Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1987, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1987, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1987. 17 Lesendur Bréfritari segir vestfirsku vegina meö besta móti þessa dagana og er ánægður með verk vegagerðarmanna. Piýðisgóðir Vestfjarðavegir Ánægður vegfarandi hringdi: Ég má til með að þakka Vegagerð- inni á Vestfjörðum fyrir vel unnin verk. Fyrir skömmu fór ég ásamt kunningjum mínum í hringferð um firðina á fólksbíl. Þar sem ég hef nokkra reynslu af vestfirskum vegum bjóst ég við hinu versta og satt að segja lögðum við af stað með hálfum hug, einkum með áhyggjur yfir því hvemig ástand bílsins yrði að ferðinni lokinni. Þeir sem vanir eru þvi að keyra þessa vegi hristu einnig höfuðið yfir uppátækinu enda væru vegimir sjaldnast með skárra mótinu svo snemma árs. Það reyndist eitthvað annað. Þeir vom greiðir og sléttir og mest kom Djúpvegurinn okkur á óvart. Einnig vom heiðamar hreint ágætar þótt enn lægi víða á þeim nokkur snjór. Það lífgaði mjög upp á allt okkar ferðalag að vita til þess að bíllinn kæmist óskemmdur heim en fæstir höfðu spáð því áður en lagt var af stað. Þökk sé Vegagerðinni. Stöðtvö: Goði Sveinson dagskrárstjóri svar- ar fyrirspurn Hönnu Rúnarsdóttur frá síðasta föstudegi: Ég vildi gjarnan að það kæmi fram í DV að þessi sería af Klassa- píum - eða Golden Girls - er búin í bili. Stöð 2 er hins vegar að vinna að því að kaupa nýja þáttaröð með Klassapíum sem við vonumst til að geta byrjað með í vetraixlagskrá og hefst hún þann 15. september. Þannig að þetta er ekki dautt mál hérna og við gerum okkur grein fyrir að þetta hefur verið mjög vin- sæll þáttur hjá okkur. Póstur og sími: Fokdýr afnota- gjöld Simsen hringdi: „ Hvernig er þetta eiginlega - á endanlega að venja fólk af því að nýta sér símaþjónustuna? Nú er enn einu sinni ákveðið að hækka afhotagjöldín - og það svo um munar. Hækkunin er tæp tíu pró- sent og innifalin skref í afhota- gjaldi verða flögur hundmð i stað sex hundrnð áður. Að vísu er með- fylgjandi eitthvað blaður um hagstætt verð eftir tólf á kvöldin til átta á morgnana en ekki nema ósvífnustu dónar leggjast í hring- ingar á þeim tíma sólarhringsins. Það er kominn timi til að cndur- skoða fyrirtækið allt frá grunni - Ijóst er að þama vantar sárlega frjálsa samkeppni. Ég er sjálfur fokillur og vona að neytendur láti nú einu sinni málið til sín taka - ckki cr ástæða til þess að láta bjóða sér hvað sem er ffá hendi þessa einokunarfyrirtækis einung- is vegna þess að fæstir geta símalausir verið til lengdar.“ ftfWAS42 '**>»*S " ■ ~ r .................................. Það þóttu ekki góð tíðindi þegar konungur rokksins - Elvis Presley - lest í Bandaríkjunum. Rokkið lifir ennþá góðu lífi og bréfritarar vilja þungarokk á allar útvarpsstöðvarnar. Rokk: Meiia rokk í Tveir rokkarar skrifa: Auðvitað er ágætt að fá sífellt fleiri útvarpsstöðvar en það vantar tilfinn- anlega meiri spilun á þungarokki á þeim öllum. Sviplaust dægurlagagutl þentar alls ekki öllum og þeir sem þunga- útvarpi ekki þola rokkið verða bara að loka fyrir tækið á meðan ósköpin ganga yfir. Þáttagerðarmenn, takið ykkur tak - meira þungarokk undir nálina strax! Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á fasteigninni Vesturgötu 46, þingl. eigandi Finnbogi Þórar- insson, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 18. júní 1987 kl. 11.15. Uppboðsbeiðendur eru Jón Sveinsson hdl„ Þórður Þórðarson hdl„ Sigurður I. Halldórsson hdl„ Akraneskaupstaður, Ásgeir Thoroddsen hdl„ Ámi Einars- son hdl„ Hejgi V. Jónsson hrl„ Guðjón Ármann Jónsson hdl„ Veðdeild Landsbanka íslands, Landsbanki íslands og Útvegsbanki íslands. Bæjarfógetinn á Akranesi. Nauðungaruppboð Eftir kröfu Jóns Magnússonar hdi„ Gylfa Thorlacius hrl„ Ásgeirs Thoroddsen hdl„ Hauks Bjarnasonar hdl. og Landsbanka islands fer fram opinbert upp- boð þriðjudaginn 23. júni 1987 kl. 18.00 á eftirgreindum lausafjármunum, sem staðsettir eru að Bíldshöfða 18, taldir eign Blæs hf. 1363-1514: Brennsluofn Dan Kiln, 7.600 ltr„ þurrkgrind, prentvél, Marc plötulýsingar- tæki, Eskofot 626 Ijósmyndavél, Eskofot repromaster, Semi automatic silki- prentvél fyrir boli og bolla, brennsluofn Scandia, S. 210, glös, diskar, postulín, unnið og óunnið, og fl. munir. Greiðsla við hamarshögg. Uppboðshaldarinn í Reykjavik. KENNARAR Að grunnskóla Patreksfjarðar vantar kennara. Kennsla: Enska, almenn barnaskólakennsla, handa- vinnukennsla, íþróttakennsla o.fl. Góðar stöður, gott húsnæði. Athugið laun og fleira. Hikið ekki, hafið samband við skólastjóra í síma 94-7605 eða formann skólanefndar í síma 94-1122 eða 94-1222. Skóianefndin. VANTAR í EFTIRTALIN HVERFI Lindargata Frakkastígur 1-9 Klapparstígur 1-30 ★★★★★★*★*★****★**★★★★★*****★ Bergstaðastræti Haliveigarstígur Spítalastígur AFGREIÐSLA Þverholti 11 - Sími 27022 RÆSISRENNUR FRÁ ISIfilMIÍH Fyrirliggjandi á lager 130 mm ásamt tengistykkjum. Hagstætt verð. LEITIÐ UPPLÝSINGA. VATNSVIRKINNf ÁRMÚU 21 - PÓSTHÓLF 8620 - 128 REYKJAVÍK SÍMI: VERSLUN: 686455, SKRIFSTOFA: 685966 SÖLUM.: 686491

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.