Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1988, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1988, Síða 16
16 FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1988. Spunungin Heldurðu að Suðurlands- skjálftinn sé á leiðinni? Friðjón Viðarsson: Nei, mér finnst engar likur til þess. Gunnar Th. Gunnarsson: Nei, hann er ekki á leiðinni. Ingibjörg Valgeirsdóttir: Já, við er- um búin að bíða svo lengi eftir hon- um. Jón Gíslason: Nei, ég held ekki. Þetta er bara draumur. Kristín Kristjánsdóttir: Ætli það nokkuð. Nei, ég held bara ekki. Ingvar Steinarsson: Já, auðvitað kemur hann. Það er bara spuming hvað þarf að bíða lengi eftir honum. Lesendur Það myndi losa heilmikið af dagheimilisplássum að greiða mæðrum mismun þann sem ríkið greiðir þessum stofn unum, segir m.a. í bréfinu. Greiðum mæðrum mismuninn Kristín Jónsdóttir skrifar: Mig langar til að koma þeirri spumingu á framfæri hvers vegna ekki er hægt að greiða einstæðum mæðrum beint í þeirra vasa þann mismun sem ríkið þarf að greiða vegna dagheimila eða einkagæslu svo að þær gætu þá verið heima með börnin. Það myndi losa heilmikið af dagheimihsplássum og þá þyrfti ekki að byggja eins mörg dagheimili og nú virðist vera raunin. Einstæð móðir með tvö eða þrjú börn hefði kannski meiri peninga á milli handanna, fengi t.d. 10 þúsund krónur með hverju bami og gæti verið heíma fremur en að vinna úti fyrir kannski 40-50 þúsund krónur á mánuði og þarf að greiða pössun. Og þá er ekki minnst á alla þá þreytu og allt það stress sem því fylgir. Það eru ábyggilega margar mæður sem kysu frekar aö ala börnin upp sjálfar, jafnvel fyrir minni pening. Þetta ætti að vera frjálst val. Ég er þess einnig fullviss að margar mæð- ur eru sjónarmiðum mínum fylgj- andi og kannski vantar ekki nema herslumuninn ef þær knýja á um að fá hér breytingar á. Ég hef talað við aðila hjá Félagsmálastofnun Reykja- vikur um þetta en þar er engin hald- góð svör að fá. Þess vegna skora ég á mæður, sem þessu eru fylgjandi, að láta í sér heyra. Lesendasíða DV hafði samband við Tryggingastofnun ríkisins og þar var ekki um önnur svör að ræða en þau að þar væri fylgt þeim reglum sem um greiðslur af þessu tagi gilda. Þetta væri lögbundið. - Alþingi ætti því að vera rétti vettvangurinn fyrir umfjöllun um máhð eftir þrýsting frá einstæðum mæðrum ásamt þeim sem vilja knýja á um breytingar í þessum efnum. Lómb fyrir tófii og mink Halldór Björnsson skrifar: Hinn vestræni heimur er allur að kafna undir offramleiðslu landbún- aðarvara og frekar er afurðunum brennt en en að gefa matvæhn hinum sveltandi frumstæðu þjóðum. Mér finnst því að við ættum að lóga sem mest af búfénaðinum og farga hon- um fyrir tófuna og minkinn en ekki urða hann eins og Jón Baldvin lagði til. Þaö sjá ahir að þetta er miklu ódýrara. Sérstaklega finnst mér að lóga eigi á þeim svæðum þar sem einhverjar pestir hafa htjáð skepnurnar en ég held að einhver pest sé á hverju ein- asta sauðfjárveikivamarsvæði. Er ekki verið að vandræðast út af fóður- skorti fyrir tófuna og minkinn? Tengsl íslands og V-Þýskalands: Blásið lifi í samskiptin Aðalsteinn Jónsson skrifar: Ég var að hlusta á þaö í fréttum ríkissjónvarpsins að nýkjörinn for- seti vor hefði þegið boð forseta Sam- bandslýðveldisins Þýskalands um opinbera heimsókn snemma í næsta mánuði. Ekkert er nema gott um þetta boð að segja, enda eigum við vinsamleg samskipti og talsvert mik- il viðskipti við þetta Mið-Evrópuríki. í fylgd með forseta vorum verður svo frítt fóruneyti, þ. á m. ráðherra utanríkismála, samkvæmt venju, kannski líka matreiðslumeistari til að vera til taks ef matur gestgjafa skyldi ekki smakkast sem skyldi, en einnig fimm blásarar, svokallaður blásarakvintett. Ég hef verið að velta því fyrir mér hvaða hlutverki hann eigi að þjóna. Skyldi þessum blásara- hópi vera ætlað að gegna kynningar- hlutverki við inngöngu gesta í mót- tökusah eða eiga að þjóna sem skemmtiatriði undir borðum. Mér finnst það ekki við hæfi í boð- um að koma með matfóng meö sér eða annað tillegg og nota í veislunni. Hér er um opinbera heimsókn að ræða, boð erlends þjóðhöfðingja, og gestgjafinn er sá sem leggur til það Frá Bonn, höfuðborg Sambandslýðveldisins Þyskalands. - Bréfritara finnst ekki við hæfi að forseti okkar fari þangað í fylgd blásarakvintetts. sem boðið er upp á. Ég hef ekki orð- ið var við það að tignir gestir, sem hingað koma, hafi með sér skemmti- krafta eða matfóng til að bjóða upp á, og finnst því ekki við hæfi að for- seti vor fari til Bonn með blásara- kvintett upp á arminn. - Nema svo brýna nauðsyn þyki bera til aö blása lífi í samskiptin milli þessara ríkja að það verði ekki gert nema með lúðraþyt, beint í æð! Á kosninganótt Ragnar Pétursson hringdi: Það var ýmislegt skemmtilegt sem koma fram í umræðum og viðtölum við gesti sjónvarpsins á kosninga- nótt. Ekki síst það sem fram kom hjá Páh Líndal lögmanni er hann lýsti á skemmtilegan hátt ýmsum viðbrögð- um og uppákomum úr talningu hjá kjörstjórn í kosningum fyrri ára. Það sem mér fannst skemmtilegast var það er hann lýsti hvemig halda má þjóðinni spenntri fyrir talningu at- kvæða, ef tölurnar eru látnar berast með sem jöfnustu hlutfahi. Einhvern hef ég heyrt segja að það geti nú orkað tvímælis hvort leyfilegt sé að fara þannig að en ég held aö þetta hljóti að vera alfarið í höndum kjörstjórnar og hafi ekkert að gera með lagaákvæði, til né frá. En vissu- lega er það meira spennandi að fylgj- ast með kosningum sem eru tvísýn- ar, þótt svo undir lokin hljóti ávallt að koma fram hin endanlega niður- staða. Það hefði t.d. komið svipur á marga núna í þessum kosningum ef fyrstu tölur úr Reykjavík hefðu hljóðað eitt- hvað á þessa leið: Sigrún 1450 at- kvæði - Vigdís 1550 atkvæði! - En varla hefði þetta verið gerlegt nema í allra fyrstu kosningatölunum. En gera menn sér í hugarlund hvílíku uppnámi slíkar fyrstu atkvæðatölur hefðu valdið? Þetta er þó alveg við hæfi því þjóðin tekur kosningar allt- af mátulega alvarlega og er sem bet- ur fer ekki uppnæm fyrir niðurstöð- um, nema á yfirborðinu. Hér eru fleiri ökufantar sem þrengja sér inn i bílaraðir á keyrslu, segir hér. Vaxandi umferðarþungi G.H. hringdi: í DV 27. júní birtist lesendabréf undir fyrirsögninni „Bílaíjölgun í umferð eðlileg" þar sem ræddur var umferðarþungi bifreiða hér á landi. Það sem við erum ekki sammála um er það að álagsþunginn er orðinn svo mikill að sem dæmi að taka kemst maður við ihan leik frá Sunnutorgi (við Langholtsskóla) að Kalkofns- vegi. Það getur tekið allt'að þremur kortérum að fara þessa leið á mesta álagstímanum sem er frá kl. 12.45- 14,00. Ég var staddur í Hamborg í Þýska- landi í febrúar sl. og þar hefur álags- þunginn ekki merkjanlega orðið neitt meiri frá árinu 1960 þegar ég var þar síðast og það staðfesti kunn- ingi minn frá Altona, en við hann ræddi ég þetta fyrr á þessu ári. Ég hef fylgst vel með aukningu ökutækja hér á landi og fullyrði að hún hefur orðið geysileg, t.d. nfina sl. ár. Einnig er á það að líta að hér eru mun fleiri ökufantar, t.d. á þann hátt að þrengja sér inn í bílaraðir á keyrslu en það verður maður ekki var við erlendis. Umferðarmenning er því meiri þar en hér. Því staðhæfi ég að umferðin hér hafi ekki mikið batnað. Ef þessi þró- un heldur áfram sé ég ekki betur en stefnt sé í algjört ófremdarástand sem kann að leiða th þess að við ráð- um ekki lengur við það og róttækra ráðstafana þurfi við svo að hér ríki svipað ástand og víðast annars stað- ar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.