Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1987, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1987, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 1987. 9 Skutu á stjórnar- andstæðinga Útlönd Sjálfsmynd af HWer fundin í Austumki Sagnfræðingar telja sig hafa fundið eina olíumálverkið sem Adolf Hitler málaði afsjálfum sér, en það er í eigu austurrískar fjölskyldu í Vínarborg. Málverkið er 58 sentímetrar á annan kantinn, 41 á hinn, sýnir Hitler hálf-fertugan, klæddan heföbundnum búningi Bavaríumanna, hnébuxum og hnjásokkum. Málverkið er ómerkt. Wemer Maser, listasagnfræðingur heldur því fram að málverk þetta sé ófalsað. Hann kveðst hafa vitað af verkinu frá því á sjöunda áratug aldarinn- ar, hafa skoðað það og finnist það illa gert. Talið er að Hitler hafi málað sjálfsmyndina skömmu fyrir 20. apríl 1925, 36. afmæiisdag sinn. Stuðningsmenn ríkisstjómarinnar í Panama hófu í gær skothríð á hóp stjómarandstæðinga, sem efnt höfðu til mótmæla í Panama City, höfuðborg landsins. Stuðningsmenn stjómarinn- ar efhdu í gær til mikilla aðgerða til stuðnings Manuel Antonio Noriega, hershöfðingja og eins af valdamestu mönnum landsins, en stjómarand- stæðingar hafa borið hann þungum sökum. Skothríðin í gær hófst þegar presti og lögfræðingi var neitað um heimild til þess að heimsækja fyrrverandi ofursta úr her Panama, Roberto Diaz Herrera, sem handtekinn var fyrr í vikunni og situr nú í fangelsi. Herrera hefur leitt hóp þeirra sem gagnrýna Noriega og er talið hann verði ákærð- ur fyrir undirróðursstarfsemi og ólöglegan vopnaburð. Lögfræðingur Herrera sagði í gær að honum hefði verið neitað alfarið um að hafa samband við skjólstæðing sinn sem nú er til yfirheyrslu hjá sak- sóknara ríkisins. Ekki er vitað til þess að neinn hafi fallið í skothríðinni í gær. Veðurfar í Evrópu veldur enn usla Öfgakennt veðurfar í Evrópu veldur enn usla og erfiðleikum, ýmist af mikl- um vatnsaga eða vegna hitabylgju sem nú hefur staðið í fjóra daga. í gær er talið að tuttugu og sjö manns hafi látið lífið þegar vatnsveður kom af stað aurskriðu á norðanverðri Italíu. Skriðan gjöreyddi þorpunum Sant’Antonio Morignone og Morign- one. Hitabylgjan sem hrjáð hefúr fólk í sunnanverðri Evrópu undanfarna daga stendur einnig enn. Ljóst er að hundmð manna hafa látið lífið af völd- um hitanna, beint eða óbeint, þúsundir hafa horfið frá heimilum sínum í borg- um á hitasvæðunum og leitað til sjávar eða fjalla til að finna sér ein- hveija kælingu. Að sögn yfirvalda í Grikklandi valda hitar þar meðal annars því að erfið- leikar hafa skapast við geymslu á líkum. Kirkjugarðar hafa átt í erfið- leikum með að sinna greftrunum, bæði vegna óvenjulegs fjölda andláta, svo og vegna þess að starfsmenn eiga erf- itt um vinnu í hitunum. Talið er að nær fimm hundruð manns hafi látist þar í landi vegna hitanna. Að auki telja yfirvöld að dauða allt að fimm hundruð til viðbótar hafi borið skjótar að en ella, vegna svækjunnar, án þess að um beina dánarorsök hafi verið að ræða. Flestir hinna látnu voru gamal- menni og fólk sem haldið var alvarleg- um sjúkdómum. í Aþenu hafa yfirvöld þurft að grípa til þess ráðs að geyma lík í kælivögn- um jámbrauta, sem og í frystihúsum, þar sem kirkjugarðar hafa ekki undan. Á sunnanverðri Ítalíu hafa hitar valdið svipuðum vandamálum. Þar hafa lok sprungið af líkkistum, vegna hitaþenslu. Mikill fjöldi íbúa borga á þessum svæðum hefur yfirgefið heimili'sín og leitað til kaldari staða. Starfsemi í borgunum hefur því gengið treglega. verslunum og þjónustufyrirtækjum hefur verið lokað. Þjónusta hins opin- bera, þar með talin löggæsla. hefur þó haldist með eðlilegu móti. Umsjón: Halldór Valdimarsson og Ingibjörg Sveinsdóttír Oeirðir og grjótkast á Haiti í gær Miklar óeirðir brutust út i Port Au Prince á Haiti í gær, þegar hermenn dreifðu fylkingu stjómarandstæðinga, sem efnt höfðu til mótmæla í borg- inni. Um tvö þúsund mótmælendur köstuðu gijóti að lögreglu og her- mönnum og sökuðu ríkisstjórn lands- ins um að starfa með fyrrum liðsmönnum þjóðvarðliðs þess sem hrelldi andstæðinga Jean Clauda Duv- aliere, fyrrverandi einræðisherra Haiti, en þjóðvarðlið þetta var leyst upp þegar hann hrökklaðist frá völd- um. Mannfjöldinn réðist meðal annars gegn manni sem sakaður var um að hafa verið í þessu þjóðvarðliði. Braust fólkið inn á heimili hans, dreifði eigum hans um götur og torg og braut og bramlaði allt í húsinu. Óeirðaseggimir kveiktu i að minnsta kosti einum strætisvagni, settu upp vegtálma og óþekktur maður hóf skothríð af hríðskotabyssu á hóp fréttamanna í borginni. Sumir af leiðtogum stjómarand- stöðu landsins hafa sakað ríkisstjóm- ina um að skapa hræðsluástand í landinu, til þess að geta hert tök sín á þjóðinni. Stjórnarandstæðingar krefjast afsagnar stjórnarinnar, sem er samstjórn hers og borgaralegra stjómmálamanna. Stjórnarherinn dreifði óeiröaseggjunum í Port Au prince í gær. Simamynd Reuter Slepptu Líbananum sem Frakkar vildu fá Yfirvöld í Sviss létu lausan úr haldi líbanskan mann sem eftirlýstur er í Frakklandi i tengslum við sprengjutilræði í París. Sjö manns létu lifið í sprengingunni. Svisslendingar sögðust i gær ekki hafa neinar sannanir þess að maðurinn heföi framið neitt það sem hegningarvert væri að svissneskum lögum. Talsmaður saksóknara ríkisins i Sviss sagði í gær að í beiðni Frakklands um framsal á manninum heföi aðeins verið sagt að hann væri grunaður um að eiga aðild að glæpsamlegum félagsskap en í svissneskum lögum er slíkt ekki refsivert athæfi. Að sögn talsmannsins fór Líbaninn frá S viss í gær, en ekki var vitað hvert. Ákærnr gegn Rust í þremur llðum Að sögn sovésks embættismanns verða lagðar fram ákærur í þrem liðum á hendur Mathiasi Rust, vestur-þýska unglingnum sem í lok maí lenti lit- ffli einkaflugvél á Rauða Torginu i Moskvu, eftir að hafa flogið langa vegalengd um sovéska lofthelgi, án þess að eftir honum væri tekið. að sögn embættismannsins verður Rust ákærður fyrir að hafa konúð ólög- lega inn í Sovétríkin, fyrir að bijóta flugreglur og fv-nr þorparahátt. Vestur-þýska sendiráðinu í Moskvu hefur verið skýrt frá ákærunum. Rust hefúr verið í haldi í Lefortovo fangelsinu í Moskvu frá því hann lenti á útjaðri Rauða Torgsins þann 28. maí. Hann mun hafa ffogið þangað frá Helsinki en áður var hann búinn að fijúga víða um Evrópulönd. þar á meðal til íslands. Rust gæti hlotið tíu ára fangelsisdóra fyrii- að hafa brotið flugreglur. Þriggja ára fangelsi gæti hann fengið fyrir að koma ólöglega inn í landið og fimm ár fyTÍr þorparaháttinn. Als gæti hann þvi fengið átján ára fangelsisdóm. Fram til þessa hefur verið talið að Rust yrði látinn iaus Qjótlega eftir að réttai-höld hefðu farið fram í máli hans. Embættismenn utanríkisþjónustu segja nú hinsvegar að slíkt várðist ólíklegt. Skutu níður herflugvél frá Sýrlandi Irakar skutu i gær niður sýrlenska MIG-21 orrustuþotu sem fiaug inn í lofthelgi þeirra og tóku þeir flug- mann þotunnar höndum. Þetta er í fyrsta sinn sem til slíkra atburða dregur i samskiptum þessara tveggja ríkja. í tilkvnningu frá íraska hemum segir að loftvamaskyttur hafi skotið orrustuþotuna niður í gærmorgun. Hún hrapaði nálægt bænum Al-Qua’im, um þrjú hundruð og tuttugu kílómetra norðvestur af Bagdad. Talsmaður sýrlenska hersins í Damaskus, höfúðborg Sýrlands, sagði í gær að þessar aðgcrðir Iraka væru ómaklegar. Flugmaðurinn hefði tekið á loft frá flugvelli í austurhluta Sýrlands snemma i gærmorgun, til æfinga og heföi hann villst inn í írakska lofthelgi. Kröföust Sýrlendingar úkskýringa á atburðinum og bentu á að írakskar flugvélar villtust oft inn fvrir lofthelgi Sýrlands, án þess að gripið væri til vopna gegn þeirn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.