Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1987, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1987, Blaðsíða 30
42 MÁNUDAGUR 19. OKTÓBER 1987. Jarðarfarir Sigurður Jónsson frá Úthlíð lést 11. október sl. Hann fæddist 25. febrúar árið 1900 í Brautarholti á Kjalarnesi. Foreldrar hans voru Jón Einarsson og Guðrún Jónsdóttir. Sigurður gift- ist Jónínu Þorbjörgu Gísladóttur en hún lést árið 1979. Þeim hjónum varð sjö barna auðið. Útfór Sigurðar verð- ur gerð frá Kópavogskirkju í dag kl. 13.30. Marteinn Jónasson lést 14. október sl. Hann fæddist 28. september 1916 á Flateyri við Önundarfjörð, sonur Jónasar H. Guðmundssonar og konu hans, Maríu J. Þorbjörnsdóttur. Marteinn lauk fiskimannsprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1939. Marteinn starfaði á togurum, síðan sem stýrimaður en tók við skipstjórn 1943 og var skipstjóri óslit- ið til ársins 1962 en það ár fór hann að starfa í landi hjá BÚR og tók við framkvæmdastjóm þar 1964. Sem framkvæmdastjóri starfaði hann til ársins 1981 en síðan áfram sem ráð- gjafi eftirmanna sinna til ársins 1985 er hann lét af störfum. Marteinn var tvígiftur. Fyrri konu sína, Öglu Þór- unni Egilsdóttir, missti hann 1959, en þeim varð einnar dóttur auðið. Seinni kona hans var Helga Guðna- dóttir en saman áttu þau eina dóttur. Marteinn missti seinni konu sína árið 1979. Útfor hans verður gerð frá Bústaðakirkju í dag kl. 15. Jón Katarínusson verður jarðsung- in í dag, mánudaginn 19. október, kl. 15 frá Fossvogskapellu. Jóna Sigurbjörg Þorláksdóttir verður jarðsungin í Dómkirkjunni þriðjudaginn 20. október kl. 13.30. LUKKUDAGAR 18. október 34907 Hljómplata frá FÁLKANUM að verðmæti kr. 800,- 19. október 74259 Hljómplata frá FÁLKANUM að verðmæti kr. 800,- Vinningshafar hringi í sima 91-82580. Um helgina Hjálmtýr Baldursson fulltrúi: Helgin óvenju slöpp íþróttaþættimir skipa veglegan sess í dagskránni hjá mér, þeir em nánast friðlýstir á heinúlinu. Fjöl- breytni þeirra er sæmileg en Bjami og félagar á Ríkissjónvarpinu mættu gjaman sýna meira af íshokkíi. Það er íþrótt sem myndi undir eins slá í gegn. Einnig finnst mér ömurlegt, í ensku knattspymunni, að ensku þulimir, sem era snillingar, fái ekki að njóta sín. Yfirleitt er horft á báða frétta- tímana á mínu heimili. Stöð 2 hefur unnið mikið á hvað varðar fréttatím- ann. Ríkissjónvarpið þarf að bæta sig töluvert ef það ætlar að halda sínum hlut. Endurkoma Þingsjár gleður mig mjög, það er gott efni. í mínum aug- um er spumingaþátturinn Spila- Hjálmtýr Baldursson. borgin auglýsingaplott. Innihaid þáttarins virðist vera aukaatriði og ekki geta heldur heppni sem er þar í fyrirrúmi. Hann mætti gjarnan vera metnaðarfyllri því þættir af þessu tagi geta verið mjög skemmti- legir. Laugardagsbíómyndir Ríkissjón- varpsins vora vel til þess fallnar að sofna yfir þeim. Þó var Betsy öllu betri mynd. Dagskrá Ríkissjón- varpsins á sunnudögum er ákaflega andvana og lítið um áhugaverða þætti. Það mætti vel lífga upp sunnu- dagana þvi þeir era einu frídagar sumra. Helgardagskráin var að þessu sinni óvenju slöpp. Lítið var um myndir eða þætti sem skildu eitt- hvað eftir sig. Alþjóðlega skákmótið í Ólafsvík: Björgvin missti af áfanga Jarðarfór Helga J. Halldórssonar, fyrrverandi kennara við Stýri- mannaskólann í Reykjavík, fer fram frá Laugameskirkju fimmtudaginn 22. október kl. 13.30. Guðlaugur Brynjólfsson, andaðist fimmtudaginn 1. október í Borgar- spítalanum. Útfórin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Hulda Markúsdóttir frá Borgareyr- um, verður jarðsungin frá Lang- holtskirkju miðvikudaginn 21. október nk. kl. 10.30. Útför Guðrúnar Jónsdóttur frá Suð- ureyri, Tálknafirði, fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 20. okt- óber kl. 13.30. Ágúst Jakob Ormsson, Kleppsvegi 44, frá Kletti, verður jarösunginn frá Dómkirkjunni 20. október kl. 15. Tapað - Fundið Hvolpur í óskilum Lítill hvolpur fannst í Hamraborginni, Kópavogi, 15. okt. Hann er svartur og með hvíta sokka og bringu. Nánari upplýsingar í símum 42516 og 641016. Týnd læða Tapast hefur grábröndótt læða frá Bald- ursgötu 12. Síðast sást til hennar víð Þórsgötu 7 mánud. 5. okt. Hún er með gula hálsól, merkt þegar hún hvarf og gegnir nafninu Táta. Fundarlaun. Finn- endur vinsamlega hringi í síma 25859. Læða týndist Læða týndist frá Bólstaðarhlíð þann 6. okt. síðastl. Hún er að mestu hvít en með dökka rófu og haus og dökka bletti. Læðan er merkt R. 7531 í eyranu. Um svipað leyti var keyrt á kött á gatnamótum Lönguhlíð- ar og Miklubrautar. Hugsanlegir sjónar- vottar eru beðnir um að hringja í síma 32974. Tilkyimingar Ný íslensk hljómplata Út er komin ný íslensk hljómplata sem er önnur plata Torfa Ólafssonar og ber hún nafnið Nóttin flýgur. Fyrsta hljómplata Torfa var Kvöldvísa. Samtals eru lög og ljóð nýju plötunnar tíu talsins og í flutn- ingi margra söngvara. Meðal flytjenda má telja Eirík Hauksson, Bjama Árason, Torfa Ólafsson, Pálma Gunnarsson og fleiri. Fyrirlestur Fyrirlestur um megrun Kvenfélagið Seltjörn heldur fund þriðju- daginn 20. okt. kl. 20.30 í félagsheimili Seltjamamess. Guðrún Einarsdóttir hjúkrunarfræðingur talar um áhrifaríkar leiðir til þess að grennast. Fyrirlestur um uppeldisrétt og uppeldisskyldu Þriðjudaginn 20. okt. flytur Sigurður Páls- son, forstm. námsefnisgerðar, fyrirlestur á vegum Rannsóknastofnunar uppeldismála er nefnist: Uppeldisréttur og uppeldis- skylda. Erindið fjallar um athugun og umræðu á uppeldisrétti og uppeldisábyrgð foreldra, hvemig rétturinn er tryggður í lögum og alþjóðasamþykktum og á hvern hátt hann er rökstuddur. Fyrirlesturinn verður haldinn í Kennaraskólahúsinu við Laufásveg og hefst kl. 16.30. öllum heim- ill aðgangur. Fundir Fundur hjá Kvenfélagi Kópa- vogs Kvenfélag Kópavogs heldur fund fimmtud. 22. okt. kl. 20.30 í félagsheimilinu. Gestur fundarins verður Hrafn Sæmundsson og mun hann spjalla um málefni fatlaðra í Kópavogi. Spilakvöld Spilakvöld Samtaka gegn astma og ofnæmi og SÍBS Samtök gegn astma og ofnæmi og SÍBS deildimar í Rvk og Hafnarf. halda fyrsta spilakvöld vetrarins þriðjud. 20. okt. kl. 20.30 í Múlabæ, Ármúla 34. Kaffiveiting- ar. Allir velkomnir. Stjómirnar. Sýningar Sýning á Mokkakaffi Laugardaginn 17. október opnaði Svavar Ólafsson sýningu á myndum sínum á Mokkakaffi við Skólavörðu- stíg. Svavar er fæddur 1919 og hefur starfað sem klæðskeri í Reykjavík. Hann er einnig kunnur silungsveiði- maður og aflakló. Hann er unnandi íslenskrar náttúra og endurspeglast áhrif hennar í verkum hans. Mokkakaffi er opið alla daga frá kl. 9.30 til 23.30 en á sunnudögum frá kl. 14.00 til 23.30. Björgvin Jónsson varð að láta sér lynda jafntefli við pólska Svíann Robert Bator í lokaumferðinni á al- þjóðlega skákmótinu í Ólafsvík og þar með missti hann af fyrsta áfanga að alþjóðlegum meistaratitli. Björg- vin hlaut 6A vinning og skorti aðeins hálfan til viðbótar. Daninn Henrik Danielsen átti meira láni að fagna. Hann tryggði sér titiláfanga með jafntefli við Björgvin í næstsíð- ustu umferð. Skák hans við Ingvar Ásmundsson í síðustu umferð var tefld fyrr, því að Daninn þurfti að hraða sér heim á leið á annað mót. Önnur úrslit síðustu umferðar urðu þau að Jón L. Ámason vann Norð- manninn Petter Haugli, Karl Þor- steins vann Sævar Bjamason, Lars Schandorff vann Dan Hansson og Þröstur Þórhallsson og Tómas Bjömsson sömdu um jafntefli. Lokastaðan á mótinu varð þessi: 1. Jón L. Ámason Vh v. 2. Danielsen (Danmörku) 7 v. 3. -4. Björgvin Jónsson og Schand- orff (Danmörku) 6 /i v. 5. - 6. Karl Þorsteins og Þröstur Þór- hallsson 6 v. 7. Ingvar Ásmundsson 5 v. 8. -10. Sævar Bjamason, Tómas Bjömsson og Bator (Svíþjóð) 4% v. 11.-12. Dan Hansson og Haugh (Noregi) 4 v. Það er grátlegt að Björgvin skyldi missa af alþjóðameistaraáfanga efdr frábæra byrjun á mótinu. Þijá fyrstu mótheija sína lagði hann að velli og þar af tvo stigahæstu keppenduma. Síðan kom reyndar nokkurt bakslag í seglin þar til hann náði sér aftur á strik. Þrátt fyrir allt kom Björgvin sterkur út úr mótinu og sýndi að hann nálgast alþjóðameistarastyrk óðfluga. Fyrirfram vora mestar vonir bundnar við að Þresti Þórhallssyni tækist að næla sér í lokaáfanga að alþjóðameistaratitli en það tókst honum ekki í þetta sinn. Þröstur átti góða spretti í mótinu en var mistækur. Hann á það til að tefla harla vafasamar byijanir og það er ljóst að ýmislegt í taflmennsku hans mætti hann lagfæra. En efniviður- inn er fyrir hendi og varla rennur alþjóðameistaratitllinn honum eilíf- lega úr greipum. Ingvar Ásmundsson, aldursforseti mótsins, tefldi vitaskuld lengstu og þyngstu skákimar. Ingvar hefur lítið teflt á mótum undanfarið og æfinga- leysi hijáði hann nokkuð. Hann fékk færri vinninga en stöður hans á tafl- borðinu ættu eðlilega að gefa af sér. Hann varð jafntefliskóngur með átta jafhtefli en þó ekki vegna skorts á baráttuþreki. Þetta var frumraun Tómasar á lokuðu alþjóðlegu móti og er upp er staðið má hann vel við una. Hann fékk flensu um miðbik mótsins en lét samt engan bilbug á sér finna. Dan lét tímahrakið fara illa með margar góðar stöður og alþjóða- meistaramir Sævar og Karl vora langt frá sínu besta. Erlendu keppendumir fjórir era allir ungir að árum og áreiðanlega talsvert sterkari en stig þeirra segja til um. Haugli og Bator sóttu ekki gull í greipar landans en Danimir tveir vora mun hættulegri. Henrik Skák Jón L. Árnason Danielsen hafði forystu allt inótið og tefldi þeirra best. Hann er 21 árs gamall og engum blöðum er um það að fletta að þar er mikið skákmanns- efni á ferð. Hann hefði sjálfsagt orðið efstur á mótinu ef áfangaveiðamar hefðu ekki byrgt honum sýn í lokin. Hann tapaði fyrir Haugli í þriðju síð- ustu umferð og þá fyrst hleypti hann spennu í mótið. Sá er þetta ritar var eini stórmeist- arinn í keppendahópnum og samkvæmt því hefði sigurinn átt að vera borðliggjandi. En eins og mál- tækið segir nægir ekki að hafa mörg stig, heldur verður einnig að tefla vel. Ég tapaði í fyrstu umferð fyrir Björgvin en náði mér fljótt á strik þar til ég lék mig í mát í þriðja leik með manni meira gegn Dan. Með endaspretti tókst mér að krækja ffamhjá keppinautunum og ná efsta sæti á réttum tíma - þ.e. eftir loka- umferðina. Mótið var haldið í tilefni af 300 ára verslunarafmæli staðarins og var teflt í nýju og glæsilegu félagsheim- ili, sem tekið var í notkun i ágúst. Nokkur styr mun hafa staðið í bæj- arstjóminni um byggingu hússins, sem ásamt öðra varð þess valdandi skömmu eftir að mótið hófst að sam- starf meirihlutans rofnaði og bæjar- stjórinn sagði af sér. Skákmenn urðu þó ekki varir viö neinn glundroða í bæjarmálunum því að mikill sam- hugur virtist ríkja meðal heima- manna varðandi framkvæmd mótsins. Aðbúnaður var eins og best varð á kosið og allir lögðust á eitt um að sinna venjulegum umkvört- unum kröfuharðra skákmanna. Framkvæmdanefnd mótsins skip- uðu Kristján Pálsson, Hermann Hjartarson, Herbert Hjelm, Einar Bjömsson, Hilmar Viggósson, Jó- hann Þórir Jónsson og Torfi Stefáns- son Hjaltalín, sem jafnframt var mótsstjóri ásamt Einari Bjömssyni og Gylfa Scheving. - Hvítt: Karl Þorsteins Svart: Ingvar Ásmundsson Slavnesk vörn. 1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rc3 c6 4. Rf3 Rf6 5. Bg5 dxc4 6. e4 b5 7. e5 h6 8. Bh4 g5 9. exfB gxh4 10. Re5 Dxf6 11. a4 c5!? Þetta flókna afbrigði slavnesku vamaminnar, sem oft er kennt við fyrrum heimsmeistara, Mikhail Bo- tviniúk, var vinsælt á mótinu. Síðasti leikur svarts er líklegast nýr af nálinni en hvítur getur skipt yfir á þekktar slóðir með 12. Be2 Bb7 o.s. frv. 12. Rxb5?! Ra6 13. Rxc4 cxd4 14. Rbd6+ Kd7! 15. Rxf7 Nú er 15. - Dxf7?? auðvitað svarað með 16. Re5+ og virrnur drottning- una. Svartur á hins vegar sterkara framhald, sem hrekur hvíta kónginn einnig fram á borðið. 15. - Bb4+ 16. Ke2 16. - Bb7! Öflugt svar. Ef nú 17. Rxh8, þá 17. - Hf8! og vinnur, því að hvítur getur ekki varið f2. 17. Rce5+ Ke7 18. Dxd4 Hhd8! 19. Rxd8 Hxd8 20. Dxh4 Hvitur nær að skipta upp í enda- tafl með skfptamun og tvö peð til góða. En virkni svörtu mannanna vegur þyngra en liðsmunurinn. 20. - Dxh4 21. Rg6+ Kffi 22. Rxh4 Rc5 23. Hcl Hd4? Nú nær hvítur andanum aftur. Rétt er 23. - Hd2+ 24. Ke3 Hxb2 og hvítur á í mestu erfiðleikum. t.d. 25. RÍ3 Hb3+ 26. Ke2 (26. Kf4 e5+! 27. Rxe5 Re6+, eða 27. Kg4 Re4) Rd3! með ýmsum ógnunum. 24. f4! Eini leikurinn. Eftir 24. Rf3? Ba6+ 25. Ke3 He4 yrði hvítur mát. 24. - Hd2+ 25. Ke3 Hxb2 26. Rf3 Re4 27. Bd3 Bc5+ 28. Rd4 e5 29. fxe5 Kxe5 30. Hc4 Bd5! Fyndin hrúga á miðborðinu! Svartur nær skiptamuninum aftur og með nákvæmri taflmennsku tekst honum að halda jöfnu. 31. Hfl Bxc4 32. Hf5+ Kd6 33. Bxc4 Rc3 34. Kd3 Bxd4 35. Kxd4 Rxa4 36. Hffi+ Ke7 37. Hf7+ Ke8 38. Hxa7 Rb6 39. Be6 Hxg2 40. Hb7 Hb2 41. h3 Hd2+ 42. Ke5 Rd7 - Og jafntefli samið. -JLÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.