Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1987, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1987, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1987. LUKKUDAGAR 13. ágúst 52769 DBS reiðhjól frá FÁLKANUM að verðmæti kr. 20.000,- Vinningshafar hringi í sima 91-82580. Kvikmyndahús Bíóborg Bíóborgin Sérsveitin Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Angel Heart Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.05 Krókódila Dundee Sýnd kl. 5, 7 og 11.05 Bláa Betty Sýnd kl. 9. Bíóhúsið Um miðnætti Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. Bíóhöllin The Living Daylights Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. Hættulegur vinur J Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. * Morgan kemur heim Sýnd kl. 7 og 11. Innbrotsþjófurinn Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Lögregluskólinn Allir á vakt Sýnd kl. 5 og 9. Blátt flauel Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. Háskólabíó Villtir dagar Sýnd kl. 7, 9 og 11.10. Laugarásbíó Andaboð Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 16 ára. Gustur Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Meiriháttar mál Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Regnboginn Kvennabúrio Sýnd kl. 3, 5.20, 9 og 11.15. Hættuförin Sýnd kl. 3.15, 5.15, 7.15, 9.15 og 11.15 Herdeildin Sýnd kl. 3, 5.20 9 og 11.15. Þrír vinir Sýnd kl. 3.10 og 5.10. Óvætturinn Endursýnd kl. 7.10, 9.10 og 11.10. Otto Sýnd kl. 3.05, 5.05, 9.05 og 11.15. Herbergi með útsýni Sýnd kl. 7. ** Stjömubíó Óvænt stefnumót Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. Hættulegur leikur Sýnd kl. 7 og 11. Wisdom Sýnd kl. 5 og 9. 36= HANN VEIT HVAÐ HANN SYNGUR Úrval Kvikmyndir Regnboginn: Ævintýri í kvennabúri Regnboginn frumsýnir í dag kvik- myndina Harem, eða Kvennabúrið, með hinni þýskættuðu leikkonu Nastössiu Kinski og Ben Kingsley í aðalhlutverkum. Leikstjóri, fram- leiðandi og handritshöfundur myndarinnar er Frakkinn Arthur Joffe. Eins og titillinn gefur til kynna er þetta mynd með ævintýralegum blæ. Ung metnaðargjöm kona í New York, sem lifir þar nútímalífi og starfar við verðbréfaviðskipti verður fyrir sérkennilegri lífsreynslu. Dag einn er henni rænt af götu í borg- inni af arabískum milljónamæringi og prinsi í ofanálag sem flytur hana til síns heimalands, langt inn í eyði- mörkina þar sem hann býr i höll konungsættar sinnar. Þar er hún sett í kvennabúr þar sem prinsinn geymir fjölmargar aðrar hjákonur sínar. Eins og við er að búast eru þetta mikil viðbrigði fyrir nútíma- konuna sem gerir allt hvað hún getur til að strjúka úr vistinni en - frumsýnd í dag fyrr en varir er ástin farin að blómstra og sú togstreita kemur upp hvemig hún á að velja á milli síns venjulega lífs eða tilverunnar í eyði- mörkinni sem virðist úr tengslum við allan raunveruleika. Aðalleikarana í þessari mynd þarf vart að kynna, Ben Kingsley, í hlut- verki Selim prins, er af enskum og indverskum ættum. Eftir að hafa hlotið óskarsverðlaun fyrir hlutverk sitt sem Gandhi í samnefhdri mynd árið 1983 hafa honum boðist yfir 400 hlutverk í kvikmyndum. Hann hafii- aði þeim öllum nema fjórum og þetta er eitt þeirra. Nastassia Kinski hefur farið með hvert stórhlutverkið á fætur öðm á undanfömum árum. Menn minnast hennar úr umdeildri kvikmjmd Ro- mans Polanskis, Tess, en einnig úr Cat people, Paris-Texas, Hotel New Hampshire og Maria’s Lovers svo dæmi séu tekin. Franski leikstjórinn, Arthur Joffé, er 32 ára gamall og er þetta fyrsta Nastassia Kinski og Ben Kingsley í hlutverkum sínum í kvikmyndinni Har- em sem gerist að mestu leyti í arabísku kvennabúri. kvikmynd hans í fullri lengd. 1982 hátíðinni í Cannes fyrir mynd sína hlaut hann verðlaun á kvikmynda- „Merlin et le cours de l’or“. Á ferðalagi Hólmatungur Við höldum áffarn ferð okkar um þjóðgarðinn við Jökulsárgljúfúr í N-Þingeyjarsýslu enda er landslag þar allt hið sérkennilegasta og geysi- margt fallegt að skoða. Frá Hljóðaklettum höldum við áfram Dettifossleiðina og komum að Svínadal sem er eyðibýli í grösugum dal. Þar fyrir austan eru gljúfrin i Jökulsánni svo þröng að hægt er að kallast á yfir hana þrátt fyrir dyninn. Ef haldið er áffam suður með ánni nokkum spöl er komið að berghnjúk á gljúfurbarminum. Þetta er nokk- urs konar gígmynduð skál með hamraveggjum en í þeim vegg sem snýr út að ánni er allstór rauf sem nefnist Gloppa og sér í gegnum hana út í ána. Vestan megin i berghnjúkn- um er aftur á móti geysiviður hellir sem gaman er að skoða, Gloppuhell- ir. Akvegurinn liggur ffá Svínadal og um Hólmatungur. Svo er sagt að Þorsteinn Erlingsson hafi bókstaf- lega fallið í stafi er hann kom í Hólmatungur og sagt að hann gæti ekki lýst aðdáun sinni með orðum. í Hólmatungum er skjól í öllum átt- um og gróðursældin er mikil. Þama eru víðáttumikil skóglendi með streymandi berglindum og hrynjandi fossum á milli grösugra bala. I Jökulsánni á þessum stað eru hinir einkennilegu Vígabergsfossar og hinum megin árinnar eru Forvöð sem er kjarri vaxið undirlendi. í Forvöðum stendur Vigaberg og þar er hellir sem nefnist Grettisbæli en sagt er að Grettir Ásmundarson hafi hafst þar við um skeið. Eitt sinn veittust óvinir hans að honum við Vígaberg og heitir það því svo. Grettir sá sinn kost vænstan í þvi að flýja og stiklaði hann yfir foss- brún Vígabergsfoss og heitir þar Grettishlaup síðan. Eftir því sem sunnar dregur tekur við auðn og gijót, berar klappir og stórgrýti. Fljótlega má svo taka eftir hvítgráum úðastrók sem stendur hátt á loft og gefur til kynna hvert halda skal. Dettifoss, aflmesti foss Evrópu, blasir við sjónum. Það er hrikaleg og tilkomumikil sjón að sjá þetta mikla vatnsmagn fleygjast of- an í um 100 metra hátt gljúfrið. Bjargið titrar undir fótum og þéttur úðamökkurinn fyllir gljúffið. Þó að flestir hafi einungis séð Dettifoss að austanverðu vegna þess að þar ligg- ur ágætis vegur er hann mun fegurri og tignarlegri á að líta að vestan- verðu eða þegar farin er Dettifoss- leið. Vegna legu fossins blasir hann allur við þeim megin og flestir eru sammála um að þar sé kominn stór- brotnasti og tilkomumesti foss landsins. og Dettifoss Dettifoss, einn stórbrotnasti og tilkomumesti foss landsins. Útvarp - Sjónvarp Hallmar Sigurðsson, leikhusstjóri Leikfélags Reykjavíkur, er leikstjóri fimmtudagsleikritsins. RÚV, rás 1, kl. 20.00: Móðir mín hetjan en tæknimenn þeir Runólfur Þor- láksson og Ástvaldur Kristinsson. Höfundurinn, George Tabori, fæddist í Búdapest árið 1914, sonur blaðamanns af gyðingaættum sem síðar lést í fangabúðum nasista. Tabori sjálfum tókst með naum- indiun að flýja land. Hann er nú þekktur leikritahöfundur og hefur meðal annars hlotið alþjóðleg bók- menntaverðlaun fyrir leikrit sín. Móðir mín hetjan eftir ung- verska leikritahöfundinn George Tabori í þýðingu Jóns Viðars Jóns- sonar verður fimmtudagsleikritið að þessu sinni. Það er endurflutt frá í september 1985. Leikritið fjallar um sannsöguleg- an atburð á tímum gyðingaofsókna nasista í Ungverjalandi og lýsir því er móðir Taboris er handtekin og sett í lest sem er á leið til Ausch- witz. Með eindæma hugrekki og stillingu tekst henni að bjarga sér úr klóm varðanna. Leikendur eru: Þorsteinn Gunn- arsson, Guðrún Þ. Stephensen, Sigurður Skúlason, Bríet Héðins- dóttir, Baldvin Halldórsson, Erl- ingur Gíslason, Bjami Steingríms- son, Guðmundur Ólafsson, Eggert Þorleifsson og Guðný Helgadóttir. Leikstjóri er Hallmar Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.