Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1987, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1987, Side 11
MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÖBER 1987. 11 Peningaflóð í Suður-Kóreu stendur nú yflr hátíð haustmánans, með tilheyrandi umsvifum. Ef til vill líkist hátíð þessi að einhveiju leyti jólum vestrænna ríkja því almenn- ingur ver gífurlegu fjármagni til hátíðarhaldanna. í gær þurftu starfsmenn seðlabanka Suður-Kóreu að afgreiða aukalega liðlega trilljón won (sem er gjald- miðill landsins) til bankanna. Upphæð þessi svarar til um fimmtíu milljarða íslenskra króna og gerði vart betur en mæta þeirri eftirspum sem skapaðist í bönkunum þegar almenningur var að taka þar út eyðslufé fyrir hátíðina. Ekki fylgir sögunni í hvað Suður-Kóreumenn eyða öllum þessum fjármunum en ljóst er að þeir gera sér glaðan dag, enda mun hátíð haustmánans vera ein mestá hátíð ársins hjá þeim. Líkflutningar Kiwivín Japanir eru þekktir fyrir mikinn árangur sinn í hvers kyns iðnaði þótt rafeindatækniiðnaðinn beri þar að sjálfsögðu hæst. Þeir fást þó við margt fleira og stefna markvisst að því að gera framleiðsluiðnað sinn eins fjölbreyttan og mögulegt er. Þegar minnst er á japönsk vín dettur víst flestum fyrst í hug hrísgrjónavín, eða saki. Til þessa hafa Japanir lítið reynt að keppa við Evrópuríki og Amer- íkuríki á almennum vínmarkaði. Nú er hins vegar að verða breyting á þvi vínfrainleiðsla þeirra er að taka stökkbreytingum. Það nýjasta frá japönskum vínbændum er ávaxta- vín, gert úr kiwi-ávöxtum. Það er vinframleiðandi að nafni Sumaji Kayashima, sem stundar vínfram- leiðslu í suðvesturhluta Japan, sem hefur tekið upp á þessari framleiðslu og kynnti hann fyrsta árgang kiwi-vínsins nú fyrir skömmu. Kayashima vonast til þess að vinna mikinn mark- að með þessu nýja víni, þótt hann segi jafnframt að hrísgrjónavín verði að sjálfsögðu meginuppistaða framleiðslu hans áfram. Utlönd Jarðneskar leifar franska friðarverðlaunahafans Rene Cassin voru grafnar upp á mánudag. Cassin, sem var höfundur mannréttindayflrlýsingar þeirrar er heiminum var gefin árið 1948, lést árið 1976, eða fyrir ellefu árum, þá áttatíu og níu ára gamall. Hann hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1968, fyrir framlag sitt til mannréttindamála. Jarðneskar leifar Cassin voru fluttar á brynvörð- um vagni, við heiðursvörð, til frönsku þjóðarráðs- byggingarinnar, þar sem haldin var stutt athöfn yfir kistunni. Hún var síðan flutt til Pantheon í Paris, þar sem Cassin var nú loks lagður til hinstu hvílu. í Pantheon hvíla margir þekktir Frakkar. Enginn hefur þó verið jarðsettur þar síðan 1964, þegar Jean Moulin, leiðtogi frönsku andspymuhreyfingarinnar á tímum síðari heimsstyijaldar, var jarðaður þar. Húsverndarsjóður Reykjavíkur Á þessu hausti verður í fyrsta sinn veitt lán úr hús- verndarsjóði Reykjavikur. Hlutverk sjóðsins er að veita lán til viðgerða og endurgerðar á húsnæði í Reykjavík sem sérstakt varðveislugildi hefur af sögu- legum eða bygcjingarsögulegum ástæðum. Umsóknum um lán úr sjóðnum skulu fylgja greinar- góðar lýsingar á fyrirhuguðum framkvæmdum og verklýsingar og teikningar eftir því sem þurfa þykir. Umsóknarfrestur er til 27. okt. og skal umsóknum stíluðum á umhverfismálaráð Reykjavíkur komið á skrifstofu Garðyrkjustjóra, Skúlatúni 2, 105 Reykja- vík. Umhverfismálaráð Reykjavíkur SAAB 900 GLI ÁRG. 1986 - silfurgrár, ekinn 17 þús. km, 4ra dyra, 5 gíra, með aflstýri og -hemlum. Saab er framdrifinn gæðavagn. Tökum skuldabréf að hluta. Sumir segja að Aðal Bilasalan selji bestu bílana. A^ad. ^ída^a^oii VIÐ MIKLATORG - SÍAAAR: 15014 - 17171 ALLT I HELGARMATINN! Rauðvínslegin lamhalæri. Kryddlegin lambalæri og sérlega meyrt og Ijúffengt lambakjöt sem þið getið kryddað eftir eigin smekk. -Náttúruafurð sem bráðnar uppi í manni. HAGKAUP SKEIFUNNI KRINGLUNNI KJÖRGARÐI AKUREYRI NJARÐVÍK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.