Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1988, Page 42

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1988, Page 42
42 FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1988. Jarðarfarir Útför Ásgríms Sigurðssonar, fv. skip- stjóra, frá Siglufiröi, fer fram föstu- daginn 1. júlí kl. 13.30. Útfór Svavars Guðnasonar, listmál- ara, verður gerö frá Dómkirkjunni föstudaginn 1. júlí kl. 15. Sigríður Kristín Ragnarsdóttir, Beykihlíð 27, andaðist á heimili sínu 20. júní. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ingibjörg Signý Frímannsdóttir (Lilla), Holtabraut 10, Blönduósi, verður jarðsungin frá Blönduós- kirkju laugardaginn 2. júlí kl. 14. Vilmunda Einarsdóttir frá Vest- mannaeyjum, Meöalbraut 4, Kópa- vogi, verður jarðsungin frá Landa- kirkju í Vestmannaeyjum laugar- daginn 2. júlí kl. 14. Sólveig Sigurðardóttir frá Ási, Hringbraut 55, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 1. júlí kl. 13.30. Guðrún Magnúsdóttir frá Keldudal, Hólmagrund 11, Sauðárkróki, er andaðist 26. júní, verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 2. júlí kl. 13.30. Þorkell Sigurbjörn Guðvarðarson, Álftamýri 50, Reykjavik, sem lést þann 22. júní sl., verður jarðsunginn frá Háteigskirkju þann 1. júlí kl. 13.30. Andlát Guðmunda Guðbjörnsdóttir, Arnar- hrauni 35, Hafnarfirði, lést 27. júní. Jón Nordgulen Magnússon, Garða- vegi 14, Hafnarfirði, er látinn. Ingvar Þorláksson, Kirkjubraut 6, Höfn, Hornafirði, lést aðfaranótt 28. júní. Úlla Sveinsson lést í Landspítalanum 29. þessa mánaðar. Árný Jóhannesdóttir, Álfhólsvegi 125, Kópavogi, lést í Landakotsspítala 27. júní. Tilkyimingar Nemendum fjölgar um þriðjung á Bifröst Aðsókn að nýja Samvinnuskólanum á háskólastigi hefur reynst miklu meiri en við var búist. Umsóknarfresti um skóla- vist á Bifröst næsta vetur lauk 10. júní sl. Gert er ráð fyrir að 83 nemendur verði á Bifröst næsta vetur og eru það u.þ.b. þriðjungi fleiri en voru á sl. vetri. Til þess að hýsa nemendur hefur skólinn útvegað íbúðir í sumarbústöðum nærri Bifröst og einnig leiguherbergi í nágrenn- inu. Þrátt fyrir þetta reyndist óhjá- kvæmilegt að hafna tæpum þriðjungi umsókna, einkum vegna húsnæðis- skorts. í stúdentaárgangi næsta vetur verða 29 nemendur, í frumgreinadeild verða 19 nemendur og í rekstrarfræða- Fulltrúastaða í utanríkisþjónustunni Staöa háskólamenntaðs fulltrúa í utanríkisþjónustunni er laus til umsóknar. Laun eru samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist utanríkisráðuneytinu, Hverfisgötu 11 5, 150 Reykjavík, fyrir 15. júlí 1988. Utanríkisráðuneytið Reykjavík, 28. júní 1988 Fréttir_______________________________rx Heimsbikarmótið: Kasparov vann fjórðu skákina í röð - Jóhann og Ribli gerðu jafntefli Jóhann Hjartarson og ungverski stórmeistarinn Zoltan Ribh gerðu jafntefli í 55 leikjum í 12. umferð heimsbikarmótsins í Belfort í Frakklandi. Að sögn Jóhanns lenti hann í erfiðleikum eftir byijunar- leikina en náði að snúa á Ungverj- ann í tímahraki. Jóhann náði síðan mjög góðum færum en missti þráð- inn og Ribh tókst að halda sínu. Heimsmeistarinn Garrí Kasp- arov og- Eistlendingurinn Jahn Ehlvest voru í tveim efstu sætun- um fyrir umferöina. Innbyrðisvið- ureign þeirra lyktaði með sigri Kasparovs, sem hefur þá unnið fiórar skákir í striklotu og er einn efstur - hálfum öðrum vinningi fyrir ofan Karpov. Ehlvest tefldi ágætlega framan af skákinni en lenti í tímahraki og lék þá taflinu niður. Öðrrnn skákum 12. umferðar lauk með jafntefli nema hvað Hol- lendingurinn seinheppni, Jan Tim- man, tapaði enn, nú fyrir Englend- ingnum Speelman. Kasparov hefur hlotið 9,5 v. og Karpov kemur næstur með 8 v. Ehivest hefur 7,5, Sokolov, Spassky og Hubner hafa 7, Ribli hefur 6,5, Short 6, Speelman 5,5, Jusupov, Nogueiras og Andersson 5, Jóhann, Skák Jón L. Árnason Ljubojevic og Beljavsky 4,5 og Tim- man rekur lestina meö 3,5 v. í dag verður 13. umferð tefid og þá hefur Jóhann hvítt gegn Hubner. Heimsmeistarinn Ka- sparov hefur svart gegn Short og Karpov hefur svart gegn Speelman. Andersson fær útreið Þótt Eistlendingurinn Ehlvest hafi misst flugið í síðustu umferð- um hefur hann engu að síður kom- ið á óvart fyrir einkar líflega og sóknharða taflmennsku. Á hinn bóginn er Svíinn Ulf Andersson þekktur fyrir nákvæmni og gætni. Hann er laginn við að „nudda” skákir af mótherjanum og á marg- ar slíkar í safninu. Er þessir tveir meistarar áttust við í Belfort varö beinskeyttur skákstíll Ehlvests ofan á. Elstu menn muna ekki eftir að Anders- son hafi hlotið aðra eins útreið. Dæmið sjálf: Hvítt: Jahn Ehlvest Svart: Ulf Andersson Sikileyjarvörn. 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rc6 5. Rc3 a6 6. Be2 Dc7 7. f4 Rxd4 8. Dxd4 b5 9. Be3 Bb7 10. 0-0-0 Hc8 11. Hd2 Rf6 12. B£3 Be7 13. Hhdl 0-0 14. e5 Bxf3 15. gxf3 b4 16. ex£6 bxc3 17. Hg2! Db7 18. Hxg7+ Kh8 I x » m lii&i i á A Á. A A á A A s ABCDEFGH 19. Hg8+!! Og eftir þessa sleggju gafst And- ersson upp. Ef 19. - Kxg8 20. Hgl + Kh8 21. fxe7 með fráskák og hvítur verður manni yfir, eða 19. - Hxg8 20. fxe7+ Hg7 21. Hgl Dxb2+ 22. Kdl Dbl+ 23. Bcl Hg8 24. Dxg7 + Hxg7 25. e8 = D+ og mát í næsta leik. -JLÁ Nú er hægt að hringja inn smáauglýsingar og greiða með korti. vm Þú gefur okkur upp: Nafn þitt og heimilisfang, sfma, nafnnúmer pg ; \ ____________ gildistíma og núme 'r" greiðslukorts. • Hámark kortaúttektar I slma kr. 4.000.- . ElJEtOCARO 'V-—I.....) ÞVERHOLTI 11 SÍMI 27022 deild á háskólastigi verða 35 nemendur. Unnið er að undirbúningi næsta skólaárs og er ein staða kennara í viðskiptagrein- um laus til umsóknar. Félag eldri borgara Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3, í dag. Kl. 14 frjáls spilamennska, t.d. bridge eða lombert, kl. 19.30 félagsvist, hálft kort, kl. 21 dans. ATH. skrifstofan verður opin kl. 10-14 frá 1. júlí tú 2. ágúst. Ferðalög Útivistarferðir Dagsferðir: Laugardagur 2. júlí Ul. 8: Hekla. Gangan tekur 7-8 klst. Verð kr. 1.400. Sunnudagur 3. júlí kl. 8: Þórsmörk. Verð kr. 1.200. Einnig tilvalin ferð til sumardvalar, t.d. frá sunnudegi til miö- vikudags. Strandganga í landnámi Ingólfs, 16. ferð A og B: Háleyjaberg - Arfadalsberg - Hópsnes. A kl. 10.30: Háleyjaberg - Hópsnes. Gengið um Mölvík, Staðarberg og Gerðis- tanga. B kl. 13: Arfadalsvík - Hópsnes. í gönguna mætir staðkunnugt fólk og fræðir um leiðina. Skemmtileg gönguleið. Missið ekki af strandgöngunni. Viður- kenning veitt fyrir þátttöku. Brottför frá BSÍ, bensínsölu (kl. 13.15 v/Sjóminjasafn- ið í Hafnarfirði). Verð kr. 900, frítt f. böm m. fullorðnum. Miðvikudagur 6. júlí kl. 20: Lundeyjar- sigling - Viðey. Sjáumst. Helgarferðir 1.-3. júlí: 1. Þórsmörk. Gist í skálum Útivistar í Básum. Fjölbreyttar gönguferðir. Ath. Básar em tilvalinn sumardvalarstaður fyrir alla fjölskylduna. Kynnið ykkur af- sláttarkjörin. 2. Eiríksjökull. Gengið á jökuhnn. Einn- ig skoðaöur Surtshellir, farið að Húsa- felli og víðar. Sértilboð til nýrra félags- manna á ársritum Útivistar frá upphafi, kr. 5.780 fyrir 13 rit (ársrit 1988 inni- falið). Upplýsingar og farmiðar á skrif- stofu, Grófinni 1, símar 14606 og 23732. Sjáumst. Ferðafélag íslands Dagsferðir: Laugardagur 2. júlí kl. 8: Baula - Bjarn- ardalur - Bjarnardalsá. Baula er keilu- myndað líparítfjall (934 m) vestan Norð- urárdals, við sýslumörk Dalasýslu og Mýrasýslu. Verð 1.200. Sunnudagur 3. júli kl. 8: Þórsmörk - dagsferð. Verð kr. 1.200. Sunnudagur 3. júli kl. 13: Selatangar - fjölskylduferð. Verð kr. 800. Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, aust- anmegin. Farmiðar við bíl. Frítt fyrir böm í fylgd fullorðinna. Helgarferðir 1 .-3. júlí 1.-3. júlí: Snæfellsnes - Ljósufjöll. 1.-3. júlí: Þórsmörk. Gist í Skagfjörðs- skála í Langadal. 1.-3. júlí: Fyrsta helgarferðin á sumrinu til Landmannalauga. Gist í sæluhúsi FI í Landmannalaugum. Smáauglýsing í Helgarblað þarf að berast fyrir kl. 17 föstudag!!! 27022 Tóiúeikar Kórar frá Noregi með tónleika Kór jafnaðarmanna frá Narvik, Harstad og Finnsnesi og blandaður kór frá Har- stad halda tónleika í Bústaðakirkju í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20. Mjög fjöl- breytt dagskrá um frelsi. Stjórnandi kór- anna er Tiri Bergesen. Mirmingarkort Minningarkort barnadeildar Landakotsspítala Styrktarsjóður barnadeildar Landa- kotsspítala hefur látið gera minningar- kort fyrir sjóðinn. Minningarkortin em seld á eftirtöldum stöðum: Vesturbæj- arapóteki, Garðsapóteki, Holtsapóteki, Árbæjarapóteki, Lyfjabúð Breiðholts, ReyKjavíkurapóteki, Háaleitisapóteki, Lyfjabúðinni Iðunni, Apóteki Seltjamar- ness, Hafnarfjarðarapóteki, Mosfellsapó- teki, Kópavogsapóteki; í blómaverslun- unum: Burkna, Borgarblómi, Melanóm, Seltjamarnesi, og Blómavali í Kringl- unni. Einnig em þau seld á skrifstofu og bamadeild Landakotsspítala, með af- greiðslumöguleika símleiðis gegn heim- sendingu giróseðils. Ný verslun I Stefán Haraldsson, DV, Borgamesi: Verslunin Kostakjöt, kjötverslun og vinnsla, var nýlega opnuö í Borg- amesi. í versluninni eru seldar allar almennar kjötvörur í smásölu og heildsölu. Verslunin er opin 9-18 á virkum dögum en 10-16 á laugardög- um. Eigandi og verslunarstjóri er Ingigerður Jónsdóttir kjötiðnaðar- maöur og sést hún á myndinni ásamt afgreiðslustúlku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.