Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1988, Page 35

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1988, Page 35
FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1988. & dv LífsstQl Náttúrulækningafélagið hálfrar aldar gamalt Heilsuhælið i Hverargerði. Alltaf eru um 800-1200 manns á biðlista en árlega dvelja á hæiinu 180 gestir. menntaðs starfsfólks. Hælið hefur eina sundlaug og geta gestir synt að vild. Síöast en ekki síst hafa svoköll- uð leirböð gefið góða raun, en þar er einnig leitað á náöir náttúrunnar. Framtíóarmarkmið í framtíðinni er áætlaö að enn fleiri geti nýtt sér þjónustu heilsuhælisins. Hugmyndir eru um aö koma upp smáhýsum á lóö hælisins sem leigð verða út. Gestir geta svo nýtt sér alla þjónustu sem heilsuhælið hefur upp á að bjóöa. Einnig verður sett upp kennslueldhús þar sem gestir læra gerð jurtarétta. Heilsuvernd í nýjum búningi Náttúrulækningafélagið gefur út blaðið Heilsuvemd. Það hefur nú verið stækkað og efnisval gert fjöl- breyttara. Ætlunin er að blaðið nái meiri útbreiðslu og höfði til fleira fólks. Nú er efni blaðsins mun al- mennara en það var áður og verður selt í lausasölu í bókaverslunum. Fjallað er um fæöu og hreyfingu. í nýjasta heftinu er grein um mat og krabbamein. Einnig er grein um of- fitu og fleira sem lýtur að tengslum matar og heilsu. -JJ Nýlega varð Náttúrulækningafélag íslands (NLFÍ) 50 ára. Af því tilefni hefur félagið gert nokkra uppstokk- un á starfsemi sinni. Markmiðið er að gera fleiri meðvitaða um heilsu og heilbrigða lífshætti. Á blaðamannafundi, sem haldinn var af þessu tilefni, rakti forseti fé- lagsins, Jónas Bjarnason, nokkra þætti í starfsemi félagsins. Það kom fram í máli hans að á þeim ámm, sem félagið hefur starfað, hafa æ fleiri tekið undir markmið félagsins. í því sambandi minntist hann á markmið ríkisins sem kallast „Heilbrigði fyrir alla árið 2000“. Matur Starfsemi NLFÍ og annara hhð- stæöra félaga gengur út á forvarnar- starf. Hollir lífshættir, gott mataræði og góð hreyfing eru undirstaða heil- brigðs líkama og sálar. Sjúkrahús eigi að þjóna fólkinu sem viðgerðar- stofnanir. En forvarnarstarfið er í höndum hvers og eins. 800-1200 manns á biðlista NLFÍ rekur heilsuhæli í Hvera- gerði. Þar hefur orðið mikil aukning á húsnæði og fyrirsjáanleg er enn meiri aukning. Árlega eru dvalar- gestir um 180 að meðaltali. Biðlisti hefur alla tíð verið mjög langur eða um 800-1200 manns. Dvalargestir koma á heilsuhælið af mörgum or- sökum. Flestir eru í endurhæfingu vegna afleiðinga sjúkdóma eða slysa. Aðrir eiga viö offituvandamál að stríða. Heilsuhælið er rekið með markmið félagsins að leiðarljósi. Allur matur er eingöngu úr jurtaríkinu. Allt grænmeti er lífrænt ræktað, þ.e. að engin eiturefni eða aukefni eru notuð viö ræktunina. Heilsuhælið er sjálft með ræktun og framleiðir grænmeti sem dugar helming ársins, annað er keypt. Fólk í endurhæfingu stimdar ýmsa þjálfun undir leiðsögn sér- c_ Hollir lífshættir - gott mataræði Matarmikil sumarsalöt Yfir sumartímann, þegar fólk vill eitthvað fljótlegt og létt í maga, er upplagt að útbúa salöt. Undirstaö- an er nýtt, hrátt grænmeti sem blandað er ýmsum öðrum fæðuteg- undum eins og fiski og eggjum. Skolið allt grænmeti vel undir köldu vatni og látið renna vel af því á eldhúspappír. Virginusalat 1 höfuð jöklasalat 3 tómatar Vi agúrka y 6 harðsoðin egg 4 stórar kartöflur, soðnar og kaldar ferskt dill Salatsósa 3 msk. salatolía 1 msk. edik 'á tsk. sinnep 'á tsk. sykur salt og pipar Skerið jöklasalatið í strimla. Agúrka, tómatar og kartöflur eru skorin í sneiðar. Skeriö eggin í helminga eða báta. Öllu blandað varlega saman og sósunni hellt yfir. Berið salatið fram með grófu brauði. Þetta salat á vel við með fiski eða grilluðu kjöti. Jöklasalat með papriku 1 höfuð jöklasalat 1 stórt avokado 1 rauð paprika 1 gul paprika 14 fennel Skerið jöklasalatið niður í strimla. Takið kjamann innan úr paprikunum og skerið í þunnar sneiðar. Skerið avokadóið í tvennt og takið kjarnann úr. Afhýðið það og skerið í sneiðar. Öllu er blandað varlega saman og salatsósunni hellt yfir. Salatið er mjög gott með góðu, grófu brauði eða reyktum fiski eða kjöti. Kínakálssalat með eplum /i höfuð kínakál 2 sellerístilkar 2 eph 1 rauð paprika salatsósa 1 dós sýrður rjómi 1 /i msk blaðlaukssúpa (úr pakka) safi úr /i sítrónu Skerið kínakálið í strimla. Sell- erístilkarnir eru sneiddir smátt. Skerið eplið í litla teninga óg papr- ikuna í sneiðar. Súpuduftinu er blandað út í sýrða rjömann og sítr- ónusafanum hrært saman við. Sal- atsósunni er hrært saman við grænmetið. Skreytt með klipptum graslauk. Salatið er gott með grófu brauði eða köldu kjöti. Grænmetissalöt eru oft matarmikil og góð með nýju, grófu brauði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.