Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1986, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1986, Qupperneq 8
8 DV. LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 1986. Ferðamál Ferðamál Ferðamál Ferðamál Veitir ekki af degi til að skoða Suðurgötuna í New York South Street Seaport er ungt að árum og enn i uppbyggingu. South Street Seaport nefnist mjög athyglisvert svæði í New York, sem nýtur vaxandi vinsælda ferðamanna. Svæði þetta er á suðurenda Man- hattaneyju, skammt hjá fiskmarkaði borginnar. Svæðið er raunar hluti af gamla markaðnum og við hliðina á núverandi fiskmarkaði. Þama hafa verið reistar nýjar byggingar og eldri gerðar upp. Byggingar þess- ar hýsa bæði veitingahús, verslanir og litlar vinnustofur. Svæðið er tengt með göngugötu en liggur að biyggju nr. 17. Þar liggja skip við festar, bæði venjuleg skip og einnig seglskip. Hægt er að fara um borð og skoða skipin og ætlunin er að bjóða upp á siglingar með þeim um hafharsvæðið. Alltsem hugurinn girnist Á svæðinu er að finna matarversl- anir þar sem hægt er að fá allt sem hugurinn gimist í orðsins íyllsta skilningi. Þama em allar hugsan- legar tegundir af ostum, bæði inn- lendum og erlendum, pylsum, allavega meðhöndluðu kjötmeti, sjávarafurðir, nýr fiskur, krabbar og rækjur, alls konar kæfur, pizzur og salöt, grænmeti og ávextir, auk ótal tegunda af kaffi, tei og öllu heimsins kryddi. Þama em einnig á boðstólum alla- vega matreiddir veisluréttir sem hægt er að borða við smáborð sem em til afnota fyrir gesti. Að ógleymdum ísnum sem þama er hægt að fá, en hann gæti verið sér- stakur kafli út af fyrir sig. Þar að auki em þama margir veit- ingastaðir af öllum tegundum, þar sem hægt er að fá allar tegundir af mat. Evrópskara snið en gengur og gerist Verslanimar sem em á Seaport bjóða upp á mjög sérstæðan vaming, listmuni, fatnað, skrautmuni, leður- gripi og fleira í þeim dúr. Þessar verslanir og staðurinn allur em e.t. v. með evrópskara yfirbragði en gerist og gengur um bandarískar verslanir, í það minnsta af því sem við höfum séð vestanhafs. Sennilega em þessar verslanir einkum sniðnar fyrir ferðamenn. Þama sáum við einnig handverksmenn við vinnu sína í „workshops", við tilbúning á munum úr leðri, tré og gleri svo eitt- hvað sé nefiit. í ljósi þess að þetta er greinilega dæmigerður ferðamannastaður mætti ætla að verð á öllum vamingi þama væri uppsprengt. En svo virt- ist ekki vera, í það minnsta mátti sjá þama góða gripi á viðráðanlegu verði. Dugir ekki minna en heill dag- ur Suðurgötusvæðið er enn ungt að árum, hefur verið í byggingu í sl. 2-3 ár. Ferðamönnum skal ráðlagt að taka sér leigubíl þangað, í það minnsta ef þeir em staddir „í bæn- um“, þ.e. inni á Manhattan. Leigu- bílar em mjög ódýrir í New York, en vissara er að spyrja áður en ferð- in hefet hvort viðkomandi bílstjóri rati örugglega þangað sem þið ætlið að fara, einnig hvað ferðin kostar mikið. Farið ekki á Suðurgötuna nema þið hafið nægan tíma. Það veitir ekki af að ætla sér heilan dag til þess að njóta tilvemnnar á South Street Seaport í New York. -A.Bj. Kaffi fró öllum heimshomum og filreiff nákvæmlega eins og þú vilt helst hafa það auk þess allt það krydd sem hugsanlega er til. Skólakrakkar komu í kynnisferð daginn sem við vorum þarna. Helgarferð til Bath - rómverskar laugar og sögufræg söfn Hótelgestir verðlaunaðir - glaðningur fyrir Ameríkufara Bath er sögufrægur staður sem Róm- verjar byggðu uppmnalega til heiðurs Mínervu. Þar er að finna einu heitu lindimar í Bretlandi og því varð stað- urinn fijótt einhver vinsælasti bað- staðurinn i Bretlandi og þótt víðar væri leitað. Á 18. öld komst staðurirm aftur í tísku og snemma á þessari öld þótti enginn maður með mönnum nema hann færi a.m.k. einu sinni á ári í böðin sem talin vom hafa mikinn lækningamátt. Fjöldamörg söfh er því að finna í Bath sem tengjast hinni löngu sögú staðarins og má þar nefna safn sem sýnir hin rómversku böð eins og þau vom þegar Rómveriar sátu í laugun- um, Ijósmyndasafn, búningasafh í einum glæsilegasta sýningarsal í Evr- ópu, svo eitthvað sé nefnt. f Bath er mikill fjöldi hótela sem verða að teljast í mjög háum gæða- flokki. Mörg þeirra em með sérstök tilboð um helgar á þeim tíma sem ferðamannastraumurinn er hvað minnstur og má hér nefiia The Royal York, The Recar, Pratt’s og The Lans- down Grove Hotel. f nágrenni Bath er að finna mjög marga staði sem vert er að heimsækja, þ.á m. mikið af sögulegum byggingum, s.s. Longleat House sem er frá tímum Elísabetar I. og hýsti markgreifaynj- una í Bath, Wildfowl Trust, Slimbridge sem hýsir eitthvert stærsta safn sinnar tegundar af gæsum, öndum og svön- um, Cheddar Caves þar sem finna má stórkostlegar dropasteinamyndanir í hellunum, garða með safoi hitabeltis- fugla og eru þessir garðar taldir paradís ljósmyndara því þar er að finna geysilegan fjölda fugla í fjöl- breytilegu umhverfi. Ef leið ykkar liggur til Bretlands er einn möguleikinn að fara til London og taka lest til Bath og dveljast þar yfir helgi. Munið þó að panta hótel með góðum fyrirvara því vegna feg- urðar sinnar og sögu nýtur Bath mikilla vinsælda ferðamanna yfir sumartímann. Hér er svolítill glaðningur fyrir þá sem eru á tíðum ferðalögum til Bandaríkjanna og gista á góðum hótelum. Hann er sá að nokkrar af stærstu hótelkeðjum Bandaríkj- anna hafa tekið sig saman um að verðlauna þá gesti sem hvað oftast gista hjá þeim. Einu skilyrðin eru að þeir hafi gist 8 nætur og greitt fyrir það fullt verð á einhveriu af þeim 17 hótelum sem taka þátt í þessu. Hótelin eru í 16 borgum, þau eru: Tvö Ritz Carltons í Atlanta, í Boston, Laguna, Niguel (Kalifor- níu) og Naples í Flórída, Fairmo- unt hótelin í Denver og Dallas og Mayfair Regents í Chicago. Að auki eru Inter-Continentals í Hil- ton-Heads, Houston, New Orleans, New York, San Antonio, San Di- ego og Maui og Mark Hopkins og Willard sem mun opna innan skamms í Wasington. Til að eiga möguleika á verö- launum verður að skrá sig inn sem þátttakanda í USA*Plus, en svo hefur þetta framtak verið nefnt. Þú verður að hafa eytt þessum 8 nóttum á einhverju þessara hótela fyrir l.september 1986 og ef þú uppfyllir þessi skilyrði færðu verð- laun í formi flugmiða með Pan Am eða American til Evrópu. Miðamir eru í gildi frá l.október 1986 til l.maí 1987 að undanskildum til- teknum frídögum. Miðunum er ekki hægt að skipta eða selja en þar eð hægt að vinna marga slíka vinninga, ef viðkomandi ferðast borga á milli og gistir alltaf á ein- hveriu af ofangreindum hótelum, er hægt að fá flugmiðann skráðan á nafh maka eða ferðafélaga. Gisting á þessum hótelum er dýr, enda fyrsta flokks hótel, en fýrir þá sem ferðast mikið er þetta möguleiki sem ágætt er að hafa í huga. -S.Konn. -S.Konn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.