Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1987, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1987, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1987. 7 Fréttir Eifitt að sofna á Islandi? Tíundi hver íslendingur tekur svefnlyf hvem dag Umtalsverð aukning hefur orðið á lyfjanotkun íslendinga undanfarin ár og hefur sú aukning orðið mjög um- fram það sem verið hefur hjá ná- grannaþjóðunum. Þannig hafa útgjöld almannatrygginga vegna lyflakaupa aukist til muna umfram vísitöluhækk- anir frá árinu 1981, þó svo innkaups- verð lylja hafi hækkað heldur minna en vísitala. Sýkinga- og sýklalyf eru til muna meira notuð hérlendis en í nágranna- löndunum en mesta athygli vekur þó notkun svefhlyfja sem hefur stóraukist hér undanfarin ár. Lætur nærri að um sex prósent allra landsmanna notið einn svefnlyfj askammt á dag og sam- svarar það þvi að 10-15% allra fullorð- inna landsmanna noti lyf til að sofna á hverju kvöldi. Nokkur umræða hefur að undan- fömu verið um lyfjanotkun lands- manna og þá kannski fyrst og fremst kostnaðinn sem af honum hlýst. Til að henda reiður á þessum málum hef- ur heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytið látið semja sérstaka skýrslu sem nefhist Notkun lyfja 1975-1986. Er skýrslunni ætlað að vera fyrsta skrefið til að skýra lyfjavenjur lands- manna og vera tölfræðileg undirstaða umræðna um lyfjaneysluna. Heildarsala lyfja árið 1986 nam 1,7 milljörðum króna, að meðreiknuðum söluskatti og álagningu, en heild- söluálagning nemur 18% og smásöluá- lagning 68%. Álagningin hér á landi er um tvöfalt hærri en þekkist í ná- grannalöndunum. Heilbrigðismálaráðherra hefur skip- að nefrid sem gert er að kanna hveijar ástæðumar fyrir háum lyfjakostnaði em, enda stendur í stjómarsáttmála nýrrar ríkisstjómar að stefnt skuli að lækkuðum lvfjakostnaði. Ætlunin er Jón Páll er ekki að æfa sig í bílveltum heldur er verið að koma bil frá Raf- magnsveitunni á hjólin aftur eftir að hann valt eftir árekstur við Ijósastaur Rafmagnsveitunnar við hús Rafmagnsveitunnar. DV-mynd S Rafmagnsveituslys: Ókáljósastaur og velti bílnum Hann var seinheppinn ökumaðurinn á bíl frá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Honum varð það á að aka á ljósastaur frá Rafmagnsveitunni á bíl frá Raf- magnsveitunni og við hús Rafmagn- sveitunnar. Það var um klukkan hálftíu í morg- un sem óhappið varð. Ökumaðurinn var að beygja inn á Grensásveg af Suðurlandsbraut þegar hann ók á ljósastaurinn með þeim afleiðingum að bíllinn valt á hliðina. Engin slys urðu við óhappið en bfllinn er eitthvað skemmdur. -sme Þessi töflustafli, sem afgreiðslustúlka í Iðunnarapóteki hefur raöað á borðið, jafngildir notkun íslendinga á svefnlyfjum í aðeins einn dag. DV-mynd: S að hafa gott samráð við alla aðila málsins, lækna, lyfsala og lyfjafræð- inga, og komast að niðurstöður sem allir geta sætt sig við. Nefndinni er meðal annars gert að kanna hverju aukin lyfjaneysla sé að kenna, hvort það sé verðlagningin og álagningin, auknar kröfur og þekking sjúklinga eða ávísanavenjur lækna sem skrifa frekar lyfseðla á dýr lyf og þekkt frekar en óþekktari lyf með sömu verkun en mun ódýrari. -ATA Flugleiöaþota í Narssarssuaq: Hlekktist á í lendingu Flugleiðaþotunni TF-FLI sem er af gerðinni Bœing 727-200 hlekktist á í lendingu é flugvellinum á Narss- arssuaq á Grænlandi klukkan tvö í gærdag. Um borð voru 142 farþegar, engan sakaði og ekki voru neinar skemmdir sjáanlegar á þotunni. Þot- an var að koma frá Keflavíkurflug- velii eftir framhaldsflug frá Kaupmannahöfh. Þetta var áætlun- arflug fyrir Grænlandsflug. í lendingunni rann þotan með nef- hjólið út af flugbrautinni og stöðvað- ist þar í möl. Engar skemmdir voru sjáanlegar á vélinni, nema að hjól- barðar voru slitnir eftir hemlun. Menn voru sendir strax til Græn- lands að skoða hvort einhveijar skemmdir sem ekki voru sjáanlegar heföu orðið. Önnur þota var send skömmu eftir óhappið til að sækja farþegana. -sme Nýjung álslandi Einnig kynnum við BOSE Acoustimass í Sætúni og Hafnarstræti • T0 :. W GU"Ko(!Sf,lT 5 5HI(,M£iiTWHE1 m TV0U ««jf- . HI Líf1 m^Tls ,XL 1«I Acoustimass Við opnun verslun okkar í Kringlunni kynnum við stórkostlega nýjung frá BOSE. Hið nýja BOSE Acoustimass heimilis- hátalarakerfið er ekki stórt um sig en tóngæðin hreint stórkostleg. Þú verður að heyra til þess að trúa.... TO TPcUh£W wAj'JyouB SU' iCCE55 . .eimilistæki hf HAFNARSTRÆTl 3 — KRiNGLUNNl SÆTUNI8 SIM|® \fídemH,si>€Í^ade^<S(m<if<^ birgir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.