Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1987, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1987, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1987. Utlönd Munadarieysingjar til Frakklands Sjötíu og tveir raunaöaiieyslngiar komu í gær frá Bangladesh til Frakklands, þar sera þeim hefur veriö fundinn nýr samastaöur hjá frönskum fjölskyldum sem hafa ætt- leittþá Bömin sjötiu og tvö, sem eru á aldrinura átta til tólf ára, hafa verið í flóttamannabúðum á Indlandi und- anfarið ár meðan yfirvöld í Prakk- landi og Bangladesh hafa ieyst lagaleg vandamál sem samfara eru ættleiöingu þeirra. Bömunum var vel fagnað á flug- vellinum í París í gær en þau virtust þreytt og hissa á ágangi fjölmiðla- fólks eftir tveggja sólarhringa ferða- lag. W í Tyridandi Sovéskir fúlltrúar fylgdust í gær með bandarískum Iandgönguliðum sem réðust upp á strönd Tyrklands við Saros-flóa en innrásin er liöur í heræfingum Atíantshafebandalags- ins á þessum slóðum. Innrásarliðiö var stutt herþotum og þyrlum. Fjórir sovéskir liösforingjar, vopn- aöir myndavélum, fylgdust með innrásinni af hæð skammt frá inn- rásarstaö. Með þeim voru banda- rískir og tyrkneskir liðsforingjar. Æflngar NATO em nú haidnar á staö þar sem taliö er líklegt að herir Varsjárbandalagsins reyni land- göngu ef tíl átaka railli hemaðar- bandaiaganna tveggja kemur. Franski fulltrú- inn sagði af sér Giséle Halimi, fulltrúi Frakklands hjá UNESCO, Menningar- og fræðslu- stofnun Sameinuðu þjóðanna, sagði í gær af sér og gekk af fundi, að sögn vegna þess að franska ríkisstjómin hafði fyrirskipað henni að greiða at- kvæði gegn endurkjöri Amabou Mahlar M’Bow, hins umdeiida fram- kvæmdasfjóra stofnunarinnar. Haiimi sagði fréttamönnum í gær að hún hefði ákveðið að hætta í mót- mælaskyni við þá ákvörðun franskra stjómvalda að styðja framboð Sahab- zaba yaqub Khan, utanríkisráðherra Pakistan, í embætti framkvæmda- stjórans, en hann er talinn líklegastur þeirra sem gefa kost á sér til þess að bera sigurorð af M’Bow. Khan er sá frambjóðandi sem flest vestræn ríki styðja en þeim er mikið í mun að felia M’Bow, þar sem um- deildar athafnir hans og stefnumið, á þrettán ára stjómunarferli í stofnun- inni, hafa valdið miklum deilum og róti og urðu á sínum tíma til þess að Bandarikin og Bretland drógu sig út úr stofnuninni. Giséle Halimi, fulltrúi Frakklands hjá UNESCO. Vopnahlésnefnd á laggimar Fulltrúar stjómvalda og skæruliða sfjómarandstöðunnar í San Salvador luku í gær viöræðufúndum sinum með því að seija á laggimarr tvær nefiid- ir og á önnur þeirra að leita ieiða til þess að koma á vopnahléi í landinu fyrir 7. nóvember, en borgarastyrjöld hefur nú staðiö þar í átta ár. Hin nefiidin mun skoða aöra áhrifaþætti samkomulags ftess sem forsetar fimm Miö-Ameríkuríkja gerðu með sér um frið í þessum heimshluta en forsetamir undirrituðu sáttmála sinn 7. ágúst Ekki er að sjá að viðræður stjómvalda og skæruliða hafi boriö mikinn árangur þar sem báöir aðilar viröast enn halda fest við fyrri afstoðu sína. Fulltrúar skæruiiða sögðu að fundinum loknum að þeir væm ósammála Duarte forseta um vopnahlé og þau mál sem þvi tengdust. Ræðir afvopnunarmál Einn af helstu ráðgjöfum Mikails Gorbatsjovs, aöalritara sovéska kommúnistaflokksins, er nú kominn í opinbera heimsókn til Bandaríkj- anna og mun þar raeðal annars eiga fund með Ronald Reagan Banda- ríkjaforseta sera fréttaskýrendur segja að gæti orðiö eins konar ioka- æfmg fyrir nýjan fúnd leiðtoga stórveldanna tveggja. Búist er við að Viktor Nikonov, sem raunar er landbúnaðarráöherra sovéska kommúnistaflokksins, ræði viö bandaríska embættismenn ura afvopnunarmái meðan á heimsókn hans vestra stendur. Mitterrand í Avgentimi Francois Mitterrand, forseti Frakklands, kom í gær í opinbera heimsókn tfl Argentínu og að sögn embættismanna er tflgangur heim- sóknarinnar aö endumýja og styrkja stuöning Frakka við lýðræði í Arg- entínu. Raoul Alfonsin, forseti Argentínu, tók á móti Mitterrand. Forsetamir tveir fúnduðu í gær, meðal annars um efitahagsvandræði Suöur-Amer- íkuríkja og erlendar skuldir þeirra. Jaflhaðarmönnum boðin samvinna Haukur L. Hauksscm, DV, Kaupmarmaháfri: Dans'rn þingið tók í gær formiega til starfa eftir kosningamar. Við setningu þingsins var konungsfjöl- skyldan í fyrsta skipti öfl saman komin viö þingsetningu þar sem prins Jóakim varö átján ára á þessu ári. í setningarræðu sinni óskaði Poul Schlúter forsætisráðherra umfram allt eftir samvinnu við Jafnaðar- mannaflokkinn og Róttæka vinstri flokkinn en nefndi Framfaraflokk- inn ekki einu orði. Sagði hann að landið ætti ekki að stjómast af flokk- um yst á hinum pólítíska mæli- kvarða. Leitar Schlúter þar með yfir miðjuna í dönskum sljómmálum og eftir jákvæðum viðbrögðum jafnað- armanna og róttækra vinstri manna að dæma er ekki lengur sama flokkaskiptir.g í þinginu og áður, það er að segja í vinstri og hægri blokk. Meðal aðalatriða í ræðu Schlúters vom auk beiöni um samvinnu yfir miðjuna að efhahagsstefnan leiði tfl aukins spamaðar einstakiinga, að opinber útgjöld megi ekki hækka, aö gengi krónunnar verði áfram fast, að samkeppnisstaða útflutningsat- vinnuveganna verði bætt meðal annars með skattalækkunum í þeim geira, að stjómin vilji stefna tfl samninga milli aðila vinnumarkað- arins þar sem áhersla er lögð á litlar launahækkanir en í staðinn komi endurbætur í eftirlaunamálum og skattalækkanir, að viðurlög við of- beldi verði hert til muna og loks að útgjöld tfl vama landsins veröi stöð- ug. Svend Auken, fermaður jifnaðar- manna, tók vel í setningarræðuna. Þótti honum tónninn mfldari en oft áður og að Schlúter viðurkenndi vandamálin eins og þau væm. Væri því ekki útflokað um samvinnu á mörgum en ekki öllum sviöum. Formaöur róttækra vinstri manna var yfir sig hrifinn af miðjusókn Schlúters en framfaraflokksmenn vora mjög svekktir yfir að vera ekki boðið með í samstaif. Loks lagði Schlúter ríka áherslu á að stóm flokkamir sýndu ábyrgðar- tflfinningu í þingstörfúm til aö skapa pólítíska ró og svigrúm fyrir þá efha- hagsstefiiu sem nauðsynleg væri í dag. Nýrri uppreisn spáð á Filippseyjum Yfirmaður hersins á Filippseyjum, Fidel Ramos, sagöi í morgun að vænta mætti nýrrar uppreisnar innan mán- aðar af hálfu hópa sem andstæðir væra Corazon Aquino forseta. Taismaður forsetans tjáði frétta- mönnum aö hershöfðinginn hefði gefið í skyn að herinn væri ekki nógu öflugur tíl að bæla niður uppreisnina sem myndi njóta mikfls stuðnings pól- itískra afla. Á Ramos að hafa sagt að andstæðingamir myndu fá heim fyrr- verandi forseta landsins, Ferdinand Marcos, ef uppreisnin tækist. Stjómin á Filippseyjum tflkynnti hins vegar í gær að hún mundi grípa til aðgerða tfl þess að binda enda á áróðursstríð strokuhermanna sem ráðgera að steypa forsetanum af stóli. Tekið var fram að ekki yrði um rit- skoðun að ræða en aö öðra leytí. var ekki greint frá aðgerðunum. Stjómmálasérfræðingar hafa bent á að tilkynning Ramosar kom í kjölfar yfirlýsingar tveggja aðalandstæðinga forsetans um aö þeir hyggist mynda hægrisamtök. Einnig bentu þeir á aö ar væri til þess að hræða fólk tfl þess tilkynningin um endurkomu Marcos- að styðja stjómina. Liðsforinginn Reynatdo Cabauatan lofaði á blaðamannafundi i flugherstöð Bandaríkjamanna á Filippseyjum í gær að uppreisn yrði gerð að nýju gegn Aquino forseta. Tuttugu stuðningsmenn hans voru handteknir í kjölfar síð- ustu uppreisnar. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.