Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1989, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1989, Blaðsíða 17
16 MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1989. MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1989. 17 íþróttir Framlengt í Grindavík - þegar Grindavík vann KR, 66-60 /F_,ir Már Kárason, DV, Suöumesjum; Hjálmar Hallgrímsson tryggði Grind- víkingum framlengingu á síðustu sekúnd- unum í leik Grindavíkur og KR í Flug- leiðadeildinni í körfuknattleik í Grindavík í gærkvöldi. Hjálmar náði að jafna leikinn, 56^56. í framlengingunni höfðu Grindvíkingar undirtökin. Jafnt var 58-58 en þá skoraði Ástþór Ingason, sem lék með KR í fyrra, þriggja stiga körfu og eftir það áttu KR- ingar ekki möguleika. KR-ingar höíðu níu stiga forskot í leik- hléi, 31-40. Þeim gekk hins vegar afleitlega að flnna réttu leiðina að körfu andstæð- inganna í síðari hálfleik og skoruðu KR- ingar einungis tvö stig á síðustu níu mín- útum leiksins. Þetta var dýrmætur sigur fyrir heimamenn sem berjast um sæti í úrslitakeppninni. Hjá UMFG áttu þeir Hjálmar Hallgrímsson, Ástþór Ingason og Steinþór Helgason bestan leik en í Mði KR bar mest á Ivari Webster og Ólafi Guð- mundssyni. Stig UMFG: Steinþór Helgason 15, Hjálmar Hallgrímsson 13, Ástþór Ingason 11, Guðmundur Bragason 11, Jón Páll Haraldsson 10, Rúnar Ámason 4 og Ólafur Jóhannesson 2. Stig KR: ívar Webster 14, Ólafur Guð- mundsson 13, Matthías Einarsson 9, Birgir Mikaelsson 9, Guðni Guðnason 8, Jóhann- es Kristbjörnsson 5 og Gauti Gunnarsson 2. • Leikinn dæmdu þeir Leifur Garðars- son og Sigurður Valur Halldórsson og áttu þeir mjög góðan leik að þessu sinni. Mikið fjör á króknum - UMFT-UMFN 82-66 ÞórhaDur Ásmundsson, DV, Sauðárkróki: Gífurleg stemmning var í íþrótta- húsinu hér á Sauðárkróki í gær- kvöldi er TindastóM lék gegn íslands- meisturum Njarðvíkur í Flugleiða- deildinni í körfuknattleik. ÖrMtil eft- irgjöf heimamanna í lokin gerði það að verkum að Njarðvíkingar fóru með sigur af hólmi, 82-86. Eitt hundr- að stig voru skomð í fyrri hálfleik en staðan var þá 49-51. Leikurinn var aMan tímann mjög jafn og um 500 áhorfendur skemmtu sér vel. Heimamenn höfðu þó oftar frumkvæðiö og léku vel. En þegar þijár mínútur vom til leiksloka skor- uðu gestimir 6 stig á einni mínútu • og gerðu út um leikinn. Stig UMFT: Valur 31, Bjöm 16, Eyjólfur 13, Haraldur 11, Sverrir 5, Ágúst 4 og Kári 2. UMFN: Helgi 19, Friðrik 19, ísak 15, Teitur 15, Hreiðar 10 og Kristinn 8. Dómarar vom WilMam Jones og Sigurður Valgeirsson og stóðu sig vel. Það var hart barist í leik IR og Stúdenta í gærkvöldi. Staðan í Flugleiðadeildinni í körfuknattleik er nú þannig eft- ir leikina þrjá í gærkvöldi: ÍR-ÍS..............87-61 UMFT-UMFN..........82-86 UMFG-KR............66-60 A-riðill: Njarðvík.18 17 1 1606-1329 34 UMFG......18 11 7 1450-1333 22 Valur.....17 10 7 1458-1324 20 Þór......17 2 15 1312-1609 4 ÍS.......19 1 18 1207-1783 2 B-riðill: Keflavík..l7 14 3 1501-1245 28 KR........18 12 6 1416-1329 24 Haukar...l8 10 8 1598-1477 20 ÍR........18 9 9 1393-1382 18 Tindast ...18 3 15 1441-1591 6 • Næstu leikir fara fram annað kvöld en þá leika: Haukar - Þór, KR - Valur og Keflavík - Grindavík. AMir leikimir hefj- ast klukkan átta. ÍR burstaði lið Stúdenta - í Seljaskóla, 87-61 ÍR-ingar áttu ekki í miklum erfiðleikum með slakt liö Stúdenta er liðin léku í Seljaskóla í gærkvöldi. Körfuboltinn, sem Mðin buöu upp á í leiknum, var ekki rishár og hefur það viljað brenna við í vetur að leikir ÍS-liðsins hafi ekki verið augnayndi. ÍR sigraði, 87^61, eftir að hafa verið yfir í leikhléi, 37-33. ÍR-ingar áttu í nokkm ströggM í byrjun og um miðj- an fyrri hálfleik var staðan 16-18, ÍS í vil. Strax í síð- ari hálfleik tóku ÍR-ingar öU völd á velMnum, staðan breyttist í 52-42 eftir sjö mínútna leik og 69-49 eftir tólf mínútur. Lokatölur urðu síðan 87-61. Stig ÍR: Sturla 26, Bjöm 13, Bragi 10, Jón Öm 9, Ragnar 8, Björn skíöamaður 6, Jóhannes 6, Karl 6, Gunnar Öm 2 og Pétur 1. Stig ÍS: Jón 18, Guðmundur 11, GísM 6, Kristján 6, Auðunn 6, Þorsteinn 6, Bjami 4, Heimir 3 og Valdi- mar 1. Dómarar: Gunnar Valgeirsson og Jón Otti Ólafsson. Gunnar virkaði mjög áhugalaus og í heUd var dóm- gæslan mjög slök. -SK • Steffi Graf ætti að vera nokkuð örugg um sigur á opna ástralska mótinu eftir að Navratilova datt ÚL Simamynd Reuter McEnroe að róast - Steff i Graf örugg? Ástralska meistaramótið í tennis stendur nú sem hæst í Melboume. Gamla brýnið og kjaftaskurinn John McEnroe írá Bandaríkjunum hefur leikið mjög vel á mótinu og er hann kominn í 8 manna úrsUt. I síðustu umferð sigraði McEmoe landa sinn Aaron Krickstein nokkuð ömgglega, 7-6,6-2, 6-3. Framkoma McEnroe á mótinu hefur komið vem- lega á óvart ef taka á mið af hegöun hans í gegnum árin. Hann einbeitir sér eingöngu að leUtnum og er hættur öUu þrasi út í dómara sem keppendur. Þetta kunna áhorfendur á mótinu vel aö meta og hafa þeir oft klappað honum lof í lóta. Stærsta viðureignin í næstu umferö veröur leikur John McEnroe og Ivan Lendl og bíða margir spennt- ir eftir því hvemig McEnroe reiðir af. í kvennaflokki hafa úrsUtin verið samkvæmt bók- inni nema aö Martina Navratilova beiö lægri hlut fyrir Helenu Sukovu frá Tékkóslóvakíu og kemst því ekki í 8 manna úrsfit. Steffi Graf er einnig komin í 8 manna úrsUt og ætti að verá nokkuð örugg um sigur. -JKS SA Spurs vann stórt Cleveland CavaMers heldur áfram sigurgöngu sinni í bandarísku NBA deildinni i körfuknattleik. í fyrri- nótt tók Cleveland Mð Golden State Warrios i hreina kennslustund á heimaveffi. Lokatölur leiksins urðu 142-109. Indiana Pacers vann öruggan sigur á Denver Nug- gets, 117-102. Lið Péturs Guðmundssonar, San An- tonio Spurs, sigraði nýUðana, Miami Heat, 119-101. San Antonio Spurs hefur átt erfitt uppdráttar í leikj- unum sínum að undanfómu og því var þessi sigur kærkominn. Pétur Guðmundsson lék ekki með liði sínu í fyrri- nótt vegna meiðsla en er óðum að ná sér og verður kominn á fulla ferð innan skamms. -JKS „Super Bowl“ á Stöð 2 Stöö 2 mun í dag kl. 18.00 sýna úrsUtaleikinn í bandaríska fótboltanum á miUi San Francisco 49’ers og Cincinnati Bengals. Leikurinn fór fram í Miami 1 Flórída sl. sunnudag og þótti mjög spennandi. Stöð 2 barst leikurinn í hendur mun fyrr en búist hafði veríð við. -JKS Frost enn bestur Danir eru stórveldi í badmintoníþróttinni. Á ný- birtum Msta yfir 10 fremstu badmintonleikara heims í karlafiokki eru tjórir Danir og deilir einn þeirra efsta sæti með Kínverjanum Yang Yang. Er þaö hinn góðkunni Morten Frost sem hefur nú verið á toppn- um í íþróttinni í áraraðir. í kvennaflokknum eiga Danir síðan tvær stúlkur í hópi tíu bestu en Sviar státa þar af fremstu manneskju heims, Christine Magnusson. Fimm efstu menn í karlaflokki eru: 1.-2. Morten Frost (Dan.) 1.-2. Yang Yang (Kín.) 300stig 300 3. Foo Kok KeongfMal.) 260 4.-5. SteveBaddeley (Eng.) 240 4.-5. Allan B. Kusuma (Indó.) Kvennaflokkur (fimm efstu): 1. Christine Magnusson (Sví.) :..240 335 2.-3. Susi Susanti (Indó.) 300 2.-3. Li Lingwei (Kín.) 300 4.-5. Huang Hua (Kín.) 200 4.-5. Kirsten Larsen IDan.) 200 -JÖG • Yang Yang. • Morten Frost DV I>V Tímamótasamningur hjá KSÍ og Tottenham Hotspur: KSI hefur vald til að sekta Tottenham um 6,4 milljónir - ef Guðni Bergsson mætir ekki í einn landsleik með íslenska landsliðinu Knattspyrnusamband íslands hefur gert iio! tímamótasamning viö Tottenham Hotspur og enska knattspyrnusambandið um Guðna Bergsson. í honum er fólgið að KSÍ á rétt á að fá Guðna lausan í allt að tíu landsleiki á ári en til þessa hafa íslenskir knattspyrnumenn erlendis mest haft ákvæði um sex landsleiki í sínum samningum við atvinnumannafélög. „Þaö er ekki spuming að hér er um að ræða besta samning sem Norður- landaþjóð hefur gert varð- andi atvinnumann. Ég á von á því að nágrannar okkar á Norðurlöndum munu hafa þennan samn- ing að leiðarljósi á næst- unni,“ sagði Sigurður Hannesson, fráfarandi framkvæmdastjóri KSÍ, í samtali við DV í gær. Samkvæmt samningn- um hefur KSÍ vald til að sekta Tottenham um 6,4 miMjónir króna ef Guðni Bergsson mætir ekki í landsleik og hann fer þá um leið í fimm daga leik- bann frá og með deginum fyrir viðkomandi lands- leik. Ennfremur sér Totten- ham um alla tryggingar á Guðna í tengslum við landsleiki, ekki aðeins gagnvart félaginu og KSÍ heldur einnig gagnvart leikmanninum sjálfum. Þá er umsamið að ef Guðni fer til íslands á ný getur hann aftur gerst at- vinnumaður eftir tvö ár án skuldbindinga við Tottenham. Verði Guðni seldur milM enskra félaga á næstu fjórum árum er nýja fé- laginu skylt að yfirtaka þennan samning. Margir íslenskir knatt- spymumenn eru einmitt bundnir atvinnufélögum í mörg ár. Sævar Jónsson er til dæmis enn bundinn belgíska félaginu Cercle Briigge, Pétur Pétursson, Antwerpen, Ragnar Mar- geirsson Genk og Láms Guðmundsson verður bundiim Kaiserslautem í nokkur ár til viðbótar. -VS • Guðni Bergsson hefur staðið sig mjög vel hjá enska liðinu Tottenham Hotspur. Með timamótasamningi Knattspyrnusambands íslands og Tottenham er tryggt að Guðni mun leika alla landsleiki með íslenska landsliðinu. Ef Tottenham lætur hann ekki af hendi getur KSÍ sektað Tottenham um upphæð sem nemur 6,4 milljónum íslenskra króna. Á þessari mynd sést einn af forráðamönnum Tottenham taka á móti Guðna við komuna til Englands. DV-mynd EJ • Lee Nober, sem þjálfaö hefur lið ÍBK I vetur og sést hér spariklæddur, hefur ver- ið rekinn frá ÍBK. Nober setti landsliðsmanninn Magnús Guðfinnsson út úr liði ÍBK fyrir bikarleikinn gegn UMFN á dögunum sem ÍBK tapaði með 25 stiga mun. Þetta reyndist afdrifarik ákvörðun fyrir hinn bandaríska þjálfara sem brátt mun hverfa af landi brott. DV-mynd Ægir Már Kárason Keflvíkingar skipta um þjálfara í körfii: Nober rekinn frá Keflavík Ægir Kárason, DV, Suðumesjum: Forráðamenn og leik- menn ÍBK í körfuknattleik ákváðu á fundi í fyrrakvöld að reka þjálfara liðsins, Bandaríkjamanninn Lee Nober. Lengi hefur gætt óánægju í samstarfi þjálfar- ans og stjórnar körfuknatt- leiksdeildar ÍBK annars vegar og leikmanna hins vegar. Upp úr sauö þegar Nober tók þá ákvörðun fyrir bikarleik Keflvíkinga og Njarðvíkinga um síðustu helgi að taka landsMðs- manninn Magnús Guð- finnsson úr Mði ÍBK. Magn- ús, sem verið hefur einn besti leikmaður ÍBK í vetur, mætti ekki á æfingar um tíma og var því settur út í hom. Þegar ákvörðunin um að reka Nober var tekin hafði Magnús ákveðið að hætta í körfuknattleiknum vegna óánægju með þjálfar- ann. Nober sagði í samtali við DV í gærkvöldi: „Ég hef aht- af haldið sem þjálfari að enginn einn leikmaður væri mikilvægari en Mðið. Það er ekki hægt að hafa sérreglur fyrir einn leikmann og aðr- ar fyrir hina. Það er mikil- vægara að vera sterkur per- sónuleiki en sterkur leik- maður.“ • Við þjálfarastarfinu hjá ÍBK tekur Jón Kr. Gíslason og sagðist hann í gærkvöldi vera bjartsýnn á framhald- ið. Sigurður Ingimundarson tekur við fyrirhðastöðunni af Jóni. Fram, Valur og KR saman í riðli Dregið hefur verið í riðla í Reykjavíkurmótinu í knattspymu en mótið mun hefjast um miðjan marsmánuð. Athyghvakti, er niðurstaðan varð ljós, að þijú sterkustu hðin í Reykja- vík höfnuðu saman í riðh. í A-riðh leika eftirtahn hð: Fram, Valur, KR, ÍR og Þróttur. í B-riðli leika eftirtalin félög: Víkingur, Fylkir, Ármann og Leiknir. Eins og áður sagði hefst mótið um miðjan apríl en leikdagar hafa ekki enn verið ákveðnir enda góður tími til stefnu. -SK/VS íþróttir • ítalinn Fiorio missti stjórn á Lancia-Delta bifreið slnni með þeim alleíöingum að tveir áhorfendur (órust. Vagninn er hér útí i móa, tjarri akstursleið- inni. Simamynd Reuter Tveir menn týna lífi í Monte Carlo rallinu Tveir Svíar fórust í hinu heimsfræga Monte Carlo ralli á mánudag. Aö sögn hðsstjóra mannanna tveggja vom þeir „undanfarar'* eða leiðakönnuðir fyrir hinn heimsfræga sænska ökuþór, Fredrik Skog- hag. Er óhappiö henti var þó hvorugur mannanna und- ir stýri, aö sögn talsmanns lögreglu, heldur stóöu þeir við vegarkant og fylgdust með keppendum þjóta hjá. Urðu Svíamir tveir, Bertil Rune Rehnfeldt, 51 árs, og Lars-Erik Torph, 28 ára, fyrir bifreið ítalska ökumannsins Alessandro Fiorio sem missti stjóm á Lanciavagni sínum. ítalska ökumanninn sakaði Utið í þessu slysi, sem átti sér stað í gih nokkm í Suöur- Frakkiandi. Þrír aörir áhorfendur slösuðust hins vegar mjög alvarlega og voru tveir þeirra ekki komn- ir til meðvitundar í gærdag. Bæði þeir og hinir sem fórust stóöu ekki á svæöi sem ætlaö var hættulegt af mótshöldumm. Þess má geta að sænski ökumað- urinn Skoghag hefur ákveöiö að hætta keppni í kjöl- far þessa óhapps: „Ég get ekki haldið áfram keppni eftir þetta,“ sagöi hann við blaðamenn í gær. Landar hans, sem létu lífiö, vom báöir frægir Ökumenn. Torph varð tff aö mynda annar f Fílabeinsstrandar- ralMnu árið 1986 og í sama sæti í Hong Kong - Pek- ing rallinu það ár. Tryggvi fer hvergi Tryggvi Gunnarsson, knattspymumaöurinn marksækni úr Val, er hættur við að fara til Svíþjóð- ar og leika þar með 2. deildar Mðinu Husqvama í sumar. „Ég ætlaði í nám í Svíþjóð en hef ákveðið að fresta því um sinn og leika áfram meö Valsmönnum,“ sagði Tryggvi í samtaM við DV. Tryggvi skoraði sjö mörk fyrir Valsmenn í 1. deild og bikarkeppni á síðasta sumri sem var hans fyrsta raeð félaginu. Þó lék hann nær ekkert með Mðinu síðari hluta raótsins eftir að hafa raisst sæti sitt í Mðinu í kjölfar veikinda. -VS Guðmundur bestur í Grindavík Ægir Már Káraacm, DV. SuftmiHsjum: Guöraundur Bragason hefur verið útnefndur íþróttamaður ársins 1988 í Grindavik og er sá fyrsti sem verður þess heiðurs aönjótandi Hann er yfir tveir metrar á hæð og er því með hæstu körfuknatt- leiksmönnura hér á landi. Guðmundur hefur á skömmum tíma skipað sér í hóp bestu körfuknattleiksmanna landsins, er lykil- raaður í Möi Grindvíkinga sem á góða möguleika á að komast í 4 Mða úrsMtakeppnina um íslandsmeist- aratitilinn í fyrsta skipti og hefur jafiiframt leildð mjög vel með íslenska landsMðinu aö undanfömu. Guðmundur er ungur að árum, einn besti miðheiji úrvalsdeildarinnar og á örugglega eftir að ná langt í körfuknattleiknum. • Guðmundur Bragason, íþróttamaður ársins 1988 I Grindavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.