Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1987, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1987, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1987. Fréttir dv Alþingismaður sakaður um kvótasvindl: Þannig á að útiloka mig frá umræðu um kvótamálið - segir Skúli Alexandersson, alþingismaður og framkvæmdastjóri Jókuls hf. á Hellissandi „Sjávarútvegsráðuneytið segir að það vanti 120 lestir af þorski til að standa undir framleiðslu Jökuls hf. sem ég var framkvæmdastjóri fyrir árið 1986. Þetta eru alger ósannindi og hugar- burður ráðuneytisins sjálfs. Það hefur búið sér til meðaltalsnýtingu hjá fisk- vinnsluslöðvum sem aldrei getur gengið upp vegna þess að fiskvinnslu- stöðvar eru eins breytilegar gagnvart nýtingu eins og þær eru margar. Ég hef verið harðasti andstæðingur þess kvótakerfis sem verið hefúr í gangi frá 1983 og þeir eru ekki bara að sverta fyrirtækið Jökul hf. með þessu, þeir eru líka að ráðast á mig sem alþingis- mann og revna að gera mig þar með óvirkan í umræðunni um fiskveiði- stefriuna á næstu mánuðum. Með þvi að koma dómi á mig muni málflutning- ur minn verða öðruvísi og ekki marktækur. Því mun ég fara með þetta mál fyrir dómstóla og eins langt og þarf til að ná rétti mínum í þessari fáránlegu kæru,“ sagði Skúli Alexand- ersson alþingismaður í samtali við DV. Fyrirtæki það sem hann er fram- kvæmdastjóri fyrir. Jökull hf. á Hellis- sandi, er eitt þeirra fimm fyrirtækja sem hafa verið kærð af sjávarútvegs- ráðuneytinu vegna kvótasvindls. Skúli sagði að meðalnýting sú sem ráðuneytið hefði gefið sér væri til þess fallin að verðlauna skussana sem aldr- ei næðu almennilegri nýtingu en hegna hinum sem best gerðu. „Hitt er verra að ráðuneytið leyfir sér að úrskurða í þessu máli án þess að leita til nokkurs annars en þeirra raka sem það býr sér til sjálft. Þetta Skuli Alexandersson alþinglsmaður segir vinnubrögð sjávarútvegsráðu- neytisins forkastanleg og hann aetli fyrir dómstóla með þau ósannindi sem á hann hafi verið borin. er eins og tíðkaðist í ýmsum löndum hér áður þegar ráðuneytin bjuggu til rökin gegn sakbomingunum og dæmdu síðan út frá þeim. Það er verið að búa til réttarreglur sem bjóða mönnum upp á að sanna sakleysi sitt. Ráðuneytið þarf ekki að hafa fyrir því að sanna sökina. Okkur sem kærðir eru er boðið upp á að sanna sakleysi okkar innan mánaðar," sagði Skúli. Skúli sagði að þegar eftirlitsmenn ráðuneytisins hefðu komið til sín hefðu þeir fengið öll gögn hjá fyrirtæk- inu. Ekki aðeins það sem farið hefði i gegnum opinbera aðila heldur einnig þær afurðir sem seldar hefðu verið innanlands og hæglega hefði verið hægt að sleppa. „Við tíndum hvert einasta snifsi til fyrir þá svo þeir gætu byggt sína út- tekt á vitlegum hlutum. Ef við hefðum haft áhuga á að fela eitthvað fyrir þeim þá var ekkert í heiminum auð- veldara en að fela það sem selt var innanlands. Og eftir að þeir vom byrj- aðir að bera upp á okkur svindl sendum við þeim viðbót til þess að allt væri sem heiðarlegast. Þeir segja í bréfinu - ráðuneytið telur að þetta stafi af því að Fiskifélagi íslands hafi vísvitandi verið gefnar upp rangar upplýsingar til að fara í kringum regl- ur um þorskkvóta báta. - Þetta er auðvitað þvilíkur áburður á mig og fyrirtækið að ég mun krefjast þess að ráðuneytið taki þetta til baka. Og auðvitað mun ég fara fyrir dómstóla með þennan rakalausa áburð um svik,“ sagði Skúli Alexandersson. -S.dór Peningamarkaður Innlán með sérkjörum Alþýðubankinn: Stjörnureikningar eru fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Innstæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir veröa fullra 16 ára. 65-69 ára geta losað innstæður sínar meó 9 mánaða fyrirvara, 70-74 ára með 6 mán- aða fyrirvara og 75 ára og eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reikningarnir eru verðtryggöir og með 8% vöxtum. Þriggja stjörnu reikningar eru með hvert innlegg bundið í tvö ár, verðtryggt og með 9% nafnvöxtum. Lifeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá lífeyris- sjóðum eða almannatryggingum. Innstæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Nafnvextir eru 18% og ársávöxtun 15,5%. Sérbók. Við innlegg eru nafnvextir 15% en 2% bætast við eftir hverja þrjá mánuði án úttekt- ar upp í 21%. Hvert innlegg er meðhöndlað sérstaklega. Áunnið vaxtastig helst óbreytt óháó úttektum en vaxtahækkun seinkar um þrjá mán- uði ef innleggið er snert. Á þriggja mánaða fresti er gerður samanburður við ávöxtun þriggja mánaöa verðtryggðs reiknings, nú með 2% vöxtum, og sú tala sem hærri reynist færð á höfuðstól. Úttekt vaxta fyrir undangengin tvö vaxtatímabi! hefur ekki áhrif á vaxtahækkanir. Búnaðarbankinn: Gullbók er óbundin með 24% nafnvöxtum og 25,4% ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu eða ávöxtun verðtryggðs reiknings með 3,5% vöxtum reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 0,8% í svonefnda vaxta- leiðréttingu. Vextir færast misserislega. Metbók er með hvert innlegg bundið í 18 mánuði á 27,0% nafnvöxtum og 28,8% árs- ávöxtun, eða ávöxtun verðtryggös reiknings með 3,5% vöxtum reynist hún betri. Hvert inn- legg er laust að 18 mánuðum iiðnum. Vextir eru færðir misserislega. lönaðarbankinn: Bónusreikningur er óverð- tryggður reikningur og ber 20% vexti. Verð- tryggö bónuskjör eru 3%. Á sex mánaða fresti er borin saman verðtryggð og óverótryggð kjör og gildir þau sem hærri eru. Heimilt er að taka út tvisvar á hverju sex mánaða tímabili. Hreyfð- ar innstæöur innan mánaðarins bera sérstaka vexti, nú 0,75% á mánuði, og verðbætur reikn- ast síöasta dag sama mánaðar af lægstu inn- stæðu. Vextir færast misserislega á höfuðstól. 18 mánaða bundinn reikningur er með 27% ársvöxtum. Landsbankinn: Kjörbók er óbundin meó 22,5% nafnvöxtum og 23,8% ársávöxtun. Af óhreyfðum hluta innstæðu frá síðustu áramót- um eóa stofndegi reiknings síðar greiðast 23,9% nafnvextir (ársávöxtun 25,2%) eftir 16 mánuði og 24,5% eftir 24 mánuði (ársávöxtun 25,8%). Á þriggja mánaða fresti er gerður samanburður á ávöxtun 6 mánaða verðtryggðra reikninga og gildir hærri ávöxtunin. Af hverri úttekt dragast 0,8% í svonefnda vaxtaleiðréttingu. Vextir fær- ast misserislega á höfuðstól. Vextina má taka út án vaxtaleiðréttingargjalds næstu tvö vaxta- tímabil á eftir. Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur hefur stighækkandi vexti á hvert innlegg, fyrstu 3 mánuðina 14%, eftir 3 mánuði 19%, eftir 6 mánuði 23%, eftir 24 mánuði 25% eða ársávöxt- un 26,6%. Sé ávöxtun betri á 6 mánaða verð- tryggðum reikningum gildir hún um hávaxta- reikninginri. Vextir færast á höfuðstól 30.6. og 31.12. Hávaxtabók er óbundin bók sem ber 24% nafnvexti og 25,4% ársávöxtun á óhreyfðri inn- stæðu. Ef ávöxtun 6 mánaöa verðtryggðs reiknings reynist betri gildir hún. Vextir færast misserislega. Af útttekinni upphæð reiknast 0,75% úttektargjald, nema af uppfærðum vöxt- um síðustu 12 mánaða. Útvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort hæstu ávöxtun óverðtryggðra reikninga í bankanum, nú 23,21% (ársávöxtun 24,10%), eða ávöxtun 3ja mánaða verðtryggðs reiknings, sem reiknuð er eftir sérstökum reglum, sé hún betri. Saman- burður er gerður mánaðarlega en vextir færðir í árslok. Sé tekiö út af reikningnum gilda al- mennir sparisjóðsvextir, 15%, þann mánuð. Heimilt er að taka út vexti og vaxtaábót næsta árs á undan án þess að ábót úttektarmánaðar glatist. Ef ekki er tekið út af reikningnum í 18-36 mánuði tekur hann á sig kjör sérstaks lotusparn- aðar með hærri ábót. Óverðtryggð ársávöxtun kemst þá í 25,26-28,79%, samkvæmt gildandi vöxtum. Verslunarbankinn: Kaskóreikningur. Meg- inreglan er að innistæða, sem er óhreyfð í heilan ársfjórðung, nýtur kjara 6 mánaða bundins óverðtryggs reiknings, nú með 21,0% ársávöxt- un, eða 6 mánaða verðtryggðs reiknings, nú með 2% vöxtum, eftir því hvor gef ur hærri ávöxt - un fyrir þann ársfjórðung. Vextir og verðbætur færast á höfuðstól í lok hvers ársfjórðungs, hafi reikningur notið þess- ara „kaskókjara". Reikningur ber kaskókjör, þótt teknir séu út vextir og verðbætur, sem færðar hafa verið á undangengnu og yfirstand- andi ári. Úttektir umfram það breyta kjörunum sem hér segir: Við eina úttekt í fjóröungi reiknast almennir sparisjóðsvextir af úttekinni fjárhæð, en kaskó- kjör af eftirstöövum. Við fleiri úttektir fær öll innistæða reikningsins sparisjóðsbókarvexti. Sé reikningur stofnaður fyrsta eða annan virk- an dag ársfjórðungs, fær innistæðan hlutfalls- legar verðbætur m.v. dagafjölda í inníeggsmán- uði, en ber síðan kaskókjör út fjórðunginn. Reikningur, sem stofnaður er síðar fær til bráða- birgða almenna sparisjóðsbókavexti en getur áunnið sér kaskókjör frá stofndegi að uppfyllt- um skilyröum. Sparisjóóir: Trompreikningur er verðtryggö- ur og með ávöxtun 6 mánaöa reikninga með 3,5% nafnvöxtum. Sé reikningur orðinn 3ja mánaða er geröur samanburður á ávöxtun meö svokölluðum trompvöxtum, 22,5% með 24,12% ársávöxtun. Miðað er viö lægstu innstæðu í hverjum ársfjóröungi. Reynist trompvextir gefá betri ávöxtun er þeim mun bætt á vaxtareikning- inn. Hreyfðar innstæður innan mánaðar bera trompvexti sé innstæðan eldri en 3ja mánaða, annars almenna sparisjóðsvexti, 15%. Vextir færast misserislega. 12 mánaða reikningur hjá Sparisjóði vélstjóra er með innstæðu bundna í 12 mánuði, óverð- tryggða en á 26,5% nafnvöxtum. Misserislega er ávöxtun 6 mánaða verðtryggös reiknings, nú með 3,5% vöxtum, borin saman við óverð- tryggða ávöxtun, og ræður sú sem meira gefur. Vextir eru færöir síðasta dag hvers árs. Topp-bók nokkurra sparisjóða er með inn- stæðu bundna í 18 mánuði óverðtryggða á 25,5% nafnvöxtum og 27,6% ársávöxtun eða á kjörum 6 mánaða verðtryggðs reiknings, nú með 3,5% vöxtum. Vextir færast á höfuðstól misserislega og eru lausir til útborgunar á næsta vaxtatímabili á eftir. Sparisjóðirnir í Keflavík, Hafnarfirði, Kópavogi, Borgarnesi, á Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík, Akureyri, Árskógsströnd, Nes- kaupstað, Patreksfirði og Sparisjóður Reykjavík- ur og nágrennis bjóöa þessa reikninga. Almenn verðbréf Fasteignatryggð verðbréf eru til sölu hjá verð- bréfasölum. Þau eru almennt tryggð með veði undir 60% af brunabótamati fasteignanna. Bréf- in eru ýmist verðtryggð eða óverðtryggð og með mismunandi nafnvöxtum. Algengustu vextir á óverðtryggðum skuldabréfum vegna fasteignaviðskipta eru 20%. Þau eru seld með afföllum og ársávöxtun er almennt 12-16% umfram verðtryggingu. Húsnæðislán Nýbyggingarlán frá Byggingarsjóði ríkisins getur numiö 2.562.000 krónum á 2. ársfjórð- ungi 1987, hafi viðkomandi ekki átt íbúð á síðustu þrem árum, annars 1.793.000 krónum. Út á eldra húsnæði getur lán numið 1.793.000 krónum, hafi viðkomandi ekki átt íbúð á sl. þrem árum, annars 1.255.000 krónum. Undantekningar frá þriggja ára reglunni eru hugsanlegar vegna sérstakra aðstæðna. Lánin eru til allt að 40 ára og verðtryggð. Vextir eru 3,5%. Fyrstu tvö árin greiðast aöeins verðbætur og vextir, síðan hefjast afborganir af lánunum jafnframt. Gjalddagar eru fjórir á ári. Útlán lífeyrissjóða Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver sjóður ákveður sjóðfélögum lánsrétt, lánsupphæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að lánsrétti er 30-60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóöa aukinn láns- rétt eftir lengra starf og áunnin stig. Lán eru mjög mishá eftir sjóðum, starfstíma og stigum. Lánin eru verðtryggð og með 5-6,75% vöxtum. Lánstími er 15-42 ár. Biötími eftir lánum er mjög breytilegur. Hægt er að færa lánsrétt viö flutning milli sjóða eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum. Nafnvextir, ársávöxtun Nafnvextir eru vextir í heilt ár og reiknaðir í einu lagi yfir þann tíma. Séu vextir reiknaöir og lagðir við höfuðstól oftar á ári verða til vaxta- vextir og ársávöxtunin verður þá hærri en nafnvextirnir. Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á 10% nafnvöxtum verður innstæðan í lok tímabilsins 1100 krónur. Ársávöxtunin verður því 10%. Sé innstæöan óverðtryggð í verðbólgu dregur úr raunávöxtun sem því nemur og hún getur jafn- vel orðið neikvæð. Liggi 1000 krónurnar inni í 6 + 6 mánuði á 10% nafnvöxtum reiknast fyrst 5% vextir eftir 6 mánuði. Þá verður upphæðin 1050 krónur og ofan á þá upphæð leggjast 5% vextir seinni 6 mánuðina. Á endanum verður innstæðan því 1.102,50 og ársávöxtunin 10,25%. Dráttarvextir Dráttarvextir eru 2,8% á mánuði eða 33,6% á ári. Vísitölur Lánskjaravísitala í júll 1987 er 1743 stig en var 1687 stig í maí. Miöaö er viö grunninn 100 i júní 1979. Byggingarvisitala fyrir júli 1987 er 321 stig á grunninum 100 frá 1983. Husaleiguvísitala hækkaði um 9% 1. júli. Þessi vísitala mælir aðeins hækkun húsaleigu þar sem við hana er miðaö sérstaklega í samn- ingum leigusala og leigjenda. Hækkun visi- tölunnar miðast við meðaltalshækkun launa næstu þrjá mánuði á undan. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki kaupir viðskiptavixla gegn 25% ársvöxtum, Samv.banki 25% og nokkrir sparisj. 26%. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb= Iðnaðarbank- INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækur ób. 14-15 Lb.Sp. Úb.Bb. Ab Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 15-19 Úb 6 mán. uppsögn 16-20 Ib.Vb, Úb 12 mán. uppsögn 17-26,5 Sp.vél. 18 mán. uppsögn 25,5-27 Ib.Bb Ávísanareikningar 4-15 Ab.lb, Vb Hlaupareikningar 4-8 Ib.Lb Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 2 Allir 6 mán. uppsögn Innlán með sérkjörum 3-4 Ab.Úb 14-24,32 Úb Innlán gengistryggð Bandaríkjadalir 5,5-6,5 Vb.Ab Sterlingspund 7,5-9 Vb Vestur-þýsk mörk 2.5-3,5 Vb Danskarkrónur 8,5-10 Vb ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennir víxlar(forv.) 28-28,5 Lb.Bb Viðskiptavíxlar(forv.)(1) 25-26 eóa kge Almenn skuldabréf 29-31 Úb Viöskiptaskuldabréf(1) kge Allir . HlaupareikningarMirdr.) Utlán verðtryggð 30 Allir Skuldabréf Að 2.5árum 8-9 Lb.Vb, Sb.Ab Til lengri tíma 8-9 Lb.Vb, Sb.Ab Útlán til framleiðslu Isl. krónur 25-29 Úb SDR 7,75-8 Bb.Lb, Úb.Vb Bandaríkjadalir 8,5-8,75 Bb.Lb, Úb.Vb Sterlingspund 10-10,75 Sp Vestur-þýsk mörk 5.25-5,75 Úb Húsnæðislán 3,5 Lífeyrissjóðslán 5-6.75 Dráttarvextir 40,8 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala ágúst 1743stig Byggingavísitala ágúst 321 stig Húsaleiguvísitala Hækkaöi9%1.júlí VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa veröbréfasjóöa (uppl. frá Fjárfestin- arfélaginu): Ávöxtunarbréf 1,1995 Einingabréf 1 2,216 Einingabréf 2 1,311 Einingabréf 3 1,375 Fjölþjóðabréf 1,030 Kjarabréf 2,211 Lífeyrisbréf 1.114 Markbréf 1.101 Sjóðsbréf 1 1,086 Sjóðsbréf 2 1.086 Tekjubréf 1,202 HLUTABREF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennar tryggingar 114 kr. Eimskip 273 kr. Flugleiðir 190 kr. Hampiðjan 118 kr. Hlutabr.sjóðurinn 116 kr. Iðnaðarbankinn 140 kr. Skagstrendingur hf. 182 kr. Verslunarbankinn 123 kr. Útgerðarf. Akure. hf. 160kr. inn, Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnu- bankinn, Úb = Útvegsbankinn, Vb = Versl- unarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir. (2)Byggingarvísitala var sett á 100 þann 1. júlí, en þá var hún í 320. Hún verður framvegis reiknuð út mánaðarlega, með einum aukastaf. Nánari upplýsingar um peningamarkaðinn birtast i DV á fimmtudögum. Hólmfriður Sara Friðjónsdóttir, hótelstjóri á Raufarhöfn. Hótelið býður nú upp á léttvin með matn- um. DV-mynd JGH DVáRaufarhöfn: Norður- Ijós með léttvín Jón G. Haukssan, DV, Akureyri: Hótel Norðurljós ó Raufarhöfh er aðeins opið á sumrin. Þar eru öll ljós slökkt á vetuma. Sú nýjung er á hótelinu í sumar að boðið er upp á léttvín með matnum. Á eftir er svo hægt að fá sér Irish Coffee og líkjöra. Sérréttarseðlar eru um helgar sem bæjarbúar hafa nýtt sér. „Það hefur verið frekar dræm aðsókn í sumar,“ sagði Hólmfríður Sara Friðjónsdóttir hótelstjóri. „Það er lítið um útlendinga en ætli dyggustu gestimir séu ekki stangaveiðimenn." Hótel Norðurljós var byggt árið 1958. Það var lengi i eigu Guðjóns Styrkárssonar, lögfræðings í Reykjavík, en Raufarhafharhrepp- ur á það núna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.