Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1988, Page 38

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1988, Page 38
38 FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1988. Lífsstm Koli í örbylgjuofni: Sérlega ljúffengur Fiskur, sem eldaöur er í ör- bylgjuofni, er sérlega ljúffeng- ur. Bragðgæðin haldast mjög vel því litið þarf af vökva. Upp- skriftirnar, sem fara hér á eftir, eru allar ætlaðar fyrir fjóra. Nota má hvaða tegund af kola sem er eöa smálúðu. í upp- skriftunum er gert ráð fyrir að fiskurinn sé roðflettur en auð- vitað má halda roðinu ef vill. Matur Koli með lime og chili- pipar 800-900 g röðflett kolaflök 21ime (eða sítrónur) 1 grænn chili-pipar, sneiddur örþunnt 2 msk. smátt saxaður graslauk- ur (eða eftir smekk) 2msk. smjör saltogpipar Bræðið smjörið á hæsta styrk í ca. eina mínútu í stóru fati. Setið fiskinn í fatið og eldið í 30 sek. á hvorri hhð á hæsta styrk. Takið fiskinh úr fatinu oghaldiðheitum. Rífið börkinn af öðrum lime- ávextinum (sítrónunni) og af- hýðið alveg inn að kjöti. Skerið ávöxtinn í mjög þunnar sneið- ar. Kreistið safann úr hinum ávextinum í feitina. Setjið þunnt sneiddan chili-piparinn saman við og eldið á hæsta styrkí30sek. Blandið rifnum berki og gras- lauk saman við og hellið yfir fiskinn áður en hann er borinn fram. Skreytið með ávaxta- sneiöunum. Koli með lime og chili-pipar og koli með appelsinusósu Tiiraunaeldhús DV: Sólkoli með jógúrtsósu Rétturinn tilbúinn og borinn fram með soðnum kartöflum og grænmeti. DV-myndir JAK í þennan rétt notuðum við sólkola en nota má hvaöa kolategund sem er. Áæthð minnst 200 g af fiski á mann. Kolinn er flakaður en hrygg- urinn er snyrtur og soðinn með til að fá bragðmeira soð í sósuna. Upp- skriftin er miðuö við 2 heila kola en ef þeir eru litlir má bæta við flökum. Eflaust er hægt að fá fiskinn flakaðan hjá fisksalanum og hryggina með. Hryggir úr flatfiski eru mjög góðir til að gera úr fisksoð sem síðan má frysta. 2 flakaðir kolar (800 g) 1 lítill laukur, smátt saxaður 1 /i dl þurrt hvítvín (mysa) 1 /i dl vatn salt og pipar Fiskurinn tekinn úr ofninum og bein- unum hent. Klippið ugga og sporð af hryggnum og leggið hann i mótið. Vökvanum hellt yfir. Sósa 225 g ferskir sveppir 75 g smjör safi úr 'A sítrónu 40 g hveiti 3 dl jógúrt Ofan á fiskinn 2 msk. brauðmylsna 2 msk. parmesanostur Roðrífiö flökin (takið a.m.k. dökka roðið, ljósa roðið má vera á) og legg- ið fiskinn í ofnskúffu eða eldfast mót. Stráið fint söxuðum lauknum yfir fiskinn, saltið og piprið. Hellið blöndu af vatni og hvítvíni (mysu), samtals 3 dl, yfir fiskinn. Leggið hryggina með í skúffuna og lokið með álpappír. Lokiö meö álpappír og bakið fiskinn í ofninum í 10-20 mínútur eftir stærð. Sjóðið fiskinn í ofninum í 10-20 mínútur, allt eftir þykkt flakanna. Gætið þess vel að fiskurinn ofsjóöi ekki. Þegar fiskurinn er nægilega soðinn er hann færður á ofnfast fat og haldið heitum. Beinunum er hent frá og soðið síað. Sósan: Bræðið smjörið í potti og steikið sveppina. Kreistið safann úr sítrón- unni yfir. Stráið hveitinu yfir og hrærið. Jafnað út með soðinu og jóg- úrtinni. Helhð sósunni yfir fiskinn. Stráið brauðmylsnu og parmesanosti yfir. Setjið nokkrar smjörklípur yfir og bakið undir grilli þar til osturinn er gulbrúnn. -JJ Fiskurinn er lagður i eldfast mót eða ofnskúffu. Lauknum stróð yfir og kryddað með salti og pipar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.