Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1987, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1987, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLl 1987. 44 KENNARAR Tvo kennara vantar við grunnskólann á Flateyri. Um er að ræða kennslu í 7.-9. bekk, erlend tungumál og raungreinar. Upplýsingar í síma 94-7645. Skólastjóri. FÓSTRUR - STARFSFÓLK með sambærilega menntun eða reynslu óskast til starfa á dagheimilið Holt. Um er að ræða tvær heils dags stöður og eina hálfs dags stöðu. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 16100. JÖKLAFERÐIR Bjóðum upp á útsýnisferðir í snjóbíl á Vatnajökul. Einnig vélsleðaferðir frá Skálafellsjökli í Kverkfjöll. Dagsferðir. Jöklaferðir á skíði á Skálafellsjökli. Skíðaleiga. Mögu- leg gisting í skála. Jöklaferðir hf. Sími 97-81701, Box 66, Höfn, Hornafirði. RÍKISSPÍTALAR LAUSAR STÖÐUR Dagheimili Fóstra óskast til starfa á barnaheimilið Sólbakka. Starfsmaður óskast einnig til starfa á dagheimilið. Upplýsingar veitir forstöðumaður, sími 29000-590. Vífilsstaðir Matartæknir og starfsstúlka óskast til starfa í eldhús Vífilsstaðaspítala frá 1. september nk. Upplýsingar veitir yfirmatráðsmaður í síma 42800. Reykjavík, 29. júlí 1987. YOGASTÖÐIN HEILSUBÓT LEIKFIMI NY NAMSKEIÐ BYRJA 4. AGUST Kvennatimar Mánud., þriðjud., miðvikud., fimmtud. og föstud. kl. 10.00-11.00. Eftir hádegi sömu daga kl. 13.10-14.10, kl. 14.10-15.10. Karlatímar Síðdegistímar mánud. og mið- vikud. kl. 16.30-17.30, kl. 17.30-18.30, kl. 18.30-19.30, kl. 19.30-20.30. Blandaðir tímar síðdegis þriðjud., fimmtud. og föstud. kl. 16.30-17.30, 18.30-19.30, 17.30-18.30, 19.30-20.30. Blandaðir tímar laugardaga kl. 10.30-11.30, 11.30-12.30 og 12.30-13.30. * Æfingar sem við notum eru byggðar á HATHA YOGA. Þær eru ekki svo mjög frábrugðnar venjulegri leik- fimi. Munurinn er aðallega sá að við reynum að samhæfa hreyfingu og öndun og slaka á vöðvum að lokinni spennu. Sánaböð og Ijósaböö. Upplýsingar í síma 27710 og 18606. íþróttakennari. íþróttaþjálfari. Mile. liURC KREPIT Sandkom Tapið auglýst Gengi 2. deildar liðs Iþrótta- bandalags Isafjarðar í knatt- spymu hefur ekki verið upp á það besta það sem af er sumri, heimamönnum til mikilla leið- inda. Nú nýlega þótti ein- hverjum gárunganum nóg komið og ákvað að taka til sinna ráða. I því skyni að styðja við bakið á sínum mönnum setti hann svohljóð- andi auglýsingu í Vestfjarða- blaðið Bæjarins besta: „TAPAST. Tapast hafa átta leikir í annarri deild, Finnandi vinsamlegast hafi samband við K.R.I." Ersagt að forsvarsmenn Knattspymuráðs Isafjarðar hafi verið lítt hrifnir af hjálp- seminni. Gleymdi Tíminn? Á íþróttasíðu Tímans í gær er að finna litla klausu þar sem sagt er frá því að Tryggvi Gunnarsson, knattspymu- maður í KA, hafi ákveðið að ganga til liðs við KA í hand- knattleik en hann lék áður með Þór. Orðrétt segir Tíminn: „Tryggvi lék með hinu Akureyrarliðinu, Þór, í 2. deild á síðasta tímabili og verður eflaust fróðiegt að fylgjast með gengi hans í 1. deildinni." Nú vill þannig til að Þór vann sig upp í 1. deild í fyrra og því hefði verið alveg jafn fróðlegt að fylgjast með Tryggva þar, hvort heldur hann hefði leikið með Þór eða KA. Hins vegar virðist sem Tíminn hafi gleymt árangri Þórs og væntanlegri vem liðs- ins í 1. deild í vetur. Þjóöverjunum fannst hálfskrítíð að utanríkisráóherrann skyldi sjalfur þurta að kaupa sér fúavörn. Þeim lannst þvi líklegast aó hann byggi erlendis en væri bara hér i sumarfrii. Undrandi Þjóðverjar Nokkrir þýskir viðskipta- frömuðir vom á ferð hérlendis fyrir stuttu og skoðuðu nokk- uríslensk fyrirtæki. Meðal þeirra fyrirtækja, sem þeir þýðversku litu á, var Þýzk- íslenska verslunarfélagið. Þegar þeir gengu um verslun fyrirtækisins ráku þeir augun í mann sem var þar í mestu makindum að kaupa fúavam- arefni. Fylgdarmaður þeirra tilkynnti þeim að þar væri ís- lenski utanríkisráðherrann á ferð og voru þeir kynntir fyrir Steingrími, Þjóðverjarnir vom að vonum undrandi.yfir því að sjálfur utanríkisráð- herrann skyldi þurfa sjálfur að fara í verslanir. Steingrím- ur útskýrði þá fyrir þeim að hann væri liðtækur smiður og þyrfti að dytta að sumarhúsi sínu og þá meðal annars að fúaverja. Töldu Þjóðveijarnir þá skýringuna fengna, að ut- anríkisráðherrann kæmi bara til Islands í sumarfriinu sínu. Rökstudd ákvörðun Oft á tíðum er broslegt að fylgjast með því þegar menn em að meta hvort þeir þola einn gréan í viðbót. Eru oft hinar skemmtilegustu og fjöl- breyttustu röksemdir dregnar upp. Einn sló þó öll met á Gauknum um daginn. „Ég er búinn að drekka sjö bjóra og nú kemur stóra spurningin: Á ég að fá mér einn í viðbót eða ekki? Mag- inn segir já en höfuðið segir nei. Höfuðið er gáfaðra en maginn en á hinn bóginn: Vægir sá sem vitið hefur meira. Ég fæ mér einn í viðbót! Kratablaðið Þjóðviljinn á sunnudaginn skýtur í átt til Helgarpóstsins i sunnudagsblaðinu og gefur honum viðurnefnið „Krata- pósturinn“ og segir það til komið vegna þess hve Al- þýðuflokkurinn fær jákvæða umfjöllun í blaðinu. I ljósi þessa hefur mönnum fundist það svolítið broslegt að inni í þessu sama Þjóðviljablaði er að finna viðtal við formann Alþýðuflokksins. Erþað hið mesta „rjómaviðtai" og ekki amaleg auglýsing fyrir Jón Baidvin. Þykir einhverjum skritió aó „Haróar kökur" skull ekki hafa gengið ofan i neytendur! Kökumar seld- ustekki Menn reyna ýmislegt fyrir sér til að auka veltuna og ná betri stöðu á markaðnum. Stundum ber það árangur og stundum ekki. Sú gamansaga er sögð manna á meðal að bakari nokkur, Hörður að nafni, hafi fengið Rósu Ing- ólfsdóttur til að hanna umbúðir utan um afurðir sín- ar. Fyrst var hannað utan um brauðin og prentað utan á umbúðimar: „Harðarbrauð". Þóttu umbúðirnar hinar smekklegustu og seldust brauðin vel. Var því ákveðið að gera það sama við kökurn- ar. Þær voru settar í umbúðir og prentað utan á: „Harðar kökur“. Af einhverjum ástæð- um varð kökusalan eftir þetta eitthvað dræmari! Umsjón: Jónas Fr. Jónsson Það kraumaði allt af löxum „Við fengum 1 lax og 27 bleikjur, bleikjumar voru frá 2 pundum upp í 3,5 pund og eru komnir 36 laxar á land,“ sagði veiðimaður sem var að koma úr Hvolsá og Staðarhólsá í Döl- um. „Það eru komnir 80 laxar upp í ámar og í Kaupfélagshylnum er 20 punda lax sem vill ekki taka, sama hvað honum er boðið, og í Máskeldu- Veiðivon GunnarBender fljótinu er annar sem er eins og símastaur þegar hann stekkur, stór lax. Ég setti í 5-6 punda bleikju í Hólmahylnum en missti hana eftir stutta baráttu á flugu, hélt fyrst að þetta væri lax,“ sagði veiðimaðurinn úr Dölunum. „Þetta gekk rólega hjá okkur í Gljúf- uránni og við fengum 7 laxa sem telst gott því aðeins em komnir 27 laxar alls úr ánni,“ sagði veiðimaður sem var að koma úr ánni. „Við sáum laxa á nokkrum stöðum í henni eins og í ósnum og skurðinum neðst, Efra og Neðra Kerinu, Móhylnum og Odda- hylnum svo eitthvað sé nefnt. Vatnið í ánni er gott svo maður skilur ekki þessa tregðu í laxinum að koma meira í ána því þetta er ekki mikið af fiski. Stærsti laxinn er 9 pund sem kominn er að landi og sá minnsti 4 pund.“ Brennan hefúr verið góð það sem af er sumri og munu vera komnir um 162 laxar, mikið hefúr sést af laxi þar eins og í Svarthöfðanum. „Það kraum- aði allt af fiski þegar ég kom við þama fyrir skömmu," sagði veiðiáhugamað- úr okkur. -G.Bender Víðidalsá i Steingrímsfirði hefur komið skemmtilega á óvart. Það sem af er sumri eru komnir 26 laxar á land. Kristján Kristjánsson, KK, kíkir i Brúar- hyfinn og virðir fyrir sér nokkra laxa þar. Á minni myndinni hnýtir Kristján flugu á til að ginna laxinn. DV-myndir Árni B. Þeir eru efnilegir, ungu veiðimennirnir, og hann Haukur Brynjar Eiríksson heldur á fallegri bleikju úr Úlfljótsvatni sem veidd var nýlega á maðk. DV-mynd EJ Rikharður Sævarsson viö fallega veiði úr Hólmavatni á Laxárdals- heiði. Stærsti urriðinn var 6 pund. DV-mynd Sævar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.