Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1988, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1988, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1988. 15 í frumvarpi Borgaraflokksins 1. Þegar ætla má aö lífi eða heilsu konu sé hætta búin af áfram- haldandi meögöngu og fæðingu. 2. Þegar sterkar líkur eru fyrir því aö barn sem kona gengur meö eigi á hættu aö fæðast vanskap- að eða veröa haldið alvarlegum sjúkdómum. 3. Þegar ætla má, að þungun og tilkoma barns verði stúlku, allt að 16 ára aldri, of erfið vegna óviðráðanlegra félagslegra ástæðna. Foreldrar eða lögráöa- maður stúlkunnar verða að standa að slíkri umsókn með henni. Þá skal læknisúrskurður einnig liggja fyrir um að heilsu stúlkunnar sé ekki stefnt í hættu með aðgerðinni. 4. Ef konu hefur verið nauðgað eða hún orðið þunguð sem afleiðing af öðru refsiverðu athæfi. Með aukinni fræðslu og ráðgjöf um getnaðarvamir og barneignir má koma í veg fyrir margar af þessum ótímabæru þungunum og virðist sem þar liggi hundurinn grafinn þvi samkvæmt greinargerð frum- varps Borgaraflokksins koma fram mjög athyglisverðar upplýsingar um notkun getnaðarvarna. „Aukin notkun getnaðarvarna kemur sjálfkrafa 1 veg fyrir mikið af þeim ótímabæru getnuðum sem koma kon- um 1 einhvern vanda - ef frumvarp Borgaraflokksins nær fram að ganga.“ Fækkum fóstureyðingum KjáUariim Guðjón Andri Gylfason formaður ungra borgaraflokks- manna á Norðurlandi-eystra Tvær af hverjum þremur konum, sem fengu fóstureyðingu, reyndust ekki hafa notað getnaðarvarnir af neinum toga. Aukin notkun getnaðarvama kem- ur sjálfkrafa í veg fyrir mikið af þeim ótímabæru getnuðum sem koma konum í einhvern vanda, ef frumvarp Borgaraflokksins nær fram að ganga. í frumvarpi Borgaraflokksins greinir að kynfræðsla verði aukin til muna strax í skólakerfinu og sérstök deild innan landlæknisem- bættisins hafi yfirumsjón meö kynfræðslumálum í landinu. Þær konur sem koma til með að verða ófrískar verða því aö reyna að taka á sínum vanda (ef vandinn er þá nokkur) með öðru móti en fóstureyðingum. Jafnframt verður ríkisvaldið að gera einhverjar ráð- stafanir svo nýir einstaklingar séu velkomnir í þennan harða heim. Mín von er að okkar háttvirtu al- þingismenn taki frumvarpi Borg- araflokksins vel og sjái sóma sinn í að samþykkja það og að æðsta markmið góðrar ríkisstjórnar ætti að vera umhyggja fyrir mannlegu lífi, gagnstætt eyðingu þess. Guðjón Andri Gylfason Nú þegar Borgaraflokkurinn leggur fram frumvarp til laga um friðhelgi mannlegs lífs finnst mér að loks sé eitthvað að koma fram á háttvirtu Alþingi sem kemur til með aö sýna hver hinn raunveru- legi hugur háttvirtra alþingis- manna er gagnvart almennu lífi þjóðarinnar. Margt í þeim lögum nr. 25/1975 um fóstureyðingar sem nú eru í gildi er stórgallað, þótt stærst sé þar hinar svokölluðu félagslegu fóstureyðingar. Næg rök til að banna Þessar félagslegu fóstureyðingar eru svo að segja algerlega frjálsar, t.d. ef kona verður ófrísk og vill ekki eignast barnið, hver svo sem ástæðan er, getur konan rölt inn til næsta kvensjúkdómalæknis, þulið upp einhverjar félagslegar ástæður og þá þykir það sjálfsagt að kona þessi fái fóstureyðingu orðalaust. Svona einfalt má þetta ekki vera vegna þess að það er verið að eyða lifandi vitsmuna- veru. Svo er nú annað í allri þessari umræðu, hvar kemur karlmaður- inn inn í myndina? Á hann ekki jafnan rétt til ákvarðanatöku? Hvar er nú jafnréttið? í greinargerð frumvarpsins segir frá því að þegar lög nr 25/1975 öðl- uðust gildi hafi fórstureyðingum fjölgað úr 274 árið 1975, í 745 árið 1984, eða úr 32,5% árið 1975 í 92,85 árið 1984, gera þetta alls 5145 fóst- ureyðingar, eyðing á mannlegum verum á þessum 10 árum. Einnig segir að þegar hegningar- lögum nr 19/1940 var breytt var kaflinn um manndráp mjög ein- faldaður, sérstaklega ákvæðin um fósturdráp. Fyrri hugsun var látin halda sér, að fóstrið væri líf sem ekki mætti deyða. Skv. 216. gr. varðar það varðheldi eöa fangelsi, allt að tveimur árum. Þessi lög eru enn í gildi. Þessar tölur hér á undan eru hreint óhugnanlegar og næg rök til að banna fóstureyöingar með þröngum undanþágum þó. Hjá öðru verður ekki komist. í frum- varpi Borgaraflokksins hljóða þessar undanþágur í stórum drátt- um svona: „Rikisvaldið verður að gera einhverjar ráðstafanir, svo nýir einstaklingar séu velkomnir í þennan harða heim,“ segir hér. ASÍ-fólk: Þjóðartekjur og kaupmáttur Þiö hafið nú heyrt Þorstein Páls- son og Þórarin V. Þórarinsson alloft tala um ástand efnahagsmála sem ekki leyfi alménnar kaup- hækkanir. Fremur þurfi að draga úr lúxusnum sem þjóðin naut á góðærinu 1987. Annars fari laun fram úr greiðslugetu atvinnuvega, en þetta tvennt þurfi aö fylgjast að. í samræmi við það hafa nú aðildar- félög ASÍ verið að gera kjarasamn- inga sem Ijóslega hljóða upp á lakari kaupmátt fyrir árið 1988 en 1987. í því samhengi er eðlilegt aö gera samanburð á þróun efna- hagsmála og hins vegar þróun launakjara. Þróun þjóðartekna Við berum saman þróun þjóðar- tekna og svo kaupmáttar innan ASÍ á þessum áratug samkvæmt tölum úr Hagtölum mánaðarins frá Hag- stofu og Fréttabréfi Kjararann- sóknanefndar. Þróun þjóðartekna fyrst. Pró- sentutalan sýnir breytinguna frá árinu áður. 1980: 2,7%, 1981:1,9%, 1982: -2,3%, 1983: -3,9%, 1984: 2,9%, Kjállarinn Þórarinn Hjartarson stálsmiður 1985: 3,6%, 1986: 8.6%, 1987: 9,0%. A tímabilinu í heild, mælt á fóstu verðlagi, aukast þjóðartekjurnar um 26,4%. Árleg fólksfjölgun á þessum árum hefur verið mjög nálægt 1% svo þjóðartekjur á mann hafa aukist nálægt 18%. Þróun kaupmáttar Hugum þá að þróun kaupmáttar á sama tímabili. Tekin er heildar- tala (meðaltal) fyrir félagsmenn ASÍ og kaupmátturinn 1980 settur sem 100 stig. Mjög lítil breyting ■ verður fyrstu árin, þó verður 3% hækkun kaupmáttar 1983. En 1980 verður hrap, í um og niður fyrir 80 stig. Svo fer hann ekki upp að ráði fyrr en seinni hluta ársins 1986 og svo 1987. Góðærið mikla 1987 gaf þá 105,9 stig fyrir ASÍ-meðlimi að jafnaði, t.d 103,3 fyrir verkamenn en 115,9 fyrir iðnaðarmenn sem komu langskást út það ár. Við þetta bætist að á 1. ársfjórðungi ársins 1988 var framfærsluvísitalan um 5,6% hærri en 4. ársíjórðung 1987 og kaupmáttur að sama skapi lægri. Af þessum reikningum má í fyrsta lagi ljóst vera að hlutur allra þessara hópa af hinum vaxandi þjóðartekjum hefur minnkað veru- lega. í öðru lagi er ljóst að hin margrómaða uppsveifla kaupmátt- ar á árinu 1987 er fremur fólgin í eymdarkjörunum sem fyrir voru en sældarkjörum það ár. Kaupmáttur 1988 minni en 1980 Hvað gera svo hinir nýju kjara- samningar? Samkvæmt útreikn- ingum hagfræöings ASÍ, Ara Skúlasonar, munu samningar Vekamannasambandsins á árinu 1988 gefa félagsfólki 95,6% af kaup- mætti ársins 1987 og 92,6% á 1. ársfjórðungi 1989. Og þaö þótt hann reikni ekki með nema 16% verð- bólgu (Vinnan, 2. tbl. 1988). Með því móti fer kaupmáttur VMSÍ fólks vel undir kaupmátt ársins 1980. Samt reiknar Þjóðhagsstofnun með svipuðum þjóðartekjum í ár og á metárinu 1987. Til að setja málið enn skýrar upp, má finna meðaltal þjóðartekna og kaupmáttar á áratugnum miðað við 100 árið 1980. Út úr því kemur að árin 1980-7 hafa þjóðartekjur á mann verið ca. 109 stig en kaup- máttur ASÍ-fólks á sama tíma verið 93,9 stig. Það sem blasir við er stóraukið arörán, hlutur þessa fólks af heild- arverðmætasköpuninni minnkar. Ekki er um að ræða einhveija eina starfstétt heldur ASÍ í heild. Og lík- lega kæmi dæmið síst betur út fyrir starfsfólk ríkisgeirans. í framhaldsgrein ætla ég, 1 fram- haldi af þessum útreikningum, að íjalla um kjaramálastefnu verka- lýðsforystunnar. Fylgist með! Þórarinn Hjartarson „I samræmi við það hafa nú aðildarfé- lög ASI verið að gera kjarasamninga sem ljóslega hljóða upp á lakari kaup- mátt fyrir árið 1988 en 1987.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.