Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1987, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1987, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1987. Neytendur Tiyggingamál: Hækkaður elli- og örorkulfféyrir 1. okt. sl. hækkuöu bætur al- mannatrygginga um 7,23% og mun ég gera grein fyrir bótagreiðslum eins og þær eru eftir hækkunina. Elli- og örorkulífeyrir Grunnlífeyrir einstaklinga er nú 8.129 kr. á mánuði en ef hjón njóta bæði lífeyris fær hvort þeirra kr. 7.316. Óskert tekjutrygging er hin sama hjá einstaklingum og hjónum eða kr. 14.118 á mánuði. Hjá einstaklingum byrjar tekju- tryggingin að skerðast við 7.900 kr. tekjur á mánuði. Síðan skerðist hún eftir ákveðnum reglum en fell- ur ekki alveg niður fyrr en við 39.273 kr. tekjur á mánuöi. Ef samanlagðar tekjur hjóna, sem bæði njóta lífeyris, fara yfir 11.058 kr. á mánuði skerðist tekjutrygg- ingin en fellur ekki alveg niður fyrr en við 73.805 kr. tekjur á mánuði. Heimilisuppbót greiðist aðeins ein- staklingum sem búa einir og hafa tekjutryggingu. Óskert er hún 4.799 kr. á mánuöi en skerðist í sama hlutfalli og tekjutryggingin. Sérstök heimilisuppbót, kr. 3.301, greiðist til viðbótar ef þessir aðilar hafa engar aðrar tekjur. Hámarskbætur einhleypings: Elli-ogörorkulíf. kr. 8.129 Óskerttekjutr. kr. 14.118 Heimilisuppbót kr. 4.799 Sérstök heimilisuppbót kr. 3.301 Samtals kr. 30.347 Hámarksbætur hjóna sem bæði njóta lífeyris: Elli- og örorkulíf. kr. 7.316 Óskerttekjutr. kr. 14.118 Samtals kr. 21.434 hjóhvoruhjóna Makabætur má greiða maka elli- eða örorkulífeyrisþega sem ekki hefur sjálfur lífeyri og er heima til að annast lífeyrisþegann. Geta þær numið 80% af grunnlífeyri og tekjutryggingu, kr. 17.798 á mán- uði. Síðan er heimilt að greiða uppbót vegna lyfjakostnaðar, mikillar umönnunar eða hárrar húsaleigu. Er hún úrskurðuð af lífeyrisdeild Tryggingastofnunar og er ákveðið hlutfall af grunnlífeyri. Meðlag og barnalífeyrir, kr. 4.978 á mánuði, er greitt til 18 ára aldurs.. Heimilt er þó að framlengja þessar greiðslur tn 20 ára aldurs ef ungl- ingurinn stundar skólanám. Mæðra- og feðralaun eru greidd einstæðum foreldrum einnig til 18 ára aldurs barnanna. Þau eru mis- munandi há eftir fjölda bama: Mæðral. m. einu kr. 3.120ámán. bami Mæðral. m. 2 börnum kr. 8.174 á mán. Mæðral. m. 3 bömum kr.14.499 á mán. Ekkju- og ekkilsbótum eiga cillir, nema ellilífeyrisþegar, rétt á í 6 mánuði eftir lát maka. Fiárhæð þeirra er 10.186 kr. á mánuði. Ef börn innan 18 ára eru á framfæri greiðast auk barnalífeyris bætur í 12 mánuði í viðbót. Nema þær 7.638 kr. á mánuði. Tryggingamál: Hver er réttur okkar? Greinar um tryggingamál birtast að á neytendasíðunni á þriðjudög- um. Það er Margrét Thoroddsen sem sér um þennan þátt. Hún svarar einnig fyrirspumum ef einhverjar kynnu að berast. Utanáskriftin er DV,c/o Margrét Thoroddsen, Þver- holti 11, Reykjavík. Ellilifeyrir hækkaði fyrir skömmu. Ekkjulífeyrir er aldrei greiddur fyrr en við 50 ára aldur og er hann mismunandi hár eftir aldri kon- unnar þegar hún verður ekkja. Við sextugsaldur er lífeyririnn jafnhár ellilífeyri, 8.129 á mánuði. Fæðingarorlof er almennt greitt í þrjá mánuði en upphæðirnar eru misháar eftir vinnuframlagi: Fullt fæðingarorlof (miðast við 1032 stundir eða meira) kr. 36.348. 2/3 fæðingarorlof (miðast við 516 - 1032 stundir) kr. 24.232. 1/3 fæðingarorlof (miðast við minna en 516 stundir) kr. 12.116. Undir þann flokk falla konur sem eingöngu vinna heimilisstörf. Vasapeningar greiðast til lífeyris- þega sem dveljast til langframa á stofnunum og hafa engar tekjur. Eru þeir mismunandi háir, eftir því hvort dvalist er á sjúkrastofnun eða elliheimili: Sjúkrastofnanir kr. 4.212 ámán. Elliheimili kr. 5.012 á mán. Sjúkradagpeningar eru greiddir frá 15. veikindadegi ef viökomandi hef- ur verið óvinnufær a.m.k. 21 dag. Fullir sjúkradagpeningar eru kr. 346,93 á dag og kr. 94,14 fyrir hvert barn á framfæri innan 18 ára. Slysadagpeningar eru greiddir frá 8. degi ef hinn slasaði hefur verið óvinnufær a.m.k. í 10 daga. Upp- hæð þeirra er kr. 438,95 á dag og 94,14 fyrir hvert barn innan 18 ára aldurs. Dánarbætur vegna slyss eru kr. 10.186 á mánuði og eru greiddar í 8 ár. Athygli skal vakin á því að sækja þarf um allar bætur almannatrygg- inga. Margrét Thoroddsen Heilsufæði Tvær óvenjulegar tegundirafsultu Það er alltaf gaman að prófa sig áfram og búa til óvenjulega sultu. Hér á eftir koma tvær uppskriftir. í annarri eru gulrætur aðaluppistaða en í hinni bananar. í bananasultumi er C-vítamínduft sem notað er til að koma í veg fyrir að bananamir dökkni of mikið. Dufdð er hægt að fá í flestum apótekum eða verslun- um með heilsuvörur. sjóðið án loks í 10 mínútur. Hrærið oft í á meðan. Afhýðið og saxið ban- anana á meðan og látið út í pottinn með C-vitamínduftinu. Látið malla án loks í um það bil 1 'A klukkushmd eða þangað til blandan er þykk og sultukennd. Bætið þá kanil út í. Gulrótasulta 1 kg rifnar gulrætur 1 sítróna, söxuð smátt 1 appelsína, söxuö smátt 1 dós ananaskurl (400 g) 3 bollar sykur 'A bolli appelsínuþykkni Blandið öllu saman í stórum potti. Látið suöuna koma upp, minnkið hitann og látið malla án loks 1 20 mínútur. Hellið í niðursuöuglös og lokið þétt. Sjóðið í vatnsbaði í 5 mín- útur. Það verða um 4-5 bollar af sultu úr þessari uppskrift. Bananasulta 3 bollar sykur 'h bolli vatn 10 þroskaðir bananar (II. flokks) 2 msk. C-vítamínduft '/, tsk. kanill Blandið saman í stórum potti sykri og vatni. Látið suðuna koma upp og Svanfríður Hagvaag skrifar Hellið sultunni í heitar niður- suöukrukkur og skiljið eftir um það ■ bil 1 cm borð á krukkunum. Lokiö þeim vandlega og sjóðið í vatnsbaði í 15 mínútur. Það er líka hægt aö setja sultuna í venjulegar niður- suðukrukkur, skilja eftir um 2 cm borð á þeim, loka vel og geyma í frysti. Þessi uppskrift er um það bil 5 bollar af sultu. Varasöm efni Vinnueftirlit ríkisins hefur nýverið sent frá sér upplýsingablöð um notkun varasamra efha, þá hættu sem fylgir notkun þeirra og þær varúðarráðstaf- anir sem unnt er aö beita. • í Fréttabréfi um vinnuvemd kemur fram að notkun slíkra efna færist stöð- ugt í aukana í íslensku atvinnulífi. Tilgangurinn með útgáfu þessara bréfa er að fræða fólk um notkun efn- anna þannig að minni líkur verði á slysum af þeirra völdum en fyrir- myndin er fengin frá Sviþjóð þar sem mikið er gefið út af slíkum bréfum. Þegar era komin út 14 blöð en stefnt er að því að gefa út um 100 blöð. í þessum fyrstu blöðum er fjallað um eftirfarandi efni: tólúen, stýren, form- alín, freon, tetraklóretýlen, ammón- íak, ammóníakvatn, salt- og brenni- steinssýra af ýmsum styrkleikum og terpentínu. Auk erlenda heitisins era gefin upp önnur algeng heiti hvers efnis, baeði íslensk og erlend. Einnig er skýrt frá mengunarmörkum og hvemig efnið er merkt í merkingarkerfi Evrópu- bandalagins. Þá era talin upp þau áhrif sem efnin hafa á mannslíkam- ann og starfsemi hans og hvaða önnur hætta er samfara notkun efnanna, s.s. bruna- og sprengihætta. Þá era leiðbeiningar um fyrirbyggj- andi aðgerðir og lögð rík áhersla á gildi góðrar loftræstingar í meðferö efnanna. Að lokum er svo fjallað um skyndihjálp og bruna en mikilvægt er að nota réttan slökkvibunað hveiju sixmi. Blöðin fást hjá Vinnueftirlitinu og hjá umdæmisstjórum þess og kostar settið kr. 150 en einstök blöð kr. 15. -PLP TERPENTINA heilsuspillandi (Xnl EFNALÝSING NR: 1 Fyrirbyggjandi aðgerðir Hlífðarbúnaður HeílSUfarS- Hæltulegl »ió mnondun. vift snerlingu vift huA og vih innloku hættur Innondun i,-:"i'i,. •. v,-. ,v. ,i., ... ; ...i Bruna- og Mjogeldlim sprengihætta ' Blöðin eru prentuð á gljápappir og eiga því að geta þolað volk í höndum manna á vinnustað. Munið að senda inn upplýsingaseðilinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.