Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1989, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1989, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1989. Sviðsljós Ólygirai sagði... Larry Hagmaji Líklegast hættir Larry Hagman aldrei að leika J.R. Ewing í DaU- asþáttunum ef marka má launa- hækkanir hans. Eftir tíu ára þjónustu er hann samt búinn að fá sig svo gott sem fullsaddan af þáttunum. En fyrirtækið, sem framleiðir þættina, veit hvemig á að fá menn til að halda áfram - bara að bæta við í launaumslagið. Hagman fékk laun sín nýlega hækkuð um eina milljón króna fyrir hvem þátt, úr fimm milljón- um í sex. Það þýðir að hann fær 24 milljónir á mánuði og 240 millj- ónir fyrir tíu mánaða vinnu og svo auglýsingatekjur og... Robert Wagner Leikarar eins og aðrir reyna að styðja hver annan í raunum. Ro- bert Wagner og George Hamilton sendu nýlega frá sér svohljóðandi skilaboð: „Okkur þykir mjög vænt um þig og getum ekki leng- ur orða bundist á meðan þú reyn- ir að koma sjálfri þér í gröfina." Og hver skyldi hafa fengið skila- boðin - jú, engin önnur en Eliza- beth Taylor sem á síðustu vikum hefur staðið í áflogum við Bakk- us. Liv Ullman varð fimmtug fyrir um mánuði. Hún var að heiman afmælisdag- inn sinn - já, marga daga því að hún fór í lúxussiglingu í Karíba- hafmu sem hún fékk í afmælis- gjöf frá manninum sínum, Don- ald Saunders. Systir hennar og eiginmaður voru boðin með í ferðina en þau urðu aö afþakka. í staðinn buðu Liv og Donald fjór- um öðrum pörum með í ferðina og áttu allir góða daga og komu alsælir heim til Þrándheims fyrir jólin. Þessar konur mynda fimm ættliði i beinan kvenlegg. í tilefni þess að þær voru allar staddar í Reykjavik var tek- in mynd af þeim saman. Yngst er Elva Baldursdóttir, f. 1987. Móðir hennar, Ásta Lárusdóttir, f. 1970, er húsmóðir. Þær eru búsettar á Hellissandi. Amman heitir Sesselja Hulda Guðjónsdóttir, f. 1946, og er hún húsmóðir í Ásgarði i Mosfellsbæ. Langamman (lengst t.v.), Erla Hulda Valdimarsdóttir, f. 1923, er húsmóðir í Hrútsholti í Eyjahreppi i Hnappadalssýslu. Inga Eiríksdóttir heitir langalangamman. Hún er fædd árið 1904 og býr í Reykjavík. 450 kíló: 0f feitur fyrir sjálfsmorð Hinn 450 kílóa Michael Herbranko var slíkt fjall að ekki komst hann út um gluggann þegar hann ákvað að fremja sjálfsmorð með þvi að stökka út um glugga á annarri hæð á heim- ili sínu. Þaö voru tár sonar hans sem end- anlega sannfærðu hann um að reyna aö megra sig og á einu ári hefur hann náð að grenna sig um 277 kíló. „Ég var of feitur til geta framið sjálfsmorð. Þegar ég ætlaði að stökkva út um gluggann gat ég ekki lyft öðrum fætinum nógu hátt til aö komast upp í gluggasylluna. Þá ákvað ég að láta mig falla á höfuðið en þá varð ég skyndilega hræddur um að ég myndi standa fastur í glugg- anum og kalla yrði á slökkviliðið til að bjarga mér. Mér fannst það yrði of auðmýkjandi fyrir íjölskylduna svo ég hætti við allt saman," segir Michael. Michael hefur verið of feitur aUt sitt líf, þegar hann var í áttunda bekk vó hann 135 kíló og þegar hann gifti sig árið 1976 var hann orðinn 200 kíló. Síðan bætti hann stöðugt á sig. í janúar 1988 var hann vigtaður á vigt í sláturhúsi sem venjulega er notuð til að vega kjöt, þá reyndist hann vega 452 kíló. „Ég var svo feitur að ég varð að nota garðslönguna þegar ég ætlaöi að baða mig, en ég gat einungis þveg- ið Zi af líkama mínum í einu því ég varð strax þreyttur þyrfti ég að standa lengi í fætuma. Ég svaf einn í risastóru rúmi og þar var ekkert pláss fyrir konuna mína. Matar- kostnaöurinn var hrikalegur, ætli ég hafi ekki eytt 2500-3000 krónum í morgimmat og hádegismat. Ég át svo oft og svo mikið aö ég mundi ekki að kvöldi hvaö ég hafði látið ofan í mig að morgni. Ég þurfti einungis aö labba 3-4 metra úr bílnum og inn á skrifstof- una þar sem ég vann en það tók mig átta mínútur aö komast þangað. Ég þurfti að hvíla mig mörgum sinnum á leiðinni. Sem betur fer gat ég svo setið á rassinum allan daginn." Fyrir ári síöan gerðist dálítið sem neyddi Michael til að horfast í augu viö offituvandamál sitt. Kennari son- ar hans hringdi í hann og sagði hon- um að sonur hann væri stöðugt grát- andi vegna þess að hann væri svo hræddur um aö faðir hans dæi úr offitu. „Um kvöldið gaf ég syni mínúm auga og þá tók ég eftir því að í hvert sinn sem ég fékk mér eitthvað að borða gerði hann þaö líka. Þá sá ég að ef ég gerði ekkert í mínum málum myndi sonur minn að öllum líkind- um verða offitunni að bráð eins og ég. Þá reyndi ég að stökkva út um gluggann en það mistókst. Ég hringdi því næst í vin minn og bað hann um að lána mér byssu sem hann gerði en ég missti kjarkinn þegar ég ætlaði að taka í gikkinn. Þá vissi ég að ég vildi halda áfram að lifa.“ Daginn eftir hafði Michael sam- band við Richard Simmons, megr- unarfræðing og hann féllst á að hjálpa honum. Simmons setti saman megrunarkúr fyrir Michael, sem samanstóð að mestu leyti af græn- meti, og síðan fylgdist hann stöðugt með sjúklingi sínum og hvatti hann áfram. Þegar Michael hafði verið í megrun í fimm vikur hafði hann misst 50 kíló en þá varð aö leggja hann inn á sjúkrahús vegna hjarta- sjúkdóms. Þar lá hann í 18 vikur og missti 200 kíló. í dag vegur hann um 173 kíló en er staðráðinn í að halda megruninni áfram og markmiöið er að verða 95 kíló. Sviðsljós óskar hon- um góðs gengis. Michael á þeim tíma þegar hann vóg 450 kíló og eins og hann litur út í dag, meö bjargvætti sínum, megrunar- fræöingnum Simmons. Karl við opnun sýningar í London á ítalskri tuttugustu aldar list. Karl Bretaprins: Gefurstúlkuimi frá Pisa auga Nýlega var opnuð í London sýning á ítalskri tuttugustu aldar list. Eitt af skylduverkum meðhma bresku konungsfjölskyldunnar er að vera viðstödd slíkar sýningar hvort sem henni líkar betur eða ver. Karl Bretaprins stikar hér fram hjá verkinu Stúlkan frá Pisa, mjög þekktu verki eftir Arturo Martini frá árinu 1928. Ekki viröist prinsinn ýkja hrifin, svona rétt að hann gefi stytt- unni auga. Af Karli er það annars helst að frétta að nú dreymir hann um aö eignast eitt barn í viðbót. Fyrir á hann tvo syni og nú langar prinsinn í litla prinsessu. Slúðurdálkahöfund- ar í Bretlandi segja aö nú helgi Karl Díönu öll mánudagskvöld og sé það ótvírætt merki þess að þau hjón ætli að fjölga afkomendum sínum. Ella er brosmild stúlka sem langar til að eignast foreldra. Emstæðingur- inn Elia Meira en 100.000 böm í Bandaríkj- unum bíða eftir því að eignast kjör- foreldra. Þeirra raunverulegu for- eldrar hafa gefið þau til ættleiðingar, en enginn hefur viljað þau. Flest eiga bömin það sameiginlegt að vera fótl- uð andlega eða líkamlega eða eiga við tilfinningaleg vandamál aö striða. Ella hefur beðið þess í átta ár að eignast kjörforeldra. Þegar hún var þriggja ára var hún tekin af foreldr- um sínum því þau misþyrmdu henni og síðan hefur hún búið á bama- heimilum eða hjá fósturforeldmm. Þetta er geðþekk lítil stúlka sem elskar að búa til mat. En hún glímir við ýmis tilfinningaleg vandamál sem hafa orðið þess valdandi að eng- inn hefur viljað taka hana að sér. Henni gengur ágætlega í skóla og dreymir um að verða kokkur þegar hún verður stór. „Mig dreymir um að eignast mömmu sem býr til jarðarberjakök- ur og ostborgara. Mig langar líka til að eignast tvær systur því mér finnst svo gaman að gæta bama. En líkleg- ast er ég orðin of gömul til aö nokkur vilji ættleiða mig, svo ég býst við aö ég haldi áfram að búa á barnaheimil- um,“ segir Ella. Því miður er EUa Utla bara eitt dæmið um bam sem bíður eftir að eignast foreldra en vonandi rætist úr fyrir henni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.