn á þá braut sem kirkjan veit fyrir víst að erbarninu fyrir bestu.“ Afskiptaleysi drottins Páskar eru helsta hátíð kristinna manna. Á upprisu Krists á páskadag grundvallast trú hinna kristnu. A þeim tíma sem Kristur var uppi - þegar þeir atburðir gerðust sem greinir frá í guðspjöllum - átti Guð það til að tala beint til manna. Hann greip inn í líf Páls postula og sneri honum til fylgis við kristnina. Drott- inn virðist að mestu leyti hafa lagt af þann sið að ávarpa fólk. Og mörg- um finnst erfitt á hann að trúa - fmnst hann svo fjarlægur og á stund- um óréttlátur. - Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig, sagði jafnvel Krist- ur á krossinum. Hvað þá með okkur óbreytta, biskup - er nema von að við efumst? „Þarna er erfið og viðkvæm spurn- ing. Þessa þarf hver einasti maður að spyrja sjálfan sig. Við verðum í þessu sambandi að velta því fyrir okkur hvað skaparinn vilji með sköpun sinni; verið fullkomnir eins og faðir yðar á himnum er fullkom- inn - stendur skrifað. En leiðin að þessari fullkomnun virðist liggja í gegnum reynslu. Maðurinn verður fyrst maður þegar hann hefur horfst í augu við ýmislegt sem honum sýnist stundum vera óyfirstíganlegt, svo takmarkalaust miklar raunir. Ef Guð tæki af manninum þetta frelsi sem hann hefur, frelsi til að velja og hafna, og maðurinn hefði engan annan kost en þann sem Guð setur honum þá næði maðurinn aldrei þessari fullkomnun sem bent er á. Þá færum við beint niður á stig dýrsins. Kristur opinberaðist lærisveinun- um eftir krossdauðann og upprisuna. Lærisveinninn Tómas var ekki við- staddur þegar hann kom á þeirra fund. Frá þessu segir í Jóhannesar- guðspjalli. Viku seinna voru læri- sveinarnir aftur saman komnir og Kristur kom til þeirra, sneri sér beint til Tómasar og sagði: sælir eru þeir sem ekki sáu en trúðu þó.“ - Gyðingar bíða enn. „Já. Þeir bíða. Heimurinn væri öðruvísi hefðu þeir tekið við hon- um.“ - Kristi er vandi á höndum; hann getur eiginlega ekki birst heiðingjum því að þar með tekur hann frá mönn- um þroskabrautina, ekki satt? „Það er nokkuð til í því. Per ardu ad astra - lífið er þrotlaus barátta við að ná því marki sem búast má við að verði aldrei náð. Hér hlýtur því að vakna spurning lærisveinanna er Kristur spurði hina tólf hvort þeir ætluðu að yfirgefa sig. - Símon Pétur svaraði: „Til hvers ættum vér að fara? Jesús hefur orð eilífs lífs.“ -GG ,,Heimilin bíða tjón við þœr auglýsingaherferðir sem hafð- ar eru íframmi(( „Kirkjan á að benda fólki á að það eigi ekki að vera ánœgt með sitt ástand<(

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.