Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1988, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1988, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1988. 19 Sviðsljós FH skaut KÞ ref íyrir rass FH sigraði lið Kaupfélags Þingey- inga í úrslitum spumingakeppni Slysavamardeildar kvenna á Húsa- vík fyrir skömmu. Og er ef til vill rétt að taka það fram strax að FH á Húsavík er ekki það sama og FH í Hafnarfirði og um ólík fyrirbæri að ræða. FH á Húsavik er sem sé Fisk- iðjusamlag Húsavíkur. Spumingakeppni þessi var haldin í fiáröflunarskyni fýrir Slysavamar- deild og var um leið tilraun til að brydda upp á nýjum fjáröflunarleið- um og hverfa frá hefðbundnum kökubasar og öðrum slíkum uppá- komum. Þessi tilraun tókst hið besta, 6 fyrirtæki sendu lið til keppni, sem var með líku sniði og „Hvaö held- Hið frækna sigurlið FH á Húsavik. DV-mynd JS urðu?“ þættir Sjónvarpsins. Þekking keppenda kom ýmsum á óvart, þar sem þama vora einkum Þingeyingar á ferð. Lögreglan til dæmis var lista- vel að sér í landafræði, starfsfólk FH fimafrótt um poppmál og kaupfé- lagsmenn kimnáttiunenn á sviði al- þjóðastjómmála. En þegar upp var staðið reyndust FH-ingar spakastir allra í keppninni og hlutu að launum Garðarsbikarinn, sem sérstaklega var smíðaður fyrir þessa keppni. Og nú era að sjálfsögðu uppi hug- myndir um að efna til spuminga- keppni næsta vetur um titil Húsavík- urmeistara, með þátttöku sem flestra fyrirtækja á Húsavík. Stýrimenn framtiðarinnar í „brúnni“. Þelr eru frá yinstri: Þorsteinn Gests- son, Karl Kjartansson, Gisli Jón Kristjánsson, Ólahir Ásberg Árnason, Pálmi Halldðrsson, Guðmundur Konráðsson, Friðrlk Jóhannsson og Kristján Guöjónsson. DV-mynd BB Siginjón J. Sigurðsson, DV, fsafirði: Prófum er nú lokið eða rétt lokið í öllum skólum landsins. Stýri- mannaskólinn á ísafirði, sem heitir eftir flutning í húsnæði Mennta- skólans á Torfiiesi, „Skipstjómar- og stýrimannabraut Menntaskól- ans á ísafirði“, er engin undan- tekning þar frá. Þar þreyttu 8 strákar próf úr námsefni vetrarins. Fréttaritari DV leit inn í skóiann fyrir skemmstu. Þá vora strákam- ir á námskeiöi í fyrstu hjálp sem Hjálparsveit skáta hafði umsjón með. Þeir gáfú sér þó tfma til að koma sér fyrir í „brúnni" fyrir ljós- myndarann. Frá afhendingu fyrsta bindis Æviskráa MA-stúdenta. Gunnlaugur Haralds- son ritstjóri er lengst til vinstri, Knútur Óskarsson formaður útgáfustjórnar í miðið og lengst til hægri Jóhann Sigurjónsson skólameistari. DV-mynd gk-Akureyri. Fyrsta bindi Ævi- skráa MA-stúdenta Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Fyrsta bindi Æviskráa stúdenta frá Menntaskólanum á Akureyri er komið út, og var fyrsta eintakið af- hent Jóhanni Sigurjónssyni skóla- meistara. Það eru stúdentar sem útskrifuðust frá MA árið 1973 sem standa að útg- áfu æviskrárinnar, og nær fyrsta bindið yfir stúdenta frá 1927 til 1944. Ritstjóri er Gunnlaugur Haraldsson og afhenti hann bókina ásamt Knúti Óskarssyni, formanni útgáfustjóm- ar. Stúdentarnir, sem útskrifuðust frá MA árið 1973, ákváöu á 10 ára stúd- entsafmæli sínu að minnast skólans með því að annast samantekt og út- gáfu á æviskrám MA-stúdenta á tímabilinu 1927-1973 eöa fram að þeim tíma er þeir útskrifuðust sjálf- ir. Sú ákvörðun var tilkynnt skóla- meistara, kennurum og gestum í Akureyrarkirkju 17. júní 1983 með afhendingu sérstaks gjafabréfs þar sem þessi fyrirheit voru skjalfest. Jafnframt lögðu stúdentar fram ákveðna fjárhæð hver og einn í stofn- sjóð, sem ætlaö var að standa undir kostnaði við undirbúning útgáfunn- ar. „Það vora margir efms um að þetta verk myndi takast, en þessi síðasti árgangur „týndu kynslóðarinnar" hefur svo sannarlega kveöiö þær svartsýnisraddir í kútinn," sagði Jó- hann Siguijónsson skólameistari er hann veitti bókinni viðtöku. Áætlað er að bindin verði alls fimm. talsins. Næsta bindi kemur út um næstu jól og fyrirhugað er að öll bindin fimm verði komin út árið 1993. Skóladagur í Eyjum Ómar Garðaisson, DV, Vestmannaeyjum: Skóladagur Bamaskólans og Hamarsskóla hér í Vestmannaeyj- um er orðinn árviss, fastur liður í starfi skólanna. Þá er uppskera vetrarins sýnd almenningi, smíðis- gripir, saumaskapur aUs konar og reynt að sýna fram á aö fleira á sér staö innan veggja skólanna en seta yfir bókum. Dagurinn var að þessu sinni fyrst í maí og byijaði með sameiginlegu knalli í íþróttamiöstöðinni, þar sem nemendur og kennarar brugðu á leik. Síðdegis vora skólamir opnir almenningi og íjölmenntu bæj- arbúar í þá báöa og nutu þar gest- risni nemenda og kennara. Boðið var upp á veitingar og margt var til skemmtunar, m.a. lék lúðrasveit frá Akranesi í barnaskólanum við góðar undirtektir og margt fleira var þar til gamans gert. Það var fjölmenni í skólunum og fylgst með af áhuga. DV-mynd Ómar Ólyginn sagði... Bruce Springsteen voldugri en páfinn?. Það segir alla vega kaþólski presturinn frá bandaríkjunum, Andrew Gree- ley, því söngvar Springsteens fjalli oft um trúarleg málefni eins og syndina, freistingar, fyrirgefn- ingu, líf, dauða og von, og á máh sem almenningur skilur. Páfinn aftur á móti flytji ræður sem ná ekki til fjöldans og notar samlík- ingar sem fólk á erfitt með að setja í samhengi og skilja. Bruce Springsteen er því kaþólsku trúnni mikilvægari en sjálfur páfinn. Sarah Ferguson tók nýlega að sér að koma fram í fræðslumynd sem gerð var í Englandi, sem gegnir því hlut- verki að vera fræðslumynd um krabbamein og hvernig skuli helst bregðast við því. Aðstand- endur myndarinnar vonast til að geta halaö inn rúma sex milljarða króna á tiltækinu, en hún verður sýnd víðs vegar um Stóra-Bret- land í kvikmyndahúsum á undan kvikmyndasýningum. Benny Hill - frægur sjónvarpsmaður og grínari í Bretlandi - er maður sem lítið ber á í hversdagslífinu. Eftir alla skemmtiþætti sína á hann eignir sem eru metnar á rúmlega hálfan mifijarð, en hann lætur það hafa lítil áhrif á líf sitt. Hann notfærir sér ekki á neinn hátt þetta mikla ríkidæmi sitt, býr í húsi af veiyulegri stærð og fer á hveijum degi gangandi lang- ar leiðir í búðir til þess að kaupa í matinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.