Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1988, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1988, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1988. Utlönd Hrossakaup og herbúðaskiptingar Bjami Hinriks son, DV, Bordeaux: Stjórnmálaílokkar í Frakklandi hafa lagt fram lista sína yfir fram- bjóðendur til þingkosninganna 5. og 12. júní. Ekki er hægt að segja að margt komi á óvart og þær breyting- ar á stjórnmálalandslagi Frakklands, sem margir hafa þóst sjá fyrir í kjöl- far kosningasigurs Mitterrands for- seta 8. maí síðastliðinn, verða ekki sjáanlegar fyrr en á milli umferð- anna tveggja þegar hrossakaup og herbúðaskiptingar munu eiga sér stað. Mest verður þó um slíkt eftir kosningarnar. Mitterrand og sósíalistar tala sífellt um „l’ouverture", það er að segja opnunina. Er þá átt við viljann til að stjórna með öllum á miðju stjóm- málanna. Óskað er eftir því aö á nýju þingi verði til nýr hópur „framfara- sinnaðra demókrata". Sameiningarflokkur lýðveldisins, RPR, og Lýðræðisbandaiagið, UDF, reyna aö standa saman, líkt og fyrr- um í ríkisstjóm hægri flokkanna, til aö koma í veg fyrir frekari kosn- ingaáíoll. Kosningabandalag RPR og UDF, sem nefnt er URC, Bandalag samein- ingar og miðju, miðar að því að koma sér saman um einn frambjóöanda í hveiju hinna 577 eins manns kjör- dæma. Hefur það gengið upp að svo miklu leyti sem pappírsbandalög af þessu tagi geta gengið upp. Af 577 kjördæmum eru 511 með einn fram- Francois Mitterrand Frakklandsfor- seta hefur ekki tekist að fá eins marga frambjóðendur frá miðju- flokkunum til liðs við sig eins og hann vonaðist eftir. Stmamynd Reuter bjóðanda, í rúmlega 30 náðist ekki samkomulag milli flokkanna og frambjóðendur þar því fleiri. í um það bil 30 kjördæmum er enn þá eng- inn frambjóðandi enda er um að ræða kjördæmi þar sem hægri menn geta ekki vænst sigurs. Á bak við þetta bandalag liggur gífurleg vinna en allt eins líklegt að það tvístrist á milli umferða og eftir kosningarnar. 266 frambjóðendur koma frá RPR en 262 úr UDF. Þess má geta að UDF er samansett úr mörgum smærri flokkum eins og PR eða Repúblikanaflokknum og CDS, miðjumönnum. Til manna í UDF biðla sósíalistar helst þegar talaö er um „opnun“. Sósíalistum hefur ekki tekist að fá til liðs við sig eins marga frambjóð- endur frá miðjunni og þeir vonuðust eftir og engin stór nöfn. Vinstra meg- in viö sósíalistaflokkinn eru nokkrir sem tekið hafa sæti á hsta sósíalista, þar á meðal umhverfisvemdarmenn, en frambjóðandi þeirra til forseta- kosninganna, Antoine Waechter, hafði lýst því yfir að þeir myndu ekki taka þátt í þingkosningunum. í borginni Marseilles við Miðjarö- arhafið virðist allt stefna í mikinn slag því þótt borgin sé undir stjórn sósíalista hefur Þjóðfylking Le Pens þar mikiö fylgi og leiðtoginn sjálfur býður sig þar fram. Auk þess hefur einn helsti iðnjöfur Frakklands og þekktasti maður í Marseilles, Bern- ard Tapie, gengið til liðs við sósíal- ista. Á fundi um helgina sagði Jacques Chirac, fyrrverandi forsætisráö- herra og frambjóðandi gegn Mitter- rand í forsetakosningunum, að tvö- falt framboð hægri flokkanna í þeim kosningum (Chirac fór fyrir RPR og Raymond Barre fyrir UDF) hefði ver- ið pólítísk mistök auk þess sem áhrif Le Pens hefðu verið vanmetin. 11 UUROCARD | TOURAINE 10GÍRA HJÓL PEUGEOT REIÐHJÓL Heimsþekktu reiöhjólin frá Cycles Peugeot í Frakklandi. Peugeot reiöhjól eru þekkt fyrir gæði og styrkleika, enda hefur Peugeot hundrað ára reynslu í smíöi reiöhjóla. Það er því ekki aö ástæöulausu að Peugoet er einn stærsti fram- leiðandi reiöhjóla í heimi. ÓTRÚLEGT ÚRVAL 5-10-15-18 GÍRA FJALLAHJÓL MISS 40 5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR Peugeot JÖFUR HF Nýbýlavegi 2 • Sími 42600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.