Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1986, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1986, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 14. JÚLÍ 1986. UtLönd „Kóreumenn eru að komaáá Goldstar og Samsung. Þetta gæti verið nafn á vinsælum leynilög- regluþætti fiá Bandaríkjunum, en í raun eru þetta nöfn á ódýrum kór- eskum rafeindatækjum. I rafeinda- iðnaðinum, sem veltir 25 milljörðum dollara á hverju ári og Japanir hafa einokað í mörg ár, er nú farið að bera á skæðum keppinautum þar sem eru Kóreumenn. Aðferðin er nógu einföld. Þeir byija á einfóldum og ódýrum tækjum og fara af stað með gífurlega auglýsingaherferð til að kynna nafii fyrirtækisins og síð- an, þegar fólk er farið að treysta vörumerkinu, er komið með flóknari og dýrari tæki, sem gefa rneiri hagn- að. Þessi aðferð virðist kunnugleg. Þetta er nefhilega sama aðferð og Japanir notuðu á sínum tíma. Kóreumenn hafa betur Enn sem komið er hafa Kóreu- menn betur í verðstríðinu. Vegna þess hve framleiðslukostnaður er lít- ill í Suður-Kóreu hefur þeim tekist að ná samningum við mörg banda- rísk stórfyrirtæki um að framleiða vörur með vörumerkjum banda- rískra fyrirtækja. Má nefha að í Kóreu eru framleidd lítil litsjón- varpstæki fyrir General Electric. En Goldstar og Samsung, sem eru nær einráð um markaðinn í Kóreu, þurfa nú að auka útflutning til að halda vextinum gangandi. Það verður að vera i stærra mæli en að framleiða nokkrar vörutegundir fyrir banda- rísk fyrirtæki. Mestu möguleikamir eru í því fólgnir að skapa sér nafh á Bandaríkjamarkaði. Samningur milli Kóreu og Japans, sem veitir Kóreumönnum aðgang að japanskri tækni í framleiðslu myndbands- tækja, hefur reynst þeim mjög hagstæður. Á síðasta ári stormuðu Goldstar og Samsung inn á banda- ríska markaðinn með ódýr rafeinda- tæki. Þeir notuðu slagorðið „Kóreumenn eru að koma“ og neyddu japönsk fyrirtæki til að hörfa burt af markaðnum fyrir ódýrustu rafeindatækin. Það auðveldaði Kóreumönnum mjög að þurfa ekki að standa í löngu og ströngu verð- stríði við Japani. Hækkun á gengi jensins gagnvart Bandaríkjadollar hefur einnig auðveldað Kóreumönn- um leikinn, vegna þess að japönsku fyrirtækin eru treg til að hækka verðið og missa um leið markaðs- hlutdeild. Þess í stað ganga þau mjög á hagnaðarhlut sinn. Stríðið ekki byrjað En hið raunverulega stríð milli Japana og Kóreumanna er enn ekki hafið. Samkvæmt fréttaritinu Tele- vision Digest er markaðshlutdeild Goldstar og Samsung á sjónvarps- markaðnum ekki nema 3% og á myndbandstækjamarkaðnum er hún óveruleg. Blaðið segir að Kóreu- menn verði að bæta mjög markaðs- setningu á sínum vörum ef þeir ætli að eigá von til þess að geta einhvem tíma náð upp kynningu á vöm- merkjum sínum. Enn sem komið er em þeir ekki tilbúnir í að fara í stríð við Japani á Bandaríkjamarkaði, sem er mjög erfiður. Hvomgt kór- eska fyrirtækið hefur efhi á að nota rándýrar sjónvarpsauglýsingar til að kynna vörur sínar. Þau treysta meira á auglýsingar í dagblöðum, tímaritum og útvarpi og veggspjöld, sem em miklu ódýrari en sjónvarps- auglýsingar. Kóreumenn halda því fram að með tímanum muni sala á vörum þeirra aukast og þá muni þeim mögulegt að verja miklu meiri fjármunum en nú er gert í dýra aug- lýsingaherferð. Television Digest bendir á að það kunni að verða lang- ur og hægur aðdragandi að slíku umfangi þessara fyrirtækja. Nýjungar frá Kóreu Á meðan verja Goldstar og Sam- sung miklum peningum í ramnsóknir og vömþróun í rafeindaiðnaði. Á rafeindasýningu í júní kynnti Sam- sung myndbandstæki sem getur flutt myndir af 8 mm filmu yfir á mynd- bandsspólur. Samtök kvikmynda- framleiðenda, sem óttast mjög að tækni sem þessi kunni að hafa í för með sér mikla aukningu á ólöglegri fjölföldun efhis, hafa hótað að kæra fyrirtækið fyrir þetta. Svipaðar hót- anir urðu til þess að japanska fyrir- tækið Sharp, sem ætlaði að kynna sams konar tæki, hætti við að setja það á markaðinn. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um það hjá Samsung hvort tækið verður sett á markaðinn. Goldstar ætlar á næst- unni að kynna tæki, sem er sjónvarp og myndbandstæki í einum og sama hiutnum, og einnig sambyggt útvarp með vekjara og 4,5 tommu svart- hvítum sjónvarpsskermi. Ætla að finna réttan „stíl“ Kóreumenn segja að eftir því sem vörur þeirra verði vinsælli muni þeir Það vita efcki allir að Olof Pabne var tvigiftur maður. Á unga aldri gekk hann í gervihjónaband með tékkneskri konu öl að aðstoða hana við að komast frá Tékkóalóvakíu. Þau fengu skilnað um leið og þau voru komin til Svíþjóðar. Nú hafa gyðingaaamtðk i Boston í Bandarrkjunum teklð upp þessa aðferð og fó nú Svia til að fara tll Sovétríkjanna og gWast sovéskum ríkísborgurum ttl að hjálpa þeim að komast úr landi. Kóreumenn hafa enn sem komið er ekki nægilegt fjármagn til að nota bandariska sjónvarpið sem auglýsingamiðil. Þess í stað hafa þeir ákveðið að notast við útvarp, dagblöð og veggspjöld. Reikna má með því að vegg- spjöld sem þessi verói algeng sjón í Bandaríkjunum á komandi árum. einnig bæta markaðssetninguna. Þeir segjast ætla að fá vissan „stíl“ bak við vörumerki sín. Þangað til er líklegt að fólk taki frekar eftir nöfhunum Goldstar og Samsung á veggspjöldum en í sjónvarpi. Gewihjónabönd frelsa fólk úr ánauð Gunnlaugur A. Jcmsson, DV, Lundi: Samtök gyðinga í Boston í Banda- 'ríkjunum standa á bak við um- fangsmikla skipulagningu gervi- hjónabanda milli sænskra og sovéskra ríkisborgara. Starfsemi þessi er skipulögð frá Stokkhólmi og er þannig uppbyggð að sænskir ríkisborgarar ferðast til Sovótríkj- anna og ganga þar í gervihjónaband til þess að hjálpa sovéskum ríkis- borgurum að flytjast úr landi. Miðpunktur starfseminnar er í Stokkhólmi og er það Eistlendingur nokkur sem veitir henni forstöðu. Miðlun þessi hefur staðið í um það bil eitt ár, að því er Svenska Dag- bladet skýrði frá á dögunum. Samkvæmt upplýsingum blaðsins hafa hundruð sovéskra ríkisborgara komist úr landi á þennan hátt. Kostnaðurinn fyrir þann sem vill komast frá Sovétríkjunum með því að ganga í gervihjónaband er yfir 2(X).fXX) íslenskar krónur. Margir hafa ekki svo mikla peninga og þá veita samtök gyðinga í Boston fjár- hagsaðsfixð. Engum eríiðleikum reynist nú bundið að fá Svía til þess að ganga í gervihjónaband og aðstoða þannig þá er komast vilja frá Sovétríkjun- um. f byrjun átti Eistlendingurinn þó í orfiðleikum með að fa fólk til að hjálpa til, en orðrómurinn um þrrssa starfsemi barst fljótt um borg og bæ, og nú mun svo komið að Svíar, sem vilja til Sovétríkjanna í þessum tilgangi, eru fleiri en þörf er fyrir. Fyrir hjónabandið fer sænski brúðguminn/brúðurin í að minnsta kosti þrjár ferðir til Sovétríkjanna, sem allar eru greiddar af Eistlend- ingnum. í fyrsta skiptið hittast hjónaefhin og kynnast hvort öðru. í annarri ferðinni er gengið frá allri skriffinnsku varðandi hjónabandið og í þriðju ferðinni gifta þau sig. Eftir giftinguna er sótt um leyfi til að flytjast frá Sovétríkjunum. „Það hefurekki reynsterfiðleikum bundið að fá slík leyfi,“ segir Eistlendingur- inn ísamtali viðS.venska Dagbladet. Starfsemin er rekin frá veitinga- stað einum í Stokkhólmi, þar sem Eistlendingurinn er við eftir klukk- an 12 alla daga. Hann flutti sjálfur frá Eistlandi fýrir sex árum. Hjóna- bönd þau, sem stofnað hefur verið til með þessum hætti, munu án und- antekninga hafa endað með hjóna- skilnaði í Svíþjóð. Ixigreglan í Stokkhólmi sogist vita um þessa sUirfsemi, en erfitt sé að sýna fram á að eitthvað ólögkigt sé á seyði. Vissulega varði gcrvihjóna- bönd við lög, en þá þurfi að sýna fram á að ekki hafi verið um að ræða réttar tilfinningar þegarstofn- að var til hjónabandsins og erfitt sé að sýna fram á slíkt. Þess má geUi að Olof l’alme gekk á unga aldri í gervihjéinaband m<A Uikkneskri konu, sem hann aðstoð- aði á þann hátt við að flytjast frá Tékkóslóvakíu til Svíþjóöar. Þau skildu strax eftir komuna t.il Svíþjóð- aren héldu vináttuUmgslum alllþar til I’alme var myrf.ur síðastliðinn vetur. Umsjón: Hannes Heimisson og Ólafur Amarson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.