Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1986, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1986, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1986. Sviðsljós Ólyginn sagði . . . Larry Hagman á að minnsta kosti eitt sam- eiginlegt með þeim þokka- pilti sem hann hefur skapað með leik sínum, J.R. Ewing. Þeim finnst báðum gaman og eiginlega bráðnauðsyn- legt að fá klapp á bakið. Þegar kvikmyndatökur standa yfir á Dallas-þáttun- um finnst Hagman alveg bráðnauðsynlegt að hafa fjölda fólks í kringum sig sér til uppörvunar. Allir vita að hann er einnig morgunhani og hatar kvikmyndatökur seint á daginn þegar allir eru farnir heim. Eftir þessu hafa samfeikarar hans tekið og nýlega færði Linda Evans, sú er leikur Sue Ellen, hon- um lítinn kassa sem úr kemur mikið klapp, fagnað- aróp og flaut þegar kassinn er opnaður. Allir voru yfir sig hrifnir af þessari „sjálfsupp- örvunargjöf'' en Larry sjálfur vildi lítið um hana segja. Jack Nicholson hefur valdið vinum sínum hinum mestu áhyggjum að undanförnu. Hann er svo skrýtinn að vinir hans depla hreinlega augunum í hinni mestu forundran þegar þeir koma inn í hús hans. Ger- samlega ómetanleg málverk eftir Picasso og Matisse standa á gólfinu og í stað þeirra eru allir veggir þaktir myndum af Meryl Streep og auglýsingaplakötum fyrir hina nýju mynd þeirra, „Heartburn". Jack fer í eng- an launkofa með það að hann er óþreyjufullur að- dáandi frú Streep og segist telja mínúturnar þangað til þau fái að leika saman á ný. Slíkt tækifæri er á næstu grösum í myndinni „Iron- weed". Eiginkona Nichol- son, leikkonan Anjelica Huston, sem hefur verið í Asiu við kvikmyndagerð, segir um þetta uppátæki eig- inmannsins og hrifningu hans á annarri konu: „Þetta er bara ein af þessum dellum sem hann bítur í sig." Svo er ekkert verið að æsa sig neitt yfir því. Framarar hafa skorað og fögnuðurinn hjá sfuðningsmönnum þeirra leynir sér ekki. Brúnin er þung á varamönnum Fram enda hefur Pétur Pétursson rétt í þessu gert sitt fyrra mark. Framarar eru eitthvað farnir að gefa eftir og Ásgeir þjálfari Elíasson sendir þeim tóninn með föðurlegum ráðleggingum. Vonbrigði og vonleysi skín út úr svip varamanna Fram er þeir horfa á Skagamenn fagna síðara marki sinu. Bikarinn er að ganga þeim úr greipum. Leiknum er lokið og Skagamenn hoppa hæð sína i loft upp af fögnuði. Stuðningsmenn Skagamanna fagna ógurlega, hoppa, dansa, hrópa - leikn- um er lokið. Gleði og sorg á bikarúrslitum Bikarúrslitaleikurinn í knatt- spymu fór fram á sunnudaginn og var mikið í húfi. Bæði lið lögðu sig í framkróka við að ná í hinn eftir- sótta „Mjólkurbikar" sem gefinn var af íslenskum gullsmiðum. Geysileg stemmning hafði búið um sig meðal aðdáenda beggja liða og ekki var spennan minni hjá hlutlausum áhorfendum. Fæstir eru þó hlutlausir þegar leikurinn hefst því að alltaf er skemmtilegra að halda með öðru liðinu þegar horft er á leiki. Fáir þorðu að segja til um hvemig leikur- inn færi og vissu menn að bmgðið gæti til beggja vona. Eitt var þó klárt, þama mættust tvö af betri og skemmtilegri liðum fslands og því var ömggt að leikurinn yrði skemmtilegur og fjörugur. Stemmningin meðal áhorfenda var ólýsanleg. Menn „grúppuðu" sig í tvö hom, Skagahornið og Fram- homið, skreyttir ýmsum fánum, húfum og treflum, börðu bumbur og þöndu raddböndin. Nú skyldu hinir kveðnir í kútinn. Skeytin og glósum- ar flugu á milli aðdáenda liðanna: „Akranes notar ólöglegan leikmann, þarf að fá menn frá útlöndum til að geta spilað almennilegan fótbolta" - á móti var svarað: „Framarar eru klaufar sem em að tapa af íslands- meistaratitlinum annað árið í röð.“ Fleiri skot í þessum dúr flugu síðan á milli. Skyndilega birtust leikmenn- irnir og báðir hópar ráku upp skaðræðisöskur og fljótlega hófst leikurinn, var tekist jafnt á inni á vellinum sem og á raddbandasviðinu. Ekki mátti á milli sjá hvor hefði bet- ur í þessum viðureignum. Hálfleikur Markalaust var í hálfleik og menn fengu sér kók og pulsu og ræddu leik- inn, hverjir væm klaufar, hverjir væm betri og hverjir ynnu. Allir voru knattspymuálitsgjafar og gáfu vinum og kunningjum innsýn í visku sína. Vinimir og kunningjamir jusu síðan úr eigin viskubrunnum. Þeir sem ekki höfðu fundið vin eða kunn- ingja leituðu dauðaleit að einhverj- um sem þeir könnuðust við til að heilt leikhlé færi ekki til spillis án Pétur Pétursson, hetja Skagamanna í leiknum, huggar einn Framarann - skammt á milli hláturs og gráts. DV-myndir S þess að þeir gætu viðrað álit sitt á leiknum. Seinni hálfleikur hófst og menn vom ekki nema rétt búnir að koma sér fýrir þegar Framarar skora og stuðningsmenn þeirra æpa eins og þeir eigi lífið að leysa. Áfram líður á leikinn og sífellt breikkar brosið á þeim bláu en Skagamennimir í stúk- unni em að vonum áhyggjufullir. Skyndilega skora Skagamenn og spennan er í algleymingi. Rétt undir lokin, þegar menn em farnir að und- irbúa sjoppuferðir til að nesta sig upp fyrir framlengingu og aðrir eru farn- ir að bollaleggja úthald leikmanna og gefa upp nýtt álit á leiknum í ljósi framlengingar, skora Skagamenn aftur. Fljótlega flautar dómarinn af og bikarinn er þeirra. Aðdáendur Skagamanna ærast hreinlega og ráða sér ekki fyrir kæti, stappa, klappa og hrópa. Framarar bretta upp kragana á jökkunum og flýta sér heim. Niðri á vellinum er svipuð stemmning. Skagamenn dansa stríðsdans en Framarar flýta sér í búningsherbergin. Svona eru bikarleikir, það hefði geta farið á hinn veginn EF og aftur EF. En það gerði það bara ekki, Skagamenn era bikarmeistarar en fyrir Frömurum liggur að bíta á jaxlinn, gráta ekki Björn bónda held- ur safna liði gegn Valsmönnum í baráttunni um Islandsmeistaratitil- inn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.