Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1986, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1986, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 14. JÚLÍ 1986. Spurningin Hvernig líst þér á að fá nýja sjónvarpsrás í haust? Guðríður Þórhallsdóttir prófarkales- ari: Mér finnst engin þörf á því. Stella Magnúsdóttir, vinnur á video- leigu: Mér líst mjög vel á það, það er ágætt að hafa smásamkeppni. Aðalsteinn Vigmundsson bílstjóri: Mér líst vel á það og það er tvímæla- laust gott að hafa samkeppni. Hörður Markan pipulagningamaður: Mér líst ágætlega á það, fjölbreytnin er alltaf góð. Sveinn Grétar Jónsson fram- kvæmdastjóri: Mér líst bara vel á að fá eitthvað nýtt, ef þetta verður þá að veruleika. Sölvi Harðarson nemi: Bara vel, það j verður gott að geta valið úr efni. Lesendur Rætt var um aðbúnað gamla fólksins. Einsog talað frá mínu hjarta Gömul kona hringdi. Ég hlustaði á erindi Þorsteins Matt- híassonar, Um daginn og veginn, mánudaginn 7. júlí. Ég vil skila sér- stöku þakklæti fyrir þetta erindi. ‘Þorsteinn talaði um aðbúnað gamla fólksins á vitsamlegan hátt og með öðru móti en gert hefur verið yfirleitt í fjölmiðlum. Þetta var eins og talað frá mínu hjarta. Lausnin er ekki að koma öllu gömlu fólki fyrir á elliheim- ilum. Þó að við eldumst verðum við ekki endilega ósjálfetæð. Að hafa lifað í eigin húsnæði alla sína ævi og þurfa svo að fara á elliheimili, þar sem hugs- að er algjörlega um fólk, er einungis til að gera það ósjálfbjarga. Að lokum langar mig til þess að benda sjónvarpinu á að það má alveg fara að hætta að sýna þessa Hótel- þætti. Bæklingur um hættur óbyggða Kona utan af landi hringdi. Út af bréfi, sem birtist á lesenda- síðu DV þann 9. júlí sl., Útlending- ar í óbyggðum, vil ég benda á að bæklingur til þess að vara útlend- inga við hættum óbyggðanna er til. Þessi bæklingur var gefinn út í fyrra af Ferðamálaráði íslands. Er hann á fjórum tungumálum og gengur undir nalhinu How to tra- vel in the interior of Iceland. Annars vil ég benda á að mér finnst vera nokkuð vel litið eftir útlendingum sem ferðast um óbyggðir íslands. Lögreglunni er heimilt að fylgjast með ferðamönn- um úr lofti og útlendingaeftirlitið afhendir útlendingum nýja bækl- inginn við vegabréfaskoðun. Það eru auðvitað alltaf einhveijir sem sleppa í gegnum netið og hlusta ekkert á þótt þeir séu varaðir við en við því er ekkert hægt að gera. "Útlendingar vita um hættuna." Vegalömb en ekki villilömb Utanbæjarmaður hringdi. I sjónvarpinu er verið að sýna aug- lýsingu frá bændasamtökunum um neyslu á villibráð. Fyrir okkur utanbæjarmenn skýtur þetta skökku við því af okkar reynslu eru þetta skítugar og ljótar rollur sem halda sig mikið við vegina og eru stór- hættulegar umferð. Mér finnst nær sanni að kalla þetta vegalömb en ekki villilömb. í auglýsingunni er þeim auðvitað lýst á mjög jákvæðan hátt en sannleikurinn er sá að þessar rollur eru búnar að valda tjóni og get ég ekki séð að það sé neinn sjarmi yfir þeim. Fréttir í sjón- varpinu til fyrirmyndar S.G. skrifar. Mér finnst ég verða að koma því á framfæri hvað fréttir sjónvarps- ins eru orðnar góðar. Áður en útlitsbreytingin varð hafði ég lítið gaman af fréttunum, það var hreinlega ekkert líf í ]>eim. Nú er þessu öðruvísi farið, allt er miklu nýtískulegra og fféttamennimir eru líflegir og virðast hafa áhuga á sínu starfi. Sérstaklega kann ég vel við hana Eddu Andrésdóttur, hún er svo skýrmælt að maður festir hugann við það sem hún seg- ir. Svo má nú ekki gleyma honum Ömari Ragnarssyni sem alltaf er með athyglisverða fféttapisla. Það helsta sem á vantar hjá fréttum sjónvarps er nákvæmari tæknivinna, en það er nú bara svona aukaatriði hjá mér. Þetta á sjálfeagt eftir að lagast þegar fram í sækir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.