Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1987, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1987, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1987. Vinningstölumar 10. október 1987. Heildarvinningsupphæð: 9.690.828,- 1. vinningur var kr. 6.035.025,- og skiptist á milli 5 vinningshafa, kr. 1.207.005 - á mann. 2. vinningur var kr. 1.101.055,- og skiptist hann á 655 vinningshafa, kr. 1.681,- á mann. 3. vinningur var kr. 2.554.748,- og skiptist á 15.868 vinningshafa sem fá 161 krónu hver. Upplýsingasími: 685111. SKIPTAFUNDUR Áður boðuðum skiptafundi í þrotabúi Þórólfs Ing- ólfssonar, Stórholti 11, ísafirði, sem halda átti 15. okt. nk„ kl. 11.00, er frestað um óákveðinn tíma og verður fundartími auglýstur í Lögbirtingablaði. ísafiröi 12. október 1987. Skiptaráðandinn á ísafirði. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI Embætti ríkisskattstjóra auglýsir laus til umsóknar eftirtalin störf: Almenn deild: Staða deildarlögfræðings á gjaldasviði. Helstu verkefni eru skýringar á lögum og reglugerð- um er snerta álagningu óbeinna skatta, samningu úrskurða og álitsgerða er snerta skattskyldu o.fl. Staða viðskipafræðings á skattasviði. Helstu verkefni eru endurskoðun ársreikninga, úr- skurðir á skatterindum og tölulegar álitsgerðir í umsögnum ríkisskattstjóra fyrir ríkisskatíanefnd. Staðgreiðsludeild: Staða skrifstofumanns á tölvusviði. Helstu verkefni eru færsla upplýsinga inn i stað- greiðsluskrá, skjalavistun og önnur almenn skrif- stofustörf. Staða ritara á upplýsingasviði. Helstu verkefni eru ritvinnsla og vélritun. Umsóknir, er greini aldur, menntun og fyrri störf, sendist ríkisskattstjóra, Skúlagötu 57,1 50 Reykjavík, fyrir 31. október nk. Fréttir Rætt við Dani sem starfa hjá Sláturfélaginu: „Hefekki haftat- vinnu í nokkur ár“ „Til okkar hafa bæði komið lærðir kjötiðnaðarmenn og annað starfs- fólk sem margt hefur einhveija reynslu af kjötvinnslu," sagði Jó- hannes Jónsson, yflrverslunarstj óri hjá Sláturfélagi Suðurlands, í sam- tali við DV þegar hann var spurður um þá dönsku starfsmenn sem fyrir- tækiö hefur ráðið til starfa hér á landi. Sagði Jóhannes að með því að ráða læröa kjötiðnaðarmenn frá Dan- mörku vonaðist Slátmfélag Suður- lands til þess að fá tíl sín nokkra sérþekkingu en svo sem kunnugt er standa Danir framarlega í kjöt- vinnslu í Evrópu. „Danir standa rpjög framarlega í kjötvinnslu, bæði hvað snertir vinnubrögð og fleira og einnig hafa þeir mikinn metnað og láta ekki frá sér fara nema fyrsta flokks vöru,“ sagði Jóhannes. Sláturfélagið hefur ráðið 30 Dani til starfa en þegar fyrirtækið aug- lýsti eftir starfsfólki í Danmörku sóttu 45 manns um og hafa allir þeir sem ráðnir voru hafið störf. Sagði Jóhannes aö þeir Sláturfélagsmenn teldu sig hafa vahð hæfasta fólkið úr þessum hópi. Atvinnuleysi niðurdrepandi „Ég kaxm vel við mig hér,“ sagði Hans Christian Bruun en hann starfar í vörumiðstöð Sláturfélags- ins. Hann sagðist hafa komið til íslands vegna þess að sér hefði litist vel á það að koma hingað til að vinna og Hans Christian Bruun. mikið atvinnuleysi væri í Dan- mörku. „Ég hef ekki haft atvinnu í nokkur ár,“ sagði hann og bætti því við að hann hefði átt við heilsuleysi að stríða en hefði nú fengið bót meina sinna. Hann sagði atvinnu- leysi mikið meðal fólks á sínum aldri og slíkt væri mjög niðurdrep- andi. „Ég kem ekki frá Danmörku eins og hin heldur er ég frá Noregi," sagði Grete Vaagen en hún starfar í kjöt- vinnslunni. Hún sagðist kunna vel við sig hér en hún hefur unnið víða Greta Vaagen. og ferðast á milli landa og starfað við ýmislegt, síðast vann hún í Dan- mörku. Hún kvaðst ánægð með vinnuna hjá Sláturfélaginu og vinnutímann og ekki skemmdi það fyrir að eiga kost á eftirvinnu því það þýddi meiri peninga. Hún kvaðst áforma að starfa hér á landi í sex mánuði hið minnsta en í vor sagðist hún reikna með því að taka sig upp og ferðast um landið, að öðru leyti væri fram- tíðin óráðin. -ój Danimir búa á gistiheimilinu á Miklubraut 1 DV-mynd Brynjar Gauti Úrval Tímarit fyrir alla HENTAR ÖLLUM ALLS STAÐAR - Á FERÐALAGINU JAFNT SEM HEIMA Skop 2 • Sjálfsvíg unglinga 3 • Saga ræktuðu perlanna 10 • Persónuleikapróf 14 • Draumar - tilgangur svefnsins 21 • Eyrnanudd - leið til betri heilsu 27 • Nítján stundir 1 „Frystikistu fjandans" 30 • Úrvalsljóð 36 • í leit að lífselixír 38 • Eitt sinn var ég vændiskona 41 • Táknfræði kossins 49 • Einstaklingsbundin orkukreppa 54 • Hugsun í orðum 60 • Þegar Ólöf á Stórhamri gekk aftur 62 • Faðir minn Lincoln og ég 71 • Sagan af Skugga 75 • í kjölfar ísbrjóts við tónlist eftir Tsjaíkowskí 84 • Villt dýr og borgir 89 • Völundarhús 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.