Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1987, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1987, Blaðsíða 10
SINGAMÓNUSTAN/SÍA 10 MÁNUDAGUR 19. OKTÓBER 1987. Útlönd VIII ríkin til baka Nancy á batavegi Spánveijlnn Federico Mayor, sem um helgina var kjorinn næsti framkværadastióri Menningar* málastoftiunar Sameinuðu þjóð- anna, UNBSCO, lýsti því yflr eftir kjöriö aö hann liti á það sem for- gangsverkefni að fá BandariMn, BreÖand og Singapore aftur inn í stofnunina, en ríkin þrjú yflrgáfu hana vegna óánægju með fyrri sljómendur. Óvist er að Mayor veröi að ósk sinni því öll ríkin þrjú hafa lýst því yflr að þau hyggi ekki á frek- ari þátttöku í UNESCO, þrátt fyrir nýjan framkvæmdastjóra. Takmarkaður árangur Takmarkaður árangur hefur enn sera komið er oröið af sókn indverskra hersveita iim á Jaffna skagann á Sri Lanka, gegn skæru- liöasveitum tarafla þar. Indverjar fluttu hðsauka til hersveita sinna a skaganura nú um helgina en þá komu um tvö þúsund hermenn flugleiðis þangað. Þá tilkynntu Indveijar að þeir hefðu náö einni af aðalstöðvum tamíla á sitt vald. Nær engínn árangur Nær enginn árangur hefur orðiö af heirasókn Shultz, utanríkisráö- herra Bandaríkjanna, tfl ísraels. Sjálfur sagði utanríkisráðherrann að ekkert hefði miðað i ftiöarátt í Mið-Austurlöndura í viðræðura hans við ísraelska ráðamenn. Fellibylurinn Kelly gekk yfir Japan á laugardag og olli þar miklu eignatjóni, auk þess sem sex manns aö minnsta kosti létu lífiö af völdum veðurofsans. Stórt flutningaskip barst upp á kletta við Japanströnd undan veðrinu og brotnaði þar i tvennt. Ólaíur Amaisan, DV, New York Líðan Nancy Reagan, forsetafrúar Bandaríkjanna, var í gær mjög góð eftir atvikum en á laugardag var vinstra brjóst hennar fjarlægt vegna krabbameins. Aðgerðin, heppnaðist vel og engin merki era um að meinið hafi breiðst út. Forsetafrúin var nægilega hress tfl að fara í stutta gönguferð með manni sínum á sjúkrahúsinu í gær. Forsetinn var í nokkra klukkutíma á sjúkrahús- inu hjá konu sinni í gær. Hann færði henni að gjöf lítinn spegfl sem frúin hefur lengi haft augastað á. Læknar segja að líkur á fullum bata séu níutíu prósent. Hins vegar eru tuttugu tfl tuttugu og fimm prósent líkur á að forsetafrúin fái krabbamein í hægra brjóstið. Hún fær að fara heim í vikunni og þarf ekki á geislameðferð eða annarri umönnun að halda. Hún þarf hins vegar að fara sér hægt næstu tvær tfl þrjár vikur. Nancy Reagan er nú komin 1 hóp þúsunda kvenna hér í Bandarikjunum sem hafa gengist undir aðgerð af þessu tagi. í þeim hópi er Betty Ford, fyrrum forsetafrú Bandaríkjaima. Nancy Reagan á fundi um aðgerðir gegn eiturlyfjum áður en hún lagðist inn á sjúkrahús. Simamynd Reuter töh/uprentarar Tölvuprentarar frá STAR styöja þig í starfi. Þeir eru áreiðanlegir, hraðvirkirog með úrval vandaðra leturgerða. STAR prentarartengjastöllum IBM PC tölvum og öðrum sambærilegum. Leitin þarf ekki að verða lengri. Hjá Skrifstofuvélum hf. eigum við ekki aðeins rélta prentarann, heldur einnig góð ráð. Nú er tíminn til að fullkomna tölvuumhvertið með góðum prentara. -STAR ER STERKUR LEIKUR. Verð f rá kr. 25.500,- - og við bjóðum þér góð kjör. SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. Hverfisgötu 33, sími: 62-37-37 Akureyri: Tölvutæki - Bókval Kaupvangsstræti 4, sími: 26100

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.