Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1987, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1987, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1987. 5 Steingrímur Hermannsson við setningu utanríkisráðheirafundarins: Ríkisstjómin styður tvöfalda núlllausn „Við styðjum svokallaða tvöfalda núlllausn, þ.e. að íjarlægðar verði bæði meðaldrægar og skammdrægar eldflaugar írá Evrópu," sagði Stein- grímur Hermannsson forsætisráð- herra á opnunarfundi ráðherrafund- ar Atlantshafsbandalagsins um afstöðu íslensku ríkisstjómarinnar. Steingrímur bauð ráðherrana vel- komna og fjallaði meðal annars um nauðsyn þess að Atlantshafsbanda- lagið var stofiiað og að sú staðreynd að fríður hefði haldist í Evrópu í 40 ár sýndi að sú ákvörðun hefði verið rétt. Hann sagði að öryggi Evrópu hefði þó ekki verið tryggt án fóma sem meðal annars væri vígbúnaðar- kapphlaupið sem komið væri úr böndunum. Enginn vildi lifa í stöð- ugum ótta. Því hvatti Steingrímur ráðherrana til að móta afvopnunar- tillögur á þessum fundi, öllu mannkyni til heilla. „Friðurinn er þrotlaust starf“ „Hvergi em rökþrot alræðisins eins hrikaleg og í þrælkunarbúðum gúlagsins. Það er sannfæring mín að frelsið muni að lokum bera harð- stjómina ofurliði," sagði Matthías Á. Mathiesen utanríkisráðherra á Matthías A. Mathiesen flytur ræðu sína á opnunarfundi ráðherrafundar Atlantshafsbandalagsins. Sitjandi frá vinstri: Papoulias, Grikklandi, Poos, Lúxemborg, Steingrimur Hermannsson, Carrington, framkvæmdastjóri NATO, Andreotti, italíu, Van den Broek, Hollandi, og Stoitenberg, Noregi. DV-mynd KAE setningarfundinum í gær. Matthías fjallaði um þá ákvörðun Atlants- hafsbandalagsins frá árinu 1979 að svara kjamorkuvígbúnaði Sovét- manna með því að hvetja Sovétmenn til að falla frá uppsetningu vopn- anna ellegar yrði sams konar vopnum komið fýrir í Evrópu. Þessa ákvörðun taldi Matthías vera for- sendu þess að núlllausnin svonefnda gæti orðið að veruleika og með henni hefðu ríki Atlantshafsbanda- lagsins sýnt vilja til að verja hendur sínar. Matthías sagði að tilgangur bandalagsins gæti aldrei orðið sá að fara með ófriði á hendur öðrum held- ur væri hann að vemda almenn mannréttindi, slíkt væri eilífðar- verkefni fyrir þá er vildu verja málstað frelsis og mannréttinda. Giulio Andreotti, utanríkisráð- herra Italíu og heiðursforseti ráð- herrafundarins. sagði í ræðu sinni að fundurinn færi fram á tirna mikill- ar eftirvæntingar um afvopnun og því fylgdi óhjákvæmilega áhætta, fara yrði með gát til að raska ekki jafhvæginu. Andreotti sagði að bandalagsþjóðimar yrðu að rnæta þessum aðstæðum á þann hátt að hægt yrði að nálgast enn frekari markmið friðar og afvopnunar. Að lokum minntist Andreotti 40 ára af- mælis Marshall-aðstoðarinnar. Sovétmenn sýni viljann í verki Carrington lávarður, fram- kvæmdastjóri Atlantshafsbanda- lagsins, sagði ísland tilvalinn stað til fundar af þessu tagi. Síðan fjall- aði Carrington um þá skoðun sína að samskipti bandalagsins við Sovét- menn yrðu að grundvallast af raunsæi, árvekni og jákvæðu hugar- fari gagnvart afvopnunartillögum. Carrington sagðist ekki telja að ógn sú, er stafaði af hemaðamiætti Sovétmanna, hefði minnkað þó að málsvarar þeirra virtust mildari nú. Ekki mætti slaka á vamarmætti bandalagsins. Sovétmenn þyrftu að sýna i verki vilja sinn til bættra al- þjóðlegra samskipta, til dæmis með þvi að kalla heri sina heim frá Af- ganistan. Carrington sagðist trúa því að ráð- herrafundurinn í Revkjavík yrði enn eitt skrefið í átt til afvopnunar og betri samskipta austurs óg vesturs. -JFJ Mikið um tvíhliða viðræður PREDOM^ MBWStl fi ■! HJÓLHÝSIFYRIR ALLA BÍLA Á LÆGRA VERÐI EN TJALDVAGN ÁN FORTJALDS SYNING Mikið hefur verið um tvíhliða við- ræður einstakra ráðherra á meðan , þeir hafa dvalist hér. Starfsmenn utanríkisráðuneytisins segja George Shultz vera einna dug- legastan og hafa spjallað vel og lengi við bæði Genscher og Carrington. Einnig virðast ráðherrarnir ræða nokkuð við Carrington, meðal annars ræddi hann við Matthías Á. Mathie- sen á miðvikudaginn. Lítið er vitað hvað er á dagskrá á þessum fundum en talið er að það séu samskipti þeirra ríkja er í hlut eiga og alþjóðamál almennt. -JFJ Páii Pétursson í Nairobi Páll Pétursson, þingflokksformaður framsóknamianna, er þessa dagana staddur í Nairobi í Kenýa. Þar situr hann alþjóðaráðstefnu imi mengunar- mál. Páll er þar fulltrúi forsætisnefndar Norðurlandaráðs. Frá Norðurlöndun- um hefur Gro Harlem Brundtland, forsætisráðhema Noregs, einnig setið ráðstefnuna. Páll fór utan síðastliðinn laugardag. Er hann væntanlegur heim til landsins um helgina. -KMU LAUGARDAG OG SUNNUDAG KL. 13-17 N-126 d með fortjaldi N-126 n með fortjaldi Kr. 188.000,- (Miðað við gengi dollars 10. 04. ’87) Kr. 229.000,- • Tyeggja hellna eldavél • Svefnpláss fyrir 3-4 • Rafmagnsvatnsdæla og vaskur • Vatnstankur • Gluggatjöld • 3 inniljós og rafkerfi • Fíber- glass yfirbygging • Galvaniseruð grind • Stór dekk • Sjálfvirkar bremsur í beisli • Hand- bremsa, nefhjól • Flexitoraíjöðrun • Léttbyggð og henta aftan í alla bíla • Þyngd frá 400 kg • Góðir skápar. Vélaborq Bútækni hf. Sími 686655/686680 _______Bildshöfða 8 (við hliðina á Bifreiðaeftirlitinu).

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.