Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1986, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1986, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1986. Urval LESEFNI VIÐ ALLRA HÆFI Tímarit íyrir aUa SEPTEMBER1986-VERÐ KR. 175 Eðfiskyggnjgáfunnar J-ertin aö Bilfy Þaðergaman Hugsun í orðui Urvateljóð.. Draumur ' oumflýjanleg?... 83 fnnn hennar M; StiHærðar heimMarmyndjr sjón^J sK\Ö\dur bis. nauöur 13 riMV o//o rikuna Þverholti 11. Síminn er 27022. Úrval ró) o//ro árír/í Meimirtg Tveir heimar, ein myndlist Tolli - Dagur við veginn, 1986 Listaverk verða ekki til í tómarúmi og engin leið er heldur að skoða þau í tómarúmi. Mat okkar á þeim byggist á því sem við vitum, engu síður en því sem við sjáum. Og oftar en ekki mark- ast skoðun á listaverkum af nærveru annarra verka, eftir sama listamann eða aðra. Mjög ólík verk draga fram kosti og galla hvert annars, rétt eins og þegar ólíkir menningarstraumar mætast. Samsýningar hafa því í för með sér vissa áhættu fyrir sýnendur því sam- anburðurinn getur verið einhveijum þeirra í óhag. Þeir félagar, Tolli, Þorlákur Krist- insson, og hinn kóreski kunningi hans, Bong-Kyou Im, verða því tæplega ásakaðir fyrir kjarkleysi þegar þeir nú troða upp saman með stóra sýningu í Nýlistasafninu. Hvað eru þeir annars að vilja upp á dekk, þessir heimshomamenn, annar nýbúinn að halda sýningu, hinn í óra- fjarlægð frá heimahögum? Eiga þeir nokkum séns? Jú, ætli það ekki. Að vísu er tækni- legur samanburður Tolla frekar í óhag því að litameðferð hans er óneitanlega ansi hrá, miðað við laufléttar og hnit- miðaðar sleikjur Ims, auk þess sem meiri syngjandi er í litum Kóreu- mannsins. En Im gæti líka notað nokkur hest> öfl frá Tolla til að knýja áfram gangverkið í sumum myndum sínum. ískyggilegar myndir Yfirleitt bæta þeir hvor annan upp, bæði í vinnubrögðum og hugmyndum. Tolli tekur á honum stóra sínum og hrannar saman ískyggilegum myndum um land sitt og þjóð, með ákafann skínandi út úr hverjum pensildrætti meðan Im kompónerar settlegar og oft intímar myndir af fólki við sérkenni- legar kringumstæður. Við vitum að Tolli hefur þýsku ný- bylgjuna að bakhjarli en þessi bylgja mótar hann ekki til fullnustu. Það er í raun eins og hann hafi lagst í víking og geri strandhögg á lendur málara- listarinnar meðan Im vinnur á því landsvæði sem meistarar á borð við Matisse, Beckmann, já og Hödicke, kennara hans, hafa þegar lagt undir sig. Tolli er því nær sjálfum sér og þá kannski um leið nær arfleifð sinni en Im, vinur hans, sem virðist að ein- hveiju leyti hafa tapað áttum í völundarhúsi evrópskrar málaralistar. Það er einmitt þegar hann lætur skína í sínar kóresku erfðir sem mynd- ir hans verða nútímalegar fyrir alvöru. Kóreskar erfðavenjur, þjóðsögur og leturgerð koma þar við sögu, en taka á sig nýjar myndir í sjálfri máluninni. Ávísun á heimsbrest Mest þykir mér til vatnslitamynda Ims og splunkunýrra málverka koma en í þeim síðamefndu er að finna harmræn minni og ávísun á heims- brest. Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson Tolli bætir litlu sem engu við sig síðan í vor, þegar hann sýndi í Lista- safiú ASÍ, og allt of margar mynda hans hér eru með fljótaskrift. Bong-Kyou Im - öld goðsagna, 1986 Þó er tvær voldúgar og gjörólíkar myndir eftir hann á þessari sýningu: Bláberg (1986), sem byggð er upp með stórum, heillegum flötum, en þar er eins og Tolli standi fyrir utan mótífið, sjái það úr tilfinningalegri fjarlægð. 1 Degi við veginn (1986) er listamað- urinn hins vegar kominn inn í lands- lagið, veltir sér upp úr litbrigðum þess og þeim tilfinningum sem mótífið vek- ur með honum. Það sem er sérstaklega markvert við þessa sýningu er öll umgjörð hennar. Að henni stendur nýtt fyrirtæki, ís- lensk myndlist, sem hefur að markmiði kynningu og dreifingu á íslenskri myndlist, innan lands og utan. Fyrirtækið hefur látið gera vandað plakat og glæsilega sýningarskrá upp á 32 síður, með 8 litmyndum og 10 myndum í svart-hvítu, sem inniheldur auk þess greinargóðan og gagnlegan texta um báða myndlistarmennina, svo og kóreska myndlistarhefö, eftir Halldór Bjöm Runólfsson. Hér er rétt að verki staðið. Vonandi verður firamhaldið eftir því. -ai Kjörinn félagi í ferðalagið Nýtt heftí. á blaðsölustöðum um alltlana. r I rúminu, flugvélinni, bílnum, kaffitímanum, útilegunni, ruggustólnum, inni í stofu. Áskriftar- síminn er 27022

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.