Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1989, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1989, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 1988. Spumingin Hvert er uppáhaldssjón- varpsefnið þitt fyrir utan fréttir? Ingvar Jónsson atvinnulaus: íþróttir og allt sem þeim viðkemur og svo Staupasteinn. Ari Jóhannesson tölvunarfræðingur: Popptónlistarmyndbönd sem maður getur horft á án þess að hugsa og svo góðar bíómyndir. Tryggvi Gunnarsson sjómaður: Matador er afar skemmtilegur þáttur og svo horfi ég á fréttaskýringaþætti. Guðjón Ólafsson 12 ára: Bíómyndirn- ar á Stöö 2 og sakamálaþættir eins og Derrick og Matlock. Jónas Guðmundsson sölumaður: Ég horfi helst á íþróttaþætti og svo Hunter. Hólmfriður Ólafsdóttir nemi: Fyrir- myndarfaðir og Matlock eru eigin- lega það eina sem ég horfi á. Lesendur Varaf lugvöllurinn úr sögunni „Grænland er fullt eins vel staðsett fyrir flugvélar NATO,“ segir hér meðal annars. Ágúst hringdi: Það á ekki af íslendingum að ganga í samskiptum viö aðrar þjóðir. Við erum í þann veginn aö missa alla markaði fyrir fiskafurðir okkar vegna ímyndaðrar hollustu við vís- indarannsóknir á hvölum og nú er að koma í ljós að við erum að öllum líkindum búnir að missa út úr hönd- unum tækifæri á að fá hér fullkom- inn varaflugvöll fyrir allt flug okkar, innanlands sem millilandaflug, og verðum þar með af aukinni flugum- ferð um ísland í náinni framtíð. Alkunna er að samgönguráðherra hefur tjáð sig eindregið á móti bygg- ingu varaflugvallar á Norðaustui- landi og segir slikt ekki koma til mála meðan hann er ráðherra. Hann er hins vegar fús til að veita styrk af almannafé til þeirra sem stunda loðdýrarækt þótt vitað sé að það er enn eitt mýrarljósið í þeim mála- flokki sem kallaður er aukabúgrein- ar bænda. Það er þó önnur saga en dæmi um þá ógæfubraut sém þjóðin fetar sig eftir. Nú hefur komið í ljós að Banda- ríkjamenn eru búnir að gefa upp á bátinn allar viðræður við íslendinga um byggingu varaflugvallar hér á landi og hafa snúið sér til Grænlend- inga til að kanna viðhorf þeirra til málsins. Grænland er nefnilega fullt eins vel staðsett fyrir flugvélar NATO sem þurfa á varaflugvelli að halda ef Keflavíkurflugvöllur lokast. Bandaríkjaforseti hefur einmitt boðið formanni grænlensku lands- stjómarinnar og forseta landsþings Grænlands til Hvíta hússins hinn 2. febrúar nk. til viðræðna um sam- skipti landanna. Allir sem til mála þekkja vita að þetta er fyrsta skrefið í viðræðum þessara tveggja þjóða um byggingu varaflugvallar á Græn- landi. Bandaríkjaforseti hefur einnig óskað eftir fundi með forsætisráð- herra Danmerkur til að ræða sam- skipti þessara ríkja. Það er ekki einleikið að íslenskir stjómmálamenn aðrir en þeir al- þýðubandalagsráðherrar skuli ekki hafa tekið fram fyrir hendur núver- andi samgönguráðherra og gert kröfu til að hann léti umræður um byggingu varaflugvallar hér á landi afskiptalausar. Með því að láta sam- gönguráðherra hafa úrslitavald í málinu emm við að afsala okkur möguleika sem við fáum ekki tæki- færi á að nýta aftur. Vindharpa vetrar og himinhvolfið Ingvar Agnarsson, skrifar: Mildur blær sumarsins er ekki lengur á norðurslóðum. Allt er lífs naut í faðmi móður náttúm hefur ýmist búið um sig til kyrrlátrar vetr- ardvalar eða horfið á braut úr sælum sumarstöðvum; laxar og silungar eru famir úr ám og lækjum, farfuglar flognir til suðrænna sólarstranda, hvalimir mikilfenglegu hafa flestir yfirgefið nágrenni landsins. Vindharpa vetrar ómar kuldalega þá norðankyljur blása og fylla landið snjó. En hugir manna fyllast hvorki hrími né hélu þvi að menn hafa flest- ir komið sér notalega fyrir í hlýjum heimkynnum og kunna margir hveijir að njóta þeirrar fegurðar sem fylgir tærum töfrum vetrar þegar stillur ganga og heiðríkjur. Þá blasa við fiöllin, hjúpuð hvítu líni ghtrandi fanna. Þá braga norðurljós um hvelf- ingu himins í ótal skærum litbrigð- um, iðandi, titrandi hraðar en auga á festir og steypa sér ótal kollhnísa óvænt og leiftursnöggt. En yfir öllu rís himinhvelfingin, glituð þúsundum tindrandi stjömu- ljósa. Þau em sum dauf og kyrrlát aö sjá, önnur björt og skær, blikandi í ótal litum og litbrigðum; hvítum, bláum, rauðum og gulum. Dýrölegt er að horfa til stjamanna á björtu vetrarkvöldi og njóta þeirrar fegurðar sem augað skynjar og þeirra töfrandi áhrifa sem frá þeim stafa og sem heilla sálir manna þegar „Norðurljós eru heillandi á aö horfa á heiðskírum vetrarkvöldum," segir undir mynd er bréfritari lætur fylgja með. verið er úti á kyrrlátum stað, helst í þögn og einveru. Þá er eins og hugur okkar fyllist æðra lífi og ljósi er við stöndum á kyrrðarstund undir stjömuskreyttri hvelfingu geimdjúp- anna og gefum okkur á vald þeirra orkustrauma er þaðan berast. Einokun RÚV færö til baka: Þeim tókst það N.M. hringdi: ild virðist auðsótt hjá fógetaemb- Um leið og vinstri flokkamir ættinu og er því ekkert heimili komast til valda hér byrja þeir óhult fyrir útsendurum, líkt og venjulega á því að koma öllu upp gerðist í Þýskalandi á tímum Hitl- í loft sem vel heftir verið gert. Allir ers. vita aö margir vinstri menn vom Ég er satt aö segja yfir mig undr- á móti afnámi einokunar Ríkisút- andi á því að fólk skuli ekki taka varpsins. Þaö mátti þvi búast við sig saman og láta innsigla hjá sér aö þaö yrði með fyrstu verkum bæði útvarps-og sjónvarpstæki og Alþýöubandalagsins, sem helst kenna þessum yfirgangsseggjum í hefur sett sig á móti afhámi einok- eitt skipti fyrir öll aö fólk líður I unar RÚV, að leggja til atlögu við ekki svona aðferöir. Ef fólk vill neytendur og fýrirskipa að þeir notfærasérþjónustuRÚVáauðvit- réttu við halla Ríkisútvarpsins. - að að greiða fyrir hana en ef þaö ! Þetta hefur nú verið gert og all- vill hana ekki heldur aðra þjón- óþyrmilega. ustu, eins og td. Stöö 2 og svo aðr- j Nú stendur til aö rukka almenn- ar útvarpsrásir, þá á þaö ekki aö ! ing, sem hefur skráð útvarps- eða þurfa að borga líka til RÚV! - Svona sjónvarpstæki á heimilum sínum, viöskiptahættir þekkiast bara ekki ! um mánaöarlegar grelðslur. Þá er nema í einræðisríkjum og við erum svo komiö að þessi ríkisstofnun á svo sannarlega stödd í einu þeirra orðið aUskostar við fólk, og er nú eftir valdatöku vinstri flokkanna. I gengið í hús og leitað að óskráðum Þeim hefur svo sannarlega tekíst sjónvarpstækjum. Húsleitarheim- ætlunarverkið. Víst erum við skattpínd þjóð Magnús Helgason hringdi: Ég get engan veginn orða bundist þegar verið er að klifa á því i tíma og ótima aö hér á landi sé skatta- byrði fólks ekki mikil miðað við önnur lönd. í Morgunblaðsgrein bítur efnahagsráðgjafi fiármála- ráðherra höfuðið af skömminni með því að staðhæfa þetta enn einu sinni ásamt línuritum og heimild- um í bak og fyrir, td. frá OECD og Þjóðhagsstofnun. Ég er alls ekki að segja að þessi efnahagsráðunautur sé að blekkja fólk af illgirni sinni. Hann er hins vegar að blekkja fólk og í póiitísk- um tilgangi. Hvers vegna hann vel- ur til þess Morgunblaðið veit ég ekki en þarna var nú greinin sl. laugardag og menn' geta dæmt hver fyrir sig hvort hann hefur rétt fyrir sér. í grein hans segir t.d. „Skatt- heimtan jókst í fýrra og mun enn aukast í ár. Þrátt fyrir þetta er skattbyrði á íslandi enn töluvert fyrir neðan það sem gerist í flestum öörum OECD-ríkjum. Auðvitað er æskilegt aö svo verði áfram. Allt tal um skattpíningu á íslandi er þvi út i hött.“ í greininni fer þessi efiiahagsráð- gjafi í kringum efnið „skattbyrði“ eins og köttur í kringum heitan graut Hann tekur dæmi af landi sem framleiöir aðeins eina vöru, t.d. korn. Síðan notar hann hag- fræðilegan samanburð milli vinnu- afls og fiármagns og milli beinna skatta og óbeinna. Þessi og önnur slík fiæöileg dæmi eru ekki visasti vegurinn til að út- skýra fyrir hinum almenna borg- ara að hér sé minni skattbyrði en annars staðar. Ekki síst þar sem við vitum betur, sem sé aö við erum mjög skattpínd þjóð. Og hvaö sem líður heildarsköttum hins opinbera i hlutfalli við landsframleiðslu og skattbyrði á íslandi og í ríkjum OECD-Ianda er það staðreynd að í öllum þeim löndum sem minnst er á, Svíþjóð, Danmörku, Noregi, Hollandi, Belgíu, Frakkland og ekki síst Lúxemborg, eru laun manna mun hærri en hér. Og það sem meira er; almennar neysluvör- ur eru helmingi og jaftivel tveim þriðju ódýrari en hér á landi. Og hananú! Verkalýösfélögin og Flugleiðir: Lægstu tilboð gildi Verslunarmaður hringdi: Ég var að heyra fréttir af því að íslenskum verkalýðsfélögum heíðu borist tilboö ýmsissa erlendra flugfé- laga um orlofsferöir launþega á sumri komanda. Mér skilst aö hér sé um að ræöa eitthvað ámóta og átti sér stað á sl. sumri þegar Lion Air í Lúxemborg gerði samning við Verslunarmannafélag Reykjavíkur og félagsmenn þess nutu góðs af. Nú var haft eftir formanni Verka- mannasambandsins, Guömundi J. GuðmundssjTÚ, að ef Flugleðir ætl- uðu að gerast milliliður í deilu sem Vinnueitendasambandið stæði í við Verkalýðsfélög á Suðumesjum myndi þaö bitna á þessu flugfélagi. Ég spyr nú bara ósköp einfaldlega hvort verkalýösfélögin í landinu þurfi með einhverjum hætti að vemda Flugleiðir. Mér sýnist það ekki vera nein skylda verkalýðsfélaganna að sjá um einn eða annan en sína eigin félags- menn. Þess vegna hijóta forystu- menn verkalýðsfélaganna fyrst og fremst aö sjá um að afla tilboða í orlofsferðir frá sem flestum flugfé- lögum, innlendum sem erlendum, og taka því tilboði sem lægst er og hag- kvæmast - rétt eins og átti sér stað sl. sumar. Ég er þeirrar skoöunar að engin fyrri samskipti verkalýðsfélaga eða foringja þeirra viö t.d. Flugleiðir megi koma í veg fyrir að hagkvæm- ustu tilboðum sé tekið í orlofsferðir fyrir meðlimi verkalýösfélaganna. Það tíðkaöist hér fyrr á ámm, eftir langar og strangar kjaradeilur, og jafnvel verkfóll, þar sem félagar verkalýðsfélaganna áttu hlut aö máli, að þegar upp var staðið í lok deilnanna var verkalýðsforingjum boðiö í eins konar hvíldar- eða af- slöppunarferðir. Þetta á nú að vera liðin tíð sem á engan hátt má fara að vekja upp aftur. Þá era hagsmun- ir umbjóðendanna, sem eru meðlim- ir launþegasamtakanna, fyrir borð bomir. Lægstu tilboðum á að taka í orlofsferðir verkalýðsfélaganna hvaðan sem þau koma.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.