Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1988, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1988, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1988. Frjálst,óháÖ dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverö á mánuði 700 kr. Verð í lausasölu virka daga 65 kr. - Helgarblað 80 kr. Þungbært hinum fátæku Alþingi lét veröa eitt sitt síðasta verk aö samþykkja viröisaukaskattinn sem lög. Málið fer þó rakleiðis fyrir milliþinganefnd og gæti því tekið miklum breytingum til haustsins. Þetta er undarleg aðferð með ný lög, en ekki að ástæðulausu. Málið reyndist vera of illa unnið. Nú skiptir öllu, að þær breytingar verði með haustinu, sem lagfæra skattinn. Sem stendur yrði hann alltof þungbær hinum lægstlaunuðu, svo og menningarstarf- semi í landinu. Hvað er virðisaukaskattur? Hann er neyzluskattur eins og söluskattur en þó með öðrum einkennum. Ætl- unin er, að virðisaukaskattur komi í stað söluskatts. Virðisaukaskattur er tahnn munu innheimtast betur en söluskattur. Skattprósenta virðisaukaskatts geti því orðið lægri en söluskatts nú. Virðisaukaskattur gæti, væri rétt að staðið, reynzt betri en söluskattur. Því mið- ur eru gaharnir of mikhr eins og virðisaukaskattur hefur verið afgreiddur í bih. Virðisaukaskattur leggst á söluverð á öhum við- skiptastigum en söluskattur einungis á síðasta við- skiptastigi. Virðisaukaskattur safnast ekki upp í vöruverði eins og söluskattur, vegna þess að þann skatt, sem hefur verið greiddur af aðfóngum, má draga frá þeim skatti sem leggst á söluverðið, áður en skatti er skhað í ríkis- sjóð. Þetta kemur í veg fyrir þá uppsöfnun svokahaða, sem oft er rætt um, og ríkið skhar stundum tU ákveð- inna atvinnugreina og stundum ekki eftir geðþótta. Virðisaukaskatturinn á því ekki að mismuna einstökum atvinnugreinum. Hann á að bæta samkeppnisstöðu ís- lenzkra fyrirtækja gagnvart erlendum fyrirtækjum, sem nær undantekningalaust hafa virðisaukaskatt. Þótt virðisaukaskatturinn eigi að innheimtast betur en söluskattur, er kostnaður við innheimtuna að sama skapi meiri. En lögin, sem alþingi samþykkti, eru hættuleg. Ríkisstjórnin gerðist mikUl bölvaldur fátæku fólki, þegar hún lagði matarskattinn á. Nú er ætlunin með virðisaukaskattinum að fram- lengja matarskattinn Ulræmda, sem veldur sex þúsund mihjóna skattheimtu á almenning í landinu. Stjórnarhð- ar verða að átta sig á, að þessi skattlagning er mörgum um megn og setur fjölskyldur á vonarvöl. Því er engin hemja að láta almenning borga sömu prósentu af mat- vælum og öðru, þegar virðisaukaskatturinn tekur gUdi. Þessu verður að linna. Virðisaukaskatturinn yrði einnig hættulegur menn- ingarstarfsemi í landinu og prentfrelsi, þótt einhver lof- orð hafi verið gefm um lagfæringar næsta haust. í þeim efnum gengur ekki á íslandi að leggja á slíkan virðis- aukaskatt. Þannig þurfa ráðamenn að breyta hugarfari sínu fram til haustmánaða, æth þeir að taka upp virðisaukaskatt. Gert hefur verið ráð fyrir að leggja virðisaukaskatt- inn á með ákveðinni prósentu yfir línuna, hafa sömu skattprósentu á öllum vörum og þjónustu. Bent hefur verið á, að í iðnríkjunum er oftar um fleiri en eina pró- sentu að ræða, og þar er matur sums staðar undanþeg- inn að fiUlu. Ríkisstjómin hefur hins vegar reynzt ósveigjanleg í málinu. Sem betur fer spá margir, að máhð breytist með haustinu. Haukur Helgason 2. maí sl. ritar Jón Magnússon lögmaöur grein í DV þar sem hann fer nokkrum orðum um nýliðinn fund hjá Framsóknarflokknum. Ekki ætla ég hér að svara fyrir Framsóknarflokkinn heldur vil ég víkja að því sem lögmaðurinn segir um verðlag og verðlagningu land- búnaðarafurða. Hann lætur þau orð falla að ríkj- andi stefna í landbúnaðarmálum valdi því að matvörur, mikilvæg- ustu neysluvörur fólksins, hækki án alls samhengis og samræmis við aðra hluti í þjóðfélaginu. Hér er stórt sagt en það kemur svo sem ekki á óvart aö málflutn- ingur af þessu tagi skuli hafður uppi. Lögmaðurinn er þekktur af þátttöku sinni í landbúnaðarum- ræðunni á undanfömum árum, m.a. frá því að hann var formaður Neytendasamtakanna, og eru þessi ummæli í samræmi við fyrri mál- flutning. Verðlagning landbúnaðarafurða Verðlagning landbúnaðarafurða til framleiðenda hefur farið fram meö tvennum hætti. Annars vegar eru nautgripa- og sauðfjárafuröir verðlagðar af sexmannanefnd sem í eru fulltrúar framleiðenda og neytenda. Hins vegar hefur t.d. verðlagning eggja, kjúkhnga og kartaflna verið í höndum framleið- enda sjálfra og em þessar vörur því kallaðar frjáls egg, frjálsir kjúkhngar og frjálsar kartöflur af þeim sem eru andsnúnir opinberri verðlagningu. 100 Þróun afurðaverðs og framfærsluvísitölu ■ KJÖT 0‘MJÖLK----------- ■ FRAMFÆRSUJVfSlT I. ! 1J1 í 1982 - 1983 1983 - 1984 1984 - 1985 1985 - 1986 1986 - 1987 1987 - 1988 Mynd 1 Þróun afurðaverðs, niðurgreiðslna 140 120 100 80 60 40 20 l \ —1 V Vz ' 1 1 1 1 1 ■ ■ 4 1 1 79/80 80/81 81/82 82/83 83/84 84/85 85/86 86/87 87/88 Gnmdvallarverð Smásöluv.læri DI Niðurgreiðslur Mynd 2 Verðlagning landbúnaðarafurða: Rangfærslur lögmannsins KjaUaiinn Gunnlaugur Júlíusson verð til bænda hækkar í allnánu samhengi við framfærsluvísitölu en oftast hækkar framfærsluvísi- talan þó meira á fyrrgreindu tíma- bih. Því er það deginum ljósara að fyrrgreind fuhyrðing lögmannsins á ekki við rök að styðjast. Þróun smásöluverðs á dilkakjöti Þegar rætt er um verðlagningu dilkakjöts verður að hta á báðar hhðarnar, bæði verð til framleiö- enda og smásöluverð. Á mynd 2 kemur fram verðþróun á áranum 1979-1988, bæði hvað varðar verð til bænda og smásöluverð læris af flokki DI. Einnig er gerð grein fyrir þróun niðurgreiðslna á sama tíma- Verðlagning afurða nautgripa og sauðfjár fer þannig fram að á íjög- urra mánuða fresti reiknar Hag- stofa íslands út verðlagsþróun á þeim rekstrarhðum sem taldir era nauðsynlegir við framleiðsluna. Magn (umfang) þeirra er hins veg- ar samningsatriði innan sex- mannanefndar. Eru niðurstöður Hagstof- unnar ekki í samræmi við raunverulega þróun? Verðlagning landbúnaðarafurða tekur því mið af þeirri þróun sem hefur þegar átt sér stað en stýrir þróuninni ekki. Við slíkt fyrir- komulag get ég ekki samþykkt að matvörur hækki án samhengis og samræmis við aðra hluti í þjóð- félaginu heldur er nákvæmt eftirht með því að þær hækki ekki um- fram raunverulegar hækkanir á aöföngum. Kannski lögmaðurinn haldi því fram að Hagstofa íslands vinni þessar upplýsingar ekki upp frá raunveralegum forsendum heldur grípi þær úr lausu lofti, án samhengis við raunveruleikann? Forsendur fyrir magni (umfangi) kostnaðarliða er fengið úr búreikn- ingum frá bændum sem unnir era hjá búreikningastofu landbúnaðar- ins. Hún starfar samkvæmt sér- stökum lögum. Því er tryggt aö aukin rekstrarhægkvæmni hjá bændum skih sér inn í útreikninga á verðlagsgrundvelh landbúnaöar- ins. Stórfehdur samdráttur í fóður- bætisgjöf er einmitt dæmi um slíka þróun sem hefur leitt til lækkunar á verði landbúnaðarafurða. Hitt er aftur á móti ljóst að bænd- ur verða eins og aörir atvinnurek- endur í þjóðfélaginu að fá hærra verð fyrir sína vöru þegar aðföng hækka ef reksturinn á að geta stað- ið undir sér. Þetta er aftur á móti atriði sem ýmsir aöilar í þjóðfélag- inu eiga erfitt með að skilja ef dæma má eftir þeim áherslum sem jafnan era lagöar á fréttaflutning af hækkunum á verði landbúnað- arafurða. Hvernig hefur þróunin verið á undanförnum árum? Til þess að leiða umræðu um hvort verðhækkanir landbúnaöar- afurða séu úr samhengi við aðrar veröhækkanir í þjóðfélaginu yfir á svið staðreyndanna þá er hér birt yfirlit um þróun framfærsluvísi- hagfræðingur Stéttarsambands bænda tölu ásamt þróun verðs til fram- leiðenda á mjólkurhtra og 1 kg af DI (sjá mynd 1.) Þróunin er reiknuö út sem hlutfallsleg hækkun milh ára miðað við 1. sept. ár hvert, þar sem nýr og endurskoðaður verð- lagsgrandvöllur tekur yfirleitt ghdi um þær mundir. Á mynd 1 kemur berlega í ljós hvemig þróunin hefur veriö á ár- unum 1982 til 1988. Einungis tvö ár af sex hækkar verð landbúnaðaraf- urða meira th bóndans en sem nemur hækkun framfærsluvísi- tölu, þar af er í annað skiptið ein- ungis um dilkakjöt að ræða. Fyrra tímabilið er 1983-1984 en á árinu áður hafði verðlagning landbúnað- arafurða dregist verulega aftur úr annarri verðþróun eins og kemur glögglega fram lengst til vinstri á myndinni. Síðan er það á tímabh- inu 1986-1987 að dhkakjöt hækkar umfram framfærsluvísitölu. Þegar verðlagsgrandvöllur landbúnaðar- afúrða var klofinn upp árið 1986 kom í ljós að verulega hafði vantað á að sauðfjárbændur fengju eðhleg- an kostnaö metinn að fuhu í veröi dilkakjöts. Vegna þröngrar mark- aösstöðu var hluta af eölhegri verð- hækkun frestað haustið 1986. Á móti því kom að verðábyrgðar- samningur um dhkakjöt milli ríkis og Stéttarsambands bænda náði yfir meira magn en eha. Þessi frest- un á verði til bænda kom síðan inn í verölag dilkakjöts haustiö 1987. Það er því deginum ljósara að bih. Hér kemur fram að raunverð á dilkakjöti th bænda hefur farið lækkandi á þessu tímabili þannig að hér kemur skýrt fram að ýmiss konar framþróun í búrekstrinum hefur skilað ódýrari framleiðslu. Yfirlit um þróun á verði á dilka- læri sýnir að verðiö var thtölulega mjög jafnt að raunghdi fram th ársins 1984 en þá skeður tvennt. í fyrsta lagi er smásöluálagning á dhkakjöti gefin fijáls og sjást þess greinheg merki að raunverulegt verð kjötsins hækkar verulega um hkt leyti. í öðru lagi lækka niðurgreiöslur mikið. Þær falla niður undir 27% af því sem þær vora á tímabhinu 1979/1980. Þrátt fyrir að þær hækki aftur frá árinu 1985 þá hefur það ekki þau áhrif að verð á lærinu lækki heldur hækkar það enn. Hverjar eru staðreyndirnar? Hér að framan hefur verið fjallað um þá fuhyrðingu að verð á land- búnaðarafurðum hækki án sam- hengis við aðra verðþróun í sam- félaginu. Sú fullyrðing stenst ekki með tilliti th þeirra upplýsinga sem hér eru fram lagðar. Einnig hefur verið sýnt fram á að dhkakjöts- framleiöslan hefur orðið ódýrari á undanfómum áram. Hins vegar eiga aðrir aðhar, sem koma nálægt verðmyndun dhkakjöts, hægara um vik en áður að ákveða sér laun fyrir meðhöndlun vörunnar. Sú breyting viröist hafa leitt af sér hærri álagningu og þar með hærra vöraverð, ásamt því að niöur- greiðslur hafa lækkað stórlega. Gunnlaugur Júliusson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.