Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1987, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1987, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1987. Fréttir Vilhjálmur Simon Hjartarson, 9 mánaða, i fangi móður sinnar, Friðfinnu Lilju Símonardóttur, við Rauða kross kassann á Hofsósi. DV-mynd JGH DV á Hofsósi: Níu mánaða í peningaspili Jón G. Hauksson, DV, Akureyii: Hann Vilhjólmur Símon Hjartarson, 9 mánaða snáði, er sennilega einn fárra sem er ekki æstur þegar hann spilar í- Rauða kross kassa. Sallaró- legur í fangi móður sinnar, Friðfinnu Lilju Símonardóttur, ýtti hann á rauða takkann og ræsti apparatið eftir að móðirin hafði sett tíkallinn á sinn stað. Ekki vannst í þetta skip- tið, 'kassinn hirti tíkallinn. En það kemur dagur eftir þennan dag og vonandi skilar silfrið sér. DV á Bakkafirði: Snikkari sem stundar sjóinn á hverju sumri Ingimundur Reimarsson, trésmiður á Selfossi á veturna en trillukarl frá Bakka- firiði á sumrin. „Hér eru skemmtileg fiskimið." DV-mynd JGH Jón G. Haukssan, DV, Akureyn: Ingimundur Reimarsson býr að Ár- bliki í Ölfusi og er trésmiður á vetuma hjá Samtaki hf. Á sumrin er hann trillukarl írá Bakkafirði og líkar vel. „Þetta er sjötta sumarið mitt á Bakkafirði. Það hefur yfirleitt gengið vel nema í sumar að það hefur verið tregt. Það góða við að stunda sjóinn á Bakkafirði er hve fiskimiðin eru skemmtileg. Þau eru á stóru svæði og skammt undan,“ sagði Ingimundur. Þetta var á fimmtudeginum íyrir verslunarmannahelgina og kvaðst Ingimar vera á suðurleið um helgina. „Ég verð að slá blettinn heima í Ölfusi." DV á Sauðárkróki: Garður passaður eins og ungbam Jón G. Haiíkssan, DV, Akuieyii Baráttunni við arfann lýkur aldrei í skólagörðunum á Sauðárkróki, þar gæta 85 böm reitsins síns eins og lítils rmgbams. Þau segja arfanum og öðm illgresi stríð á hendur, vökva og moldvarpast á hveijum degi. Af og til er skroppið í gönguferðir með nesti og nýja. . . nei, skómir era auðvitað moldugir eftir allt mold- vörpustandið. Nú er timi radisa, sögðu krakkarnir í skólagörðunum á Sauðárkróki. Þau moldvarpast á hverjum degi. DV-mynd JGH DV á Vopnafirði: Sumum finnast göngu- ferðir mínar hin mesta sérviska Kristján Jónsson, 84 ára Vopnfirðing- ur, fer í gönguferðir á hverjum degi. Hér er það slökun við einn bekkinn í bænum. DV-mynd JGH Jón G. Hauksson, DV, Akureyii Knstjón Jónsson er 84 ára öldungur á Vopnafirði sem gengur um bæinn á hverjum degi, stundum í tvo tíma og lengur ef veðrið er gott. „Mér finnst alveg bróðnauðsynlegt að hreyfa mig þegar ég er orðinn svona gamall þótt sumum finnist gönguferðir mínar hin mesta sérviska," sagði Kristján. Hann býr á elliheimilinu á Vopna- firði, Sundabúð 2. „Það er fínt að vera þar, margt af góðu fólki.“ DV á Ólafsfirði Gengur með grasið í skónum á daginn Jón G. Haukssan, DV, Akureyii „Það er rétt hjá þér, ég geng með grasið í skónum í vinnunni, ég kemst ekki hjá því,“ segir Sigurður Ingi- mundarson, 14 ára Ólaísfirðingur, sem slær með priki eða vélorfí eins og það er líka kallað. Sigurður slær kanta en þó mest brekkur þar sem venjulegar sláttu- vélár eiga erfitt með að sýna kúnstir sínar - slá í gegn. „Ég bregð mér einnig á sláttuvél- amar,“ segir Sigurður sem vinnur átta tíma á dag við að fegra bæinn. Sigurður Ingimundarson, 14 ára, slær brekkurnar af krafti með prikinu. DV-mynd JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.