Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1988, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1988, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1988. Lífsstfll______________________ Neytendalöggjöf Gömul og úr- elt lög í gildi Lög um lausafjárkaup frá 1922 um margt gölluð Skórnir sem rifnuðu. Viðgerðin var vel af hendi leyst en skórnir urðu of þröngir DV-mynd GVA BLAÐAUKI ALIA LAUGARDAGA Endalaust hægt að lappa upp á hluti Skósalinn neitar aö skipta skónum á þeim forsendum að hægt sé að gera viö þá. Og það má til sanns vegar færa áð endalaust er hægt að lappa upp á hluti. Lögin kveða á um við- gerö á ábyrgðartíma seljanda. Annað dæmi er leðurbuxur sem keyptar voru í versluninni Pilot. Þær rifnuöu skömmu eftir að þær voru keyptar. Verslunin neitaði að skipta þeim en gerði við þær. Stúlkan sem buxurnar keypti var hins vegar ekki ánægð og fór meö buxumar í Iön- tæknistofnun. Þar fékk hún þann úrskurð að buxumar væru mjög illa gerðar, jafnvel þótt viðgerðin hefði verið góð, þá var grunnvinnan léleg. Stúlkan fór með þennan úrskurð í verslunina og fékk sömu svör og áð- ur. Löglegt en hvað? Engin lög voru brotin í ofangreind- um dæmum. Verslanirnar mega gera við hlutina og þar við situr. Annar galli við lögin er að ekki er leyfilegt að skila vörum og fá endur- greitt nema um sannanlegan galla sé að ræða. Þetta gerir það að verk- um að ef keypt er flík sem passar ekki getur verslunin neitað að skipta henni. Flestar verslanir ganga þó ekki svo langt heldur gefa þær inn- leggsnótu. Með slíkri nótu er kaup- anda skylt að versla aðeins í viðkom- andi verslun jafnvel þótt hún eigi ekkert í hans stærð. Lítil neytendavemd Með þessu er verið að þrengja val- frelsi neytenda verulega. Þaö sem verra er, verslunin hefur fullan rétt til að neita að skipta ógölluðum hlut. Til þess kemur þó sárasjaldan. Þó er ekki langt síðan bóksalar ætluðu að neita að skipta bókum sem merktar vom sérstaklega. Þeir hurfu þó frá þvi þar sem slíkt heíði getað stefnt bóksölu í hættu því fólk hefði hætt að þora að gefa bækur. Það er Ijóst að bæta þarf úr löggjöf hvað varöar neytendur í þessu landi. Það er því brýnt verkefni að koma á einhverri neytendavernd af hálfu hins opinbera. Fyrsta skrefið í þá átt gæti einmitt verið að færa lög um lausafjárkaup til nútímans. -PLP Afborgunarvidskipti Óeölilegir kaupsamningar fylgt út í ystu æsar. Jóhannes Gunn- arsson nefnir í grein sinni um neyt- endarétt í Neytendablaðinu dæmi um óeðlilega skilmála sem settir hafa verið inn í flesta kaupsamninga sem kaupendur undirrita við kaup. Dæm- ið er um sjónvarpstæki sem keypt er á afborgunum. Tækið kostar kr.50 þúsund. Kaupandi greiðir helming út, og restina á flmm mánuðum, 5.000 kr. á mánuði. Hann getur ekki staðið í skilum með síöustu afborgunina og gera skilmálamir þá ráð fyrir að seljanda sé heimilt að taka sjónvarpið til baka án þess að greiða krónu til baka. Einnig em í þessum samningum ákvæði um að seljanda sé heimilt að taka hlut tíl baka ef kaupandi hugsar ekki nægilega vel um hann. Kaup- andi verður einnig að fá leyfi hjá seljanda ef hann vill lána hlutinn sem hann er að greiða afborganir af. Þessir samningar em kallaðir „samningar með eignarréttarfyrir- vara“. -PLP Leiðréttingar við verðkannanir Mistök áttu sér stað við úrvinnslu verðkannana í síðustu viku. 1. Kjötbúr Péturs, tekex. Rangt var farið með verð á tekexi. Sagt var að það kostaði kr. 64,50 en rétt verð er kr. 42,00 sem er rétt undir meðal- verði. 2. Seglageröin, íslenskt grillborð. í myndatexta var sagt að borðið kost- aði 29.000 sem er langt þvi frá aö vera rétt verð. Bergiðjan framleiðir þessi borð og kosta þau 7.150 kr. Við biðjumst velvirðingar á þess- um mistökum. -JJ Þaö er Ijóst aö bæta þarf úr löggjöf hvað varðar neytendur í þessu landi. Afborgunarviðskiptí em hálfgerðir nauðungarsamningar ef lögunum er ...á fullri ferd Á bllamarkaði DV á laugardögum, auglýsa fjöldi bllasala og bilaumboða fjölbreytt úrval blla af öllum gerðum og I öllum verðflokkum. AUGLÝSENDUR ATHUGIÐ! Auglýsingar I bflakálf þurfa að berast I slðasta lagi fyrir kl. 17:00 fimmtudaga. Smáauglýsingar I helgar- blað þurfa aö berast fyrir kl. 17:00 föstudaga. Slminn er 27022 BILA MARKADUR Lög um lausafjárkaup frá 1922 eru nánast einu lögin sem kveða á um almenningsviðskiptí hér á landi. Sem slík hafa þau marga galla, enda sniöin að þöifum annars þjóð- félags en nútímaþjóðfélags. Nýverið ritaði formaður Neytenda- samtakanna, Jóhannes Gunnarsson grein í Neytendablaðið þár sem hann deilir harðlega á ýmsa þætti kaupa- laganna. Lítum aðeins nánar á þessa þættí. Einn stærstí gallinn er sá að sam- kvæmt lögunum má semja sig frá ákvæðum þeirra. Seljandi setur yfir- leytt skilyrði en ekki kaupandi. Þetta er óheimilt í neytendalöggjöf ann- arra Norðurlanda. Einnig er ábyrgð- artími seljenda mjög stuttur, eða að- eins eitt ár. Neytendur Þetta hafði þær afleiðingar að steypustöö var firrt ábyrgð vegna galla í steinsteypu en þeir komu ekki fram fyrr en ársfresturinn var hðinn. Þótt viðurkennt væri í Hæstarétti að gallinn væri sök framleiðandans þá var^niðurstaða dómsins sú að um steypu gilti eins árs ábyrgð, rétt eins og á öðrum lausafjármunum. Ábyrgð seljanda Samkvæmt lögunum er seljendum heimilt að gera við hlut á eins árs ábyrgðartíma stendur en ekki skylt að afhenda nýjan. Þetta getur verið sérlega bagalegt ef um fatnað er að ræða eða skylda vöru. Neytendasíðu hafa borist nokkur mál sem eru glöggt dæmi um þetta í framkvæmd. Fyrst skal neftia skó sem keyptir voru hjá Axel Ó. Er konan sem þá keyptí var búin að ganga í þeim í nokkrar klukkustundir rifnaði leðr- ið. Konan vildi fá þeim skipt en fékk það ekki. Verslunin gerði við skóna. Viðgerðin var vel af hendi leyst. Skómir voru hins vegar orðnir of þröngir. Konan fór aftur og vildi fá þeim skipt en fékk þau svör að hægt væri aö víkka þá út. Þar með var þohnmæði konunnar á þrotum, hún vildi ekkert vita af skónum meir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.