Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1989, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1989, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1989. Frjálst.óháð dagblað Otgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON óg INGOLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 800 kr. Verð í lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr. Mannréttindi barna Sum vandamál þjóðfélagsins eru rædd fyrir opnum tjöldum. Einkum þau sem snúa að stjórnmálum, efna- hags- og atvinnumálum. Ef vandamálin eru ekki fyrir hendi eru þau einfaldlega búin til. Það er ekkert lát á yfirlýsingum, hótunum og innantómu gaspri um vexti, viðskiptahalla og vísitölu. Nú eru þeir jafnvel farnir að breyta verðbólgunni með breyttum vísitölum frá einum mánuði til annars, í þeirri óskhyggju að lífskjörin verði bætt með því að blekkja sjálfan sig. En það eru til önnur vandamál sem liggja í þagnar- gildi og verða jafnsár og bitur hversu oft sem lánskjara- vísitölunni er breytt. Það eru vandamál vinnuþrælkun- arinnar, hjónabandserjanna, hjúskaparslitanna, vanda- mál barnanna sem eru leiksoppar þeirra örlaga sem hinir fullorðnu skapa þeim án þess að börnin séu nokk- urn tíma spurð. Við heyrum ekki mikið um þá sorg, það sálarstríð og þá þöglu kvöl sem börn og unglingar búa við þegar heimihn eru slitin sundur og þau sjálf. Þau eiga sér heldur ekki málsvara í ríkisstjórninni og þau hafa ekki aðgang að Qölmiðlum og vildu það sennilega ekki þótt til boða stæði. Heimilin, sambúðin og barna- verndin eru feimnismál sem enginn vill bera á torg. í síðustu viku birtist kjallaragrein í DV eftir Baldur Andrésson arkitekt. Þar skrifar Baldur um opinbera barnavernd og minnir á „að á íslandi búa sjötíu og sex þúsund ungir þegnar, sem allir eiga rétt á ákveðinni hagsmunagæslu samfélagsins varðandi mannréttindi og vörn gegn andlegu og líkamlegu ofbeldi og vanvirðu frá hendi fullorðinna, innan sem utan heimila. Þessi ungmenni eiga rétt á æruvernd og því að opinberar stofnanir virði lög landsins þegar málefni ungmenna eru afgreidd.“ Höfundur minnir á að barnaverndarlögin séu orðin að stofni til fjörutíu ára gömul. Breytingar voru gerðar á þessum lögum fyrir rúmum tuttugu árum, en í rauninni erum við enn í forneskju með lög og rétt ungmenna. Mál þeirra eru að mestu leyti í höndum svokallaðra barnaverndarnefnda, tvö hundruð póhtískt skipaðra nefnda sveitarfélaga. „Þessu nefndafargani er ætlað að vera í senn málshefjandi, annast rannsókn mála, fella endanlega dóm á grunni eigin rannsóknar og framfylgja eigin niðurstöðu.“ Barnaverndarnefndir íjaha um vandamál barna og forræði þeirra þegar kemur th hjúskaparshta, auk þess sem nefndirnar hafa til meðferðar ungmenni sem lenda á glapstigum eða eiga við önnur félagsleg vandamál að stríða. Ekki er að efa að barnaverndarnefndir og barna- vemdarráð gera sitt besta og starfa af samviskusemi. En Baldur vekur athygh á því að þjóðfélagsaðstæður hafa breyst gífurlega á þessu tímabili. Hjónaskilnuðum flölgar, samfélagið er öðmvísi samansett og freistingar ungmenna em margfaldar á við það sem áður var. Núverandi kerfi hefur ekki lagað sig að þessum breyttu aðstæðum. Meðan við einblínum á mannréttindabrot úti í hinum stóra heimi gleymum við að hta okkur nær og huga að mannréttindum okkar eigin barna og unglinga og at- huga réttarstöðu þeirra þegar fjallað er um forræði yfir þeim, aðskilnað frá foreldrum, vistun á uppeldisheimil- um o.s.frv. Börnin eru þolendurnir og eiga um sárt að binda og eiga líka sinn rétt þegar þau verða leiksoppar kerfisins af völdum annarra. Barnavernd á ekki að vera feimnismál. Orð Baldurs em í tíma töluð. Ellert B. Schram Sýktur eöa ekki sýktur af alnæmiveiru getur ekki verið sanngjarn mælikvaröi á siðferðisþrek, segir m.a. í greininni. • / Þjóðfélagið og eyðni: Hver er sameigin- leg ábyrgð okkar? Sú staðreynd að einstaklingur sé sýktur (eða ekki sýktur) af alnæmi- veiru getur ekki verið sanngiam mælikvarði á siðferðisþrek hans. Margir alnæmismitaðir hafa ekki hegðað sér verr en algengt er með- al þorra fólks. Þetta á einkum við þar sem útbreiðsla veikinnar er langt á veg komin. Aðeins er hægt að tala um meiri eða minni líkur. Þetta horfir öðruvísi við um heilu þjóðlöndin. Hinn mikh fólksfjöldi tryggir að tilviljun ræður hér að- eins hlutfallslega litlu. Þar er fjöldi sýktra einstaklinga allgóður mæh- kvarði á siðferðisþrek viðkomandi þjóðar. Ekki siðferðisþrek í þröng- um viktoríönskum skilningi held- ur einnig mælikvarði á hve „dug- legir“ menn em að stinga höfðinu í sandinn eða hvort þeir tryggja sterkt eftirht og viðnám gegn far- aldrinum jafnframt því að tryggja rétt og mannúð gagnvart þeim sýktu enda eru þeir ekki smitandi í daglegri umgengni. Einnig er það kristileg skylda okkar að dæma ekki og alls' ekki með fordómum, sem oft em ekki í neinu samræmi við veruleikann. Þvi, eins og þegar er sagt, þá hefur smitað fólk ekki ahtaf hegðað sér verr en gengur og gerist. Fordómar yllu þessu fólki enn meiri sársauka .sem er nær óbærilegur fyrir. Vandinn greindur Versti þrándur í götu þess að brugðist sé hratt og rétt við aðsteðj- andi vanda er að menn fara undan í flæmingi. Hvemig er hægt að álasa hinum almenna borgara að gera slíkt þegar þeir sem ættu að vera best upplýstir um þessi mál, læknamir, virðast margir stinga höfðinu í sandinn. Það er von mín aö framvegis muni Læknasamtök- in beita sér meira og hvetja félags- menn sína og ráðamenn til dáöa. Er þá von til þess að menn fari að horfast í augu við vandann og tak- ist á við hann og hætti að eyða kröftum og tíma í að ræða hvers vegna ástandið e.t.v. aldrei verði svo slæmt og þar sem það er verst annars staðar (þar sem yfir 20% almennings er þegar sýktur)? Ég vona að þessir „bjartsýnismenn“ hafi rétt fyrir sér, en ég myndi ekki treysta á það. Dæmi um röksemdá- færslu þeirra er: 1) Það er ekki stundað vændi á ís- landi. Það er rétt en hér sem víða annars staðar er kynlíf al- gengt tómstundagaman þótt það sé ekki atvinna margra. Og tóm- stundagamanið er oft stundað undir áhrifum áfengis, þ.e. áhættan getur orðið svipuð, einkum þar sem harðsoðið at- vinnuhð er oft ahsgáð og notar verju en mikið af því notar aftur á móti eiturlyf. 2) Þaö hlýtur brátt að fmnast bólu- efni og lækning viö sjúkdómn- um. Hér má benda á hve tak: KjaUariim Sigurður Gunnarsson dr. med. htla virðingu. Ein ástæðan er tilkynningaskylda um aðra smitsjúkdóma, m.a. kvef, sem er vel til þess fallin að grafa undan virðingu manna gagn- vart faraldursfræðilegu starfi. 3) Vanfærumkonumerboðinmót- efnamæling gegn eyðni án þess að þaö sé gert að lögboðinni skyldu. Víða fara þær allar í mótefnamæhngu, annars staðar ekki. Hins vegar er tekið próf gegn rauðum hundum og sára- sótt án þess að þær séu spurðar álits á þvi. Ég býst við að ef kona bannaði að eigin frumkvæði þessi próf tæki læknir þau ekki en bókaði það sérstaklega í sjúkragögnum til að firra sig ábyrgð á slíku athæfi. „Fyrst afneita menn vandanum, síðan gera þeir lítið úr honum eða reyna að slá öllu upp í grín - telja aðgerðir ekki tímabærar eða ekki „pólitískt“ fram- kvæmanlegar.“ mörkuðum árangri hefur verið náð í lækningu krabbameins, einkum þess sem tengist reykingum. Þrátt fyrir áratuga- rannsóknir er lungnakrabba- meinssjúklingur mun verr staddur 'en sá eyðnismitaði. Fækkun dánartilfeha af völdum lungnakrabbameins í sumum þjóðlöndum er nær eingöngu að þakka virkum forvömum, þ.e. færri reykja en áður. 3) Við búum við almennar sjúkra- tryggingar og engin fátæktar- hverfi, nokkuð sem t.d. Banda- ríkjamenn og Afríkubúar geta ekki státaö cif og er okkur mjög í hag. Við nýtum þessa yfirburði okkar þó hvergi nógu vel. Lof og last Gera þarf fræðslustarfið sam- felldara, þ.e. að athygli og árvekni fólks tapist ekki mUh einstakra áróðursherferða. HeUbrigðisráöu- neytið og menntamálaráðuneytið ásamt landlæknisembættinu hafa þegar hafið undirbúning þess aö stuðla aö símenntun kennara á þessu sviði. Einnig þyrfti að miðla upplýsingum til foreldra, kennara og fjölmiðlafólks. Hjúkrunarfræð- ingar, sálfræðingar og læknar hafa rætt beint við eldri nemendur grunnskólanna. Framtak þeirra er lofsvert en því miður hafa ekki all- ir lagt sitt af mörkum: 1) Víða hafa nemendur Utla eða enga fræðslu fengið. Því er nauðsynlegt að setja þessa starf- semi í fastari skorður en nú er. 2) Margir læknar sýna tUkynn- ingaskyldu vegna kynsjúkdóma Eyðni og Titanik Hvers vegna er baráttan gegn al- næmi ekki virkari en raun ber vitni? Til þess að átta okkur á þessu gætum viö boriö saman Titanik- slysið og eyðni. Við sem þekkjum örlög Titanik af afspurn kynnum að telja slíkan samanburð fráleit- an. En farþegar Titanik myndu hafa skihð samlíkinguna. Þegar áreksturinn varð við ísjakann, sem virtist vera smájaki, kom einungis htiU hnykkur á skipið. Fyrstu klukkutímana sökk skipið aðeins óverulega. Var ástæöa til að hafa áhyggjur? Skipið var jú talið ósökkvandi. Var ekki miklu betra að taka þátt í dansi og glaumi und- ir þilfari heldur en að fara út á kaldan sjó í litlum björgunarbát- um? Síðar fór skipið að sökkva mun hraðar og tók að haUast og við slíkar aðstæður var ógjöming- ur að bjarga þorra fólks frá borði. Fyrst afneita menn vandanum, síðan gera þeir htið úr honum eða reyna að slá öUu upp í grín - telja aðgerðir ekki tímabærar, eða ekki „póhtískt" framkvæmanlegar. KaUa þá sem hvetja til björguna- raðgerða „fasista". Stuttu seinna telja þeir sömu, þá með réttu, að slíkar björgunaraðgerðir séu of seint á ferðinni. Uppgjöf er þá loka- úrræði tíl þess að komast hjá að takast á viö vandann eöa menn fara að velta ábyrgðinni hver á annan og kenna öllum öðrum um en sjálf- um sér þegar Ula fer. Sigurður Gunnarsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.