Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1987, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1987, Blaðsíða 24
36 MÁNUDAGUR 19. OKTÓBER 1987. Leiklist Ekki er allt sem sýnist Þjóðleikhúsið sýnir á Litla sviðinu: Bilaverkstæði Badda. Höfundur: Ólafur Haukur Simonarson. Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson. Leikmynd og búningar: Grétar Reynisson. Lýsing: Bjöm Bergsteinn Guðmundsson. Leikendur: Bessi Bjarnason, Jóhann Sig- urðarson, Guðlaug Maria Bjarnadóttir, Sigurður Sigurjónsson, Arnar Jónsson og Árni Tryggvason. Bílaverkstæði, einhvers staðar ijarri ys og þys þéttbýlisins, er vett- vangur válegra atburða í nýju leikriti Ólafs Hauks Símonarsonar sem frumsýnt var á Litla sviði Þjóð- leikhússins í gærkvöldi. Ólafur Haukur hefur auk annarra ritstarfa verið afkastamikið og vax- andi leikskáld undanfarin ár og er áberandi í þessu nýja verki hversu örugg tök hann hefur á efniviðnum sem hann hefur vahð sér. Það er sannarlega enginn viðvan- ingur sem hér leikur sér aö áhorf- endum eins og köttur að mús. Hann er varla fyrr búinn að sýna okkur inn í afmarkaðan heim þeirra Badda og félaga, þar sem tilbreytingarley- sið virðist eitt ráða ríkjum. þegar þeim hugmyndum, sem við gerum okkur um persónumar í upphafi, er raskað. Áhorfendur sjá fljótlega að ekki er allt sem sýnist og höfundur spinniu þráðinn fimlega þannig að lengi er von óvæntra atburða. Baddi og bílaverkstæðið hans mega muna sinn fífil fegri. Verkefn- in eru fá og fjölskylda Badda, ásamt aðsatoðarmanninum, Ragnan, rétt skrimtir á því sem það gefur af sér. Byijunin er svo sem nógu sakleysis- leg, en undir kraumar, og verulegur skriður kemst á þegar fyrrverandi starfsmaður Badda, Pétur, birtist. Þá er flett ofan af gömlum atburöum og skammt til skuldaskila. Ekki er vert að rekja atburðarás- ina frekar hér þvi að eins og í góðri spennusögu skiptir það máli að framvinda mála komi að nokkru á óvart. En er þetta verk þá helst í ætt við Leiklist Auður Eydal innantóma spennusögu? Nei, hreint ekki og þar kemur margt til. Fyrst og fremst skiptir þar máli að höfundur hefur öruggt vald á uppbygg'ngu verks, máli og stíl. Hann er ekki að færa okkur tilgangs- lausa frásögn, heldur laglega fléttaða svipmynd af heimi í hnotskum. Sú mynd. sem hann vfll að við fáiun af persónunum í upphaii, hgg- m- fljótiega ljós fyrir. Ekki spilhr þar Arnar Jónsson og Guðlaug María Bjarnadóttir i hlutverkum sínum. að hafa þungavigtarmann á hverjum pósti. Þeir Bessi Bjamason, Baddi, Jó- hann Sigurðarson, Haffl, og Sigurð- ur Siguijónsson, Raggi, gefa okkur í upphafi innsýn í þetta htla samfélag og em, hver á sinn hátt, óborganleg- ir. Þeir Bessi og Sigurður em þekktari fyrir leik í gamanhlutverk- um en sanna hér báðir hversu góðir og fjölhæfir leikarar þeir era. það sama gildir um Áma Tryggvason þó að hann sé að visu svohtið spaugi- legri persóna í leiknum. Hann leikur héraðsskólakennarann Magnús, sem ahtaf er að finna eitthað að bíln- um sínum. í leikritinu er haim eini tengihðurimi við veröldina fyrir ut- an verkstæðið. Ólafur Haukur getur skapað ákaf- lega trúverðugar persónur og þrí- eykið Baddi, Raggi og Haffl verður alveg ljóshfandi. Þessa menn höfum við ýmist hitt eða þekkt, hér og þar í þjóðfélaginu. En erfiðara er að festa hendur á Pétri sem Amar Jónsson leikur af öryggi. Hann er margslung- in persóna og þegar hann birtist er komið að skuldadögum. Samskipti þeirra Badda taka á sig nýjar og nýjar myndir þangað til ahir þræðir hggja saman í lokin. Heimur bifvélavirkjanna er ein- angraður og þetta er dæmigert karlasamfélag. Þó er ein kona í leik- ritinu og hún verður mikih örlaga- valdur eins og móðir hennar hafði verið fyrram. Mér fannst Sissa, sem persóna, heldur óljós. Guðlaug Mar- ía Bjamadóttir fer þó næmlega með hlutverk þessarar dóttur Badda, en hún hefur flúið óhijálegt líflð á bíla- verkstæðinu, inn í eigin hugarheim. Grétar Reynisson hefur brotið upp rými Litla sviðsins og skapað leikrit- inu raunsæislega umgjörð, einfaida og þaulhugsaða í senn. Leikmyndin er hráslagaleg og sýnir stöðnun og niðumíðslu betur en nokkur orð fá gert. Hún er opin og nær eftir endi- löngum salnum, þannig að áhorf- endur sitja báðum megin við hana. Með lýsingu Bjöms Guðmundsson- ar og búningum, sem Grétar valdi, fær verkið þann bakgrann að heita má fullkominn. Þórhahur Sigurðsson leikstýrir verkinu og á stóran þátt í því að þetta er sýning sem „gengur upp“. Gott val leikara og góð nýting á sviðsmyndinni gerði verkið einkar ásjálegt. Meira að segja átakasen- umar urðu sannfærandi en ekki hahærislegar eins og stundum vih verða, sérstaklega í jafnmiklu návígi og er þama á Litla sviðinu. Frá höfundarins hendi er þetta leikrit þar sem engu er ofaukið. Á tiltölulega stuttum sýningartíma tekst að koma fyrir stórskorinni og margslunginni sögu um ástir og átök þar sem höfundur veltir atburðará- sinni nokkrum sinnum við og tekst þannig að koma áhorfendum ræki- lega á óvart. í annan stað er þetta verk þar sem fjallað er um mannleg- ar ástríður og hrikaleg örlög svo að undir niðri leynist köld aivara. AE TUHfiUIIALA Uppl. í simum 10004/21655/11109 Mímir HMMBMBHaHÁNANAUSTUM 1SM Ef þið viljið fylqjast með bridqe oq skák ER MALIÐ MJÖG EINFALT... ...ÞIB HRINGIÐ í SÍMA 2070022 og biðjið um áskrift að Daglegir þættir með bridge og skák Smáauglýsingar - Símí 27022:e> v ■ Húsnæði óskast 3ja-4ra herb. ibúð óskast til leigu strax, þrennt fullorðið í heimili, fyrir- framgreiðsla möguleg. Uppl. í síma 36777 og 33362. Ég er einstæð móðir með 1 árs dóttur, mig vantar 2ja-3ja herb. íbúð nú þeg- ar. Get greitt allt að 25 þús. á mán. og 3 mán. fyrirfram. S. 12151 e.kl. 18. Barnlaust par óskar eítir 2ja herb. íbúð strax, góð umgengni og öruggar mán- aðargreiðslur. Vs. 689066 og hs. 686886. Ásdís. Einstaklingsíbúð eða herb. með eld- húskrók óskast til leigu sem fyrst, öruggar gr. Sími 27022 (innanhúss. 273) á daginn og 83889 á kv. Sigurj ón. Góðar greiðslur. Ung hjón af lands- byggðinni með 1 barn bráðvantar íbúð til leigu á höfuðborgarsvæðinu í nokkra mánuði. S. 623280 og 24086. Hjón utan af landi með 13 ára dreng óska eftir 3ja-4ra herb. íbúð í Rvík. Uppl. í síma 623930 á daginn og 45008 á kvöldin og um helgar. Snyrtifræðingur óskar eftir ibúð í Reykjav. eða nágr. Reglusemi og góð umgengni, skilvísar greiðslur og fyrir- framgr. Sími 1473010825 og 96-23118. Tvær stúlkur utan af landi óska eftir 3ja herb. íbúð í 6-8 mán., fyrirfrgr. ef óskað er. Uppl. í síma 93-41558 og 93- 41497. Verkprýði hf. óskar eftir íbúð fyrir starfsmann sinn strax. Mjög góðri umgengni og relgusemi heitið. Sími 688460 á daginn og 83727 á kvöldin. Óska eftir íbúð, er reglusamur og heið- arlegur, bráðvantar, er á götunni, get borgað 3 mán. fyrirfram ef óskað er. Uppl. í síma 15263. Löggiltir húsaleigusamningar fást á smáauglýsingadeild DV, Þverholti 11, síminn er 27022. Einstaklings- eða 2ja herbergja íbúð óskast fyrir fimmtugan karlmann. Uppl. í síma 617671 eftir kl. 18. Tréafl sf. óskac eftir 2-3 herb. íbúð fyrir smið, má þarfnast lagfæringar. Uppl. í síma 72318 e.kl. 18. Herbergi óskast. Miðaldra, reglusöm kona óskar eftir herbergi, hugsanlega gegn heimilisaðstoð. Uppl. í síma 611877. ■ Atvinnuhúsnæði Nýstandsett húsnæði á besta stað í miðbænum til leigu, alls 320 m2, leig- ist í einu lagi eða smærri einingum, hentar vel fyrir skrifstofu eða aðra skylda starfsemi. Hafið samband við auglþj. DV í síma 27022. H-5749. Hárgreiðslustofa auglýsir húsnæði undir snyrtistofu til leigu. Hafið sam- band við auglþj. DV í síma 27022. H-5797. Til leigu 115 fm iðnaðarhúsnæði á jarð- hæð við Dugguvog, innkeyrsludyr. Hafið samband við auglþj. DV í síma 27022. H-5792. 270 ferm iðnaðarhúsnæði til leigu mið- svæðis í borginni, lofthæð 3,50. Góðar aðkeyrsludyr. Up T. í síma 45617. Til leigu iðnaðar- eða geymsluhúsnæði við Laugaveg. Hafið samband við auglþj. DV í síma 27022. H-5808. Óska eftir bílskúr á leigu, helst í Graf- arvogi. Uppl. í síma 675132 eftir kl. 19. Óska eftir stórum bílskúr eða hentugu húsnæði. Uppl. í síma 75976 e.kl. 17. ■ Atvinna í boöi Söluturn í Kópavogi. Óska eftir góðu fólki við afgreiðslustörf sem vill vinna vaktavinnu, vakt þar sem er unnið í 2 daga, frí í 2 daga, einnig vakt þar sem unnið er í 6 daga og frí í 2 daga, 8 tíma vaktir. Hafið samband við auglþj. DV í síma 27022. H-5771. Smáauglýsingaþjónusta DV. Þú getur látið okkur sjá um að svara fyrir þig símanum. Við tökum við upplýsingun- um og þú getur síðan farið yfir þær í ró og næði og þetta er ókeypis þjón- usta. Síminn er 27022. Garðabær. Bókaverslun óskar eftir hressum og ábyggilegum starfskrafti allan daginn, einnig kemur til greina hálfs dags starf. Uppl. í síma 656020 og 651720 eftir kl. 19. Starfskraftur óskast á kassa og einnig til uppfyllingar í matvöruverslun. Um er að ræða bæði heilsdagsstarf og hálfsdagsstarf, kl. 14-18. Kjöthöllin, Skipholti 70, sími 31270. Dagheimllið Dyngjuborg. Okkur vantar til starfa fóstrur, starfsfólk með aðra uppeldismenntun eða reynslu af upp- eldisstörfum. Um er að ræða heila stöðu á 10 barna deild, 2ja-3ja ára bama, og hálfa stöðu við stuðning fyrir barn með sérþarfir. Uppl. hjá Onnu í síma 38439.__________________ Viðgerðir/viðhald. Vantar traustan og vandvirkan mann til viðgerða, við- halds og smíði búnaðar. Bónusvinna. Uppl. í síma 53822, eða á staðnum að Suðurhrauni 1, Garðabæ. Norex hf. Árbæingar. Okkur vantar góðan starfskraft í vinnu frá 9-18 í verslun og ýmis létt skrifstofustörf. Hringdu í síma 688418, ef þú getur byrjað strax, og pantaðu viðtalstíma. Óskum að ráða sveina, lærlinga og aðstoðarmenn, mikil vinna, gott kaup. Uppl. ekki veittar í síma. Borgarblikk, Vagnhöfða 9. Dagheimilið og leikskólann Iðuborg, Iðufelli 16, vantar fóstru á dagheimil- isdeild eftir hádegi frá 1. nóv. Uppl. í símum 76989 og 46409. Smiðir á lausu hjá Al-innréttingum hf. Verslanir og fyrirtæki, getum bætt við okkur verkefnum. Uppl. í síma 673033 eða 76615 eftir kl. 18. Starfsmenn vantar strax til starfa við dreifingu. Uppl. í afgreiðslu, ekki í síma. Sanitas hf., Köllunarklettsvegi 4.__________________________________ Vantar starfskrafta fyrir viðskiptavini okkar, t.d. í sérverslun, kranamann, verslunarstjóra, ráðskonu o.fl. Land- þjónustan, Skúíagötu 63, 623430. Viljum ráða nokkra smiði og verka- menn í vinnu við skipaviðgerðir, mikil vinna, hlutastörf koma til greina. Skipasmíðastöðin Dröfn hf., s. 50393. Óskum að ráða trausta manneskju til heimilisstarfa eftir hádegi, í vesturbæ. Uppl. gefa Ólína og Sigurður í síma 13959.______________________________ Starfskraft vantar í vaktarvinnu, unnið frá kl. 11-17 annan daginn og 17-23.30 hinn daginn. Uppl. í síma 19599. Beitingafólk vantar á Sigurþór GK 43. Uppl. í síma 92-68234. Óskum eftir húshjálp einu sinni í viku. Uppl. í síma 29445. Verktakafyrirtæki óskar að ráða verk- stæðismann, vörubílstjóra, aðstoðar- mann í sprengingar og mann á vökvaborvagn. Uppl. í símum 72281 og 687040. ■ Atvirma óskast 25 ára maður óskar eftir vinnu, hefur skólann í rafv., bílpróf, góð ensku- kunnátta, stundvisi og reglusemi heitið. Uppl. í síma 71712 allan daginn. Atvinnurekendur o.fl. Tek að mér sölu- störf, innheimtu, dreifingu og annað í þeim dúr, hef bíl. Hafið samband við auglþj. DV í síma 27022. H-5805 Aukavinna. 21 árs verslunarmaður óskar eftir kvöld- og/eða helgarvinnu, afgreiðsla í söluturni kemur til greina. Frekari uppl., simi 44176. Karl. Tvítugur maður óskar eftir vinnu, allt kemur til greina. Sími 46603 eftir kl. 17. 25 ára maður óskar eftir kvöldvinnu, næturvinna kæmi einnig til greina. Uppl. í síma 616569 á daginn. Ræstitæknar. Óska eftir stórum og ‘-máum verkefnum. Hafið samband við auglþj. DV í síma 27022. H-5784. M Bamagæsla Vantar þitt barn dagmömmu? Opnum 2. nóv. gæslu fyrir 3 mán.-7 ára börn, frá kl. 8-13, erum þrjár með góða að- stöðu, úti sem inni, keyrum bömin í skóla, erum í alfaraleið í Garðabæ, höfum leyfi. Uppl. í síma -.6425, Óska eftir dagmömmu, helst í Hlíða- hverfi. Uppl. í síma 687446. P ■ Ymislegt DjOupslökun. Vinsælu Hugeflisslök- unarsnældurnar komnar aftur, 10 daga ábyrgð ef árangur næst ekki. Sendum í póstkröfu. Uppl. í síma 622305. ■ Einkamál Amerískir karlmenn vilja skrifast á við íslenskar konur á ensku með vinskap eða giftingu í huga. Sendið svar með uppl. um aldur, stöðu og áhugamál ásamt mynd til: Rainbow Ridge, Box 190DV, Kapaau, Hawaii 96755 U.S.A. 1000 stúlkur úti um allan heim vilja kynnast þér, ný skrá, aðstoð við bréfa- þýðingar. Sími 623606 frá kl. 16-20 alla daga. Fyllsta trúnaði heitið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.