Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1987, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1987, Blaðsíða 14
14 Spumingin MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 1987. Ertu orðin(n) leið(ur) á lægðunum? Hugrún Óladóttir: Já, veðrið var að vísu gott í júní en þetta fer að verða nóg. Ingibjörg Björnsdóttir: Veðrið er nú búið að vera svo gott í sumar að það gerir ekkert til þótt rigni svolítið. Helena Hólm: Nei, veðrið er búið að vera mjög gott í sumar. Guðmundur Björnsson: Já frekar, ég vona að þetta fari að breytast því ég er að fara í frí. Ársæll Valfells: Já, ég vil að það fari að stytta upp. Lesendur Viðskiptavinir verða að standa við skuldbindingar sínar svar til Leifs og Ragnhildar á Höfh Vegna lesendabréfs, sem birtist í DV þann 17. júlí sl. undir fyrirsögn- inni „Stórfurðuleg viðskipti: Sam- vinnuferðir-Landsýn," frá þeim Leifi Helgasyni og Ragnhildi Þorsteins- dóttur, Sunnubraut 4, Höfri, vill ferðaskrifstofan koma á framfæri eftirfarandi skýringum: 1. Þegar Ragnhildur og Leifur pöntuðu sumarhús í Danmörku fyrir milligöngu umboðsmanns Sam- vinnuferða-Landsýnar á Höfh var það skýrt tekið fram af hálfu skrif- stofunnar að vegna þess hve stutt væri fram að brottför (húsið pöntuðu þau frá 24. júlí) yrði að sérpanta húsið. Þau yrðu því þegar í stað að greiða staðfestingargjald. Á þetta féllust þau Ragnhildur og Leifúr. Til upplýsinga skal þeim Ragnhildi og Leifi bent á að upphafleg staðfest- ingagreiðsla þeirra, kr. 10 þús., nægði umboðsskrifstofu sumarhús- anna í Danmörku ekki til að festa pontunina og lögðu Samvinnuferð- ir-Landsýn fram það sem á vantaði svo húsið yrði fest. 2. Viku síðar, þegar Ragnhildur og Leifúr fóru fram á að breyta pönt- un sinni frá Danmörku til Rimini á Italíu, var ekkert sjálfsagðara svo framarlega sem þau og Samvinnu- ferðir-Landsýn stæðu við skuld- bindingar sínar gagnvart umboðsaðila dönsku sumarhúsanna. Eðlilega skyldi staðfestingargreiðsla Ragnhildar og Leifs ganga upp í af- pöntunargjald í Danmörku. Sam- vinnuferðir-Landsýn töldu það hluta af sinni áhættu og þjónustu við viðskiptavini sína að taka á sig mismuninn á staðfestingargreiðslu Ragnhildar og Leife og þeirrar upp- hæðar sem dönsku aðilamir settu upp. 3. Hvemig skilgreina þau Ragn- hildur og Leifur „óliðlegheit og ókurteisi" sem þeim ku hafa verið sýnd í Ijósi þess að óskyldur aðili að fjárhag þeirra, þ.e. Samvinnuferð- ir-Landsýn, skuli hafa neitað að standa við þeirra eigin fjárhags- skuldbindingar? Kurteisi og þjón- usta Samvinnuferða-Landsýnar bauð þó alténd starfefólki skrifstof- unnar að krefja Ragnhildi og Leif ekki um mismuninn á staðfestingar- gjaldi þeirra og afþöntimargjaldi dönsku umboðsaðilanna. 4. Hvemig tengist eftirfarandi full- yrðing Ragnhildar og Leife málatil- búnaði þeirra: „Við sem búum úti á landi erum ekkert annars flokks fólk“? Sérstaklega þegar til þess er tekið að Samvinnuferðir-Landsýn, ein íslenskra ferðaskrifstofa gefur viðskiptavinum sínum kost á ókeyp- is innanlandsflugi í tengslum við hópferðir (þ.e. ef ferðin er pöntuð nægilega snemma, að öðrum kosti býðst viðskiptavinum 50% afsláttur af innanlandsflugi) og umboðsmenn Samvinnuferða-Landsýnar em yfir 40 um land allt. 5. Að lokum: Samvinnuferðir- Landsýn harmar að svo skuli hafa tekist til við undirbúning ferðalags þeirra Ragnhildar og Leife. Starfs- fólk skrifstofunnar vildi gjaman fá tækifæri til að aðstoða þau við að komast í farsælt frí til útlanda. I til- felli Ragnhildar og Leife var það frá upphafi ítrekað af hálfu Samvinnu- ferða-Landsýnar að yrði þeim fest húsið í Danmörku yrði ekki aftur snúið án útgjalda. Að okkar mati var því full alvara á bak við pöntun- ina. Vart ætti að þurfa að taka fram að í viðskiptum við ferðaskrifstofur gildir það sama og i öðrum viðskipt- um: þar er verið að selja þjónustu og fyrirgreiðslu í skiptum fyrir greiðslur og viðskiptavinum er ætlað að standa við skuldbindingar sínar. Á sama hátt og starfsfólk Samvinnu- ferða-Landsýnar gerir allt sem í þess valdi stendur til að rýra ekki traust erlendra viðskiptaaðila á íslenskum ferðamönnum verður að ætlast til hins sama af innlendum viðskipta- vinum skrifefofunnar. „Ferðaskrifstofur selja þjónustu og fyrirgreiðslu í skiptum fyrir greiðslur." Tómas Þór Tómasson, kynningadeild Samvinnuferða- Landsýnar Sjónvarpsgláp Viðar hringdi: Mér finnast bíómyndir Stöðvar 2 ekki nógu góðar. Þetta eru yfirleitt einhæfar vandamálamyndir, heldur þreytandi. Einnig finnast mér stöðug- ar endursýningar þessara sömu mynda á föstudags- og laugardagskvöldum með öllu óþarfar. Mér telst til að áskriftartekjur Stöðvarinnar séu um 21 milljón krón- ur á mánuði. Þetta, auk auglýsinga- tekna, ætti að gera þeim kleift að kaupa betri myndir. Mér finnst Stöð 2 að vísu mun betri en ríkissjónvarpið en hún hefur dalað mjög upp á síðkastið og er ekki van- þörf á að það sé gagnrýnt. j Margir kvarta yfir miklum endursýningum Hringið í síma 27022 milli kl. 13 og 15, eða skrifið Jakki í misgrípum Kona hringdi: Strákurinn minn var í fótbolta á vellinum við Breiðholtsskóla núna á laugardaginn var. Honum hitnaði og fór þá úr jakkanum og lagði hann frá sér. Einhver tók jákkann, sem er dökk- blár Adidasjakki, gripum. sjálfeagt í mis- Okkur þætti vænt um að honum væri skilað því að hann var alveg glænýr og sárt að missa hann. Sonur minn heitir Gulli og er í síma 73549. Þreyttur plötusnúður Einn edrú skrifar: Broadway séu ekki góðir geatir. Ég hef farið tvisvar í Broadway Þetta er ekki mönnum bjóðandi. með stuttu millibili. 1 bæði skiptin Er ekki tími til kominn að gefa þess- var sami plötusnúður á vakt. Mér um manni smáfrí, til dæmis sumarfrí. leiðast plötusnúðar sem tönnlast á Hljómsveit Sigríðar Benteinsdóttur sömu tuggunni „góðir gestir, góðir er þó þokkaleg danshljómsveit en gestir“ lag eftir lag og raunar í miðj- mætti taka sig aðeins á varðandi um lögum, rétt eins og allir gestir rokklögin. Hvar er kennitalan? Sigurður hringdi: Nú um áramótin síðustu var því lýst yfir með pomp og pragt að hið útjaskaða og raunar fáránlega naíh- númerakerfi, sem hefur átt íslenskar peningastofhanir að þrælum um ára- bil, væri loks búið að ganga sér til húðar. í staðinn átti að koma merkilegt kerfi er byggja skyldi á „kennitölu“ eða fæðingamúmeri undir nýju flaggi. Þannig skyldi í eitt skiptí fyr- ir öll tölusetja landann svo eitthvert vit væri í en eins og alþjóð er kimn- ugt hafa misindismenn löngum stundað þann ljóta leik að skipta um nafri og þar með um nafhnúmer. Kennitalan var letmð á skatt- skýrslur fólks en það þótti vænleg- asta leiðm til að hitta menn í hjartastað því sá sem einu sinni hef- ur barið augum slíkt plagg, sem óútfyllt skattskýrsla er, gleymir þeirri sjón seint. Þetta voru mikil mistök því íslend- ingurinn hefur alla tíð neitað að horfast í augu við óþægilegan veru- leika og flýr jafhharðan á náðir gerviveraldar þeirrar sem aðeins fæst með fjárútlátum. Þannig gerir næturvinnan Islendinga að ham- ingjusömustu þjóð veraldar. Með því að letra kennitöluna á skattskýrsluna var hún gerð að hluta þess sern óþægilegast er í til- vemnni og hefur þvf meginþorri manna samviskusamlega gleymt til- vem hennar. Því spyr ég. Hvar er kennitalan góða?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.