Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1987, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1987, Blaðsíða 32
FRETT ASKOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið- ast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Augtýsingar - Askritt - Drelfing: Sími 27022 MIÐVIKUDAGUR 29. JÚU 1987. Pétur Blöndal: Skuldabréfin skerða al- mennan markað - og hækka vexti „Ég held að það sé draumsýn ein að halda að sala þessara nýju ríkis- skuldabréfa hafi ekki áhrif á hinn almenna skuldabréfamarkað og að þau leiði ekki til hærri vaxta í þjóð- félaginu," sagði Pétur Blöndal hjá Kaupþingi í samtali við DV. „Þetta er það mikil upphæð sem ríkissjóður ætlar að selja skuldabréf fyrir, eða 1,3 milljarður, að salan hlýtur að hafa áhrif á markaðinn." Pétur sagði að sér litist að öðru leyti ágætlega á þessi nýju ríkis- skuldabréf. Vextimir, sem í boði væru, féllu vel inn í markaðinn og það að lækka vextina eftir því sem skírteinin væru bundin til lengri tíma endurspeglaði þá skoðun að vextir í þjóðfélaginu ættu eftir að fara lækkandi. -ATA Glæsilegur ár- angur hjá Jóhanni ---I 9. umferð millisvæðamótsins í Szirák í Ungverjalandi, sem tefld var í gær, sigraði Jóhann Hjartarson alþjóðlega meistarann Mihail Marin frá Rúmeníu. Jóhann er því meðal efstu manna mótsins, í 2.-4. sæti með 6 vinninga. Jóhann, sem tapaði sinni fyrstu skák á mótinu gegn Adorjan í 8. umferð, virðist nú hafa náð sér á strik á ný. Beljavskí frá Sovétríkjunum, sem á eftir að tefla eina skák, er enn efst- ur með 6,5 vinninga en næstir koma þeir Jóhann, Nunn frá Bretlandi og Salov frá Sovétríkjunum, allir með 6 vinninga. Önnur helstu úrslit í 9. umferð _ mótsins urðu þau að Salov vann Christiansen frá Bandaríkjunum, Beljavskí vann Milos, Nunn vann Todorscevic, Monaco, Benjamín, Bandaríkjunum, vann Alan frá Kanada og Bouazis og Andersson gerðu jafntefli. -BÓ ÓVENJU LÁGT VERÐ OPIÐ TIL KL. 16.00 Á LAUGARDÖGUM Smiðjuvegi 2, Kópavogi. Simar 79866, 79494. LOKI Þetta kemst Guðmundur G. líklega næst því að ritstýra Þjóðviljanum! Þjóðviljaritstjórar dæmdir: Birta skal dóm á forsíðu „Þessi dómur kemur mér á óvart, sannaat sagna. Hann hefur ekki ver- ið birtur mér ennþá en ég mun að sjálfsogðu áfrýja," sagði Össur Skarphéðinsson, ritstjóri Þjóðvilj- ans. Nýlega dæmdi Borgardómur í meiðyrðamáli Guðmundar G. Þórar- inssonar alþingismanns gegn út- gáfúfélagi og ritstjórum Þjóðviljans vegna ærumeiðandi ummæla blaðs- ins um tengsl Guðmundar við skattsvikamál Þýsk-íslenska versl- unarfélagsins sem birtust á forsíðu blaðsins 7. janúar 1986. Dómurinn sýknar útgáfúfélagið af kröfúm stefnanda en dæmir ritstjóra Þjóðviljans, Össur Skarphéðinsson og Áma Bergmann, til greiðslu 275.000 króna í skaðabætur, máls- kostnað, greiðslu sekta og til birting- ar dómsorðs og forsenda þess óstytts og með áberandi hætti á forsíðu Þjóðviljans. Um fyrireögn blaðsins segir dómarinn: „Með því er dróttað að stefhanda að hann tengist stór- felldu skattsvikamáli. Aðdróttun þessi er mjög meiðandi fyrir stefn- anda, ósönn og rakalaus. Aðdróttun- in í fyrirsögninni er studd ósönnum ummælum í fréttinni sjálfri sem prentuð er með smærra letri.“ Eru ummælin í frétt Þjóðviljans dæmd ómerk. Athygli hefúr vakið að í dómnum er tekið fram hvar Þjóðviljanum beri að birta dómsorðið ásarat for- sendum þess. Dómarinn, er dæmdi málið, Garðar Gíslason, sagði að til væru margir meiðyrðadómar og hann hefði ekki athugað um for- dæmi. Priðgeir Björnsson yfirborg- ardómari sagðist ekki muna eftir fordæmum fyrir slíku en hann vissi það þó ekki fyrir víst. Hann taldi það þó vera undantekningu frekar en reglu. -JFJ Það slys varð á Nýbýlavegi í Kópavogi um klukkan 15 í gær að 13 ára gömul stúlka hljóp ffarn fyrir strætisvagn og út á götuna og lenti þar á bifreið sem kom akandi í vesturátt. Stúlkan slasaðist töluvert. -sme DV-mynd S Alþýðubankinn í Landsbankann? „Þetta mál er ekki komið til banka- ráðsins," sagði Lúðvík Jósepsson, bankaráðsmaður hjá Landsbankan- um, í samtali við DV í morgun þegar hann var spurður að því hvort yfir stæðu viðræður á milli Landsbankans og Alþýðubankans um yfirtöku þess fyrmefnda á Alþýðubankanum. Samkvæmt upplýsingum, sem DV hefur aflað sér, hafa þessar viðræður átt sér stað og staðfesti Lúðvík að hugmyndir væru uppi um þetta og ein- hverjar þreifingar hefðu farið ffarn. Hins vegar kvað hann málið ekki komið á það stig að bankaráðið væri farið að fjalla um það enda málið ekki komið formlega til bankans. Helgi Bergs, bankastjóri Lands- bankans, neitaði því í morgun að nokkrar viðræður hefðu átt sér stað á milli aðila um þetta mál. -ój Veðrið á morgun: Úrkoma vestan til á landinu Vestlæg átt á landinu. Dálítil úr- koma verður vestantil, en þurrt verður austanlands. Hiti verður á bilinu 9-15 stig. Grettir farinn i siðustu ferðina. Ár- vakur dró skipið. DV-mynd JAK Gamli Grettir for í sína hinstu ferð Um hálfátta leytið í gærkvöldi lagði gamla dýpkunarskipið Grettir í sína hinstu för eftir fjörutíu ára dygga þjónustu við hafnir og bryggjur lands- ins. Grettir hefur nú legið í nokkur ár fyr- ir neðan Kársnesbrautina í Kópavogi en á flóðinu í gærkvöldi tók vitaskipið Árvakur Gretti gamla í tog og var ferð- inni heitið um sjötíu mílur út af Reykjanesi þar sem Gretti vár sökkt á um tólf hundruð metra dýpi. Grettir var keyptur til landsins fyrir ríkissjóð íslands árið 1947. Hann var notaður víða um land við dýpkunar- framkvæmdir þar til honum var lagt árið 1978. Grettir dýpkaði með svonefndri belt- isgröfu og hefur verið eina skip sinnar tegundar hér á landi. Nú er hann hins vegar löngu úreltur og fær því senni- lega langþráða hvíld í votri gröf. KGK Hvalamálið: Engin ákvörðun tekin í gærdag Engin ákvörðun var tekin um hval- veiðar íslendinga á fundi ríkisstjóm- , arinnar í gærmorgun þar sem Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra lagði ffam skýrslu um gang hvalveiði- deilunnar og viðræður íslenskra og bandarískra stjómvalda í Washington í síðustu viku. Halldór sagði að ríkisstjómarfund- inum loknum að málið hefði verið rætt ítarlega en endanlegar tillögur um lausn málsins hefðu ekki verið settar ffam og væri ekki að búast við ákvörðun í málinu fyrr en eftir 4-5 vikur. Enginn ágreiningur hefði ríkt á fundinum og stefnt væri áffam að því að ljúka hvalveiðiáætlun Islend- inga á tilsettum tíma. Á fundi utanríkismálanefndar sama dag var hvalveiðimálið einnig rætt og kymit án þess að komist væri að niður- stöðu. Ekki er enn vitað hvenær hvalveiðar hefjast aftur en samkvæmt áætluninni er eftir að veiða 40 san- dreyðar. -BTH Verslunarmannahelgi: Hlýtt fyrir austan Vestlæg átt verður um helgina, öllu bjartara veður austantil á landinu þó þar verði vafalaust einhver úrkoma, t.d. á föstudag. Reiknað er með að það verði einna hlýjast og bjartast á Suð- austur- og Austurlandi. MS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.