Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1988, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1988, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1988. 21 Iþróttir Sævar með Valsmönnum - löglegur í 7. umferð eins og Ómar Torfason Sævar Jónsson landsliðsmiövörð- ur hefur ákveöið að koma heim og leika með Valsmönnum í 1. deildar keppninni í sumar. Hann gengur frá félagaskiptunum í dag og verður því löglegur með íslandsmeisturunum þegar þeir mæta Keflvíkingum í sjö- undu umferðinni þann 27. júní. Solothum tapaði 1-0 fyrir Renens í hreinum úrshtaleik í fallbaráttu svissnesku 2. deildarinnar í gær- kvöldi, og féll þar með í 3. deild, ásamt Olten, liði Ómars Torfasonar, sem einnig tapaði í úrslitaleik, 3-1, í Baden. „Við spiluöum lygilega vel en Ren- ens átti sennilega sinn besta leik á tímabilinu og komst af botninum í fyrsta og eina skipti á tímabilinu. Nú er bara að bíta á jaxlinn og búa sig undir slaginn með Valsmönnum í sumar. Ég er bjartsýnn á gott gengi, Valur hefur oft byijað íslandsmótiö illa en endað sem íslandsmeistari. En það er eins víst að ég fari aftur hingað út í haust og hjálpi Solothum að komast aftur upp úr 3. deildinni. Mér líkar mjög vel hérna og það er gott að búa hér. Það væri óvitlaust taka upp þráðinn að nýju með Solot- hurn þegar keppnistímabilinu heima er lokið, mér stendur það til boða,“ sagði Sævar í samtali við DV í nótt. Ómar með Fram 26. júní Olten tapaði fyrir Baden í söguleg- um slagsmálaleik. „Viö vorum 1-0 yflr fram í seinni hálfleik en þá var dæmd á okkur umdeild vítaspyrna. Úr henni jafnaði Baden og þar með fór allt í bál og brand. Áhorfendur trylltust og slagsmál brutust út með- al þeirra og stimpingar meðal leik- manna. Markvörðurinn okkar var rekinn af leikvelli og þar sem við vorum búnir að nota báða vara- mennina þurfti einn útispilaranna að fara í markið. Baden skoraði þá tvisvar og þar með vorum við fallnir. En þetta er búið og gert og nú er bara að pakka niður og fara heim - ég bíð spenntur eftir því að geta byrj- að að leika meö Frömurum," sagði Ómar við DV í gærkvöldi. Hann verður eins og Sævar löglegur í 7. umferð en þá mæta Framarar Völs- ungum þann 26. júní. Blóöugtfallfyrir Solothurn og Olten Ósigrar Solothum og Olten em auðvitað vatn á myllu Vals og Fram, því annars hefðu liðin farið í auka- leiki um áframhaldandi sæti í deild- inni. En þaö var blóðugt fyrir bæði aö falla, bæði voru með ágæta stöðu þar til í lokin, og til marks um spenn- una má nefna að ef Solothurn heföi sigraði í gærkvöldi hefði hðið hreppt annað sætið í sínum riðli í stað þess að lenda á botninum eins og raunin varð! -VS <ss. • Sævar Jónsson verður væntanlega kominn i Valsbúninginn á ný þegar íslandsmeistararnir mæta Keflvíkingum á Hlíðarenda þann 27. júní. Rous-bikarinn: hjá Englandi off Kolombiu Englendingar urðu sigurvegarar í þriggja landa keppninni um Rous bikar- inn, er þeir gerðu 1-1 jafntefli við Kólomb- íumenn á Wembley leikvanginum í gær- kvöldi. 25 þúsund áhorfendur urðu ekki fyrir vonbrigöum er markakóngurinn Gary Lineker náöi forystunni fyrir Eng- land um miöjan fyrri hálfleik. Kólombíu- menn gáfust þó ekki upp og náöu aö jafna óvænt á 66. mínútu þegar Andres Escobar skoraði með fallegum skalla. • Hollendingar, án fjögurra leikmanna PSV, máttu þola tap, 1-2, gegn Búlgörum í Rotterdam í gærkvöldi. Hollendingar náðu veröskuldað forystunni í leiknum þegar Jan Wouters skoraði með skalla á 61. minútu eftir góðan undirbúning snill- ! ingsins Ruuds Gullit. Búlgarir náöu hins : vegar að tryggja sér sigurinn á síðustu sex mínútunum þegar þeir Trifon Ivanov og Luboslav Penev skoruðu tvívegis með stuttu millibili. -RR Mladen Miskovic ráðinn þjálfari KA: Júgóslavnesk skytta til Akureyrarliðsins? vantar einmitt eina slíka. Þá eru lík- ur á að tveir af bestu leikmönnum Þórs gangi til liðs við KA, hornamað- urinn SigurpáU Aðalsteinsson, sem var í hópi markahæstu leikmanna 1. deildar sl. vetur, og markvörður- inn efnilegi, Axel Stefánsson. Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Mladen Miskovic frá Júgóslavíu var í gær ráðinn þjálfari 1. deildar Uðs KA í handknattleik fyrir næsta keppnistímabil. Miskovic lék með landsUði Júgóslava á ólympíuleikun- um í Munchen árið 1972 og er meö mikla reynslu aö baki sem þjálfari í heimalandi sínu. Hann þjálfaði félagsUð sl. vetur og það varð í sjötta sæti 1. deildar, og hann stýrði ungUngalandsUði Júgó- slavíu til silfurverðlauna á heims- meistaramótinu í Róm árið 1985. Nokkrir möguleikar eru á að Miskovic taki með sér leikmann frá Júgóslavíu, örvhenta skyttu, en KA Svíarnir koma á þriðjudag Knattspymusamband íslands hef- ur tekið boði Svía um að þjóðirnar leiki landsleik Uða undir 21 árs hér á landi næsta þriðjudag. DV sagði frá þessu boði Svíanna í gær en það kem- ur mjög á óvart þar sem þeir hyggj- ast greiða allan sinn ferðakostnaö sjálfir. Enn hefur ekki veriö gengiö frá hvar leikurinn verður háður en sam- kvæmt heimildum DV er tryggt að hann geti farið fram á grasi. Þetta verður mikilvægt verkefni í undir- búningi 21-árs landsliðsins fyrir Evr- ópukeppnina sem hefst í haust. -VS Lárus bíður Vestur-þýska knattspymusam- bandið hefur enn ekki staðfest félagaskipti Lárusar Guðmunds- sonar úr Kaiserslautern yfir í Víking. Á meðan þá staðfestingu vantar getur Láms ekki byrjað að leika með HæðargarðsUðinu í 1. deildinni, en hún hefur verið væntanleg á hverri stundu í nokkurn tíma. Láras sagði i spjalU viö DV í gær að einungis væri um forms- atriði að ræða þar sem Kaisers- lautern hefði samþykkt félaga- skiptin og sambandið gerði aldrei neinar athugasemdir þegar þann- ig væri staðið að málum. „Ég býst viö því að pappírsflóðið í : sambandi við Evrópukeppnina sé ; svo mikið þessa dagana að svona 1 smámál sé einhvers staðar neðst ’ í bunkanum hjá Þjóðverjunum!" : sagöi Láras. -VS ; Benfica og PSV Eindhoven mætast í dag: PSV olli messufalli í Aarie! - þorpspresturinn blindur aðdáandi hollensku meistaranna Kjaitan Pálsson, DV, Kempervennen: Hér í Kempervennen í Hollandi snýst aUt um úrslitaleik mUli PSV Eindhoven og Benfica í Evrópukeppni meistara- Uða. Leikurinn fer einmitt fram í Stuttgart í dag og er sýndur í beinni úrsendingu um allan heim. Loft er hér lævi blandið og ljóst að aUt veröur vit- laust í Eindhoven hafi PSV betur í þessu uppgjöri. Létt er hér yfir fólki og sigur- gleði því gjaman mikfi þegar ástæða er tU að fagna. Þess má geta að aUar rútur hér í sveit era uppteknar vegna leiksins. Fólk, sem hefur ráð eöa tök á að ferðast, streymir yfir tíl Þýskalands til að berja leikinn augum. Gífurlegur fjöldi manna er raunar þegar fyrir í Stuttgart en hinir sem ekki eiga heimangengt munu bUna á skjáinn í dag. Fjölmörg fyrirtkæki hafa skellt í lás vegna leiksins og PhUipsverksmiðjurn- ar, sem styðja við bakið á leikmönnum PSV Eindhoven, hafa til að mynda slökkt á færiböndunum í dag af hans sökum. Messufall vegna knatt- spyrnudýrkunar Séra TiUmann, presturinn í Aarle, sem er Utið þorp nærri Eindhoven, hef- ur lítið predikað síðustu dagana en í þess stað fylgt PSV-liðinu eftir og hvatt það frá bekkjunum. Messufall hafa ver- ið tíð hjá TUlmann en kirkjunnar herr- um þykir að sögn ekki Ula komið mál- um þótt messur hafi verið fáar hjá þorpsprestinum. Málstaður hans þykir nefnfiega góður og má reikna með prestinum með bláan trefil er hollenska Uðið mætir því portúgalska í kvöld. Eusebio fylgir gamla liðinu sínu Stórstjarnan Eusebio fylgir Uði Benfica hvert fótmál og stappar í leik- menn stálinu. Eusebio var einmitt yfir- burðamaður í Uðinu á sjöunda áratugn- um og þá einn fremsti framheiji heims- ins. Eusebio hefur kennt sænska fram- herjanum Mats Magnusson margar kúnstir en það er einmitt sá maður sem HoUendingamir óttast hvað mest í liði Portúgalanna. PSV teflir fram sínum sterkustu mönnum í kvöld ef frá er talinn Daninn Frank Arnesen. Hann er meiddur og hefur að sögn hollenskra blaða fengið frjálsa sölu frá PSV. Að sögn blaðanna fer Arnesen tíl Neutcatel Xamax en það félag reynir að verja svissneska meist- aratitiUnn þessa dagana. Fashanu til Ajax? Kjanan Páiaacin, DV, Kenipeivamen: Ajax hefur ráðiö tíl sín sviss- neska þjálfarann Linder. Sá mað- ur er þekktur af skaphörku og þeim gifurlegu kröfum sem hann gerir til leikmanna sinna. Er Linder ýmist kaUaður haröstjór- inn eða herforinginn. Svisslendingurinn hefur þegar keypt fimm leUunenn síöustu dagana. Rísa þar sjálfsagt hæst kaupin á sænska landsUösfram- heijanum Stefan Pettersson, og nú falast hann eftir John Fas- hanu, framherja ensku bikar- meistaranna frá Wimbledon. Við- ræður Fashanu viö forkóUa Wimbledon voru vel á veg komn- ar en allt skaU í baklás er hann frétti af áhuga Ajax.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.