Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1986, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1986, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 14. JÚLÍ 1986. 1 Frjáist.óháð Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 450 kr. Verð í lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr. Dómur á veikum grunni Dómur Kjaradóms í máli háskólamenntaðra manna hjá ríkinu eða með öðrum orðum um sérkjarasamninga aðildarfélga Launamálaráðs BHMR er byggður á veik- um grunni. Þessi niðurstaða, sem mikið byggist á um framvindu kjaramála í landinu, virðist meira og minna út í loftið. Allir, sem hlut eiga að máli, hafa lýst and- stöðu við úrskurðinn. Það er svo, að dómstólar ættu að geta dæmt sam- kvæmt fyrirliggjandi lögum. En hvað eftir annað hefur Kjaradómur lent í því að þurfa að taka afstöðu um launamál, sem byggist á tilfinningu eða pólitískri af- stöðu. Kjaradómur veitti háskólamenntuðum mönnum nú, í sérkjarasamningum, 9 til 15 prósent launahækkan- ir umfram það, sem menn höfðu fengið á almennum vinnumarkaði. Þetta er líklegt til að ýta undir kaup- kröfur annarra hópa, eins og þegar er komið í ljós. Kjaradómur hefur áður gert svipaða hluti. Hann veitti æðstu embættismönnum ríkisins til dæmis miklu meiri hækkanir en almenningur hafði fengið. BHM-menn eru þó engan veginn sáttir við þessa nið- urstöðu nú. Þeir telja sig hafa átt að fá miklu meiri hækkanir. Kröfur þeirra voru upp í 60 prósent. Rök háskólamenntaðra manna eru, að þessi sé munurinn milli þess, sem háskólamenntaðir fái, ef þeir vinna hjá ríkinu samanborið við laun sams konar hópa, sem vinna hjá einkaaðilum. Nú er öllum ljóst, að því fylgir ýmiss konar hag- ræði, umfram laun, að starfa hjá hinu opinbera. Nefna má lífeyrisrréttindi og uppsagnarákvæði. Enginn leikur er að meta þennan mun til launa. Því er eðlilegt, að laun manna hjá ríkinu séu nokkru lægri en laun sams konar starfsmanna í einkageiranum. Dómur Kjaradóms veldur þrýstingi í þjóðfélaginu, vegna þess að háskólamenntaðir menn fá meira en aðr- ir. Þetta er sérstaklega viðkvæmt mál nú, eftir að reynt hefur verið að halda stöðugleika í efnahagsmálum með hófsamlegum kjarasamningum. Bandalag starfsmanna ríkis og bæja tók þátt í þeim samningum og samþykkti þá. Nú fara BHM-menn framúr á ýmsum sviðum. Eftir stendur, að niðurstaða Kjaradóms mun gera næstu samninga örðugri, einmitt þegar mikið liggur við, að stöðugleikinn haldist. BHM-menn hugsa öðruvísi. Víða hafa þeir síðustu daga beitt skæruhernaði gegn niðurstöðu dómsins, ekki mætt í vinnu eða farið sér hægt í vinnu. Ekki er unnt að samþykkja neinar slíkar aðgerðir, sem hafa verið hættulegar svo sem í sjúkrahúsum og Blóðbanka. Hins vegar hefur komið út úr þessu máli nokkuð almenn krafa um, að málið verði tekið úr höndum Kjara- dóms en BHM-menn fái frjálsan samningsrétt. Frjáls samningsréttur er hin rétta aðferð við kjara- samninga. Auðvitað verður að takmarka verkfallsrétt við þá, sem ekki gegna þeim lykilstöðum, að mannslíf og öryggi yrði í hættu, færu þeir í verkfall. En ekki er við unandi, að dómur úrskurði um laun, þegar hann hefur í raun ekki meira að fara eftir en Kjaradómur gerir. Með því er ekki verið að veitast að dómendum Kjaradóms heldur aðeins bent á, að ekki er nógur grundvöllur fyrir slíka úrskurði. Auðvitað eru ríkisstarfsmmenn ekki bundnir í klafa. Samkeppni er mikil milli einkageirans og ríkisgeirans, sem ætti að leiða til réttlátra launakerfa. Haukur Helgason Ráðherrann og raunveruleikinn Dæmalaust geta menn komist langt frá raunveruleika venjulegs lágtekjufólks eftir margra ára setu í vel launuðum toppstöðum. Það sannast rækilega í opnu bréfi Sverris Hermannssonar, mennta- málaráðherra, í Morgunblaðinu 1. júlí sl, eins konar vamarbréfi fyrir vanhugsaðar aðgerðir hans í málefii- um Lánasjóðs íslenskra námsmanna og hrokafull gífuryrði um sömu efiii. Af mörgum fáránlegu er að taka í þessu bréfi, sem stílað er til Styrmis Gunnarssonar, ritstjóra, en nötur- legast er þó eftirfarandi: „Þú minnist á það í bréfi þínu að ég hafi skert lán námsmanna sl. vet- ur svo mjög að við borð hafi legið að þeir kæmust á vonarvöl. Stað- reyndin er sú að skerðingin nam aðeins um 25 þús. kr. á nemanda á 6 mánuðum.“ Ósvífni og skilningsleysi Það leynir sér ekki, að 25 þús. kr. eru smáaurar í hugarheimi Sverris, „Það leynir sér ekki að 25 þús. kr. eru smáaurar í hugarheimi Sverris...“ enda aðeins brot af því, sem hann hefúr sjálfur úr að spila í mánuði hverjum. Honum er sýnilega um megn að setja sig í spor þeirra, sem þurfa að draga fram lífið á mánaðar- tekjum af þessari stærðargráðu. Námsfólk stendur ráðþrota frammi fyrir ósvífni og skilningsleysi ráð- herrans, sem hefur alla sína ráð- herratíð gefið stóryrtar yfirlýsingar út og suður um nauðsyn breytinga á námslánakerfinu og valdið náms- fólki hugarangri og kvíða um sinn hag. Þrátt fyrir yfirlýsingar um hið gagnstæða gerði ráðherrann tvíveg- is á síðastliðnum vetri skyndilegar breytingar á reglugerð sjóðsins, sem skertu framferslueyri námsmanna erlendis stórlega að mati þeirra, sem vita hvemig er að þurfa að lifa spart, þótt Sverrir tali yfirlætislega um „aðeins 25 þús. kr. á nemanda á 6 mánuðum". Rétt fyrir húsaleigunni Fyrirvaralaus niðurskurður lána til íslenskra námsmanna í Banda- ríkjunum um 15% kom óþyrmilega við marga í lok skólaársins, þegar á miklu ríður, að námsmenn geti ein- beitt sér, og má mikið vera, ef þessi vanhugsaða aðgerð hefur ekki spillt árangri márgra í prófum. Eftir þá reglugerðarbreytingu bár- ust undirritaðri og vafalaust mörgum öðrum þingmönnum bréf frá námsmönnum í Bandaríkjunum, þar sem þeir lýsa afleiðingunum af þessum ráðstöfiinum og hvetja þing- menn til að standa vörð um markmið Lánasjóðsins. í einu þeirra segir m.a. „Lánið mitt fyrir apríl og maí nægði rétt fyrir húsaleigunni, og ég hef orðið að fá lán hjá ættingjum mínum til að geta klárað veturinn og komist heim. Ef lánið verður svona lágt næsta vetur get ég ekki haldið áfram námi. Ég er hálfnuð með master í sagnfræði og „certi- ficate" í skjalfræði. Ég á enga ríka ættingja, sem geta styrkt mig til náms. Ef ég fæ ekki lán fyrir fúllri framfærslu frá LÍN, þá þýðir það einfaldlega að ég verð að hætta námi.“ Orð og efndir sitt er hvað Þessi blátt áfram, en dapurlega lýsing er dæmigerð fyrir aðstæður fjölda námsmanna. Slíkar eru þá afleiðingamar af aðgerðum ráðher- rans, sem hefúr margsinnis lýst því yfir - og nú síðast í fyrrgreindu bréfi til Styrmis - að menn eigi ekki að þurfa „að sitja af sér nám fyrir fa- tæktar sakir“. Nú er auðvitað aldrei að vita, nema Sverri og ráðgjöfum hans finn- ist það bara allt í lagi, þótt nemi í sagnfræði og skjalfræði hrökklist heim frá Bandaríkjunum. En hvað um tölvutækni, tónlist, geimvísindi, heilsusálfræði, rafverkfræði, enskar bókmenntir, stjómsýslufræði, hjúkr- im, iðjuþjálfún, bókmenntafræði og Tekptwhagfræfti? Þetta eru aðeins nokkrar af þeim greinum, sem íslendingar stunda nú í Bandaríkjunum samkvæmt undir- skriftum í fyrmefndum bréfum. Þessu fólki vill ráðherrann nú helst sópa hingað heim í yfirfullan, fjár- sveltan háskólann okkar, sem í mörgum greinum stendur ekki undir nafiú vegna lélegs aðbúnaðar. Slíkar em hugmyndir mennta- málaráðherra þjóðarinnar um efl- ingu menntunar í landinu. Lánasjóðshurðinni skellt Samkvæmt nýjustu breytingum á KjaUaiinn Kristín Halldórsdóttir þingmaður Kvennalista úthlutunarreglum LÍN fá námsmenn ekki lán fyrir skólagjöldum í fyrri- hlutanámi, ef hliðstætt nám stendur til boða hérlendis. Fyrirvaralaust, eins og ráðherrans er siður, er lánasjóðshurðinni skellt á þetta fólk. Enginn aðlögunartími, gjörið svo vel. Bara takið það, sem að ykkur er rétt! Ráðgjafar ráðherrans hafa reiknað út, að þessi breyting hafi í för með sér 15-20 millj. kr. spamað í námsl- ánakerfinu. Á sama tíma er sagt frá því, að fjármálaráðuneytið hafi fest kaup á húsnæði Verslunarskóla ís- lands í Þingholtsstræti 37 fyrir 20,5 millj. kr. og ætli Háskólanum að nýta það. Ekki veit ég, hversu góð kaup það eru, enda ekkert verið fjallað um málið í fjárveitinganefiid Alþingis, eins og heföi átt að gera, en óneitanlega tengjast þessar ráð- stafanir í mínum huga. „Fyrirbæri spil.lingar,“ segir ráðherra um LIN Vamarbaráttan gegn sifelldum ár- ásum á námslánakerfið hefúr tekið drjúgan tíma og orku þessi þrjú ár, sem undirrituð hefúr setið á Al- þingi, og aldrei meiri en síðan núverandi menntamálaráðherra tók við stjóm þeirra mála. Síðustu yfirlýsingar hans benda ekki til betri tíma. „Gjafapólitík“, „fyrirbæri spillingar" og „illur uppalandi" em þær einkunnir, sem hann velur Lánasjóðnum í Morgun- blaðinu 1. júlí sl. Námsmönnum sjálfum sýnir hann hroka og lítilsvirðingu og telur sig ekki þurfa að ræða við þá, nema þeir sitji og standi eins og honum sýnist. „Þú getur skilað því til náms- manna að við skulum fara að tala saman þegar þeir geta fallist á kröfú mína um að ná samkomulagi um að þeir borgi skuldir sínar til baka. Fyrr verður afar erfitt að tala við mig,“ segir ráðherrann í viðtali við Morgunblaðið 27. júní sl. Og enn í Mbl. 1. júlí: „Skilmála- lausar endurgreiðslur allra lána með vægum vöxtum em skilyrði mín,“ segir Sverrir Hermannsson. Fram, fram veg! Baráttan um Lánasjóðinn heldur augljóslega áfram á næsta þingi, og hamingjan má vita, hvort nokkum tíma tekst að sannfæra rétta aðila um, að ef þetta kerfi fer að þróast í friði, mun það standa undir sér að miklu leyti um næstu aldamót. Verst er, að námsmenn skuli þurfa að eyða svo miklum tíma og orku í að verja þetta kerfi, sem einmitt átti að firra þá afkomuáhyggjum, svo að þeir gætu óskiptir stundað sitt nám. Sem betur fer, eru margir óbugaðir enn og hafa jafnvel mátt til að berja saman vísur. Er við hæfi að enda þennan pistil með tveimur vísum, sem fylgdu með einu bréfinu frá Bandaríkjunum, undirrituðu af 15 námsmönnum í ýmsum greinum: „Hljóð nú þungt í menntamönnum/ margur gráti nærrí er./ Vofa hungurs heggur tönnum/ hel - í - víti búum vér! Tálma’ af grýttum vegi greiðum/ á gremju’ og óvild sigrumst nú./ Að farsældar og fögrum heiðum/ fram, fram veg, ei aftur snú!“ Er ekki öllum ljóst, hver þessi „tálmi“ er? Kristín Halldórsdóttir „Þrátt fyrir yfirlýsingar um hið gagnstæða gerði ráðherrann tvívegis á síðastliðnum vetri skyndilegar breytingar á reglugerð sjóðsins...“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.