Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1986, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1986, Síða 17
DV. LAUGARDAGUR 14. JÚNl 1986. 17 Hér á móts við hólmann mætti koma upp fuglaskoðunarkíki, segir Álfheiður Ingadóttir sem vill gera ýmsar breytingar á umhverfi tjarn- arinnar. núna er við Iðnó, enda híma allir þar á smásvæði. Þá finnst mér að það eigi að koma hér upp aðstöðu fyrir fuglaskoðun. Setja upp fuglaskoðunarkíki hér á móts við hólmann. Það væri alveg frábært að eiga þess kost að geta horft á fuglana þama á eggjum sin- um. Svo má líka benda á það að krían okkar er heilmikið aðdrátt- arafl fyrir erlenda ferðamenn. Þeim gefast ekki mörg tækifæri til að sjá heimskautakríu berum augum,“ sagði Álfheiður. Peningum fleygt Að lokinni skoðunarferð um um- hverfi tjamarinnar litum við á trjálund sem Skógræktin gaf Reykjavíkurborg í tilefni tvö hundmð ára aftnælisins. Trjálund- inum var valin staður fyrir framan Þjóðarbókhlöðuna, á hominu á Birkimel og Hringbraut, og er gróðursetningu nýlokið. „Þessi gróðursetning er gott dæmi um hvemig á að standa að gróðursetningu í þéttbýli. Hér hafa verið settar niður fallegar og stórar plöntur, sem komnar em yfir erfið- asta vaxtarskeiðið, sem eykur líkurnar á að þær hafi þetta af. Mér finnst að borgin eigi að gera meira að því sjálf að ala upp plönt- ur í ákveðna stærð áður en þær eru gróðursettar. Það er alltof mikið um að settar séu niður skógplönt- ur, smátítlur sem eiga litla mögu- leika á að lifa. Fólk bara veður yfir þær og traðkar þær niður. Við höfum ótal dæmi um slíkt. Ef plönt- urnar em í sæmilegri stærð em mejri líkur á að fólk hlífi þeim. Það þarf þess vegna að bæta að- stöðuna hjá þeim í ræktunarstöð- inni svo að þar sé hægt að rækta stórar plöntur, það er að fleygja peningum að vera að gróðursetja þessar títlur inni í borginni. Þetta em bara skógplöntur." Fólkvanginum frestað Álfhildur er mjög fylgjandi því að Elliðaárdalurinn verði gerður að fólkvangi, þeim fyrsta í þétt- býli, og vann hún að þvi máli í umhverfismálaráði. Ákvörðun um það hefur hins vegar verið frestað um óákveðinn tíma, að því er sagt er vegna landamerkjadeilna. „Hrepparígur,“ segir Álfheiður og þykir þetta mjög miður. „Þetta er stórkostlegt útivistar- svæði. Sannkölluð gróðurvin og það eru starfsmenn Skógræktar- innar og Rafmagnsveitunnar sem hafa haft allan veg og vanda af Elliðaárdalnum.Hér er frábær að- staða bæði fyrir íbúana í hverfun- um í kring og allan almenning. Hestamenn hafa hér aðstöðu og hér em bæði góðar reiðleiðir og ekki síðri gönguleiðir. Snarfari hefur aðstöðu hér í Elliðaárvogin- um, að ekki sé minnst á stangaveið- ina. Á haustin er hér allt fullt af ætisveppum og er þá fátt eitt nefnt að öllu því sem dalurinn býður upp á. Svona mætti gera Fossvogsdal- inn ef menn vildu ekki endilega vera að troða þar hraðbraut," sagði Álfheiður Ingadóttir. Áhersla á umhverfis- málin næstu fjögur ár Ekki hefur verið gengið frá skipan fulltrúa í umhverfismála- ráð borgarinnar fyrir næsta kjörtímabil. DV hafði því sam- band við Huldu Valtýsdóttur, sem var formaður umhverfis- málaráðs síðasta kjörtímabil, og spurði hana hvaða framkvæmdir væm helstar á döfinni hjá Reykjavíkurborg í umhverfis- málum. Hreinar fjörur árið 1993 „Það mun verða lögð sérstök áhersla á holræsamálin og reyndar umhverfismál almennt næstu fjögur ár, eins og borgar- stjóri hefur lýst yfir. En for- gangsmálin verða holræsamél og svo Laugardalurinn og fram- kvæmdir þar. Þar fyrir utan verður svo lögð mikil áhersla á göngustíga og hjólreiðabrautir og framkvæmdir við leiksvæði bama,“ sagði Hulda. „Á síðasta ári var samþykkt áætlun til sjö ára um frágang á holræsum borgarinnar. Þetta er kostnaðarsöm framkvæmd og af þeim sökum hafa menn kannski ýtt þessu dálítið á undan sér. En það hefúr verið unnið að undir- búningi og þessi sjö ára áætlun felur í sér að gengið verður skipulega í þessi holræsamál. Eftir þetta átak eiga þessi mál að vera komin í lag endanlega. Fjörumar eiga að vera það hreinar eftir þetta að hægt verði að fara í gönguferðir um þær.“ Nauthólsvíkin næst „Síðan er gert ráð fyrir því að framkvæmdum í Laugardalnum verði að mestu leyti lokið þegar þessu kjörtímabili lýkur. Laug- ardalurinn verður þá orðinn að alhliða útivistarsvæði fyrir Reykvíkinga og býður upp á ótal möguleika. í fyrirhuguðum framkvæmdum í Laugardalnum er einnig gert ráð fyrir endurbyggingu ræktun- arstöðvar borgarinnar. Það er verið að undirbúa hönnun á end- urbyggingu stöðvarinnar sem gerbreytir allri vinnuaðstöðu þar, til dæmis hvað trjárækt og plöntun varðar. Nauthólsvíkin verður síðan sennilega næsti staður sem gerð- ur verður að útivistarsvæði. Það svæði býður upp á marga mögu- leika ekki síður en Laugardalur- inn. Það er hægt að fara að taka á því máli núna vegna þess að búið er að marka flugvellinum stað.“ Landamerkjadeilur í Ell- iðaárdal „Fyrir nokkrum árum var ákveðið að steftit skyldi að því að gera Elliðaárdalinn að fólk- vangi. Þetta var ákveðið í samráði við Kópavogskaupstað sem á landskika í dalnum. Geng- ið var frá landamerkjum og þau auglýst en þá kom í ljós að óljóst var með yfirráð á landsvæði efst í dalnum. Það eru aðilar sem gera tilkall til þess svæðis. Meiri- hlutinn í umhverfismálaráði borgarinnar ákvað því að fresta því að gera þetta svæði að fólk- vangi. Engu að síður er það stefnan að Elliðaárdalurinn skuli vera útivistarsvæði fyrirReykvíkinga og gert er ráð fyrir því að þau landamörk, sem búið var að ákveða, haldi sé. Skipuð var sér- stök Elliðaárdalsneftid til þess að fylgjast með framkvæmdum i dalnum og -sjá til þess að engu verði raskað án vitundar eða samráðs við umhverfismálaráð." Skipulag kvosarinnar og nýtt ráðhús „Af öðrum málum má svo nefna að það var samþykkt ný- lega að ganga frá bökkum tjamarinnar þar sem þeir eru bókstaflega hættulegir. Beðið verður með endanlegan frágang á bökkunum þar til gengið hefur verið frá skipulagninu kvosar- innar og ákvörðun verið tekin um hvort byggja eigi ráðhús við tjörriina eins og hugmyndir hafa verið uppi um. Það er dýr framkvæmd að end- urbyggja bakkana og því vilja menn ekki ráðast í það fyrr en hægt er að gera það fyrir fullt og allt. Hins vegar vil ég taka það fram að það er ekki rétt sem heyrst hefur að það hafi verið lagt til að Fríkirkjuvegurinn verði breikkaður á kostnað tjamar- innar. Gatnamálastjóri gerði kostnaðaráætlun um það hvað kostaði að endurbyggja bakkana og með þeirri áætlun fylgdu margar tillögur, þar á meðal ein um breikkun Fríkirkjuvegarins. En það hefúr ekki verið rætt neins staðar og því síður tekin um það ákvörðun að ráðast í slíka framkvæmd," sagði Hulda Valtýsdóttir. -VAJ Urvals stóll á úrvals kjörum Getum nú boöið norska hægindastólinn STRESSLESS ROYAL með fótskemli. Stóll í hæsta gæðaflokki, klæddur ekta leðri. Verð: Batik leður kr. 49.880 Standard leður kr. 46.640 Útborgunkr. 5.000 Útborgunkr. 5.000 Mánaðargreiðslur kr." 3.740 Mánaðargreiðslur kr. 3.470 éRi HÚSGAGNAIÐJAN HVOLSVELLI ® 99-8285 -VAJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.