Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1987, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1987, Qupperneq 3
3 MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1987. dv Fréttir Eldur í íbúð við Víðimel: Þrennt flutt á stysadeild Þrír íbúar húss við Víðimel voru fluttir á slysadeild eftir að eldur kom upp í íbúð á efri hæð í húsinu á sunnu- dagsmorguninn. Verulegar skemmdir urðu af eldi og reyk í íbúðinni. Slökkviliðið var kvatt á vettvang kl. 8.20 um morguninn. Stóð þá eldur út um stofuglugga og mikinn reyk lagði af húsinu. Ibúum á neðri hæðinni tókst að bjarga stúlku, sem bjó á efri hæðinni, út um glugga skömmu áður en slökkviliðið kom á staðinn. Maður, sem einnig bjó' í íbúðinni, komst út af sjálfsdáðum. Bæði fengu þau reykeitrun og brunasár og voru flutt á slysadeild en hvorugt þeirra er alvarlega slasað. íbúinn á neðri hæðinni fékk reyk í lungun við björgunarstörfin og var hann einnig fluttur á sjúkrahús. Hann fékk að fara heim skömmu síðar. Greiðlega gekk að slökkva eldinn. Eldsupptök eru ókunn en rannsóknar- lögreglan vinnur að málinu. -GK Lottóið: Einn hirti pottinn Stálheppinn þátttakandi i Lottóinu hlaut einn fyrsta vinninginn í drættin- um um helgina og fékk þar með kr. 2.526.605,- í sinn hlut en þetta er annar stærsti heili vinningurinn sem dreginn hefúr verið út. Stærsti vinningurinn hingað til var 3,2 milljónir króna en þriðji stærsti vinningurinn var að upphæð 2,4 millj- ónir króna. Annar vinningurinn kom í hlut 229 aðila sem voru með íjórar tölur réttar og hlaut hver 3.301 krónu í vinning en þriðji vinningurinn nam 241 krónu og kom hann í hlut 7.293 aðila sem voru allir með þrjár tölur réttar. -ój Bílveltur í Kjósinni Tveir bílar ultu með skömmu milli- bili í hálku við bæinn Kiðafell í Kjós eftir hádegið á laugardaginn. Ökumaður annars bílsins slasaðist lítillega en önnur meiðsl urðu ekki í þessum óhöppum. Bílamir eru báðir töluvert skemmdir. -GK STERKIR TRAUSTIR Vinnupallar frd BRIMRÁS BKIMRilSHF Kaplahrauni 7 65 19 60 , v \ ’rm mé •W Trésmíöaverkstæði geta nú sparað tíma og fyrirhöfn við pantanir erlendis frá. Við eigum nægar birgðir af ofnþurrkuð- um viði, - á mjög hagstæðu verði! Furu, eik, beyki, oregon pine, ask, meranti, ramin, mahogny, tekk, poplar, iroko, pitch pine, og m.fl. Þar sem fagmennirnir versla erþéróhætt BYKO SKEMMUVEGI2 Kópavogi, timbur-stál-og plötuafgreiðsía, simar 41000,43040 og 41849 Vantar þig bíltœki? líupeöleöh Tækin eru á verði, sem allir ráða við Aðeins 4.900 stgr. Bílhátalarar 1.710 Verð frá stgr. Laugavegi 63 (Vitastígsmegin) - Sími 622025

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.