Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1989, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1989, Blaðsíða 27
MÁNUOAC.UR 5. JÚNÍ 1989. Iþróttir Héðinn Gilsson lék mjög vel í báðum leikjum íslenska liðsins gegn Dönum á Grænlandi. Sigur og tap í Nuuk - íslendingar unnu Dani, 22-20, en töpuðu síðan, 19-21 íslendingar spiluðu tvo leiki við Dani í Nuuk á Grænlandi um helg- ina. Unnu okkar menn fyrri leikinn, 22-20, en biðu lægri hlut í þeim síð- ari, 19-21. í fyrri leiknum höfðu okkar menn talsverða yfirburði og náðu 7 marka forystu á kafla í síðari hálfleiknum. íslenska hðið, sem grundvallað var á mörgum framtíðarmönnum, sýndi enda prýðishandknattleik og vann verðskuldað. Héðinn Gilsson, Valdimar Gríms- son og Geir Sveinsson voru atkvæða- mestir í íslenska hðinu í þessari við- ureign, skoruðu 5 mörk hver. í seinni slagnum leiddu íslensku strákarnir fram að lokamínútum. Voru yfir í hléi, 11-8. Snemma í síðari hálfleik var staðan orðin 18-13 íslenska liðinu í vil en Danir minnkuðu þá bihð smám sam- an. Brugðu þeir á það ráð að taka Héðin Ghsson úr umferð og riðlaðist þá mjög sóknarleikur íslendinga. Auk þess máttu íslensku strákarnir sætta sig við sífehda brottrekstra. „Leikurinn var í beinni útsendingu í Danmörku og okkur fannst þessir brottrekstrar á margan hátt vera greiðasemi við Dani. Við voru enda færri í 22 mínútur," sagði Geir Sveinsson við DV í gær. Júlíus Jónasson var markahæstur í leiknum með 6 mörk og Jón Kristj- ánsson gerði 4. Valdimar Grímsson og Héðinn Gilsson komu þeim næstir með 3 mörk hvor. Geir kvað aðstæður mjög góðar á Grænlandi, hótehð ágætt og leikað- staða til fyrirmyndar. Um danska hðið sagði Geir að þar vantaði í nokkra af þeirra sterkustu mönnum, þó sýnu færri en í íslenska liðið. Þess má geta að Páh Guðnason úr Val lék sinn fyrsta landsleik ytra og varði markið með prýði. -JÖG Geir hefur samið við Granollers - heldur líklega utan 1 ágúst Nú er ljóst að Geir Sveinsson, landsliðsmaður úr Val, leikur með 1. deildar hði Granollers frá Spáni á næsta tímabili. Liðið tefldi fram sænskum línu- manni á gengnum vetri en hann hef- ur nú haldið heim th Svíþjóðar. „Það er ekki vitað með vissu hve- nær ég fer út til Spánar en samning- ar eru nánast frágengnir,“ sagði Geir við DV í gær. Hann var þá staddur á Grænlandi vegna leikja íslendinga og Dana þar. „Ég er mjög ánægður með þennan samning við Granollers-liðið,“ hélt landsliðsmaðurinn áfram. „Þetta er samningur sem ég gat hreinlega ekki haí'nað." Geir kvaðst ekki hafa gælt mikið við þá hugmynd að leika erlendis í gegnum tíðina. Hann kvað það hins vegar erfltt að yfirgefa hð íslands- meistara Vals. „Það er erfitt að yfirgefa Val enda hef ég unnið nánast aht sem hægt er að vinna á íslandi með því fé- lagi,“ sagði Geir við DV. Geir, sem hefur verið einn máttar- stólpa Vals og landshðsins síðustu árin, mun leika við hhð Atla Hhm- arssonar en hann er einnig á mála hjá spánska /élaginu. JÖG Detroit og Lakers í úrslitum Birgir Þóriason, DV, New York: Annaö árið í röð veröa þaö Detro- it Pistons og Los Angeles Lakers sem leika th úrshta í NBA deildinni í körfuknattleik. Fyrsti leikur þeirra verður í Detroit aðfaranótt miövikudags. Detroit tryggði sér sæti í úrslitum með því að yfírbuga Chicago í sjötta leik liöanna í Chicago, 103-94. Detroit vann tjóra leiki, Chicago tvo. Mikil breidd er aðall Detroit-liösins. Chicago varð fyrir áfalli þegar á fyrstu raínútum leiksins er Bhl Laimeebier rotaði Scottie Pippen og kom hann ekki meira við sögu í leiknum. Þrátt fyrir það byrjaöi Chicago af krafti og hafði um tíma tólf stiga forskot í fyrri hálfleik. Michael Jordan fór hamfórum framan af og Brad Seliers, sem tók stöðu Pippens, lék einxhg vel. En Ðetroit jafnaði metin og tók forystu fyrir leikhlé. Þegar leiö á síðari hálfleik jók Detroit muninn í tíu stig en í byijun fiórða leik- hluta tókst Chicago að rainnka muninn niður í tvö stig. Aðahega vegna ofúrraannlegs átaks frá Jordan, þrátt fyrir aö hann léki haltur en göraul meiðsh í læri tóku sig upp aftur. En Chicago brast úthald á enda- sprettinu til að halda í við Detroit sem tók hægt og bítandi tólf stiga forystu og vann leikinn með níu stiga mun. Thoroas var óstöðvandi í sókn undir lokinþegar hann skor- aði 17 stig af 33 stigum í leiknum. Rodmann lék stórvel 1 vörninni að vanda og hirti fimmtán fráköst, Jordan skoraði 37 stig fyrir Chicago og átti þrettán stoðsendingar en misnotaði reyndar sjö vítaskot. Sehers skoraði 16 stig, Hogges 15, Grant 13 og hirti 13 fráköst. -JKS 2 i fyrir allar stæröir garða. Vélorf ★ Raforf ★ Kantklippur ★ Hekkklippur ★ Traktorar ★ Einungis viðurkennd hágæðamerki: MURRAY, ,-r-Á7jratiV!S ECHO, AL-KO o.fl. VISA og EURO-þjónusta. Póstsendum um land allt. Góð varahluta- og viðgerðarþjónusta. Sérlega glæsilegur fjallabíll, ekinn 59.000 mílur, 5 gíra, vökvastýri, upphækkaður, 36" dekk, splittað drif að aftan, kastarar, rafmagn í rúðum, brettakantar, talstöð, útvarp, segulband, skipti á ódýrari bíl koma til greina. Verð 1.380.000. - TOYOTA 4 RUNNER EFI ÁRGERÐ 1985 Sláttuvéla- & Hvellur Hjólamarkaður Smiðjuvegi 30, Kópavogi Sími 689 699 og 688 658 Metsölu Metsölu- vélar Glæsilegt úrval reiðhjóla fyrir alla fjölskylduna. M.a.: Fjallahjól frá kr. 16.479,- 10 gíra hjól frá kr. 11.816,- Sterkir kraftmiklir gæðagripir. Fjöldi tegunda r mismunandi stærðir og gerðir garða. M.a.: MURRAY 9-20201, 3,5 ha bensínmótor, 7" hjól, 51 sm sláttubreidd: Verð aðeins kr. 15.350,- Allt fyrir garðinn á einum stað: SLATTUVELAR MOTOLD MODEM • • 2400 bitar á sek. Höfum nu fyrirliggjandi mótöldin frá Lightspeed og MiniTEAM. Hraöi 2400, 1200 og 300 bitar á sekúndu. : 1 Sjálfvirk upphringing meö HAYES-samhæfðum | , skipunum. Tenging við allar tölvur. ITÆKNIVAL h.f. Grensásvegi 7 - 108 Reykjavík - S. 681665 Uniiió [nebúinbtotlfótiiliiiu /»/(ÁvÁv> »k| myci,ll,!:.ai.’.mim Sc;ir//l/.in

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.