Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1987, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1987, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1987. 11 I>V Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar i Frakklandi, sem er flokkur öfgamanna til hægri, vísaði á fréttamannafundi i gær á bug ásökunum um skrílslæti þingmanna sinna við þingumræður. Sagði hann franska fjölmiðla ýkja frásagnir af atburðunum. Simamynd Reuter Skrílslæti í franska þinginu Bjami Hinriksson, DV, Bordfiaux: Um síðustu helgi slepptu franskir þingmenn fram af sér beislinu. Á sér- stökum þingfundi, sem stóð heila nótt vegna breytingartiUagna þjóðfylking- armanna Le Pens, breyttist þingsalur- inn í leikhús þar sem móðganir, ásakanir, fúkyrði og fíflaskapur sköp- uðu súrrealískt andrúmsloft. Til umræðu var tillaga meirihlutans um lagasetningu til baráttu gegn eitur- lyfjum. Þessi lög verða án nokkurs vafa samþykkt því meirihlutinn er einhuga á bak við tillöguna. Það er helst að Þjóðfylkingarflokkur Le Pens standi gegn henni því hann telur tillög- una ekki ganga nógu langt. Vegna einhverrar haustleti voru einungis örfáir þingmenn meirihlut- ans viðstaddir og sama gilti um þingmenn sósíalista og kommúnista. Þjóðfylkingarmenn, sem hingað til hafa reynt að láta líta svo út sem þeir séu traustvekjandi og áreiðanlegir, fjölmenntu hins vegar. Þeir voru fleiri en allir hinir og þótt fyrirfram væri vitað að breytingartil- lögumar næðu ekki fram að ganga gátu þingmenn Le Pens teygt lopann. Reyndar vildu þjóðfylMngarmenn með aðgerðum sfnum mótmæla fjar- veru þingmanna meirihlutans og því hvemig vinnubrögð tíðkast á þjóð- þinginu. Bekkjum var velt og stundum lá við handalögmálum. Reyndu þingmenn Þjóðfylkingarinnar að hafa áhrif á hvemig atkvæði fjarverandi þing- manna féllu því í þessum umræðum getur einn þingmaður verið fulltrúi fleiri úr sama flokki og kosið fyrir þá. Einnig vom menn Le Pens með upps- teit viö stjómanda umræðnanna, sem er sósíalisti, og völdu andstæðingum sínum á þingi nokkur vel valin orð. Máttu menn helst skilja að þeir væm moröingjar, hundar og fasistar. Þingmenn meirihlutans, sem eitt- hvað höfðu sig í frammi, vom úr- skurðaðir sem skíthælar og afbrotamenn og undir lokin vom þjóð- fylkingarmenn famir að hóta öllu iílu. Fyrrum keppinautur Roosevelts um forsetaembættið i Bandaríkj- unum, Alf Landon, lést í gær. Simamynd Reuter Atf Landon látinn Ólafur Amaiaan, DV, New Yorlc Alf Landon, fyrrum forsetafram- bjóðandi repúblikana, lést í gær hundrað ára að aldri. Landon bauð sig fram á móti Roosevelt árið 1936 en tapaði með miklum mun. Eftir þann ósigur dró hann sig í hlé frá stjómmálum en var hins vegar ráðgjafi og vinur allra forseta repúblikana á síðari hluta þessarar aldar. Þegar Landon hélt upp á 95 ára afmæli sitt mætti Ronald Reagan Bandaríkjaforseti í veisluna. í ræðu við það tækifæri lýsti Reagan því yfir að hann vonaðist til að mæta líka í 100 ára afmælið. Lan- don leit þá á Reagan og sagði: „Þú virðist vera nokkuð hress, ég hugsa að það ætti að geta gengið.“ í síöasta mánuði mætti svo Reagan í 100 ára afinæli Landons. Bush í framboð Ólafur Amaisan, DV, New Yorlc George Bush, varaforseti Bandaríkj- anna, lýsti þvi formlega yfir í gær að hann hygðist sækjast eftir útnefningu Repúblikanaflokksins fyrir forseta- kosningamar á næsta ári. Yfirlýsingin kom ekki á óvart. Það hefur lengi verið ljóst að Bush sækist eftir starfi yfirmanns síns og þótt framboðið hafi ekki verið opinbert fyrr en nú er Bush sá frambjóðandi sem safnað hefur mestum peningum í kosningasjóð eða þrettán milljónum dollara. í ræðu, sem Bush flutti í gær, lýsti hann því yfir að hann myndi aldrei hækka skatta. Ennfremur sagðist hann myndu styðja kontraskærulið- ana í Nicaragua og frelsissveitir bæði í Afganistan og Angola. Bush sagðist vera oröinn þreyttur á að sagt væri um repúblikana að þeir bæm ekki umhyggju fyrir fjöldanum. Minnti hann á að Abraham Lincoln hefði ve- rið repúblikani og að enginn hefði sýnt rneiri umhyggju fyrir fólki en einmitt hann. Bush, sem er 63 ára, hefur víða kom- ið við um ævina. í seinni heimsstyij- öldinni var hann í flugher Bandaríkj- anna á Kyrrahafi og var hann yngsti bandaríski ormstuflugmaðurinn sem skotinn var niður á þeim slóðum. Hann átti sæti í fullfrúadeild Banda- ríkjaþings um skeið. í tvö ár var hann sendiherra Bandaríkjanna hjá Sam- einuðu þjóðunum. Hann var sérlegur sendifulltrúi Richards Nixon, fyrrum Bandaríkjaforseta, í Kína á síðasta áratug. Og árið 1976 var hann forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar. Frá 1981 hefur hann verið varaforseti Ron- alds Reagan. Bush hefur mest fylgi þeirra repú- blikana sem sækjast eftir forsetaemb- ættinu á næsta ári. Fast á hæla hans fylgir Robert Dole, leiðtogi repúblik- ana í öldungadeild Bandaríkjaþings. í sumar spáðu margir því að tengsl Bushs við Iransmálið kynnu aö verða honum að falli. Þótt fylgi hans hafi minnkað í Igölfar þess máls virðist sem kjósendur almennt láti það ekki hafa áhrif á afstöðu sína. Mun alvarlegra er fyrir Bush hve mörgum finnst lítið til hans koma. Mönnum finnst hann atkvæðalítill og óákveðinn. Þar geldur hann þess að Reagan forseti er ákaflega áberandi og aðsópsmikill. Það er hins vegar áhyggjuefni fyrir Bush að í skoðana- könnun, sem birt var í síðustu viku, kom fram að 51 prósent aðspurðra litu á varaforsetann sem væskil. Það stefnir í spennandi einvígi milli Bushs og Doles hjá repúblikönum. Einvígi sem verður meira spennandi vegna þess að eftir alla hrakfarir demókrata á undanfómum mánuðum em þeir margir sem telja mjög líklegt að sigurvegarinn úr þessu einvígi veröi næsti forseti Bandaríkjanna. Varaforseti Bandarikjanna, George Bush, sækist nú opinberlega eftlr starfi yfirmanns síns. Simamynd Reuter Útlönd Nefhd háttsettra sovéskra emb- ættismanna, sem er í opinberri heimsókn hjá Evrópuþinginu í Strasbourg, fór þess í gær á leit við Evrópuríki að efiit yrði til auk- innar samvinnu í rannsóknartörf- um og tækniþróun, að því er haft var eftir einum Evrópuþingmanni. Sendinefiidin hefur átt óformleg- ar viðræður við þingmenn Evr- ópuþingsins. Ræddu afvopnuit AnatolyDobrynin, einnafhelstu ráðgjöfum Mikhail Gorbatsjov, aðalritara sovéska koramúnista- flokksins, átti i gær viðræður við Hans Dietrich Genscher, utanrík- isráðherra Vestur-Þýskalands, og snerust umræður þeirra um af- vopnunarmál, að sögn v-þýska utanríkisráðuneytisins. Mikhail Gorbatsjov, aöalritari sovéska kommúnistaflokksins, sagði í ræðu sem haxm hélt í Len- ingrad í gær að framundan væru miklir spennutimar í Sovétríkjun- um. Sagöi leiötoginn aö mikil spenna myndi skapast þegar um- bótaáætlun hans fer að ná tökum á þjóölífinu, en bætti við að yfir- stjóm landsins væri ákveðin í að frámfylgja henni engu að síður. FINI LOFTPRESSUR Verö meö söluskatti frá kr. 1 5.375,“ ISELCO SF. Skeifunni 11d — simi: 686466

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.