Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1987, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1987, Blaðsíða 28
40 MÁNUDAGUR 19. OKTÓBER 1987. TIL SÖLU DODGE VUY Dodge Voyager, árgerð 1981, fyrst skráður júní 1982. Lúxusútgáfa meö rafmagni í rúðum, speed control, sjálfsk., vökvast., loftbremsur, sæti fyrir 12 manns, dekurbíll, ekinn aðeins 52 þús. mílur. Upplýsingar í síma 685544 og h/33298. III REYKJKIÍKURBORG III I* AM 0^________________ I* 0^ 0* 0* «N 0» 0* MP Stödcci MT BÓKASAFNSFRÆÐINGAR Hjá skólasafnamiðstöð skólaskrifstofu Reykjavíkur eru lausar til umsóknar nú þegar tvær stöður bóka- safnsfræðinga: 1. SKÓLASAFNAFULLTRÚI Skólasafnafulltrúi er forstöðumaður skóla- safnamiðstöðvar. Hann hefur m.a. eftirlit og umsjón með skólasöfnum í Reykjavík og leiðbeinir skólasafnvörðum í starfi. 2. BÓKASAFNSFRÆÐINGUR Bókasafnsfræðingur annast m.a. flokkun, skráningu og önnur sérfræðistörf. Hlutastarf kemur til greina. Skólasafnamiðstöð skólaskrifstofu Reykjavíkur er þjónustumiðstöð fyrir skólasöfn grunnskóla Reykja- víkur, tvo framhaldsskóla og nokkrar sérdeildir. Hún er til húsa i Miðbæjarskólanum við Fríkirkjuveg. Nánari upplýsingar eru veittar hjá skólasafnamiðstöð, í síma 28544 (Auðbjörg) kl. 9.00-13.00 virka daga. Umsóknarfrestur er til 30. október 1987. Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á eyðublöðum sem þar fást. w, CTI Rúskinns STÍGVÉL Sviðsljós Þessir sex krakkar eru allir (æddir sama dag, þann 18. október fyrir fimm árum. Þann dag hófst einnig rekstur fyrirtækisins Kaupþings og því var þessum börnum boöið i afmælisveislu i tilefni dagsins. Á myndinni eru Pétur Blöndal framkvæmdastjóri, Styrmir Gunnarsson, Páll Þórarinn Björnsson, Hlynur Freyr Sigurhansson, Ásgeir Jó- hannsson, Fannar Þór Guðmundsson og Ásta Kristín Benediktsdóttir. DV-mynd Brynjar Gauti Dallas- ilmur Bandaríkjamenn eru óendanlega duglegir við að flnna upp aðferðir til þess að græða peninga. Nú hefur framleiðendum þáttanna um Dall- assápuóperuna dottið í hug að framleiða Dallasilmvatn. Fram- leiðendurnir lýsa ilminum sem „vestrænni ímynd valds og vel- megunar" og reynir nú á hugarflug lesenda að spá í hvemig sá ilmur er. í bígerð er 200 milljóna auglýs- ingaherferð til þess að ná sem stærstum hlut á markaðnum, bæði í Bandaríkjunum og erlendis. Reyndar er þetta ekki í fyrsta sinn sem reynt er að græða þannig á sápuóperum. Árið 1984 var kynut ilmvatnið Krystle forever og ári síðar Carrington cologne, allt byggt á persónum úr Dynastyþáttunum. Þau ku hafa gengið vel og því vilja Dallasmenn vera ekki síðri. Mmmm, hvað það er gott, nýja Dallasilmvatnið. Á góðu verði! Kr 3.026,- Sendum í póstkröfu Laugavegi 89 - s. 22450. Austurstræti 6 - s. 22453 Geldof er ekki mikið fyrir að snyrta sig til við hátiðlegar athafnir, i hans augum er það innrætið sem gildir. Símamynd Reuter Doktor Bob Geldof Bob Geldof er ekki alveg fallinn í gleymskunnar dá þótt hann hafi sig lítt í frammi á tónlistarsviðinu. Því veröur ekki gleymt hvað hann gerði til styrktar hungruðum í Afríku með Live Aid hljómleikunum ógleyman- legu. Hann hefur orðið ýmiss konar heiðurs aðnjótandi fyrir vikið og á dögunum bættist enn á. Anna Breta- prinsessa sæmdi Geldof doktorsorðu við Lundúnaháskóla í hagfræðivís- indum nýlega á afmæli skólans. > Anna prinsessa er sjálf stjórnarfor- maður við háskólann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.