Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1989, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1989, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 1988. 11 Utlönd Tíu ár frá komu Khomeinis Eftir átta ára stríð við íraka var tekin ákvörðun um vopnahlé síðastliðið sumar. í Teheran, sem og annars staðar í íran, urðu miklar skemmdir vegna eldflaugaárása íraka. Simamynd Reuter í dag erú liðin tíu ár frá því að ayatollah Ruhollah Khomeini, sem nú er 86 ára, sneri aftur til írans til að leiða byltinguna. í tíu daga munu íranir minnast falls keisarans og heimkomu Kho- meinis eftir fimmtán ár í útlegð í Tyrklandi, írak og Frakklandi. Khomeini, sem er andlegur leið- togi 50 milljóna manna, hefur hvað eftir annað komið stórveldunum á óvart. Hann hefur spurt Gorbatsjov Sovétleiðtoga hvort hann vilji ekki snúast til múhameðstrúar, auk þess sem hann hefur sífellt hafnað tilraunum Bandaríkjamanna til að koma á betri samskiptum milh ríkjanna. Grundvallarstefna stjómarinnar í utanríkismálum er sú að vera hvorki hliðholl austri né vestri, hvorki kapítalisma né kommúnisma. Þrátt fyrir þessar yfirlýsingar hefur stjómin hin síö- ari ár verið raunsæ í viðskiptum sínum við útlönd. Persaflóastríðið í nær átta ár leiddi Khomeini ír- ani í stríði við íraka. Því lauk í ágúst síðastliðnum meö vopnahléi. Khomeini segir að það hafi verið banvænna að taka ákvörðunina um vopnahlé en aö taka inn eitur. Samkvæmt opinberum tölum er áhtið að 120 þúsund íranir hafi faU- ið í Persaflóastríðinu. Áætlað er að yfirvöld þurfi að verja að minnsta kostí 200 miUjörðum dollara til enduruppbyggingar eftir stríðið. Khomeini lagði á það áherslu að með ákvörðuninni um vopnahlé væru íranir ekki að hörfa frá grundvaUaratriðum byltingarinn- ar. Margir íhaldssamir hafa hins vegar átt erfitt með að sætta sig við ákvörðunina.' Gagnrýnir klerkar Strangtrúaðir klerkar hafa einn- íg gagnrýnt opinberar tilskipanir sem þeim hefur fundist stangast á við bcmn múhameðstrúarmanna við tíl dæmis fjárhættuspiU og tón- Ust. Khomeini á að hafa svarað gagnrýni þeirra með þeim orðum að ætla mætti að þeir vUdu helst þurrka nútímamenningu út og að menn hyrfu aftur í heUana og út í eyðimörkina. Réttarkerfið í íran hefur hins vegar ekki tekið afstöðu tíl margra málefna, svo sem umhverfisvemd- Khomeini var hataður í Bandaríkjunum eftir aö íranskir unglingar hertóku sendiráð Bandaríkjanna í Teheran í nóvember 1979. Þeir kváðust vera hliðhollir Khomeini sem siðar lýsti yfir stuðningi sinum við töku gíslanna sem ekki var sleppt fyrr en eftir 444 daga. Veggspjöld, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd, seldust eins og heitar lummur í Bandaríkjunum um þetta leyti. Ayatollah Khomeini, trúarleiðtogi írana, minnist þess nú að tíu ár eru liðin frá heimkomunni til írans. Simamynd Reuter unar, takmörkunar fæöinga og líf- færaflutninga. Hvetur Khomeini klerkana til að fjalla um máUn. Afinn prestur Eldri bróðir Khomeinis, ayta- toUah Morteza Pasandideh, sagði nýlega í viðtali að þeir bræður hefðu fæðst í húsi sem afi þeirra keypti. Afinn var prestur frá Kash- mir í Indlandi en flutti til Khomein í miðhluta írans fyrir 150 árum. Pasandideh sagði að faðir þeirra bræöra, sem einnig var prestur, hefði barist gegn yfirgangssömum lénsherrum. Var faðirinn myrtur af þeim þegar Khomeini var aðeins fárra mánaða gamaU. Khomeini stundaði nám í Qom, aðalkennslusetri múhameðstrúar- manna í íran. Árið 1930 kvæntist hann konu sinni, Ghods-e-Iran, sem var af auðugri klerkaætt. Þau eignuðust þrjár dætur og tvo syni. Eldri sonurinn dó árið 1977 við grunsamlegar kringumstæður þeg- ar hann var með fóður sínum í út- legð í írak. Sá yngri, sem eitt sinn var fyrirUði í knattspymuhði, er nú aðalritari Khomeinis. Ein dætra Khomeinis segir að það hversu bhð og róleg móðir þeirra hafi verið hafi stuðlað að velgengni f]öl- skylduföðurins. Khomeini flutti í leiguhúsnæði í úthverfi í norðurhluta Teherans eftir að hafa náð sér af hjartaáfalU sem hann fékk rétt fyrir fyrstu for- setakosningarnar í íran í janúar 1980. Hann vildi þó ekkert láta vita af veikindum sínum fyrr en að kvöldi kosningadagsins til að þau hefðu ekki áhrif á kosningarnar. Reuter ARCTIC CAT Miðstöð vélsleðaviðskipta Til sölu Arctic Cat: Verð WildCat'88 EITigre'88 Cougar'87 Cheetah '87 Cheetah '87 Cheetah '87 Pantera'87 Yamaha SRV ’83 Ski-doo ’83 400.000 390.000 300.000 340.000 360.000 320.000 : 310.000 ■ 250.000 350.000 f Óskum eftir sleðum í umboðssölu Opið: 9- 18 virka daga 10- 14 laugardaga íla-& Vélsleðasalan BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR 84060 681200 iiip '..svartir sílsar, álfelgur, sumar/vetrardekk, flækjur, útistandandi hreyfanlegir speglar, aflbremsur, veltistýri o.fl. o.fl.” ét DV SMÁAUGLÝSINGAR SÍMI27022 Hvert þo P . M . 11 V Enginn sunt en J. ÞORLÁKSSON & NORÐMANN H.F. RETTARHALSI 2

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.