Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1987, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1987, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1987. Útlönd Ortega til Kúbu Daniel Ortega, forseti Nicaragua, hélt í gær í óvænta ferð til Kúhu þar ætn hann mun eiga viðræður við Fidel Castro Kúbuforseta um friðar- mál í Mið-Ameríku. Á fundi með fréttamönnum í gær sagði Ortega að hann færi í heim- sókn til Kúbu vegna náinna tengsla ríkjanna tveggja og vegna áhuga Kúbumanna á friðaráætlun þeirri sera forsetar Mið-Amerfkuríkja sam- þykktu síðastliðinn föstudag. Skógareldamir í rénun Slökkvilið á Rhódos hefur nú því sem næst náð að hefta útbreiðslu skógareldanna sem eytt hafa yfir sjö- tíu þúsund hekturum af skóglendi og olívuekrum á austurhluta eyjar- innar undanfama daga. Búist er við að síðar í dag takist að slökkva eldana að mestu. Lögtreglan í Frakklandi stöðvaði í gær hjón sem ætluðu að haía tveggja ára son sinn með sér í fjallgöngu. Ætluðu hjónin upp á tind Mount Blanc. Dómari nokkur í bænum Chamonix í Frakklandi fyrirskipaði lögreglu staðarins að stöðva fjallgönguna sem talin var of hættuleg fyrir drenginn. Fór þá lögreglan á eftir hjónunum sem lögð voru af stað og voru þau flutt í þyrlu til byggða. Hjónin, Elisabeth og Andzrej Kowalczyk, höfðu lýst því yfir við frétta- menn að þau hygðust gera son sinn að yngsta fjallgöngumanni sem klifið heföi Mount Blanc en tindur þess er nær fimm þúsund metra hár. Frúin sagði eftir á að þau teldu sig ekki hafa stefht baminu í neina hættu því þau heföu æft sig vel og meðal annars klifið upp í þrjú þúsund og fimm hundruð metra hæð án þess að syninum yrði meint af. Fjóldamorð í Mósambik Stjómvöld í Mósambik segja að hægri sinnaðir skæruliðar í landinu hafi myrt sjötíu og tvo íbúa bæjarins Manjacaze nú fyrr í vikunni. Stjóm- arher landsins tók bæinn af skæra- liðum á mánudag og segist hafa fundið sjötíu og tvö lík almennra borgara þar. Þetta er í annað sinn á einum mánuðí sem skæruliðar eru sakaðir um fjöldamorð af þessu tagi í landinu. Skiptast á njósnurum Vestur-Þjóðverjum tókst í gær að fá þarlenda konu, sem setið hefur í a-þýsku fangelsi undanfarin átta ár, látna lausa en urðu að afhenda A- Þjóðverjum njósnarann Manfred Rotch. Rotch var einn af fremstu flug- verkfræðingum í V-Þýskalandi frrgar hann varð uppvís að því að aflienda Sovétmönnum leyndarmál í tengslum við vestrænar orrustuþot- ur. Við rannsókn kom í Ijós að hann hafði stundað njósnir í þágu Sovét- ríkjanna í þrjá áratugi. Hann hóf að afplána dóm sinn fyrir rúmu ári síðan. Konan sem i gær var látin laus heitir Christa-Karin Schumann, Hún var vinkona a-þýsks aðmíráls sem handtekinn var fyrir njósnir í þágu Vesturlanda og tekinn af lífi 1979. Þá skiptust þýsku ríkin tvö á öðru njósnarapari við sama tækifæri í gær. Kettir í fiangelsi Yfírvöld fangelsismála i Barranquilla í Columbíu hafa ráðið til sín fimm- tíu ketti sem eiga að berjast gegn rottum í fangelsum borgarinnar. Rottufar* aldurinn gengur að sögn svo langt í fangelsxmum að fangamir verða fyrir árásum þeirra. DV Reiður eins og geitungur Reagan forseti sagði í sjónvarpsá- varpi í gær til bandarísku þjóðarinnar að hann kenndi sjálfúm sér og starfs- mönnum sínum um vopnasölu- hneykslið. Sagði hann að aldrei heföi átt að halda leyndri fyrir sér áætlun- inni um tilfærslu hagnaðar af vopna- sölunni til contraskæruliða í Nicaragua. Kvaðst forsetinn stundum hafa orðið „reiður eins og geitungur" vegna málsins. Var þetta í fyrsta sinn sem Reagan fjallaði um vopnasölu- hneykslð frá því að hann viðurkenndi þann 4. mars síðastliðinn að málið hefði þróast í skipti á vopnum og gísl- um. Fréttaskýrendur túlka ræðu forsetans sem greinilega tilraun til þess að breiða yfir hneykslið og beina athyglinni að framtíðaráætlunum það sem eftir er af embættistíð hans. I ræðu sinni vitnaði Reagan í fram- burð Poindexters, fyrrum öryggisráð- gjafa, sem sagðist hafa viljað vemda forsetann með því greina ekki frá til- færslu peninga til contraskæraliða. Kvað forsetinn það hafa verið ranga ákvörðun þar sem hann hefði rétt og skyldu til að taka eigin ákvarðanir. Það ætti ekki að vemda neinn forseta gegn sannleikanum. í ræðu sinni bauðst Reagan til þess að semja við þingið um fjárlög, hingað til hefúr hann neitað að gera slíkt, ef þingið tæki endanlega afstöðu með eða móti breytingum á stjómar- skránni sem myndu skylda sljómina til að halda fjárlögum í jafhvægi. Reagan forseti með skýrslu þingnefndarinnar er rannsakaði iransmálið. í ávarpi til bandarísku þjóðarinnar í gær fjallaði forsetinn um vopnasöluhneyksl- ið og framtíðaráætlanir. Símamynd Reuter Deilt um slátrun Haukur L. Haukssan, DV, Kanpmaimahöfn: Pia Kjærsgaard, einn talsmanna Framfaraflokksins, hefur farið fram á það við Erik Ninn Hansen, dóms- málaráðherra, að hann leggi fram lagafrumvarp er banni slátrun dýra samkvæmt helgisiðalögum í Dan- mörku. Hefur ráðherrann sagst ætla að yfirvega slíkt í tengslum við endur- skoðun dönsku dýravemdunarlag- anna. Telur Pia Kjærsgaard að slátrun samkvæmt helgisiðalögum bijóti gegn dýravemdunarlögunum þar sem hvorki fuglar, nautgripir eða sauðfé sé deyft fyrir slátrunina og nái því að þjást fyrir dauðann eða beinlínis sjá og heyra sitt eigið blóð sprautast úr skrokknum. Samkvæmt dýravemdunarlögun- um á að aflífa dýr á svo skjótan og sársaukalausan hátt og mögulegt er. Húsdýr eigi að deyfa alveg fyrir slátrun en slátra megi fuglum með því að höggva snögglega af þeim höfúðið. Lögin leyfa, gegn ákveðnum skil- yrðum, slátrun dýra an deyfmgar, það er þegar slátrað er eftir reglum gyðinga eða múhameðstrúarmanna. Slík slátmn eigi sér einungis stað undir lækniseftirliti og þá í svoköll- uðum útflutningssláturhúsum. Þykir ráðherranum ekki ástæða til að halda að slátrun samkvæmt helgisiðalögum bijóti í bága við lög en hann hefúr ákveðið að líta á málið. Danir flytja töluvert út af kjöti er fæst eftir slátrun samkvæmt helgi- siðalögum og því bæði gjaldeyris- tekjur og atvinna í veði. Segir stríðið geta breiðst út Sendiherra Iraks í Bandaríkjunum, flóastríðið gæti breiðst út. Ræddi Nizar Hamdoon, sagði í gær að Persa- Hamdoon við fréttamenn í gær eftir Strandgæslumenn skjóta á tundurdufl undan ströndum Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Simamynd Reuter að hafa kvatt George Shultz, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna. Er sendi- herrann á förum frá Bandaríkjunum eftir tveggja ára þjónustu þar. Bandarískur embættismaður, sem ekki vill láta naíns síns getið, sagðist í gær vera á þeirri skoðun að ákvörð- un Breta og Frakka um að senda tundurduflaslæðara til Persaflóa heföi verið tekin í eigin hagsmunaskyni frekar en að þeir væm að veita Banda- ríkjamönnum lið. Þeir væm samt sem áður velkomnir. Bandaríkjamenn em ekki með tund- urduflaslæðara á Persaflóasvæðinu en þeir em á leið þangað. Einnig hafa bandarískar þyrlur verið sendar til Persaflóa til tundurduflaleitar. Talsmaður bandaríska utanríkis- ráðuneytisins sakaði í gær írana um að reyna að koma í veg fyrir að Persa- flóastríðið tæki enda. Hvatti hann öryggisráð Sameinuðu þjóðanna til þess að íhuga hið fyrsta aðgerðir til þess að vopnahlésályktun þeirra yrði fylgt eftir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.